Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992. Fréttir Mikligarður villir um fyrir neytendum - lagfærir verð til þess að koma betur út 1 verðkönnunum D V Mikligarður við Sund Rauð paprika Bananar Rauð epli Lotus dömub.Cocoa puffs Eia Það vakti athygli margra í viku- legri verðkönnun DV á matvörum í síöustu viku að Mikligarður við Sund bauð í flestum tilfellum lægst verð. Daginn eftir að könnunin var gerð var þetta verð í sumum tilvikum orð- ið töluvert hærra en DV hefur undir höndum dagsetta verðmiða frá versl- urúnni sem sanna það. Ástæða var til að ætla að aðstand- endur Miklagarðs léku þann leik að lagfæra verð hjá sér til þess að koma betur út í verðkönnun DV og villa þannig vísvitandi um fyrir neytend- um. Vikuleg könnun Neytendasíðu DV á matvörum fór í þessari viku fram í gær, á mánudegi. Könnunin er tek- in í Miklagarði við Sund í hverri viku og í einni af Kaupstaðarverslunum sem er verslun úr sömu verslana- keðju og fyrrum Miklagarðsverslun. Blaðamaður DV fór fyrst í Kaup- stað við Miðvang í Hafnarfirði klukk- an 10.40 í gær og verslunarstjóri á þeim stað fékk ljósrit af könnuninni. Klukkan 11.25 var könnunin gerð i Miklagarði við Mjódd. Verðið sem viö blasti á þeim tegundum, sem voru í könnuninni, hafði þá tekið miklum breytingum. Það hafði næstum alltaf lækkað um allt að 47% (rauð papr- ika). DV gerði verðkönnun á sömu vör- um án vitundar þeirra í Miklagarði um tíuleytið að morgni og þá var verðið miklu hærra. Mikligarður hafði bersýnilega látið senda sér upp- lýsingar á símbréfi frá Kaupstaðar- versluninni og lækkað verðið á vör- unum í könnuninni á aðeins 45 mín- útum, eða þeim tíma sem leið á milli þess að könnunin var gerð í Kaup- stað og Miklagarði. Nokkur dæmi um verðlækkunina má sjá á súluritinu hér á síðunni. í könnuninni breyttist verð á svepp- um úr 512 krónum í 484, rauðri papr- iku úr 363 krónum í 193, verð á blóm- káli úr 95 í 79 krónur, perum úr 96 í 77 krónur, rauðum eplum úr 124 í 95 krónur, banönum úr 95 í 57 krónur, Cocoa Puffs úr 2221193, lambakótel- ettum úr 705 krónum í 630 og Lotus Futura dömubindum úr 131 í 107 krónur. -ÍS Fiskistofu Gyl& Kxistjánsson, DV, Akureyii: Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa falið bæjarstjóra að leita allra leiöa tii þess að væntanleg stjóm- sýslustofnun sjávarútvegs, Fiski- stofa, verði staösett á Akureyri. Þessí samþykkt er til komin vegna þeirrar ákvörðunar stjóm- valda að komið verði á fót sjálf- stæöri stjórnsýslustofnun í sjáv- arútvegi sem starfi á ábyrgð ráð- herra og fengi fjölmörg verkefbi frá sjávarútvegsráðuneytinu, Veiðieftirlitinu, Fiskifélagi ís- lands, Hafrannsóknastofnun og Ríkismati sjávarafurða. íslenskar paprikur að komai verslanir i dag verður byrjað að selja nýjar íslenskar paprikur í versl- unum Hagkaups og ætla má að flestar verslanir geti boðið upp á þær á riæstu dögum. Einungis græn paprika kemur á markað fyrst um sinn. Loðnuvertiðin er ekki búin. Trillukarlarnir á Akureyri eru að fást við loðnuna þessa dagana enda þykir hún góð beita. Þeir voru að „djöflast" við Leiruveginn í fyrradag, settu út net frá veginum og ráku svo torfuna inn og fengu í nokkra kassa í þessum drætti. DV-mynd gk ; I l'fa - Landanir erlendra skipa nú heimilar hér: Akureyringar ætla að leggja snörur sínar fyrir Rússana Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við erum þessa dagana að und- irbúa næsta leik okkar í stöðunni en hann verður sennilega fólginn í því að senda menn út og ræða viö Rúss- ana. Ég á von á því að sú ferð verði farin á næstu vikum,“ segir Torfi Þ. