Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Síða 14
14
FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Ferðin til Ríó
Umhverfisráðstefnan í Rio de Janeiro, sem haldin
verður í júní næstkomandi, hefur verið mikið til umQöll-
unar að undanfornu. Því miður hefur athyglin einkum
beinst að fjölda þeirra íslendinga sem sækja munu þessa
ráðstefnu og kostnaðinum sem því er samfara. Minna
hefur verið fjallað um innihald ráðstefnunnar og þau
mál sem þar verða á dagskrá. íslendingar ráða auðvitað
ekki ferðinni í umhverfismálum og eru lítið peð á því
stóra taflborði, einkum og sér í lagi með það í huga að
umhverfisvandamálin eru mest í öðrum heimshlutum
eða í sjálfu himinhvolfinu. Við leggjum hins vegar okk-
ar lóð á vogarskálarnar og víst eru mörg mál sem snerta
hagsmuni okkar og nánasta umhverfi, þar sem mikið er
í húfi að rétt sé brugðist við. Á það einkum við lífríkið
í hafinu, nýtingu og friðun á fiskistofnum, losun úr-
gangsefna og varnir gegn mengun hafsins.
Á ráðstefnunni í Ríó er stefnt að því að samþykkja
víðtæka framkvæmdaáætlun í umhverfismálum og er
það mesta og besta átak sem gert hefur verið í heiminum
til þessa til samræmdra aðgerða gegn vaxandi spillingu
og mengun lífríkis, hvort heldur fyrir menn, dýr eða
gróður. Þær fréttir berast að samkomulag hafi náðst á
undirbúningsfundum um öll helstu atriði áætlunarinn-
ar ef undan er skilin ákvörðun um framlög einstakra
ríkja til framkvæmdanna.
Ráðstefnan í Ríó mun þar af leiðandi fyrst og fremst
vera hátíðarsamkoma þar sem þjóðarleiðtogar koma
saman, halda vafalaust hjartnæmar ræður um gildi
umhverfisverndar og rétta síðan upp hönd til staðfest-
ingar þeirri áætlun sem nú liggur meira og minna fyr-
ir. Ráðstefnan er að þessu leyti merkileg en hún verður
ekki vinnufundur eða samningafundur og ekki til henn-
ar stofnað með það fyrir augum.
Það er vissulega miður ef íslendingar gera sér ekki
grein fyrir aðalatriðum og mikilvægum hagsmunum
sem þarna verða í húfi og velta sér þess í stað upp úr
ijölda sendimanna sem sækir ráðstefnuna. En hveijum
er það að kenna nema þeim í umhverfisráðuneytinu?
Það er fyrst nú í fyrradag sem umhverfisráðherra held-
ur blaðamannafund til að skýra frá þeim málum sem
þar verða til afgreiðslu. Það liggur jafnframt fyrir að
það var umhverfisráðuneytið sem lagði drög að því að
panta flugfar fyrir 40 manns frá íslandi til Ríó. Og það
var umhverfisráðherra sjálfur sem afgreiddi gagnrýni
á kostnað við þessa ráðstefnu með þeim smekklega
hætti að kalla það tittlingaskít.
íslenskir launþegar og íslenskur almenningur stend-
ur frammi fyrir þrengingum í efnahag sínum. Þjóðinni
er gert að spara og skammta sér naumt. Því er skiljan-
legt að rekin séu upp stór augu þegar gerðar eru ráðstaf-
anir af opinberum aðila til að panta far fyrir 40 manns
til Ríó á ráðstefnu sem stendur í tólf daga. Nú hefur
ráðherra upplýst að ekki standi til að senda nema 12 til
14 manns á kostnað ríkisins. Þá eru ekki meðtaldir for-
seti íslands og fylgdarlið og ekki makar sem kunna að
slæðast með á kostnað ríkisins. Það kemur í ljós.
En jafnvel þótt þátttakendur verði fjórtán talsins er
það engu minna bruðl. Það er flottræfilsháttur sem þjóð-
in getur sparað sér. Það þarf enga fjórtán menn til að
greiða atkvæði í Ríó. Að því leyti snýst umræðan ekki
um aukaatriði heldur það yfirlæti og dómgreindarskort
sem menn í valdastólum gera sig seka um þegar þeir
telja ijölmiðla og almenning vanhæfa til að hafa skoðun
á því hvað se titthngaskítur og hvað ekki.
