Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992. Menning_____________ Jóhannesarpassía Tónlistaráhugafólk þarf ekki að kvarta undan pá- skatóniistinni að þessu sinni. í gærkvöldi flutti Mót- ettukór Hallgrímskirkju Jóhannesarpassíuna eftir Jó- hann Sebastian Bach. Síðar í vikunni mun Kór Lang- holtskirkju flytja Mattheusarpassíima. Það er við hæfi að hafa Bach í öndvegi um páskana. Erfitt er að finna tónskáld sem hefur lagt annað eins til kirkjulegrar tónlistar og Bach. Hápunktur listar hans á þessu sviði er útleggingar hans á píslarsög- unni, passíumar tvær, önnur byggð á frásögn Matthe- usarguðspjalls og hin Jóhannesarguðspjalls. Þessi verk eru svipuð að uppbygginu. Þau eru í óratoríust- íl; atburðarásin, byggð á biblíutextanum, er sett fram í sönglesi, en inn á milli er skotið aríum, kórköflum og sálmum til nánari umfjöllunar og umþenkingar um efnið. í Jóhannesarpassíunni eru auk biblíutextans fjórtán sálmar. Þess utan fékk Bach að láni passíuljóð B.H. Brockes og bætti síðan við sjálfur. Verkið er nokk- uð á þriðju klukkustund á lengd og er þó hvergi teygð- ur lopinn. Þvert á móti er verkið svo ríkt og þrungið andagift að fáu verður til jafnað. Það er eins og menn standi frammi fyrir heilum menningarheimi í hnot- skurn eða reynslu kynslóða samþjappaðri í örskots- stund. Það er mikið fyrirtæki að flytja verk af þessu tagi og margir voru kallaðir til að leggja fram krafta sína við flutninginn. Auk Mótettukórsins tók þátt Bachsve- itin í Skálholti með konsertmeistarann Anne Röhrig í fararbroddi. Einsöngvarar voru Karl Heinz Brandt, sem söng hlutverk guðspjallamannsins, Njal Sparbo, sem söng hlutverk Krists, Margrét Bóasdóttir, sópran, Sverrir Guðjónsson, alt, Gunnar Guðbjömsson, tenór, Bergþór Pálsson, bassi og Tómas Tómasson, bassi. Stjórnandi var Hörður Áskelsson. Leikiö var á svo- nefnd upprunaleg hljóðfæri, en með þvi er átt við þá gerð hljóðfæra sem uppi var er viðkomandi tónverk vom samin. Eftir þessum tónleikum að dæma hafa strengjahljóðfæri á tímum Bachs verið hljómminni en þau em nú til dags og blásturshljóðfæri óstöðugri í tóni. Þessi gömlu hljóðfæri hafa að mörgu leyti þekki- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson legan mjúkan blæ og er ágæt tilbreyting að nota þau. Annars hefðu þau htbrigði áreiðanlega komist betur til skila í heppilegra tónlistarhúsi en Hallgrímskirkja er. Að þessu sinni var kirkjan því sem næst full. Þrátt fyrir það var hljómburður of mikill. Kom það aö tölu- verðu leyti í veg fyrir að unnt væri að heyra ýmis blæbrigði í flutningi og í hinum flóknari köflum vildu innraddir oft týnast í bergmáli hinnar miklu hvelfing- ar. Var því um margt erfitt að leggja mat á frammi- stöðu hljómhstarfólksins. Eftir því sem best var unnt að greina virtist mikið hafa verið lagt í undirbúning þessara tónleika og tónhstin flutt af öryggi og yfirveg- un. Einsöngvaramir komu allir vel út enda er hinn mikh hljómburður þeim hagstæðastur. Einkum er ástæða til að hrósa þeim Gunnari Karl-Heinz og Berg- þóri fyrir fagran söng. Kórinn virtist vera mjög góður eftir því sem heyra mátti. Hljómsveitin var sá aðilinn sem verst fer út úr of miklum hljómburði og fór margt forgörðum sem hún geröi. Stjórnandinn, Hörður Áskelsson, stjómaði af miklu öryggi og virtist gjör- þekkja verkið. Það er mikið og þakkarvert stórvirki aö flytja þetta mikla verk og skal öllum hlutaðeigandi óskað til hamingju með það. Andlát Kristin Jónsdóttir, Dvalarheimihnu Höfða, áður Skólabraut 24, Akranesi, andaðist á sjúkrahúsi