Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992. T .ífestHL_____ ___________________________________________________________________dv DV kannarverð í matvöruverslunum: Verðmunur á grænmeti og ávöxtum minnkar Neytendasíöa DV kannaði að þessu sinni verð í eftirtöldum verslunum: Bónusi, Faxafeni, Fjarðarkaupi í Hafnarfirði, Hagkaupi, Eiðistorgi, Kaupstaði, Miðvangi í Hafnarfirði og Miklagarði við Sund. Bónusbúðimar selja sitt grænmeti í stykkjatali á meðan hinar saman- burðarverslanirnar selja eftir vigt. Til þess að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og um- reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló- verö. Að þessu sinni var kannað verð á sveppum, rauðri papriku, blómkáli, rófum, perum, rauðu eplum, banön- um, 550 g af Cocoa Puffs, lambakótel- ettum, Lotus Futura dömubindum, Pepsi í 33 cl dósum og Léttu og lag- góðu, 400 g. í könnunum undanfarinna vikna hefur munur á hæsta og lægsta verði á grænmeti oftlega verið yfir 100% en í könnuninni nú er ekkert slíkt tilfeOi. Þó er munurinn töluverður, oftast helmingur eða meir. Sveppir eru á frekar misjöfnu verði í verslunum að þessu sinni. Þar sem verðið var lægst, í Fjarðarkaupi, var það 399 kr. en þeir voru á 512 í Mikla- garði, 568 í Hagkaupi og 614 í Kaup- stað. Sveppir fengust ekki í Bónusi. Munur á hæsta og lægsta veröi er 42 af hundraði. Rauð paprika var á 363 í Miklagarði, þar sem verðið var lægst, 390 í Fjarðarkaupi, 414 í Kaup- stað og 538 í Hagkaupi en fékkst ekki í Bónusi. Munur á hæsta og lægsta verði mælist þar vera 48%. Neytendur Blómkál var á 89 krónur í Hag- kaupi, þar sem verðið var lægst, 95 í Miklagarði, 125 í Fjarðarkaupi og 138 í Kaupstað en fékkst ekki í Bón- usi. Munur á hæsta og lægsta verði er 45 af hundraði. Munurinn á hæsta og lægsta verði á rófum mælist tölu- vert meiri eða 81%. Rófur kosta 54 í Miklagarði, 56 í Fjarðarkaupi og Hagkaupi og 98 í Kaupstað en feng- ust ekki í Bónusi. Perur fengust heldur ekki í Bónusi Hæsta og lægsta verð Kótilettur Hæst Lægst Pepsí 33 cl. 90 80 70 60 50 Aðeins i Fjarðarkaup I Hæst Lægst Létt og laggott 190 Hæst Lægst 180 150 Bananar Hæst Lægst Cocoa puffs 270 ~------- 240 Jjj^j ■ Bónus tnj Hæst Lægst Lotus dömub. 220 Hæst Lægst Flestar tegxmdir hækka í verði Það er greinilegt á línuritum vik- unnar aö verðlag er á uppleið í flest- um tilfellum og eru hækkanir meðal- verðs töluvert miklar á perum, rauðri papriku og rófum. Sveppir eru eina tegund vikunnar þar sem með- alverðið lækkar. Perur voru á meðalverðinu um og undir 140 krónum kílóið eftir ára- mótin, lækkuðu mikið um mánaða- mótin febrúar-mars en eru nú komn- ar upp í sama verö og áður, 137 krón- ur. Meðalverö á rauðum eplum er heldur stööugra þó að verðiö breytist í hverri viku. Meðalverðið virðist heldur vera á uppleið frá áramótum, var um 115 krónur þá en er nú kom- ið upp í 127. Meðalverö á sveppum er á stööugri niðurleið og vonandi að sú þróun haldi áfram því meðalveröið er enn töluvert hátt, 523 krónur kílóið. Tölu- verðar sveiflur eru á meðalverði blómkáls, úr rúmum 100 krónum í febrúar, í 150 krónur í lok febrúar, niður í 85 í lok mars og nú aftur upp í 112 krónur. Rauð paprika var lengst af á nokk- uð lágu meöalverði frá byrjun febrú- ar og fram í miðjan mars. Nú tekur meðalverðið mikið stökk upp á við úr tæpum 300 krónum í 426 krónur. Meðalverð á rófum var komið nokk- uð lágt, í 45 krónur í byijun mars en