Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992. Fréttir DV Aukin þróunaraðstoð í kjölfar Ríó-ráðstefnunnar: Þýðir ekki skuldbindandi byrðar fyrir íslendinga segir Gunnar G. Schram lagaprófessor „í tengslum við Ríó-ráðstefnuna er rætt um að skora á þjóðir heims að auka framlög sín til þróunarríkj- anna. Hugmynd Norðurlandanna er að auka þetta upp í 0,7 prósent af þjóðartekjum en það er í samræmi við takmark Sameinuðu þjóðanna. í dag er hins vegar algengt að þjóðir veiti um 0,35 prósent af þjóðartekjum til þessara mála. Þjóðum yrði hins vegar eftirlátið að greiða eins og þau geta. Þótt það náist samkomulag um þetta í Ríó myndi þaö ekki þýða skuldbindandi byrðar fyrir íslend- inga,“ segir Gunnar G. Schram laga- prófessor en hann hefur tekið þátt í undirbúningi íslands fyrir umhverf- isráðstefnuna í Ríó. Umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Rio de Janeiro í byrjun júní. Reiknað er með að helstu samþykktir ráðstefnunnar verði annárs vegar Sáttmáli jarðar eða Ríó-yfirlýsing, sem fjallar um grundvallarreglur í umgengni jarð- arbúa um náttúruna, og hins vegar víðtæk framkvæmdaáætlun í um- hverfisálum. Þá er gert ráð fyrir að á ráðstefnunni verði lagðir fram tveir alþjóðasáttmálar til undirritun- ar, annar um vemdun margbreyti- leika líftegunda og hinn um vemdun andrúmsloftsins.' Ekki náðist samkomulag á síðasta undirbúningsfundinum, sem hald- inn var í New York fyrir skömmu, um hvemig standa eigi að íjármögn- un þeirrar framkvæmdaáætlunar sem fyrirhugað er að samþykkja á ráðstefnunni. í tengslum við fjármögnunina hef- ur verið rætt um að iðnríkin þurfi að auka framlög sín um 120 milljaröa dollara næstu 20 árin til að hægt verði að framkvæma nauðsynleg átök á sviði umhverfismála, einkum í þróunarríkjunum. Náist samstaða í Ríó um að framlög iðnríkjanna til þessara mála verði 0,7 prósent af þjóðarfrmaleiðslu yrði árlegt fram- lag íslands allt að 2,5 milljarðar. Þess má geta í þessu sambandi að þróun- araðstoö Islands í ár er samkvæmt fjárlögum um 180 milljónir króna. Að sögn Gunnars mun mikil vinna fara fram á ráðstefnunni í Ríó, enda hafi ekki tekist að ná samkomulagi fyrir hana um þýöingarmikla texta. Hann segir að þátttaka íslendinga á undirbúningsfundunum hafa skilað miklum árangri, til dæmis hafi tekist að drepa í fæðingu tillögu Nýsjálend- inga um tímabundið hvalveiðibann. Þá hafi tekist samkomulag um þá til- lögu íslands að hafinn verði undir- búningur að gerð skuldbindandi al- þjóðasáttmála um réttindi og skyldur ríkja á sviði umhverfis- og þróunar- mála. Gunnar segir íslendinga verða að halda vöku sinni á Ríó-ráðstefnunni enda komi þar til afgreiðslu ýmis mál sem verulega snerti hagsmuni íslendinga. Þannig verði til dæmis tekin ákvörðun um hvort banna eigi förgun geislavirks úrgangs undir hafsbotni. Samstaða hafi náðst um þetta mál en á síðustu stundu til- kynntu Bandaríkjamenn að þeir gætu ekki fallist á þetta. Auk þessa verður tekið til atkvæðagreiðslu hversu hratt skuli dregið úr ósoneyð- andi efnum. „Verndun hafsins og nýting á auð- lindum þess, vemdun andrúmslofts- ins, nýting orkulinda og viðhald íjöl- breytileika tegunda eru allt mála- flokkar sem snerta okkur íslendinga sérstaklega. Við verðum því að standa vörð um þessa hagsmuni í Ríó og í þvi sambandi dugar ekki að senda bara einn fulltrúa til að greiða atkvæði," segir Gunnar G. Schram. -kaa Unglingar í Garöabæ lögðu á sig að fara á hlaupahjóii frá Hveragerði til Garðabæjar á laugardaginn. Þeir vildu með þessu safna áheifum til styrktar Akureyrarferð sinni í vor sem þeir ætla að fara með Æskulýðsfélagi Garða- kirkju. Krakkarnir skiptust á að hjóla vegalengdina og hvildu sig á milli í rútunni sem ók á eftir allan tímann. DV-mynd GVA Akureyri tekur við sorpi frá Ólafsfirði og Dalvík Gylfi Kristjánsson, DV, Akujeyri: Bæjarráð Akureyrar hefur sam- þykkt beiðni frá bæjarstjórunum á Ólafsfirði og Dalvík þess efnis að sorp frá þessum bæjum verði urðað á sorphaugum Akureyrar á Glerárdal og hefur yfirverkfræöingi bæjarins verið falið að ganga frá samningi við bæjarfélögin. Fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarráði, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir og Þórarinn E. Sveinsson, lögðu fram sérstaka bókun við afgreiðslu máls- ins. í bókun þeirra segir að þótt ekki sé hægt annað en verða við beiðni nágrannasveitarfélaganna um urð- un sorps á Glerárdal sé nauðsynlegt að finna aðra