Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1992, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1992. Afmæli Jón Þ. Sigurðsson Jón Þorleifur Sigurðsson vélstjóri, Hringbraut 50, Reykjavík, er átt- ræðurídag. Starfsferill Jón fæddist í Hnífsdai og ólst þar upp. Hann stundaði þar sjómennsku frá fermingaraldri, lauk hinu minna mótornámskeiði Fiskifélags íslands á ísafirði 1931 og var eftir það vél- stjóri á ýmsum skipum. Jón flutti til Siglufjarðar 1936. Hann var í siglingum á veturna á stríðsárunum 1941 og 1942 en á sumrin ýmist á sjó eða í vinnu í landi. Jón lauk hinu meira mótornám- skeiði Fiskifélagsins 1946 og varö vélgæslumáður Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði 1947. Hann flutti til Reykjavíkur 1962 þar sem hann var fyrst húsvörður við Austurbrún 2 en síðar varð hann húsvörður við Samvinnuskólann á Bifröst í Borg- arfiröi. Síðustu tólf starfsárin var Jón húsvörður Samvinnubankans í Bankastræti 7. Fjölskylda Jón kvænjist 27.9.1934 Sigurpálu Jóhannsdóttur, f. 9.12.1912, d. 10.10. 1975, húsmóður. Hún var dóttir Jó- hanns Hallgrímsson, matsveins á Siglufirði, og konu hans, Tómasínu Þorsteinsdóttur húsmóður. Börn Jóns og Sigurpálu eru Elísa- bet Jónsdóttir, f. 1934, húsmóðir í Kópavogi, gift Sverri Sigþórssyni bakarameistara og eiga þau þrjú börn; Hörður Jónsson, f. 1938, birgðavörður hjá Flugleiðum, bú- settur í Kópavogi, kvæntur Bryndísi Sigurðardóttur verslunarmanni og eiga þau eina dóttur; Birgir Jónsson, f. 1948, veitingamaður og eigandi Gullna hanans, búettur í Reykjavík, kvæntur Steinunni Pétursdóttur húsmóður og eiga þau fimm börn; Lilja Jónsdóttir, f. 1950, skrifstofu- maður hjá Úrvali-Útsýn, búsett í Hafnarfirði, gift Júlíusi Sigurðssyni aðstoðarframkvæmdastjóra og eiga þau tvo syni auk þess sem Lilja á dóttur frá því áður; Tómas Jónsson, f. 1952, iþróttakennari og nú við nám í Noregi, kvæntur Guðrúnu Jóns- dóttur nema og eiga þau þrjár dæt- ur. Systkini Jóns: Kristján, f. 12.1. 1910, skipstjóri á Akranesi; Sigríður, f. 13.12.1910, dó ung; Olga, f. 3.6. 1913, húsmóðir í Reykjavík; Krist- jana, f. 6.3.1915, húsmóðir í Reykja- vík; Herdís, f. 2.12.1916, húsmóðir í Reykjavík; Arnór, f. 20.3.1920, lengi næturvörður við Samvinnubank- ann í Reykjavík; Bjarni, f. 16.4.1921, verkamaður á Siglufiröi; Tómas, f. 10.4.1922, bankamaöur í Reykjavík. Foreldrar Jóns voru Sigurður Guðmundsson frá Unaðsdal, f. 9.7. 1874, d. 4.10.1955, verkamaður og Jón Þorleifur Sigurðsson. sjómaður í Hnífsdal, og kona hans, Elísabet Jónsdóttir, f. 15.3.1881, d. 1.5.1930, húsmóðir. Jón tekur á móti gestum í Skaft- fellingasalnum, Laugavegi 178, laugardaginn 11.4. klukkan 15-18. Sigriður SVava Gunnarsdóttir Sigríður Svava Gunnarsdóttir, bankastarfsmaður og húsfreyja, Efstalandi í Ölfusi, verður fimmtug á sunnudaginn. Starfsferill Svava er fædd að Skarði í Gnúp- verjahreppi í Árnessýslu og ólst þar upp til fullorðinsára. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólan- um á Laugarvatni 1960. Svava hefur stundað söngnám viö Tónlistar- skóla Ámessýslu á Selfossi. Svava starfaði viö Búnaðarbanka íslands í Hveragerði árin 1982-88 en hefur unnið í Landsbanka íslands á Selfossi frá síðasttalda árinu. Hún hefur ennfremur rekið veitingahús- ið Básinn frá 1989 ásamt eiginmanni sínum. Fjölskylda Svava giftist 13.7.1963 Birni Kristj- ánssyni, f. 18.10.1939, veitinga- bónda. Foreldrar hans: Kristján Eysteinsson, látinn, frá Tungu í Hörðudal, og Halldóra Þórðardóttir húsfreyja, en þau bjuggu á Hjarðar- bóh í Ölfusi, Halldóra er nú búsett á Stóra-Saurbæ í Ölfusi. Svava og Björn