Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992. 31 Sviðsljós Leikkona fer á Leikkonan fræga, Glenda Jackson, sigraöi í sínu kjördæmi í bresku þingkosningunum sem haldnar voru 9. apríl sl. Glenda bauö sig fram fyr- ir Verkamannaflokkinn og þótt sá flokkur næði ekki þeim árangri sem hann stefndi að þá komst Glenda engu að síður inn á þing. Kjördæmi Jackson heitir Hamp- stead og Highgate og er í úthverfum Lundúnaborgar. Fyrirfram var talið að mjög erfitt yrði fyrir hana að ná kjöri i þessu kjördæmi því nokkuð stór hluti íbúanna er vel efnaður og kysi því líklega íhaldsflokkinn. Jack- son vann hins vegar nokkuð sann- færandi kosningasigur og má þakka það hversu.vel hún er kynnt meðal almennings. Raunar náði Sebastian Coe, sem er frægur breskur lang- hlaupari, kjöri fyrir íhaldsflokkinn í öðru kjördæmi. Ljóst er að frægir íþróttamenn, tónlistarmenn og leik- arar hafa meðbyr í baráttu sem þess- ari. Ronald Reagan fór út í stjómmál eftir langan leikhstarferil. Jackson verður hins vegar alveg æf þegar menn reyna að líkja henni saman viö forsetann fyrrverandi. Sviðsljósið skilur hins vegar alls ekki hvers vegna það er. Gorbi og Raisa eru þessa dagana í 12 daga ferð um Tokyo í boði sérstakrar Gorbatsjov-móttökunefndar. A mynd- inni sjást þau skötuhjú í góðum félagsskap Mikka og Minniear í Disneyland-garðinum iTokyo. Simamynd Reuter Fjölmiðlar Það hefur ætíð verið mér undrun- arefhi hversu margir og tímafrekir íþróttaþættir Sjónvarpsins eru. Trúlega hefur einhver hluti þjóðar- innar áhuga á að horfa á aðra hreyfa sig en öliumá þó olgera. íþróttaefni Sjónvarpsins er nú orðið það fyrir- ferðarmikiö að þeir sem á annað borð horfa á það geta vart gert nokk- uðannað. Á dagskrá Sjónvarpsins í gær- kvöldi var mikið íþróttaefni og trú- lega hefur margur náð að rækta sinn óvirka íþróttaáhuga, flatmag- andi uppi í sófa fyrir framan skerm- inn. Sýndur var handboltaleikur úr Haíharíirðinum og syrpuþáttur með fótboltaleikjum frá Englandi. Ekki nennti ég að hanga yfir þessum leikjum og skokkaði þess í stað um borgina, mér til ómældrar ánægju. Að venju horfði ég á fréttir í Sjón- varpinu í gær, bæði þær sem voru klukkan átta og þær sem áttu að vera klukkan ellefu. Reyndar byrj- uðu seinni fréttimar fyrst tuttugu og tvær mínútur yfir ellefu, rétt eins ogþað væri sjálfsagt mál. Að und- aníornu finnst mér þessi seinkun hafa gerst æði oft og er byrjaðúr að fá á tilfinninguna að þetta þyki sjálf- sagt mál. Þetta fer hins vegar mjög í taugarnar á mér, enda hef ég nóg annað við tímann að gera heldur en láta hann líða í bið fyrir framan skjáhm. Ekki veit ég hvað seinkaði dag- skránni í gær en hef þó íþróttimar sterklega grunaðar, enda einn al- gengasti orsakaþáttur seinkana þar á bæ. Það er eins og dagskrárgerðar- menn íþróttadeildarinnar haldi að helsta áhugamál þjóöarinnar sé að horfa á þá vinna yfirvinnu. Kristján Arí Arason Glenda Jackson ætlar aó hvíla sig á leiklistinni í bili og einbeita sér að stjórnmáiaþrefi. Hér sést hún (til vinstri) í hlutverki Elísabetar I. en með henni á myndinni er Vanessa Redgrave. liz líkar viö leðrið Elísabet Taylor er eina sextuga amman sem getur klætt sig eins og mótorhjólagella! í sjónvarpsþætti, sem hún kom fram í verið, var hún klædd í svartan leðurjakka, mjög þröngar svartar gallabuxur og há leðurstígvél. Var það niál manna að hún tæki sig ansi vel út í þessum groddalega galla. Því var náttúrlega einnig haldið fram að hún hefði aldr- ei verið unglegri en það er að verða árviss viðburður hjá fjölmiðlum vestanhafs. Ef Liz heldur áfram að yngjast svona með aldrinum verður hún farin að keppa við Juhu Ro- berts, Melaine Griffith og Kim Basin- ger um helstu kynbombuhlutverkin um sjötugt! Ætti ég að leggja í hann? Já, Já. Því stærri sem þeir eru þeim mun meira er faliið! Hann virðist hugs- andi, þessi rúmlega þriggja ára snáði, enda er ekki í lítið ráðist þvi að glímukappinn er 250 kíló. Ffeew(w& MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900 Á BYLGJUNNI Á hverjum degi hringir Bibba á Bylgjuna og lœtur dœluna ganga. Misstu ekki af henni. 