Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1992, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 1992. Fólk í fréttum Sigurður Sveinsson Sigurður Sveinsson, landsliðsmað- ur í handknattleik, var markahæst- ur íslensku leikmannanna í nýaf- staðinni B-keppni í Austurríki. Sigurður fæddist í Reykjavík 5.3. 1959 og ólst þar upp, í Vogunum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Vogaskóla og stundaði síðan nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Á unglingsárunum æfði Sigurður handbolta með Þrótti og lék þar með meistaraflokki frá sautján ára aldri. Hann fór tU Svíþjóðar 1979 og lék þar eitt ár með Uðinu Olympía. Þá kom hann heim og lék með Þrótti til 1983 er hann fór til Þýskalands þar sem hann lék fyrst með Nett- elstedt í stuttan tíma en síðan í fimm ár með Lemgo. Þá lék hann eitt ár með Val hér heima en fór síðan til Spánar 1990 þar sem hann lék með Atletico Madrid. Nú í vetur hefur hann svo leikið með SelfossUðinu. Á unglingsárunum starfaði Sig- urður m.a. við fyrirtæki fóður síns. í Þýskalandi starfaði hann hjá ljósa- fyrirtækinu Staff þar sem hann m.a. undirbjó þátttöku fyrirtækisins í vörusýningum. Hér á landi starfaði hann um skeið hjá fyrirtækinu Lindá en er nú verslunarmaður hjá Kringlusporti. Fjölskylda Sigurður kvæntist 1.8.1987 Sigríði Héðinsdóttur, f. 6.11.1963, kaup- konu í Reykjavík. Hún er dóttir Héðins Finnbogasonar lögfræðings, og Auðar Böðvarsdóttur, bókasafns- varðar og húsmóður, en þau eru bæðilátin. Böm Sigurðar og Sigríðar era Auður, f. 24.11.1986, og Styrmir, f. 20.1.1990. Systkini Sigurðar: Guðrún Sveins- dóttir, f. 8.10.1950, d. 1987, húsmóðir á Höfn í Homafirði, var gift Ás- mundi Gíslasyni, forstöðumanni elliheimilisins á Höfn, og eru böm þeirra fjögur; Sofíia Sveinsdóttir, f. 25.10.1951, röntgentæknir, gift Ólafi Erni Jónssyni skipstjóra og eiga þau fjögur böm; Sveinn Magnús Sveins- son, f. 15.10.1953, kvikmyndagerðar- maður og rekur fyrirtækið Plús- film, kvæntur Auði Elísabetu Guð- mundsdóttur forðunarmeistara og á hann fjögur böm; Guðmundur Gest- ur Sveinsson, f. 30.3.1955, húsamál- ari í Reykjavík, og á hann þrjú böm; Einar Sveinsson, f. 3.10.1956, versl- unarmaður og á hann tvö böm; Þórlaug Sveinsdóttir, f. 9.12.1962, sjúkraþjálfanemi við HÍ, og á hún emn son. Foreldrar Sigurðar em Sveinn Kjartan Sveinsson, f. 1.6.1924, verk- fræðingur í Reykjavík, og kona hans, Inga Valborg Einarsdóttir, f. 29.11.1928, röntgentæknir. Ætt Sveinn er sonur Sveins, forstjóra Völundar, bróður Júlíönu listmál- ara og Sigurveigar, móður Baldurs Johnsen, fyrrv. prófessors og for- stöðumanns HeUbrigðiseftirlits rík- isins, fööur Skúla Johnsen, héraðs- læknis Reykjavíkurlæknishéraðs. Sveinn var sonur Sveins, trésmíða- meistara í Reykjavík, Jónssonar, b. á Steinum undir Eyjafjöllum, Helga- sonar. Móðir Sveins Jónssonar var Guðrún, systir Ólafs