Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992. 3 Fréttir Samdráttur fyrirsjáanlegur í sauðfl árframleiðslunni: Allt að 18 prósenta f löt skerðing í haust - líkur á að hátt 1900 tonna óvirkur fullvirðisréttur verði nýttur „í dag blasir við allt að 18 pró- senta flöt skerðing á fullvirðisrétti í sauðfjárframleiðslu næsta haust ákveði menn að nýta allan þann rétt sem nú er óvirkur vegna riðu- veiki og leigu til Framleiðnisjóðs. Og allar líkur benda til þess að verulegur hluti þessa réttar verði tekinn í notkun vegna þess bág- borna atvinnuástands sem nú er,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson, að- stoðarmaður landbúnaðarráð- herra. Heildarfullvirðisrétturinn í sauð- fjárframleiðslunni er í dag um 10 þús. tonn en þar af er réttur upp á tæplega 900 tonn óvirkur. Megnið af þessum óvirka rétti kemur að nýju inn í framleiðsluna eftir næsta haust. Flöt skerðing framleiðslu- réttar í haust mun hins vegar taka til bæði virks og óvirks réttar. Af þeim 510 þús. rollum, sem nú eru í landinu, verða því einungis milli 10 og 20 þús. skornar niður í haust. Á síðasta verðlagsári seldust ríf- lega 8200 tonn af kindakjöti en í ár er gert ráð fyrir að salan dragist saman um jafnvel 200 tonn. Verði það raunin mun flöt skerðing full- virðisréttar verða enn meiri í haust og verða allt að 20 prósent. Að sögn Sigurgeirs mun landbún- aðarráðuneytið ganga frá tillögum um niðurfærslu fullvirðisréttar fyrir næstu mánaðamót. Þær til- lögur kæmu aftur til framkvæmda í haust. FuUtrúar sauöfjárbænda gengu á fund landbúnaðarráðherra í gær til að kynna sér stöðuna. Að sögn Arnórs Karlssonar, formanns félags sauðfjárbænda, var fundurinn gagnlegur. Meðal þess sem rætt var um voru leiðir sem auðvelduðu bændum að hætta sauöfjárbúskap. Einnig hafi menn rætt möguleikann á að örva at- vinnulífið á þeim stöðum þar sem fullvirðisréttur hafi ekki verið nýttur að undanfórnu þannig að bændur neyddust ekki til að hefja sauöfjárrækt á ný. „Það þarf að tryggja þeim sem hætta sauðfjárrækt þokkalega af- komu. Vandamálið er að margir eru ekki tilbúnir til þessa vegna ótryggs atvinnuástands í þjóðfélag- inu. En til að tryggja afkomuna í sauðfjárræktinni þurfa einhverjir að hætta.“ -kaa maður tekinná ofsahraða Lögreglan á Selfossi handtók rétt tæplega tvítugan mann í Hveragerði fyrir ofsaakstur um Ölfusið aðfaranótt fóstudags. Lögreglan ætlaði að stöðva bíl í almennu eftirliti á Þorlákshafn- arveginum. Ökumaður sinnti þvi engu, gaf í og ók allt hvað af tók tíl Hveragerðís. Ökuhraði mæld- ist allt að 150 km og þar rétt und- ir. Ökuþórinn ók um aðalgötuna í Hveragerði án þess að slá af, um bæinn hálfan, að lokum yfir hús- grunn og endaði i drullufeni. Ökumaður og farþegi stukku út úr bílnura, ómeíddir, og reyndu að komast undan á hlaup- um. Ökumaöurinn er tæplega tví- tugur og réttindalaus þar sem hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum vegna ölvuna- raksturs. Grunur leikur á ölvun íþessutilfellilika. -JJ Hann er engin smásmiði þessi höfrungur sem kom i net hjá Fengsæli frá Grindavík á dögunum. Það er Þorkell Hjaltason í Fiskbúð Hafliða sem mundar hnífinn hjá höfrungnum sem er 3 metrar á lengd og 370 kiló. Þeir sem bragðað hafa á kjötinu segja það frábært enda rennur það út. Kilóið kostar rúmar 300 krónur. DV-mynd S Dómsmálaráðherra: Fær annan ráðgjafa vegna máls Eðvalds Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra hefur fengið annan mann sér til ráðgjafar um hvernig stjórnvöld skuli bregðast við bréfum Wiesent- halstofnunarinnar varðandi Eðvald Hinriksson. Sá er Stefán Már Stef- ánsson, prófessor við lagadeild Há- skóla íslands, en hann er sérmennt- aður í réttarfari og Evrópurétti. Áður hafði dómsmálaráðherra kallað til þá Eirík Tómasson hrl. og Guðmund Eiríksson þjóðréttarfræð- ing en utanríkisráðherra bannaði þeim síðamefnda að sinna kallinu vegna anna við undirbúning um- hverfisráðstefnunnar í Ríó í sumar. -VD Þegar þú skráir þig í Vaxtalínuna opnast þér ýmsir möguleikar: H*Af>VLO^ éTtab* vánaa,ÓgulE^x Félagar fá Vaxtalínubol um leið og þeir skrá sig - þeim að kostnaðarlausu. BUNAÐARBANKI ÍSLANDS Vaxtalínan er f jármálaþjónusta fyrir ungiinga 13-18 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.