Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 1992. 13 Merming Hverjum klukkan glymur Snæfríður íslandssól (Elva Ósk Ólafsdóttir) og Arnas Arnæus (Hallmar Sigurðsson). Ein er sú bók sem mest er íslenskra bóka á þessari öld og það er íslandsklukka Hall- dórs Laxness. Það er sama hversu oft hún er lesin, alltaf finnast í margbreytileik hennar nýir fletir og persónurnar standa stoltar jafnfætis fræg- ustu bókmenntapersónum heimsins. Bókin er tákn um sjálfstæðisvitund þjóðar- innar, skrifuð í þann mund sem ísland varð lýðveldi. Það er hollt að muna að á myrkum öldum létu ekki aflir bugast undir áþján og án stórbrotinna persóna á borð við þær sem við kynnumst í íslandsklukkunni hefði þjóð- in aldrei risið upp og heimtað sjálfstæði sitt. Sagan er líka hvöss áminning um að biflð er rpjótt á milli upphefðar og útskúfunar, á milli frelsis og fjötra. í skáldsögunni mætast fulltrúar almúga og yfirstéttar. Hetjur sögunnar hafa þor til að hefja sig yfir stéttamuninn og tala beint en hvorki upp fyrir sig né niður fyrir. Leiklist Auður Eydal Persóna Jóns Hreggviðssonar, þessa harð- hnjóskulega karls sem aldrei lætur beygja sig, kristallar seiglu og sjálfstæðisvitund þjóðarinnar og það er varla ofmælt að segja að hann hefur heillað lesendur allar götur frá því er bókin kom fyrst út, með prakkara- legri og hrjúfri karlmennsku sinni. En það þarf ekki að fjölyrða um íslands- klukkuna, hana þekkja allir. Textinn er guflnáma og persónurnar svo óendanlega margslungnar og heillandi. Leikfélag Akureyrar frumsýndi leikgerð byggða á íslandsklukkunni á fóstudaginn var og heiðrar með því höfundinn, Halldór Lax- ness, á afmælisári. L.A. á reyndar líka stórafmæli í apríl svo segja má að tilefnið til að ráðast í stórverk- efni af þessu tagi sé tvöfalt. Sunna Borg, sem leikstýrir verkinu, hefur unnið nýja leikgerð fyrir þessa uppsetningu. Hún er að mestu byggö á fyrri leikgerðum en nokkur efnisatriði fefld burt og öðrum bætt við. Að sögn Sunnu hafði hún það að leiðarljósi að láta samband þeirra Snæfríðar og Arnæusar koma sem skýrast fram. Mér fannst sú áherslubreyting lítt merkj- anleg, kannske fyrst og fremst vegna þess hve lítið neistaflug fór á milli þeirra Snæfríð- ar og Arnæusar á sviðinu. Enn sem fyrr eru það hin fjölmörgu frásagnarefni íslands- klukkunnar sem taka yfir og eftirminnileg- asta persónan er Jón karlinn Hreggviðsson. Það kemur ekki á óvart að Þráinn Karlsson var valinn til að leika hlutverk Jóns. Eða var Jón vaflnn handa Þráni? Svo mikið er víst að hér stígur kraftmikill og sannur Jón Hreggviðsson á svið, persóna sem rímar fullkomlega við texta bókarinnar og kemst nær kviku verksins en flestir aðrir leikendur. Þráinn er einn af okkar bestu leik- urum og hér fær hann sannarlega hlutverk við sitt hæfi sem hann túlkar af skilningi og snerpu. Hlutverkið felur í sér ótaminn frum- kraft og þá lífsspeki kynslóðanna sem fengist hefur meö svita og tárum. Felix Bergsson vinnur líka eftirminnilega og lifandi mannlýsingu úr hlutverki júng- kærans í Bræðratungu og túlkaði prýðisvel þær andstæður sem í fari hans finnast. Af öðrum leikendum, sem virkuðu eins og víta- mín í sýningunni, má til dæmis nefna þá Gest Einar Jónasson og Jón St. Kristjánsson í hlutverkum nafnanna Jóns Marteinssonar og Grinvicensis, svolítið skopgerðar persón- ur og prýðflega unnar. Uppsetningin er hefðbundin, í þeim skiln- ingi að í flestu er fylgt þeirri meginlínu sem lögð hefur verið í fyrri uppfærslum, þó að atburðarásin sé hér nokkuð þéttari en áður og verkið í heild styttra. Eins og oft vill brenna við, þegar skáldverk eru færð til sviðs, verða atriði stutt og tíðar skiptingar klippa á atburöarásina. Það er þó reynt að láta þetta ekki trufla um of en hjá því verður samt ekki komist. Leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar er gerð af