gullsmiðs, langafa Georgs verðlagsstjóra. Guð- rún var dóttir Sveins, b. á Ytri- Skógum undir Eyjafjöllum, ísleifs- sonar, b. þar, Jónssonar. Móðir ísleifs var Vigdís, systir Hildar, ömmu Þorsteins í Núpakoti, langafa Eggerts Haukdal. Önnur systir Vig- dísar var Þuríður, langamma Jens- ínu, móður Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Móðir Sveins forstjóra var Guðrún Runólfsdóttir. Móðir Sveins verkfræðings var Soffia Emelía, hálfsystir, samfeðra, Jónasar Haralz, fyrrv. bankastjóra. Soffia var dóttir Haraldar, prófess- ors og rektors HÍ, bróður.Sesselju Soffíu, móður Sveins Valfells for- stjóra, og ömmu Sturlu Friðriksson- ar erfðafræðings. Annar bróðir Har- aldar var HaUgrímur, afi Sigurðar, fyrrv. stjórnarformanns Flugleiða, og Hallgríms tónskálds Helgasona. Haraldur var sonur Níelsar, b. á Grímsstöðum, Eyjólfssonar, og Sig- ríðar, hálfsystur Hallgríms biskups og Elísabetar, móður Sveins Bjöms- sonar forseta. Sigríður var dóttir Sveins, prófasts á Staðastað, Níels- sonar. Móðir Soffiu Emelíu var Bergljót Sigurðardóttir, prófasts í Stykkishólmi, Gunnarssonar. Systursonur Ingu er Einar Brekk- an læknir. Inga er dóttir Einars, héraðslæknis á Reyðarfirði, Ást- ráðssonar, verslunarmanns í Reykjavík, Hannessonar, b. á Ið- unnarstöðum og á Englandi í Borg- arfirði, Arasonar, b. í Skálholtskoti í Reykjavík, Magnússonar. Móðir Einars læknis var Ingibjörg Einars- dóttir, trésmiðs í Arnarholti í Reykjavík, Þorsteinssonar og Sig- ríðar Ólafsdóttur frá Eystrihreppi. Móðir Ingu var Guðrún cand. phril. Sigurður Sveinsson. dóttir Guðmundar, húsvarðar við MR, bróður Ásmundar, foður Guð- rúnar leikkonu. Guömundur. var sonur Gest, b. á Ferstiklu í Hval- flröi, Erlingssonar. Móðir Guðrúnar Guðmundsdóttur var Vilborg, systir Rannveigar, langömmu Ómars Ragnarssonar fréttamanns. Vilborg var dóttir Bjama, b. í Þykkvabæ í Landbroti, Bjarnasonar, b. þar, Jónssonar. Afmæli Amfríður María Jensen Amfríður María Jensen húsmóð- ir, Samtúni 28, Reykjavík, verður sjötugámorgun. Starfsferill María er fædd í Hvammi í Valla- hreppi í Suður-Múlasýslu og ólst upp á Austfjöröum, nánar tiltekið í Skriðdal. Hún vann almenn sveita- störf sem unglingur og gekk í far- skóla sem þá var í sveitinni og fór síðar í kvöldskóla í Reykjavík í einn vetur. María lagði stund á almenn fóg í skólanum sem var í húsnæði gamla Stýrimannaskólans. Hún fór aftur austur og lagði þá fyrir sig húsmæðranám í Húsmæðraskólan- um á Hallormsstað í þijá mánuði. María flutti til Akureyrar 1947 og bjó þar í ellefu ár og sinnti aðallega húsmóðurstörfum á þeim árum. Hún flutti til höfuðborgarinnar árið 1958 og hefur búið þar síðan og þar af í Samtúni 28 síðustu átján árin. María hefur unnið ýmis störf í Reykjavík. Hún vann á saumastofu, í Belgjagerðinni og hjá Iðunni, á barnaheimilum en síðustu átján ár- in hefur hún verið starfsmaður á Hrafnistu. Fjölskylda María giftist 2.9.1944 Steingrími Vigfússyni ísfeld, f. 12.8.1918, d. 25.1. 