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Odda á Akureyri, en Torfi er jafnframt talsmaður þess hóps á Akureyri sem hyggst reyna að fá rússnesk fiskiskip til að landa afla sínum til vinnslu á Akureyri og kaupa í leiðinni þjónustu þar. Fjölmargir aðilar, sem gætu haft hagsmuni af þessu, hafa komið að málinu, s.s. Akureyrarbær, atvinnu- málanefnd bæjarins, Slippstöðin, Vélsmiðjan Oddi, Járntækni, Nóta- stöðin Oddi og fiskvinnslustöðvar. Ákveðið hefur verið að beina spjót- um sínum aðallega að Rússum til að byija meö a.m.k. en fjölmargir togar- ar þeirra stunda þorskveiðar í Bar- entshafi. „Ég er bjartsýnn varðandi þetta mál og held að það sé ekki spurning að það gerist eitthvaö innan skamms. Hvað það verður umfangsmikiö á hins vegar eftir að koma í ljós,“ segir Torfi. Hann segir aö skipin muni ekki einungis landa hér afla til vinnslu. Þau muni kaupa einhveija þjónustu. „Það er að sjálfsögðu erfitt að gera sér grein fyrir því nákvæm- lega hveiju þetta gæti skilað. Það eina sem við getum miðaö við eru landanir grænlenskra skipa hér á landi en þau skip hafa verið aö greiða 5-10 milljónir króna í hvert skipti fyrir það sem kalla má venjulega þjónustu. Það er heldur ekki loku fyrir það skotið að við gætum selt þeim einhvem búnað í skipin. Það gæti nefnilega hangiö eitt og annað á spýtunni," sagði Torfi. Utandagskrárumræða um Fæðingarheimlli Reykjavíkur í gær: Hagkvæmara að ef la heimilið - og flölga fæðingum hér, segir forstöðumaður heimilisins Ekkert framlag frá ríkinu Fjjótlega má búast við að menntamálaráðuneytið staðfesti skipulagsskrá fyrir miöskólann en umsókn skólanefiidar mið- skólans rnn staöfestingu hefur veriö til athugunar hjá ráðuneyt- inu. Miðskólinn verður einka- skóli og á að brúa bilið milli þeirra einkaskóla sem nú eru reknir. Að sögn Ólafs Amarsonar, að- stoðarmanns menntamálaráð- herra, getur miðskólinn ekki vænst fjárframlags frá mennta- málaráðuneytinu á þessu ári. ÓI- afúr kvaöst ekki geta sagt til um hvemig málum yrði háttað á næstaád. -IBS „Það hefur ekki verið sýnt fram á það á óyggjandi hátt að eitthvað spar- ist við að flytja þessar tæplega fimm hundmö fæðingar sem Fæðingar- heimilið annar á ári þó ýmislegt hafi verið nefnt. Það hefur heldur aldrei veriö kannað hvort þaö hefði ekki reynst eins hagkvæmt eða hag- kvæmara að fjölga heldur fæðingum á . Fæðingarheimilinu og efla þá stofnun sem er einfaldari og ætti að vera ódýrari," segir Elínborg Jóns- dóttir, forstööukona Fæðirigarheim- ihs Reykjavíkur. Þann 1. aþríl síð- astíiðinn tók Landspítalinn við rekstri Fæðingarheimihs Reykjavík- ur. Fæðingarheimilinu fylgdi engin læknisstaöa en verulega skert rekstrarfé. Við utandagskrárumræðu á Al- þingi í gær lýsti Sighvatur Björgvins- son heilbrigðisráðherra því yfir að með flutningnum spöruðust 28 millj- ónir. „Ráðherrann sagði spamaðinn nást með því að einfalda vaktakerfi lækna og reka Fæöingarheimihð með 7 th 10 stöðugildum í stað 25 áður. Máhð er bara að 25 stöðugildi em gamlar heimildir sem hafa ekki verið notaðar lengi. Heimihð hefur verið rekið með um 20 stöðugildum í aht. Það fóm 4 stöðugildi út 1. apríl en ekki 15 til 18 eins og ráðherra gefur til kynna.“ „Maður hafði ekki grun um að hætt yrði við reksturinn því í fyrra var eytt á annan tug mihjóna í endur- bætur á húsnæðinu í kjölfar yfirlýs- ingar um aö Fæðingarheimihð væri komið til að vera. Ákvöröun um þessar endurbætur var tekin rétt fyr- ir kosningar 1990.“ Elínborg segir að rök heilbrigðis- ráðherra fyrir flutningunum séu spamaður og ýtrasta öryggi. „Erlendar kannanir og rannsóknir benda til þess að einfaldari fæðingar- stofnanir fyrir konur án áhættuþátta séu rekstrarlega hagkvæmari og, ef eitthvað er, öruggari. Misskilin ör- yggisumræða hefur veriö að ríða þessu heimih að fullu. Ef menn vhja spara og gæta ýtrasta öryggis ber að efla starfsemi heimihs eins og þessa. Inngrip verða tíðari við eðlilegar fæðingar hjá konum án áhættuþátta á hátæknisjúkrahúsum þannig að útkoman verður sjúklegri bæöi fyrir móður og bam heldur en á einfaldari stofnunum. Þessi hátækniþjónusta pg inngrip leiða th aukins kostnaðar. í hagræðingarskyni er víða verið að vísa öhu sem hægt er út af hátækni- stofnunum." -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.