eiga þrjú börn: Gunnar, f. 28.1.1963, sölumaður hjá P. Samúelssyni hf., eiginkona hans er Kristín Hauksdóttir bankafull- trúi, þau eru búsett í Kópavogi og eiga tvö börn, Andra Má og Svövu Björk; Hrafnkell, f. 7.10.1969, verka- maður, Hrafnkell er búsettur í for- eldrahúsum; Áslaug, f. 21.11.1974, nemi í Fjölbrautaskóla Suðurlands, Áslaug er búsett í foreldrahúsum. Systkini Svövu: Alexía Margrét, f. 27.6.1936, kennari við Verslunar- skóla íslands, sambýlismaður henn- ar er Friðrik Sigfússon, kennari við Verslunarskóla íslands, þau eru búsett í Reykjavík og eiga einn son, Jóel Karl, dóttir Alexíu Margrétar frá fyrra hjónabandi er Áslaug Arn- oldsdóttir; Valgerður Kristín, f. 25.2. 1940, kennari við Alþýðuskólann á Eiðum, eiginmaður hennar er Krist- inn Kristjánsson, bæjarstjóri á Eg- ilsstöðum og fyrrverandi skólastjóri Alþýðuskólans,þauerubúsettá ' Eiðum og eiga tvo syni, Kristján og Gunnlaug, sonur Valgeröar Kristin- ar fyrir hjónaband er Magnús Sig- urjónsson; Jóhannes Magnús, f. 24.12.1945, læknir á Borgarspítalan- um, eiginkona hans er Guðrún Sig- urjónsdóttir, nemi við Háskóla ís- lands, þau eru búsett í Garðabæ og eiga þrjú börn, Gunnar, Gróu Björk og Kristínu. Foreldrar Svövu voru Sr. Gunnar Jóhannesson, f. 7.6.1904, d. 14.2. 1965, prófastur í Skaröi, og Áslaug Sigríður Svava Gunnarsdóttir. Gunnlaugsdóttir, f. 2.8.1900, d. 25.8. 1980, kennari og húsfreyja. Ætt Foreldrar Gunnars voru Jóhann- es Eyjólfsson bóndi og Kristín Jó- hannsdóttir húsfreyja en þau bjuggu í Fagradal á Hólsfjöllum. Foreldrar Áslaugar voru Gunn- laugur Björnsson, bakari á Eyrar- bakka og Valgeröur Þórðardóttir á Kolviðarhóli. Svava og Björn taka á móti gestum á afmælisdaginn, 12. apríl, á veit- ingastað sínum, Básnum, Efsta- landi, frá kl. 19. Magnús Karel Hannesson Magnús Karel Hannesson, oddviti Eyrarbakkahrepps, Garðhúsum, Eyrarbakka, er fertugur í dag. Starfsferill Magnús er fæddur á Eyrarbakka og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og síðar við Kennaraháskólann. Magn- ús lauk stúdentsprófi 1972 og kenn- araprófi (réttindanám) 1983. Magnús var kennari við Barna- skólann á Eyrarbakka 1973-75, Bamaskólann á Þingborg í Hraun- gerðishreppi 1976-80, stundakenn- ari við Vinnuhælið á Litla-Hrauni 1974-75, mælingamaður hjá Vega- gerð ríkisins 1980-83, í hreppsnefnd Eyrarbakka frá 1978 og oddviti Eyr- arbakkahrepps frá 1982. Magnús hefur gegnt margvísleg- um félagsstörfum á Eyrarbakka. T.d. í ungmennafélagi, Æskulýðsfé- lagi Eyrarbakkakirkju, sóknar- nefnd og skólanefnd. Hann var í sýslunefnd Árnessýslu 1982-88, í héraðsnefnd Árnesinga frá 1989, fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1986, stjóm Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga frá 1990 og í stjórn skipulagsnefndar fólksflutn- inga frá 1991. Magnús hefur starfað í Kínversk-íslenska menningarfé- laginu um árabil. Fjölskylda Kona Magnúsar er Inga Lára Baldvinsdóttir, f. 16.2.1956, deildar- stjóri við Þjóðminjasafnið. Foreldr- ar hennar: Baldvin Halldórsson leikari og Vigdís Pálsdóttir kennari, en þau eru búsett í Reykjavík. Sonur Magnúsar og Ingu Láru er Baldvin Karel, f. 11.7.1985. Systir Magnúsar er Sigríður, f. 30.7.1960. HálfsystkiniMagnúsar, sammæðra: Svanhildur Magnús- dóttir, f. 25.7.1943; Sveinn Magnús- Magnús Karel Hannesson. son, f. 3.6.1947. Foreldrar Magnúsar: Hannes Þor- bergsson, f. 5.11.1919, bifreiðastjóri og verkamaður, og Valgerður Sveinsdóttir, f. 18.4.1921, húsmóöir, en þau em búsett á Eyrarbakka. Magnús er staddur í Shangai í Kína um þessar mundir. Þeir sem óska birtingar á afmælisgreinum í páskablað DV þurfa að skila inn upplýsingum eigi síðar en á hádegi mánudaginn 13.4. nk. Til hamingju með afmaelið 10. apríl 80 ára 60 ára Bogí Nikulnsson, Sunnuvegi 18, Selfossi. 