1975, innheimtumanni. Foreldrar hans vom Aldís Sigurgeirsdóttir húsmóðir og Vigfús Sigfússon verkamaður en þau bjuggu á Rauf- arhöfn. Dóttir Maríu og Steingríms er Sveinfríður Kristbjörg Steingríms- dóttir, f. 6.7.1947, fóstra, sambýlis- maður hennar er Baldur Sigurðs- son, f. 8.9.1948, símvirki, þau eru búsett í Reykjavík og eiga eina dótt- ur, Maríu Steingerði Baldursdóttur, f. 11.5.1971, nema í Fjölbrautaskól- anumíÁrmúla. María eignaðist fimm hálfsystkini. Hálfbróðir hennar, sammæðra, er látinn, en fjögur hálfsystkini henn- ar, samfeðra, em öll á lífi. Foreldrar Maríu vora Markús Jensen, f. 14.1.1897, látinn, kaup- maður á Eskifirði og víðar, og Þórey Arngrimsdóttir, f. 10.5.1892, d. 30.7. 1964, saumakona í Hvammi á Völl- um. Ætt Markús var sonur Wilhelms Jen- sen, stórkaupmanns á Eskifirði og í Reykjavík, og Þórannar Markús- dótttur en hún var dóttir Markúsar Einarssonar, preSts í Staðarfelli í Lóni, en hann var frá Ólafsvík. Arnfríður María Jensen. Til hamingju með afmælið31. mars 85 ára Guðjón Kristmundsson, Hvammi2, Áshreppi. 75 ára Rósa Ólafsdóttir, Stórabóli, Mýrahreppi. 60 ára Hilmir Hinriksson, Kambahrauni 30, Hveragerði. Kjartan Runólfsson, Þorvaldsstöðum, Skriðdalshreppi. Ásmundur Þorláksson, Lundarbrekku 4, Kópavogi. Sigrún Fríður Pálsdóttir, Stóragerði 8, Landmannahreppi. 50 ára Þórður Ásgeirsson, Löngumýri 5, Garðabæ. Ólafur Gunnarsson, Sólheimum 23, Reykjavík. Skúii Skúlason, Sólheimum 25, Reykjavík. Selma Egilsdóttir, Vallarbraut2, Hvolsvelli. Þórður Ásmundsson, Ásgaröi 4, Garðabæ. Einar Arnþór Snæbjörnsson, Geitdal, Skriðdalshreppi. Þóra Alberta Guðmundsdóttir, Glæsibæ 9, Reykjavík. 40 ára Kjristín Sverrisdóttir, Öldugötu 25, Reykjavík. Stefán Jón Sigurðsson, Kleifarseli 59, Reykjavík. Dalrós Gottschalk, Hvammstangabraut 41, Hvamms- tanga. Gunnþóra Snæþórsdóttir, Gilsárteigil, Eiðahreppi. Eria Sigtryggsdóttir, Baughúsum 42, Reykjavík. Guðbjörg-Ágústsdóttir, Hraunbæ 28, Reykjavík. Ámi Malmfreösson, Útgaröi 7, Egilsstöðum. Klara Fjóla Kar lsdóttir, Hlíöarhjalla 66, Kópavogi. Aðalheiður Bjðmsdóttir, Tjarnarholti 8, Raufarhöfn, Sviðsljós s ^ 1 B Wik mmg tiilllfc . Strákarnir níu æfa hér rússneskan dans fyrir nemendasýninguna. Strákar í ballett í fyrsta skipti í langan tíma era nú níu ungir drengir í Listdansskóla ís- lands en íslenskir strákar hafa hing- að til ekki fjölmennt í ballett. Það er mikill fengur fyrir skólann að áhugi karlmanna á listgreininni skuli vera að glæöast og það ætti líka að hvetja þá til dáða að sjá hve vel íslenskum karldönsuram, eins og Helga Tómassyni, hefur gengið er- lendis. Strákamir níu era um þessar mundir að æfa fyrir nemendasýn- ingu skólans sem haldin verður í Þjóðleikhúsinu næsta þriöjudag kl. 20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.