Akraness pálmasunnudag, 12. þessa mánaðar. Einar Hálfdán Kristjánsson frá Bol- ungarvík, til heimihs að Flókagötu 2, Hafnarfiröi, andaðist 11. aprö í Borgarspítalanum. Árni Pálsson, Amartanga 1, lést á Borgarspítalanum laugardaginn 11. apríl. Kristín Skaftadóttir, Kleppsvegi 32, áður Hilmisgötu 7, Vestmannaeyj- um, andaðist í Borgarspítalanum föstudaginn 10. apríl. Rebekka Þiðriksdóttir, fyrrum hús- móðir og kennari í Amarfirði, Háa- gerði 85, Reykjavík, lést í Hjúkmnar- heimilinu Skjóli laugardaginn 11. apríl. Jónína R. Þorfinnsdóttir, Engihjalla 9, Kópavogi, lést á heimili sínu 10. apríl. Jarðarfarir Sveinn Bjarnason frá Hafragih, Grenihhð 9, Sauðárkróki, andaðist að morgni 3. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hulda Bjamadóttir, Kleppsvegi 50, Reykjavik, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, 15. apríl kl. 15. Maria Guðmundsdóttir, sem andað- ist á sjúkrahúsi Bolungarvíkur föstudaginn 10. apríl, verður jarð- sungin frá Hólskirkju, Bolungarvík, miðvikudaginn 15. apríl kl. 14. Þuriður Guðmundsdóttir frá Bæ í Steingrímsfirði, sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 9. apríl sl., verður jarðsungin frá Áskirkju mið- vikudaginn 15. aprfl kl. 10.30. Greftr- að verður í Akraneskirkjugarði kl. 17. Guðni Vigfússon, Hátúni 10, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Nes- kirkju í dag, 14. aprö, kl. 15. Útför Sigríðar Jónsdóttur, Ökrum, Reykjadal, fer fram frá Einarsstaða- kirkju í dag, 14. aprö kl. 14. Sigurgeir Vilhjálmsson frá Eyrar- bakka, fyrrverandi vélstjóri, Boða- hlein 22, Garðabæ, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju miövikudag- inn 15. apríl kl. 13.30. Tapað fondið Seðlaveski tapaðist á Hressó Rauðbrúnt leöurseðlaveski, merkt Iðnað- arbankanum, tapaðist á sl. fóstudag á Hressó. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 19262. Safnaðarstarf Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu í dag kl. 18.30. Fyrir- bænaefnum má koma á framfæri við sóknarprest í viðtalstímum hans þriðju- daga til fóstudaga kl. 17-18. Dómkirkjan: Mömmumorgunn í safnað- arheimilinu Lækjargötu 12A, kl. 10-12. Fótsnyrting eftir hádegi í dag. Pantanir þjá Ástdísi, s. 13667. Grensáskirkja: Kyrrðarstund í dag kl. 12. Orgelleikur í 10 mínútur. Þá helgi- stund með fyrirbænum og altarisgöngu. Að þvi loknu léttur hádegisverður. Bibl- íulestur alla þriðjudaga kl. 14 fyrir eldri borgara og vini þeirra. Opið hús og kaffi- veitingar á eftir. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrimskirkja: Kvöldbænir með lestri Passíusálma kl. 18.00. Kársnesprestakall: Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Anton Bjamason kemur í heim- sókn og ræðir um hreyfiþroska og hreyfi- þörf bama. Neskirkja: Mömmumorgrmn kl. 10-12. Seljakirkja: Mömmumorgunn í dag, opið hús kl. 10-12. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgunn ki. 10-12. Tilkyiuiingar 8ENTJ.MUUSOO PREBEN DAHLSTHOM FISKABÓK AB FISKAR OG FISKVEIÐAR Ný útgáfa af fiskabók AB Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins (BAB) hefúr sent frá sér bókina Fiskar og fiskveiðar við ísland og í Norður- Atlantshafi (fiskabók AB). Þetta er 3. útgáfa bókarinnar en 1. útgáfa kom út 1968 og 2. útgáfa 1977. Höfundur textans er danski fiskiffæðingurinn Bent J. Muus en höfundur mynda Preben Dahlström. Jón Jónsson fiskifræðingur, fyrrv. for- stöðumaöur Rannsóknastofnunar sjáv- arútvegsins, hefur þýtt bókina og lagað hana að íslenskum aðstæðum. Breyting- ar ffá fyrri útgáfum em einkum fólgnar í upplýsingum um fiskveiðamar, breytt veiðarfæri og einstöku nafnabreytingu. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu kl. 13-17. Dansað í Ris- inu kl. 20. Trúnaðarbréf afhent Hjálmar W. Hannesson sendiherra hefur afhent forseta Grikklands, hr. Konstant- in Karamanlis, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Grikklandi með að- setur í Bonn. Kvennadeild Barð- strendingafélagsins býður Barðstrendingum 60 ára og eldri til skemmtrmar og kaffidrykkju á skírdag kl. 14 í Sóknarsalnum, Skipholti 50 a. Fundir Áhugafólk um blústónlist Stofnfundur félags áhugafólks um blús- tónlist verður í Duushúsi í kvöld, þriðju- dagskvöld, kl. 20.30. Pétur Tyrfingsson aöalhvatamaður mætir. Allir velkomnir. Tónleikar Blús-rokksveit á Púlsinum í kvöld, 14. apríl heldur hollenska blús- rokksveitin, A girl Called Johnny, tón- leika á Púlsinum. Þessi hljómsveit skart- ar hinni einstöku söngkonu Johnny sem er talin vera í hópi þeirra allra bestu í Hollandi þessa dagana. Sveitin spiiar einnig 15. og 20. apríl. Forsala aðgöngu- miöa er í verslunum Skífunnar. íslandsklukkan eftir Halldór Laxness Mlðvlkud. 15. apríl kl. 20.30. Skirdag kl. 20.30. Laugard. 18. aprll kl. 20.30. 2. f páskum kl. 20.30. Sumardaglnn fyrsta kl. 15.00. Lau. 25. april kl. 15.00, afmælishátið- arsýning. Mlðasala er i Samkomuhúslnu, Hafnarstræti 57. Mlðasalan er opin alla vlrka daga kl. 14-18 og sýnlng- ardaga fram aö sýningu. Símsvari allan sólarhrlnglnn. Grelðslukorta- þjónusta. Siml í mlðasölu: (96) 24073. Myndgáta dv Þann 22. febrúar voru gefm saman í hjónaband í Kópavogskirkju af séra Ægi Siguijónssyni Asta Lorange og Pétur Jónsson. Heimili þeirra er að Kópavogs- braut 55. Ljósm. Jóhannes Long. Hjónaband Þarrn 22. februar sl. voru gefin saman í hjónaband í Hallgrímskirkju af séra Karli Sigurbjömssyni, Hjördis Magnús- dóttir og Ásmundur Þórðarson og Guðrún J. Benediktsdóttir og Guðjón Pálmarsson. Leikhús LEIKFÉLAG REYKIAVÍKUR Sími680680 ÞRÚGUR REIÐINNAR SS Byggtá sögu JOHNS STEINBECK Leikgerö: FRANK GALATI STÓRA SVIÐIÐ KL. 20. Miðvikud. 22. april. Uppselt. Föstud. 24. april. Uppselt. Laugard. 25. april. Uppselt. Þriðjud. 28. april. Uppselt. Fimmtud. 30. april. Uppselt. Föstud. 1. mai. Uppselt. Laugard. 2. mai. Uppselt. Þriðjud. 5. mai. Uppselt. Fimmtud. 7. mai. Uppselt. Föstud. 8. mai Uppselt. Laugard. 9. mai. Uppselt. Þrlöjud. 12. mai. Uppselt. Fimmtud. 14. mai. Uppselt. Föstud. 15. mai. Uppselt. Laugard. 16. mai. Uppselt. AUKASÝNING: 19 maí. Flmmtud. 21. mai. Föstud. 22. mai. Uppselt. Laugard. 23. mai. Uppselt. Flmmtud. 28. mai. Föstud. 29. mai. Uppselt. Laugard. 30. mai. Uppselt. Þriðjud. 2. Júni. Miðvikud. 3. júni. Föstud. 5. júni. ATH. SÝNINGUM LÝKUR 20. JÚNÍNK. MIÐAR ÓSKAST SÓTTIR 4 DÖGUM FYRIR SÝNINGU - ANNARS SELDIR ÖÐRUM. ÓPERUSMIÐJAN sýnir i samvinnu við Leikfélag Reykjavikur: LA BOHÉME eftir Giacomo Puccini. ikvöld. Annan páskadag, 20. aprii. Fimmtud. 23. april. Sunnud. 26. apríl. SIGRÚN ÁSTRÓS eftir Willy Russell. LITLA SVIÐIÐ KL. 20. Föstud. 24. apríl. Laugard. 25. apríl. Sunnud. 26. april. ATH. AÐEINS10 SÝNINGAR. MIDASALA VERÐUR OPIN UM PÁSKANA SEM HÉR SEGIR: ÁSKÍRDAG KL. 14-18. LAUGARDAG FYRIR PÁSKA KL. 14 -17 OG ANNAN PÁSKADAG FRÁ KL. 14.00. Miöasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-?17. Miðapantanir I síma alla virka daga frá kl. 10-12. Síml 680680. Faxnúmer: 680383. Lelkhúslinan 99-1015. Greiöslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur. Borgarlelkhús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.