framtíðarlausn á sorp- málum í Eyjafirði en urðun á útivist- arsvæði ofan stærsta þéttbýliskjarn- ans. Urðun sorps á Glerárdal sé ófull- nægjandi lausn og verði sveitarfélög- in við Eyjafjörð að sameinast um fullnægjandi framtíðarlausn sorp- mála. I dag mælir Dagfari Það var frægt hér um áriö, þegar verðbólgan var og hét og gengisfell- ingar voru daglegt brauð í íslensk- um efnahagsmálum, að einhver snjall fjármálaráðherra fann upp á því að láta gengið síga í stað þess að’ fella það. Ekki mæltust gengis- fellingar eða gengissigin vel fyrir hjá verkalýðshreyfingunni og þess vegna var það þegar vinstri stjórn- in, sem tók við af viðreisnarstjórn- inni, vildi vera góð við verkalýðs- hreyfmguna, að hún lofaði að leggja niður gengisfellingar og raunar gengissigið líka. Auðvitað hélt gengið áfram að falla í tíð vinstri stjórnar sem annarra stjóma og þegar ríkisstjómin felldi gengið einn ganginn í viðbót komst Tómas Ámason, þáverandi fjár- málaráðherra, þannig að orði að gengið hefði sigið í einu stökki. Þetta var frumlegasta aðferð þeirra tima til aö ljúga sig frá stað- reyndum og Tómas kemst eflaust í Islandssöguna fyrir þessa nýstár- legu skýringu sína. Gengissig í einu stökki hét gengisfellingin hjá hon- um og þannig gat hann haldið því fram að hann hefði ekki fellt geng- ið. Það hefði bara sigið og svo hefði það sigið svo snöggt að það seig í einu stökki! Tímamistök Þetta atvik er rifiað upp vegna þess að nú hafa ráðamenn uppgötv- að annaö orð sem sjálfsagt á eftir aö festast í orðabókinni og sög- unni. Jóhannes Nordal hefur verið spurður að því hvort fiárfestingar- æði Landsvirkjunar i Blöndu og öðram framkvæmdum, sem sam- tals nema 22 milljörðum króna, geti ekki talist mistök, Jóhannes vill ekki viöurkenna það en segir að hugsanlega megi halda því fram að þetta séu tímamistök! Með þessu er Jóhannes að segja aö það geri ekki svo mikið til þótt Landsvirkj- un hafi varið 22 mfiljörðum króna í virkjanir og framkvæmdir án þess að fá nokkrar tekjur á móti og ekki einu sinni viðskipti. Þetta sé spum- ing um tíma. Þeir hjá Landsvirkjun hafa sem sagt gert allt rétt en hafi kannski verið fullfljótir á sér, á undan sinni samtíð, og þar af leiö- andi er ekki hægt að selja orkuna eða fá arð af þessum framkvæmd- um fyrr en einhvem tíma seinna. Það era sem sagt ekki mistök að byggja of mikið né heldur að byggja of fljótt. Það eru ekki mistök í fiár- festingum eða framkvæmdum og það era ekki mistök fyrir Lands- virkjun eða þjóðina að láta mann- virki fyrir 22 milljarða standa ónot- uð um langan tíma, vegna þess að það er ekki Landsvirkjun að kenna ef ekki fást kúnnar. Þetta era bara tímamistök segir Nordal og hristir sig. Þetta er álíka og íslenska ríkis- stjómin léti byggja gistiheimili fyr- ir gesti frá Mars eða samþykkti að smíða nýjan togaraflota fyrir veið- ar á óþekktum fiskistofnum og segja síðan þegar allt er fullbyggt að fiármagninu sé ekki sóað heldur sé verið að byggja fyrir framtíöina. Það era ekki mistök, bara tímamis- tök. Allir þeir sem byggja yfir sig hall- ir og hús og reisa fiskeldisstöðvar og loðdýrabú eiga samstundis aö fara upp í Seðlabanka og fá viðtal viö Jóhannes yfirbankastjóra. Þeir eiga að afturkalla gjaldþrotabeiðn- ir sínar og slá lán hjá Jóhannesi eða fá vottorð hjá honum upp á það að framkvæmdir af þessu tagi séu ekki mistök heldur bara tímamis- tök. Þeir hljóta að fá umbun og við- urkenningu hjá seðlabankastjóra á sömu og sams konar mistökum og hann hefur staðið fyrir hjá Lands- virkjun sem felast í því að þeir eru á undan sinni samtíð með fram- kvæmdimar og fiárfestingamar. Landsvirkjun getur af þessum ástæðum haldið áfram að reisa orkuver og beisla fallvötnin vegna þess að tíminn er afstæður og timinn vinnur með okkur og að því kemur að orkuverin verði nýtt al- veg eins og að því kemur að Marsbúar leiti til jarðarinnar. Landsvirkjun er á undan sinni samtíð. Þeir era forsjálir hjá Landsvirkjun og hafa nóg af pen- ingum og mistök þeirra liggja í mesta lagi í tímanum en ekki fram- kvæmdunum. Gengissig í einu stökki hét það hjá Tómasi Áma- syni sem nú er líka seðlabanka- stjóri og gefur Jóhannesi góð ráð. Tímamistök heita það hjá Jóhann- esi sem nú stýrir peningamálum þjóðarinnar og er á undan sinni samtíð. Það er ekki hans vandamál heldur þeirra sem koma of seint og fylgjast ekki með þeirri fyrir- hyggju sem ríkir hjá Landsvirkjun. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.