Ellert B. Schram
„Hvað verður þá um flotann?" spyr greinarhöfundur.
Sundrung
í Samveldinu
Tilvera Sovétríkjanna sálugu
grundvallaðist á kommúnista-
flokknum og því sem honum fylgdi,
miðstýrðu skrifstofuveldi og leyni-
lögreglu. En eftir upplausn sovéska
heimsveldisins er það nú aðeins ein
stofnun sem er arftaki þeirra, Sam-
veldi sjálfstæðra ríkja, sameigin-
leg, og þaö er heraflinn.
Svo á að heita að miðstjórn Sam-
veldisins sé í Minsk, sem á að vera
einhvers konar Brussel Samveldis-
ríkjanna en eftir sem áður er yfir-
stjóm hersins í Moskvu. Fari svo
að hvert ríki stofni sinn sérstaka
her, eins og Úkraínumenn eru þeg-
ar farnir að leggja drög að, er allt
í óvissu um yfirráð yfir kjama-
vopnum fyrrum Sovétríkja.
Þar er átt við hin svokölluðu gjör-
eyöingarvopn, langdrægar kjama-
eldflaugar, því að skammdræg
vopn eru enn í flestum fyrrum Sov-
étríkja, ekki síst í Armeníu og Az-
erbajdzhan, sem Mggja að Nato-
ríkmu Tyrklandi, svo og í þeim
ríkjum sem landamæri eiga að
Kína. Það eru langdrægu vopnin
sem afvopnunarsamningar Sovét-
ríkjanna og Bandaríkjanna snerust
um og ef Samveldið klofnar er ill-
gerlegt að sjá hvernig framfylgja á
því samkomulagi.
Langdrægu vopnin eru í Rúss-
landi, Úkraínu, Kazakhstan og
Hvíta-Rússlandi. Því er það Vestur-
löndum mikið hagsmunamál að
yfirstjórn heraflans verði áfram í
Moskvu og í raun að Rússar ráði
yfir þeim því að Bandaríkjamenn
líta á Rússland sem hinn raunveru-
lega arftaka Sovétríkjanna. Svart-
sýni á framtíð Samveldisins bygg-
ist ekki síst á deilum Rússa og
Úkraínumanna um yfirráð yfir
Svartahafsflotanum, sú deila getur
orðið prófsteinn á framhaldið.
Krímskagi
Nú hefur deilan tekið á sig nýja
mynd með því að Jeltsín forseti
hefur lýst yfir einhMöa yfirráðum
herstjómarinnar í Moskvu yfir
flotanum, þó með því fororði aö til
greina komi að skipta honum með
Úkraínu. Þetta getur orðið mikið
hitamál í Úkraínu því að deilan
snýst í rauninni ekki um flotann,
heldur yfirráð yfir Krímskaga.
Krím var hluti Rússlands aflt til
1954, þegar Krústsjoff, sem sjálfur
var Úkraínumaður, „gaf‘ Úkraínu
Krím með allri áhöfn sem að
stærstum hluta voru Rússar. Krafa
Úkraínu um yfirráð yfir flotanum
byggist á því að hann hefur aðal-
stöðvar í Sevastopol á Krímskaga
og sé því innan úkraínskrar lög-
sögu. En nú stendur fyrir dyrum
þjóðaratkvæðagreiðsla meðal íbúa
Krímskaga um sjálfstæði frá Úkra-
ínu og taMð er víst aö sjálfstæði
KjáUarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
verði samþykkt með atkvæðum
Rússa. - Hvað verður þá um flot-
ann?
Þetta er eldfim deila sem gæti
leitt til varanlegs klofnings milM
Rússa og Úkraínumanna og mun
fyrirsjáanlega veikja Samveldið,
hvernig sem aMt veltist. Líklegasta
málamiðlun er þó taMn að flotanum
verði skipt og Úkraína fái hluta
hans síðar meir sem er lausn sem
enginn er ánægður með.
