Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992. 7 i>v Sandkom Fréttir Endimörk spamaðarins Þeireigavart orð, kaup- mennirnir.yfir þaðhversu mjögjóharm- esiíBónusi hefurorðið ágengtviðað l.ckka vuru- : íív; verðog.siiglaað honumhafi tekistþaðsetn engutnöðrum hafítekisttil þessa. Kaupmanni nokkrum, sem hefur sína skoðun á spamaðarað- ferðum Jóhannesar við reksturinn, varð það að oröi um daginn að það hlytu að vera takmörk fyrir því hversu mjög Jóhannes gæti sparað. „Það eina sem hann á eftir er að slökkva Ijósin i buðunum!“ stundi langþreyttur keppinauturinn. Þeirsegjaþað, gárungarnir, aðþaðséósköp eðlilegtað Hrafh Gunn- laugssonkvtk- myndaleik- stjóri vilji laka nýjustumynd- tnasínaifrið- lýstafugla- varpinuí Gróttuogþað um hávarptím- ann. Með því móti, og ekki öðruvísi, fáist hin rétta stemning í myndina. TU skýringar skal geta þess að nýja myndin mun bera nafnið Hin helgu vé. Lítið víms-joð Ráðhúsiðverð- uropnaðmeð pompogpragtí dagogverður mikið um dyrð- ir.Vaentanlega verðurbúiðaö sahdblásaljóð. Tómasarágler ánýjar. leiken sem kannugt er varömönmun þaðaifyrstu tíiraunaðgera meínlega stafsetningarvillu ogsetja inn auka j þar sem það átti alls ekki að vera. Ný rúða mun kosta ura hátt í milljón vegna þessa. Dýrt yrði staf- rófið allt, eins og maðurinn sagði. Hagyrðingur sendi okkur eförfar- andi vísu um uppákomuna: Reykjavíkur ráðhúsgoð reyndi í gler að Ij óða. Þá villtist htið vírus joð ívisuskáldsinsgóða. Orðaglíma Áársþingi glímumanna fyrirnokkru varsamþykkt athyglisverð álykúm þar ví scmsagðieitt- hvaðáþáleið ;; aðglimaværi sérstök iþrótta- grcin og ekki skyldinota sognhw „að glima“umaðr- ar óviökomandi greinar. Til dæmis væri ekki hægt aö glíma í júdóí. Skömmusíðarhéldujúdómennárs- . þing sitt og samþykktu því ályktun þar sem sagði að enginn iþróttagrein gæti „helgaö sér máíið þannigað enginnannargahitalaðþað". Tekið var iram að júdómenn hygðust glíma áiram hér eftir sem hingað til þegar þeir tækjust á. Áhugamenn um íþróttir og íslenskt mál eru hvattir til að fylgjast með því til hvaða ráða íþróttafréttamenn munu gripa og hvort júdókappar munu ghma á næstunni eöa bara takast á. Umsjón: Vllborg Davíðsdóttlr _______ Islendingur um borð í Boeing 707 þotu sem missti tvo hreyfla: Kraftaverk að f lug- vélin skyldi lenda EMBLA Strandgötu 29 Hafnarfirði sími 51 055 „Þetta var kraftaverk. Það hefur aldrei gerst áður að vél, sem missir hreyfla, lendir. Þær hafa alltaf hrap- að,“ segir Ingvar Einarsson, hleðslu- stjóri í Lúxemborg. Fyrir tveimur vikum var hann í Boeing 707 frakt- fiugvélinni sem missti hreyfla á hægri væng er hún var yfir Frakk- landi. Véhn var á leið frá Lúxemborg til Lagos í Nígeríu með búnað til olíu- borunar. „Það eina sem maður fann var eins og snöggt högg. Véhn missti í raun sjö tonna vigt öðrum megin og sner- ist því. Viðbrögð flugstjórans voru stórkostleg. Hann bjargaði véhnni meö því að halda henni fyrst þannig að vinstri vængurinn sneri beint upp. Svo gerði hann allt til að halda vélinni réttri." Ingvar segir að í fyrstu hafi aðrir í áhöfninni, en hún var alls fimm manns, ekki vitað hvað var að ger- ast. „Við trúðum því ekki þegar að- stoðarflugmaðurinn leit út um gluggann og sagði okkur að tveir hreyflar væru farnir af vængnum. Ég skreið yfir fraktina til að komast að glugga fyrir miðjum vængnum til að athuga hvort eitthvað meira væri að. En það reyndist ekki vera.“ Óhappið varð klukkustund eftir flugtak í Lúxemborg í um 60 mílna fjarlægð frá Marseille í Frakklandi. Beðið var um leyfi til nauðlendingar í Marsefile. „Þegar aðstoðarflugmaðurinn var búinn að fá lendingarleyfi sá hann flugvöll fyrir neðan sig og fékk að Báðir hreyflarnir á hægri væng Boeing 707 þotunnar duttu af á flugi. Ingvar Einarsson hleðslustjóri, sem var um borð, telur það kraftaverk að nauðlending tókst. Myndin er af Boeing 707 þotu. vita að þetta væri herflugvöllur meö lengstu flugbraut í Frakklandi. Við fengum svo leyfi til að lenda þar.