75 ára______________________ Þorsteinn Árnason, Brekkustíg 5, Bakkafirði. Benedikta Guðmundsdóttir, Holtagerði 34, Kópavogi. SoSIa B.M. Theódórsdóttir, Snorrabraut 34, Reykjavík. Lilja Valdimarsdóttir, Ðalbraut 46, Suðurfjarðahreppi. Aðalheiður Gunnarsdóttir, Laugavöllum 5, Egilsstöðum. Hansina Guðmundsdóttir, Hafnargötu 20, Keflavík. 70 ára Ferdinand Jónsson, Reynivöllum 4, Akureyri. Guðrún AÍexandersdóttir, Hásteinsvegi 6, Stokkseyri. Gísli Kr. Gislason, Smyrilshólum 2, Reykjavík. Valdimar Axelsson, Vatnsnesvegi 19, Keflavík. Aðalheiður Guðmundsdóttir, Hrísmóum 4, Garðabæ. 50 ára Þorvaldur Jónasson, Vesturbergi 183, Reykjavík. Magnea Þorfinnsdóttir, Laugavegi 142, Reykjavík. Margrét Sigurðardóttir, Elliðavöllum 2, Keflavík. Björn Ingvarsson, Otrateigi 3, Reykjavfk. 40 ára Guðrún Edda Guðmundsdóttir, Brattholti 15, Mosfellsbæ. Örn Jóhannesson, Logafold 149, Reykjavík. Guðjón Þorbjörnsson (á afmæli 14.4.), Lambhaga 10, Bessastaðahreppi. Hann tekur á móti gestum á morgun (11.4.) í iþróttahúsi Bessastaðahrepps kl. 17-21. Tómas Sigurðsson Tómas Sigurðsson vélstjóri, Hraunbæ 102 B, Reykjavík, er sjö- tugurídag. Starfsferill Tómas fæddist í Hnífsdal og ólst þar upp. Hann hóf sjómennsku sína er hann var ráðinn á fermingardag- inn háseti hjá aflamanninum Bær- ingi Þorbjömssyni en með honum var hann þrjár vorvertíðir. Hann var síðan háseti á bátum frá Hnífsd- al og ísafirði til 1947, lengst af á Mími ÍS 30 með Ingimar Finnbjöms- syni og Karli Sigurðssyni. Tómas tók hið minna mótomá- mskeið í Reykjavík 1940 og hið meira mótornámskeið 1947. Hann flutti til Siglufjarðar 1947 og starfaði þar lengst af sem kyndari og vél- stjóri í aflstöð Síldarverksmiðju rík- isins. Tómas flutti svo til Reykjavíkur 1963 þar sem hann fór aftur til sjós, fyrst á Margréti ST 4 og síðan hjá Hafskipi þar sem hann var vélstjóri til 1973. Þá varð hann vörður hjá Landsbanka íslands, aðalbanka. Hann hóf síðan störf við mynttaln- ingu Seðlabankans þar sem hann vann til síðustu áramóta er hann lét afstörfum. Fjölskylda Tómas kvæntist 8.4.1944 Stein- unni Ó. Gísladóttur, f. 20.10.1922, húsmóður. Hún er dóttir Gísla Ól- afssonar, b. á Kleifarstöðum og síðar í Hattardal við Súðavík, og konu hans, Hansínu Sigurðardóttur hús- móður. Böm Tómasar og Steinunnar eru Ingvi L. Tómasson, f. 3.11.1943, hús- gagnasmiður í Reykjavík, kvæntur Rut Kjartansdóttur; Trausti H. Tómasson, f. 19.6.1948, afgreiðslu- Tómas Sigurðsson. maður hjá Flugleiðum í Keflavík, búsettur í Reykjavík, kvæntur Hrafnhildi Hrafnsdóttur. Uppeldis- dóttir Tómasar er Judith Trausta- dóttir, f. 7.1.1970, nemi og verslunar- maður. Systkini Tómasar; Kristján, f. 12.1. 1910, skipstjóri á Akranesi; Sigríður, f. 13.12.1910, d. 1937; Jón, f. 10.4. 1912, vélstjóri og húsvörður í Reykjavík; Olga, f. 3.6.1913, hús- móöir í Reykjavík; Kristjana, f. 6.3. 1915, húsmóðir í Reykjavík; Herdis, f. 2.12.1916, húsmóðir í Reykjavík; Amór, f. 20.3.1920, lengi næturvörð- ur við Samvinnubankann í Reykja- vík; Bjarni, f. 16.4.1921, verkamaður á Siglufirði. Foreldrar Tómasar vom Sigurður Guðmundsson, f. 9.7.1874, d. 4.10. 1955, verkamaður og sjómaður í Hnífsdal, og kona hans, Elísabet Jónsdóttir, f. 15.3.1881, d. 1.5.1930, húsmóðir. Tómas tekur á móti gestum í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, laugardaginn 11.4. klukkan 15.00- 18.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.