989 GOTT ÚTVARP Veður Norðaustan- og austangola, léttskýjað um vestan- vert landið en skýjað um austanvert landið og við suðausturströndina. Hiti 1-5 stig i dag en vægt næturfrost. Akureyri alskýjað -1 Egilsstaðir alskýjað -2 Kefla víkurflug völlur skýjað 0 Kirkjubæjarklaustur skýjað 0 Raufarhöfn alskýjað 0 Reykjavik léttskýjað -2 Vestmannaeyjar skýjað 2 Bergen rign/súld 3 Helsinki alskýjað 3 Kaupmannahöfn skúr 3 Ósló snjóél 1 Stokkhólmur skýjað 3 Þórshöfn hálfskýjað 4 Amsterdam skýjað 8 Barcelona þokumóða 8 Berlín rigning 6 Chicago alskýjað 4 Feneyjar þokumóða 7 Frankfurt skýjað 8 Glasgow rigning 5 Hamborg rigning 4 London alskýjað 8 LosAngeles heiðskírt 16 Lúxemborg skýjað 5 Madrid heiðskírt 6 Malaga þokumóða 12 Mallorca þokuruðn. 4 Montreal alskýjað -3 New York alskýjað 6 Nuuk skýjað -2 Orlando alskýjað 19 París skýjað 3 Róm þokumóða 13 Valencia léttskýjað 8 Vín léttskýjað 9 Winnipeg skýjað 1 Gengið Gengisskráning nr. 73. -14. april 1992 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 59,080 59,240 59,270 Pund 104,297 104,579 102,996 Kan. dollar 49,909 50,044 49,867 Dönskkr. 9,2410 9,2660 9,2947 Norsk kr. 9,1455 9,1703 9,1824 Sænsk kr. 9,9152 9,9421 9,9295 Fi. mark 13,1508 13,1864 13,2093 Fra.franki 10,5859 10,6146 10,6333 Belg. franki 1,7428 1,7475 1,7520 Sviss. franki 38,9453 39,0508 39,5925 Holl. gyllini 31,8465 31,9327 32,0335 Þýskt mark 35,8506 35,9477 36,0743 It. líra 0,04765 0,04778 0,04781 Aust. sch. 5,0964 5,1102 5,1249 Port.escudo 0,4175 0,4186 0,4183 Spá. peseti 0,5722 0,5738 0,5702 Jap.yen 0,44453 0,44573 0,44589 írskt pund 95,710 95,969 96,077 SDR 81,1080 81,3276 81,2935 ECU 73,4394 73,6383 73,7141 Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 13. apríl seldust alls 7,961 tonn. Magn í Verö í krónum tonnum Meöal Lægsta Hæsta Blandað 0,082 20,00 20,00 20,00 Hrogn 0,337 66,10 50,00 75,00 Langa 0,032 69,00 69,00 69,00 Lúða 0,031 465,00 465,00 465,00 Rauðmagi 0,011 20,00 20,00 20,00 Skarkoli 1,308 76,08 75,00 78,00 Þorskur, sl. 4,916 87,20 79,00 95,00 Þorskur, smár 0,302 80,00 '80,00 80,00 Ufsi 0,298 30,11 30,00 31,00 Ýsa.sl. 0,638 132,11 131,00 136,00 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 13. apríl seldust alls 19,827 tonn. Lýsa, ósl. 0,011 41,00 41,00 41,00 Langa, ósl. 0,076 44,00 44,00 44,00 Keila, ósl. 0,165 36,00 36,00 36,00 Steinbítur, ósl. 0,853 49,00 49,00 49,00 Bland 0,400 120,00 120,00 120,00 Rauðm/gr 0,147 65,00 65,00 65,00 Þorskur, st. 1,124 103,00 103,00 103,00 Hrogn 0,462 95,00 95,00 95,00 Ýsa 1,927 128,36 116,00 141,00 Smár þorskur 0,587 81,33 81,00 84,00 Ufsi 1,695 43,47 43,00 44,00 Þorskur 9,407 92,14 69,00 94,00 Steinbítur 0,138 55,20 51,00 80,00 Skötuselur 0,024 150,00 150,00 150,00 Lúða 0,209 400,60 350,00 480,00 Langa 0,058 52,00 52,00 52,00 Skarkoli 0,998 36,44 35,00 54,00 Karfi 1,546 25,00 25,00 25,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 13. apríl seldust alls 1,513 tonn. Þorskur 0,595 74,03 70,00 76,00 Ýsa 0,195 89,15 83,00 95,00 Keila 0,700 30,00 30,00 30,00 Skarkoli 0,020 20,00 20,00 20,00 P HÍPK ÞURRKUBLÖÐIN VERÐA AÐ VERA ÚSKEMMD og þau þarf að hreinsa reglulega. Slitin þurrkublöð margfalda áhættu í umferðinni. mIumferðar Uráð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.