Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992. AÐALFUNDUR Félagsmenn Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis, aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 30. apríl kl. 20.30 að Skipholti 50-A, Sóknarsal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin FLUGMÁLASTJ ÓRN ÚTBOÐ Flugstjórnarmiðstöð, Reykjavík 3. áfangi - pípulagnir Flugmálastjórn óskar eftir tilboðum í 3. áfanga byggingar nýrrarflugstjórnarmiðstöðvará Reykjavíkurflugvelli. Verkið er einkum fólgið í að leggja hitalagnir og hreinlætislagnir. Heildargólfflötur byggingarinnar er 3.100 m2 en heildar- rúmmál er um 12.700 m3. Áætluð verklok eru í desember 1992. Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræðistofunni hf., Fellsmúla 26 (4. hæð), Reykjavík, eftir kl. 13.00 mið- vikudaginn 15. apríl 1992, gegn 1500 kr. gjaldi. Tilboð verða opnuð á Almennu verkfræðistofunni hf., Fellsmúla 26, Reykjavík, þriðjudaginn 12. maí 1992 kl. 14.00. BARNALEIKUR DV • STÖDVAR 2 • FLUGLEIOA HVAÐ £6 A£> HEITA? Leikurinn felst í því að finna nafn á gaeludýr Krakkaklúbbsins og svara léttum spurningum. 1. vinning hlýtur sá sem á hugmyndina að besta nafninu. 2.-15. vinningur verður dreg- inn út úr innsendum lausnum. Fjórir flugfarseðlar til Flórída (tveir fullorðnir og tvö börn) (miðað er við að ferðast sé í september eða október. Innifalið er flug til Orlando) Sérstök heimsókn til Afa í barnatíma Stöðvar 2 í haust og heiðursverðlaunaskjal frá Krakkaklúbbi DV. Heiðursverðlaunaskjöl frá Krakkaklúbbi DV. \\\\\\\v\\\\\\v\\\vv\\\\\\ Hvað á gæludýrið að heita? SPURNINGAR Hvað heita þessarteiknimyndapersón- ur úr Barna-DV? Klukkan hvað hefst barnaefni á Stöð 2 virka daga? Nefnið fjórar persónur úr teiknimynda- seríunni um Andabæ. Skilafrestur til 9. maí Vinningshafar tilkynntir 23. maí Utanáskriftin Barnalelkur, Þverholtl 11, 105 Reykjavík Útlönd I>v Allt virtist leika í lyndi hjá Mandelahjónunum þegar honum var sleppt eftir 27 ára fangavist. Þau höfðu verið gift í fá ár þegar Nelson var handtekinn en á meðan fór Winnie sinu fram og flæktist í glæpamál sem nú hafa leitt til skilnaðar. Simamynd Reuter Nelson og Winnie Mandela skilja eftir 33 ára hjónaband: Glæpir Winniear voru óbærilegir - Nelson gat ekki farið í framboð án þess að skilja fyrst „Ást mín á Winnie er söm og áður en í ljósi ágreinings, sem komið hefur upp á síðustu mánuðum í ýmsum málum, höfum við komist að þeirri niðurstöðu að skilnaður sé okkur báðum fyrir bestu,“ sagði Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðar- ráðsins, þegar hann tilkynnti um skilnað þeirra. Ákvörðunin kemur ekki á óvart því síðustu daga hefur verið uppi þrálát- ur orðrómur um að Mandelahjónin væru að skilja. Margir draga í efa að skilnaður þeirra eigi sér eingöngu pólitískar rætur, eins og Nelson lét í veðri vaka í gær. Winnie er borin þungum sökum fyrir glæpi sem hún á aö hafa átt aðild að á síðustu árum. Þar á meðal eru morð og ráðabrugg um að láta myrða marga helstu forystumenn Afríska þjóðarráðsins. Uppvíst varð um þessar áætlanir þegar náin samstarfskona Winniear sneri við henni baki og skýrði opin- berlega frá skapbrestum hennar og hatri á öllum leitogum blökkumanna sem ekki voru henni að skapi. Á dauðalista Winniear voru í það minnsta fimm áhrifamenn í þjóðar- ráðinu. Þessir menn hafa nú lýst ánægju með skilnað Mandelahjón- anna og krefjast þess að hún láti af öllum embættum fyrir ráðið. Winnie bíður dóms vegna aðildar aö morði á Stompie Mocketsi Seipei, fjórtán ára unglingi sem öryggis- verðir hennar sannanlega myrtu, en grunur leikur á að hún beri ábyrgð á morðinu og einnig morði á lækni sem skoðaði drenginn áður en hann lést. Konan, sem kom upp um Winnie, segir að hún hafi einnig ætlað að drepa sig og ráðist drukkinn inn á heimili sitt, vopnuð rússneskri skammbyssu og látið ófriðlega. Kon- an segist hafa komist naumlega und- an. Mál Winniear eru orðin Nelson manni hennar verulegur fjötur um fót en fyrir dyrum standa almennar kosningar í Suður-Afríku. Almennt er litið svo á að skilnaður þeirra hjóna sé liður í undirbúningi Nelsons fyrir kosningarnar. Reuter Helmut Schmidt fullur efasemda um ráðstefnu SÞ: Engin raunveruleg vandamál leyst í Ríó Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslari í Þýskalandi, lét í gær í ljós efasemdir um aö ríkissfjórnum heimsins tækist aö leysa mikilvæg umhverfismál á ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Rio de Janeiro í Bras- ilíu í júní. „Ríó ’92 verður heilmikill áróðurs- fundur en engin raunveruleg vanda- mál verða leyst þar,“ sagði Schmidt í ræðu sem hann hélt á alþjóðlegri ráðstefnu í Ríó um heiminn að kalda stríðinu loknu. Hann sagði að ráðstefnan yrði gagnlegt upphaf tilraunar til að fást við mikilvæg málefni og það væri hlutverk ríkisstjórna að koma í veg fyrir hnignun jarðarinnar. Robert McNamara, fyrrverandi vamarmálaráðherra Bandaríkj- anna, sagðist óttast að ráðstefna SÞ mundi ekki takast á viö mannfjölg- unarvandamálið sem væri mikil- vægt. „Við þurfum þegar að grípa til að- gerða gegn mjög örri fólksfjölgun,“ sagði McNamara. Samkvæmt mati Alþjóðabankans mun ekki komast jafnmvægi á íbúa- íjölda jarðarinnar fyrr en í lok næstu aldar og þá verðar íbúarnir orðnir 12,4 milljarðar. McNamara sagði að 90 prósent fólksfj ölgunarinnar ætti sér stað í þróunarlöndunum. í grein í breska tímaritinu Econom- ist segir að fjöldi þátttökuríkjanna og málefnanna sem taka á fyrir á ráðstefnunni í Ríó sé slíkur að tryggt sé að einhveijir verði til aö setja sig upp á móti hvaða tillögu sem fram kemur, hvort sem það eru Filippsey- ingar sem kvarta þegar minnst er á mannfjölgun eða íslendingar þegar talað er um hvalveiðar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.