Þjóðir og þjóðarbrot
Fyrirhuguð þjóðaratkvæða-
greiðsla á Krím vekur athygM á
öðru meginatriði í samsetningu
hins nýja Samveldis, það er sam-
sett úr ótal þjóðum og þjóðarbrot-
um sem flest eru reyndar innan
Rússlands. Innan Rússlands, eða
Rússneska sambandslýðveldisins,
eins og það heitir fullu nafni, eru
rúmlega 100 þjóðarbrot, sem mörg
hafa sitt eigið tungumál og menn-
ingu og sín eigin sjálfstiómar„lýð-
veldi“.
Nú, þegar aflt er í upplausn í
miöstjóminni, hafa mörg þessara
þjóðarbrota fært sig upp á skaftið
og heimtað meira sjálfstæði og jafn-
vel fullt sjálfstæði. Fyrir skömmu
vann Jeltsín mikinn áfangasigur í
baráttunni við þjóðarbrotin þegar
hann undirritaði nýjan sambands-
sáttmála við 18 af 20 sjálfstjórnar-
lýöveldum ásamt samkomulagi um
meira fijálsræði við 49 sjálfstjóm-
arsvæði, 10 heimastjórnarsvæði
þjóðarbrota, eitt heimastjórnar-
héraö, sem er hérað gyðinga, og
tvær borgir, St. Pétursborg og
Moskvu.
Tvö af 20 sjálfstjómarlýðveldum
neituðu að undirrita nýja sam-
bandssáttmálann og krefjast fulls
sjálfstæðis, það eru Tatarstan og
Tsjestejenía, sem bæði eru mikil
olíuframleiðsluríki. Tatarstan hef-
ur samþykkt í þjóðaratkvæða-
greiðslu og verða sjálfstætt og full-
valda ríki, og Tsjetsjenía hefur þeg-
ar lýst yfir sjálfstæði og fullveldi.
Þessi nýi sambandssáttmáM styrkir
stöðu Jeltsíns því að ætla má að
sáttmálinn komi í veg fyrir enn
frekari glundroða meðal þjóðar-
brotanna á næstunni.
En það eru víðar þjóðarbrot en í
Rússlandi, innan Úkraínu skipta
þau tugum, í Kákasuslýðveldunum
sömuleiðis og þar geisa borgara-
styrialdir nú þegar. Enn ein áminn-
ingin um þaö samsafn ólíkra þjóða
sem Samveldið er er að nú nýlega
komu heim til Krímskaga um 170
þúsund Tatarar, sem StaMn lét
flytja til Síberíu nauðuga eftir
heimsstyrjöldina fyrir samvinnu
við Þjóðveria. Þeir vilja nú þegar
endurreisa lýðveldi sitt sem þeir
áttu á Krím áður fyrr.
Vesturlönd hafa nú loksins sýnt
það í verki að það er þeim hags-
munamál að Rússland, imdir for-
ystu Jeltsíns, sé forysturíki hins
nýja samveldis og það gMðni ekki
strax í sundur. Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn og alþjóðabankinn hafa
fyrir milMgöngu sjö mestu iönríkja
heims undir forystu Bandaríkj-
anna ákveðið að veita Rússum 24
mflljarða doMara fiárhagsaðstoð á
næstu þremur árum.
Þessi aðstoð á að styrkja gengi
rúblunnar og gera Rússum kleift
að standa undir nauðsynlegasta
innflutningi meðan mesti glund-
roðinn sem fylgir skiptingu yfir í
markaðskerfi gengur yfir. Með
þessari aðstoð er það loksins viður-
kennt að Vesturlönd eiga hags-
muna að gæta í því að stöðugleiki
ríki í Rússlandi og að besta leiðin
tfl þess sé að reyna að styðja við
bakið á Jeltsín.
Gunnar Eyþórsson
„Vesturlönd hafa nú loksins sýnt það
í verki að það er þeim hagsmunamál
að Rússland, undir forystu Jeltsíns, sé
forusturíki hins nýja samveldis og það
gliðni ekki 1 strax í sundur.“