“ Ingvar segir að þegar véhn hafi verið komin í tvö þúsund metra hæð hafi hún hætt að beygja áður en hún var komin í stefnu á flugbrautina. „Það var bara sjór fyrir framan okk- ur og fór okkur að lítast heldur illa á stöðuna. Þá spurði aðstoðarflug- maðurinn hvort hann ætti ekki að draga úr aflinu á vinstri væng. Véhn snerist þá en í öfuga átt, að hinum enda, flugbrautarinnar. Við fengum leyfi til að lenda á þeim enda en var um leið tilkynnt frá flugturninum að eldur væri á hægri vængnum. Við héldum að verið væri að spyrja okk- ur um eld og svöruðum neitandi. Það var nú líklega gott að við vissum ekki af eldinum því annars hefðum við ekki verið jafn rólegir." Ingvar segir loftleysi hafa myndast yfir hægri vængnum þegar verið var að snúa og í loftleysinu hafi kviknað í bensíni sem þeir hafi verið að losa sig við. Við lendingu fór flugvélin út af flugbrautinni eftir 2,3 kílómetra en brautin er alls íjórir kílómetrar á lengd. „Þar var sandur og möl sem bensínið rann niður í. Ef við hefðum ekki farið út af þarna hefði bensínið dreifst á flugbrautina og þá hefði getað kviknað í allri flugvéimni." Tveir úr áhöfninni komust út um aðaldyr vélarinnar og klifruðu niður reipi en þrír fóru út umglugga. „Það var ekki fyrr en maður var kominn út sem maður fór að skjálfa. Þá komu alls konar hugsanir upp í hugann.“ -IBS Kristín Einarsdóttir: Úrskurðir EB-dómstóls bindandi „Þessar breytingar hafa það í för með sér að það er gengið enn lengra í áttina að því að gera EB allsráðandi á þessu svæði. Það var gengið frá því endanlega og bætt við í samninginn að lög EES verða æðri landslögum ef ágreiningur verður. Síðan er einn- ig komið inn í samninginn að ef leit- að er til EB-dómstólsins, þá er úr- skurður hans bindandi," sagði Krist- ín Einarsdóttir, þingmaður Kvenna- Ustans, í kjölfar þess að EB-dómstóll- inn samþykkti drög að EÉS. „Þó að leitað sé til sameiginlegu nefndarinnar verður hún alltaf að hafa tfi hliðsjónar dóma Evrópu- bandalagsins. Það kom mér ekki á óvart að þetta yrði niðurstaðan. Sam- þykktin á þó eftir að fara fyrir ein 20 þing allra landa sem eru aðfiar að EB og EFTA. Það gæti tafist og ég á ekki von á að þetta geti tekið gildi 1. janúar eins og talað er um, en frest- urinn stendur til 1. júh 1993. Það er mat mitt og þeirra sem um þetta mál hafa fjallað á Norðurlönd- um að samningarnir um evrópskt efnahagssvæði séu ekkert sjálfstætt fyrirbæri sem muni endast. Það heföi verið miklu skynsamlegra að fara strax út í tvíhliða viðræður við EB og reyna að gera við þá víðtækt sam- komulag. Við þurfum að leggja höf- uðáherslu á víðtæk viðskipti við önn- ur lönd sem eru okkur mikilvæg en ekki að láta þau stjóma okkur að öðru leyti. Það er allt of mikið í þetta lagt, bæði fjármunir og annað fyrir örfá ár. Auk þess verður að skoða hvort þessir samningar bijóti í bága við íslenska stjórnarskrá eða íslensk lög. Mér nægir ekki að Jón Baldvin lýsi því yfir í útvarpi, ég þarf frekari stað festingu þar á,“ sagði Kristín. -ÍS ískappreiðar 1 Aðaldal: Hesturinn og knapinn steyptust í vatnið Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta var nú ekki mjög alvarlegt því vatnið er ekki nema um 60 cm djúpt og það má segja að hesturinn hafi aðallega brotist um í drullunni sem er á botni vatnsins," segir Arnar Andrésson á Syðra-Fjalli í Aðaldal, en bændur þar um slóöir efndu til ísmóts á Vestmannsvatni fyrir skömmu. Arnar segir að menn hafi tahð sig vera búna að mæla ísinn 25 cm þykk- an og því hefði hann átt að halda bifreið. Þegar búið var að merkja braut á ísinn fór fyrsti maðurinn af stað út á ísinn, Benedikt Ambjörns- son á hestinum Létti. Þeir fóm þó ekki langt því ísinn brotnaði og þeir steyptust báðir í vatnið. Þegar þeim Benedikt og Létti haföi verið náð á þurrt var mótið flutt heim að bænum Brúvöllum og haldið þar. Létti varð ekki meint af þessu volki því hann sigraöi í brokki og varð í 4. sæti í tölti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.