hefur hækkað um rúmar 20 krónur síðan. Það stendur nú í 66 krónum og ekki séö fyrir endann á hækkun- inni. -ÍS ' Æ w j$ff| Munur á hæsta og lægsta verði hefur minnkað eitthvað ef miðað er við kannanir undanfarinna vikna. DV-mynd GVA en voru á 96 í Miklagarði, 135 í Fjarö- arkaupi, 137 í Kaupstað og 179 í Hag- kaupi. Munurinn á hæsta og lægsta verðinu er 86 af hundraði. Litlu mun- ar á hæsta og lægsta verði á rauðum eplum eða aöeins 9%. Verðið var lægst í Miklagarði, 124 krónur kílóið, en 125 í Bónusi og Fjaröarkaupi. Rauð epli kosta 128 í Kaupstað og 135 í Hagkaupi. Bananar voru á lægsta verðinu í Bónusi, 92 krónur kílóið. Næst á eftir kom verðið í Miklagarði, 95 krónur, en síðan komu Fjarðarkaup og Hag- kaup með 115 og Kaupstaður með 125. Þar er munur á hæsta og lægsta verði 36 af hundraði. Cocoa Puffs er ódýrast í Bónusi á 185 krónur pakk- inn en kostaði 227 í Miklagarði, 234 í Kaupstað og Hagkaupi og 250 í Fjarðarkaupi. í því tilfelli er munur hæsta og lægsta verðs 35%. Lambakótelettur voru á lægsta verðinu í Bónusi á 654 krónur kílóið en voru á 705 í Miklagarði, 727 í Kaupstað, 764 í Hagkaupi og 830 í Fjarðarkaupi. Munur á hæsta og lægsta verði er þar 27 af hundraði. Lotus Futura dömubindi kosta 124 í Bónusi, 131 í Miklagarði, 137 í Hag- kaupi, 144 í Fiarðarkaupi og 201 í Kaupstað. Munur á hæsta og lægsta verði er þar töluverður eða 62%. Svo undarlega vildi til að Pepsi í 33 cl dós fékkst aðeins í einni af sam- anburöarverslunum að þessu sinni. Það var til í Fjarðarkaupi og kostaði þar 70 krónur. Það er merkilegt að ekki skuh vera hægt að kaupa Pepsi- dósir í þessari stærð í flestum stór- markaðanna en kókdósir í sömu stærð fást í þeim öllum. Létt og lag- gott var á lægsta verðinu í Bónusi á 154 en verðið var eilitið hærra, 155 krónur, í Miklagarði. Létt og laggott kostaði krónur 160 í Fjarðarkaupi, 171 í Hagkaupi og 179 í Kaupstað. Munur á hæsta og lægsta verði mæl- ist þar vera 16%. Sértilboð og afsláttur: Hamborg- arhryggur og bay- onneskinka Á meöal sértilboða Bónussbúð- anna má telja Gillette Sensor rak- vélina sem komin er niður í aö- eins 157 krónur, Giant grillkol, 4,53 kg, sem kosta 279, E1 Vital sjampó, 2x250 ml, á 299 og Doritos partísnakk með tortilla-bragöi, 198,4 g, á 173 krónur pokinn. í Fiarðarkaupi er bayonne- skinka á páskatilboðsverðinu 1.072 krónur kílóið og Soniu kon- fekt, 680 g, á 828 krónur. Einnig voru öll Duni kerti og servíettur á páskatilboðsverði og sömuleiðis • alkóhóllaus rauð-, hvít- og freyöi- vín sem kosta aðeins 395 og 426 krónur. í Hagkaupi er hægt að gera góð kaup í SS rauðvinslegnu lamba- læri á kílóverðinu 799 krónur, 250 gramma bakka af ferskum jarð- arberjum á 99 krónur, Bonduelle grænum baunum, 400 g, á aðeins 39 og Libby’s blönduðum ávöxt- um í dós, 420 g, á 59 krónur. í Kaupstað í Miðvangi var í gangi páskatilboð á hamborgar- hrygg sem kostar 1.199 krónur kflóið, egg eru á kílóveröinu 299 krónur, 0,51 afijóma kosta aðeins 272 og Maarud skrúfurnar vin- sælu í 70 gramma pokum 99 krón- ur. í Miklagarði við Sund voru að koma í hús páskaliljur í potti til ræktunar sem seldar eru á 199 krónur potturinn. Af öðrum til- boðum má nefria 499 króna verð á 45 stk. af Bambó bleium í maxi- stærð, 159 króná'verð á Leni eld- húsrúllum, 4 stk saman, og 1.950 króna verð á 5 stykkjum af ITV myndbandsspólum sem eru 195 minúturaðlengdhver. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.