mikilli útsjónarsemi, stórum súlum er rennt um sviðið og mynda þær samfellur, ýmist klettaveggi Almannagjár, bókaskáp- ana í safn Arnæusar í Kaupinhafn eða annan bakgrunn í fjölmörgum atriðum verksins. Þessi leikmynd er virkilega góð og gerir sitt til að lyfta sýningunni sem verður eink- um minnisstæð fyrir vandaða úrvinnslu og áferðarfallegan leik í mörgum helstu hlut- verkum. Búningar eru sérstaklega fallegir og vel hannaðir og allur sviðsbúnaður ásamt vel unninni lýsingu kemur sýningunni mjög til góða. Það er ekki mikið um stórátök í túlkun leikendanna (með fáeinum undantekning- um), yfirleitt er leikirrinn hófstilltur og leik- stjómin einkennist af mikifli virðingu fyrir verkefninu. Söguefnið kemst vel til skila, þó að nokkuð skorti á frumkraftinn og drama- tíkina. Elva Ósk Ólafsdóttir vinnur hlutverk Snæ- fríðar af fullkomnu öryggi, nærfæmi og skilningi en heldur kannske fullmikið aftur af sér og verður allt aö því fjarræn á köflum. En hún er sannarlega glæsileg á sviðinu í fallegu búningunum, hefðarkona, gædd tígu- leika sem kemur ’innanfrá. Hallmar Sigurðsson leikur á þessum sömu nótum. Túlkunin á Amæusi er lögð upp til að sýna sem best hinn göfuga hugsjóna- mann, sem sér lengra en flestir samferöa- mennimir, en mannlegar tilfmningar rista ekki djúpt og ást þeirra Snæfríðar virðist aldrei meira en hálfvolg. Valgeir Skagfjörð leikur séra Sigurð, sem í flestu er andstæða Aræusar, þó að hann eigi að heita sá næst besti fyrir Snæfríði. Hlutverkiö býður upp á möguleika sem Val- geir hafði fullt vald á að nýta út í hörgul. Fjölmargir aðrir leikarar koma fram og má af þeim nefna Sigurveigu Jónsdóttur, Sigurð Hallmarsson, Aöalstein Bergdal og Marinó Þorsteinsson, sem skila vel unnum persónulýsingum. Tónlist Jóns Hlöðvers Áskelssonar túlkaði tilfinningar og strauma í verkinu og féll vel að atburðarásinni. Það hlýtur að vera fagnaðarefni fyrir þá sem í sífellu tala um nauðsyn öflugrar menn- ingarstarfsemi um allt land þegar lagt er upp í viðamikið verkefni af þessu tagi. Það er ástæða til að óska L.A. til hamingju með stórhuga val á viðfangsefni og væntan- legum áhorfendum er óhætt að lofa góðri kvöldstund nú þegar íslandsklukkan glymur á Akureyri og kallar þá til sín. Lelkstjórn og lelkgerð: Sunna Borg. Leikmynd og búningateikningar: Sigurjón Jó- hannsson. Búningameistari: Freygerður Magnúsdóttir. Höfundur tónlistar: Jón Hlöðver Áskelsson. Ljósahönnuður: Ingvar Björnsson. Leikfélag Akureyrar sýnir: ÍSLANDSKLUKKUNA eftir Halldór Laxness. « Sviðsljós Nýja sónartækið, sem kostaði tæpar tvær milljónir króna. F.v.: Jósep Blönd- al yfirlæknir, Guðfinna Diego, formaður Lionessa, og systir Reneé Langton. DV-mynd Kristján Nýtt og full- komið sónartæki Kristján Sigurðssan, DV, Stykkishólmi: Forráðamönnum sjúkrahússins hér í Stykkishólmi var fyrir skömmu formlega afhent sónartæki ásamt fylgihlutum. Tækið er af aflra nýj- ustu gerð frá Hitachi í Japan og þvj mjög fullkomið. Sónarinn, ásamt fylgihlutum, kostaði hingaö kominn 1.799.333 krónur. Að sögn lækna á tækið eftir að auðvelda mjög rannsóknir og gera þær öruggari og um leið er það tfl hagsbóta fyrir íbúa Snæfellsness og nálægra byggðarlaga. Við afhendinguna tóku margir til máls og voru allir sammála um nauð- syn tækisins og notagildi og vissir um að það kæmi til með að reynast vel. Aukablað Matur og kökur fyrir páskana Miðvikudaginn 8. april nk. mun aukablað um matartilbúning fyr- ir páskana og páskasiði lylgja DV. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að augiýsa í þessu auka- blaði, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýs- ingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 27 22. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtu- dagurinn 3. apríl. ATH.I Bréfasími okkar er 63 27 27.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.