Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992. Viðskipti Frídagar fram undan koma sér vel fyrir ferðaskrifstofumar: Um 5 þúsund Islendingar í páskaferðum erlendis - þar af verða um 2 þúsund manns á sólarströndum Þeir frídagar, sem eru fram undan um páskana og sumardaginn fyrsta í næstu viku, koma sér vel fyrir ferðaskrifstofurnar. Um 5.200 íslend- ingar verða í páskaferðum erlendis næstu daga, þar af ætla um 2 þúsund manns að sleikja sólina á sólar- ströndum. Þetta er niðurstaðan úr lauslegri könnun DV í gær um ferða- markaðinn. Þetta er samt aðeins hluti af ferða- mannastraumnum. Fyrir liggur að um 4.500 manns muni fljúga með Flugleiöum innanlands yfir hátíð- arnar. Fram og til baka eru það um 9 þúsund fargjöld. Það er tvennt sem vekur strax at- Islenskir ferðalangar um páskana 390 1710 300 Bandaríkin Orlando 374 Kanaríeyjar 1310 350 700 60 Edinborg Dublin íþróttahópar í Evrópu Spánn/Portúgal A eigin vegum í Evrópu Fréttaljós Islenskir ferðalangar erlendis um páskana, samtals um 5.194 ferðamenn. Um 2 þúsund verða á sólarströndum og um 1.700 á eigin vegum í Evrópu. Jón G. Hauksson hygli þegar ferðir Islendinga í út- löndum um páskana eru skoðaðar. Það er sólarlandaferðir og ferðir íþróttahópa. Sérstaklega er áberandi hvað ferðir íþróttahópa út um pásk- ana hafa aukist. Um 700 íþróttamenn Stór hluti af liöum í 1. og 2. deild í knattspymu verða viö æfingar á meginlandi Evrópu um páskana. Al- gengustu æfingasvæðin eru löndin í Mið-Evrópu, Belgía, Holland og Þýskaland. Bara með Úrval-Útsýn fara um átján íþróttahópar. Þá fara toppliðin í knattspymunni frá í fyrra, Víkingar og Framarar, með Samvinnuferðum-Landsýn. Um 2 þúsund í sólina Langflestir sólarlandafarþega verða á Spáni og i Portúgal, eða um 1.310 manns. Flestir verða á Mall- orca. Þá verða um 374 á Kanaríeyjum og um 300 í Orlando í Bandaríkjun- um. Farþegar eftir félögum Langftestir fara út um páskana á vegum Flugleiða, Úrvals-Útsýnar, Samvinnuferðum og Flugferðum- Sólarflugi. Eins og áður fara margir á eigin vegum út um páskana. DV reiknast til að þessi hópur sé um 1.710 manns til Evrópu og um 390 til Bandaríkj- anna. Þetta er fólk sem oftar en ekki er að heimsækja ættingja og vini. írland heillar margan landann um þessa páska. Um 350 manna hópur verður í Dublin með Samvinnuferð- um um páskana. Þá verður 60 manna hópur í Edinborg-á vegum Úrvals- Útsýnar. Verð á páskaferðum Verð á páskaferðunum er mjög mismunandi eftir stöðum og lengd ferða. Meðalverö fyrir manninn í sólina til Spánar virðist vera á bilinu 40 til 45 þúsund krónur fyrir um hálfsmánaðarferð. Meðalverð á níu daga ferð til Or- lando er um 67 þúsund krónur fyrir manninn. Meðalverð fyrir Kanarí- eyjaferö í þrjár vikur er á bilinu 55 til 60 þúsund fyrir manninn. Verðið rokkar upp og niöur eftir gæðum hótela og fjölda í íbúðinn. Flestir á eigin vegum Flestir fara á vegum Flugleiða út um þessa páska og eru það farþegar sem ætla aö ferðast á eigin vegum um meginland Evrópu. Með Úrval- Útsýn fara um 1.205 farþegar, með Veiöileyfi auglýst laus 1 íjölda veiöiáa: Óseld veiðileyf i fyrir um 200 milljónir Þessa dagana er verið að dreifa til veiðimanna upplýsingariti sem þykir nokkuð merldlegt. í þessu riti aug- lýsa þeir sem hafa laus veiðileyfi fyr- ir veiðimenn. Þama eru auglýst veiðileyfi í íjölda veiðiáa, eins og Álftá á Mýrum, Flekkudalsá og Fá- skrúð í Dölum, Kiðafellsá í Kjós, Laxá í Kjós, Núpá á Snæfellsnesi, Rangánum, Svartá í Húnvatnssýslu, Miðíjarðará, Víðidalsá og Vatnsdalsá í Húnvatnssýslu, svo fáar séu tíndar til. Svona rit hefur ekki verið gefið út áöur hérlendis og markar því nokkur tímamót því það hefur reyndar heyrst að misjafnlega gangi að selja veiðileyfi þetta árið í sumar veiðiár. Aðstandur ritsins, íslenska útgáfufé- lagið, vildu ekki meina að það væri málið, veiðileyfin seldust ekki verr en áður. Heldur væri ritið, sem heit- ir Stöngin út, til að fleiri færu til veiöa og gætu séð hvaö ætti að kaupa veiðileyfi meðal annars. Svona blaö ætti að gefa út árlega. DV hefur fyrir því heimildir að þónokkuö sé af óseldum veiðileyfum Enn á eftir að selja mörg veiðileyfi í laxveiðiám landsins fyrir sumarið. þessa dagana og að upphæðin nemi um 200 milljónum. En aöalsölu- tíminn er reyndar þessa dagana og mikið af veiðileyfum gæti selst næstu vikumar. -G.Bender Kaupfélag Skagfirðinga: ÞórhaHur íamundss., D V. Sauöárfcróki: Rekstrarhagnaður Kaupfélags Skagfiröinga varð 32 milljónir króna á síðsta ári, samanboriö við 57 milljónir króna árið 1990. Fjármagnskostnaður liækkaði um 20 milljónir í fyrra. „Vextir hafa veríð háir núna framan af ári en það sem viö höf- um kannski mestar áhyggjur af er minnkandi atvúma fólks og skertur kaupmáttur," segir Þór- ólfur Gíslason kaupfélagsstjóri. Samdráttur varð á sviöi land- búnaðar hjá kaupfélaginu á síð- asta ári en aukning á sviði sjávar- útvegs. Fiskiöjan, dótturfyrir- tæki kaupfélagsins, tók við um 8 þúsund tonnum af bolfiski til vinnslu á síöasta ári, eða fjórö- ungi meira en áriö áöur. -JGH Samvinnuferðum 979 farþegar. Með Flugferðum-Sólarflugi, ferða- skrifstofu Guðna Þórðarsonar, áður í Sunnu, fara um 400 íarþegar, þar af um 340 til Mallorca í breiðþotu. DV áætlar að aðrar feröaskrifstofur séu með um 300 manns. Ferðaskrif- stofa Reykjavíkur verður til dæmis með um 50 manna hóp á Benidorm á Spáni. 4.500 í innanlandsflugi Innanlands verður mikið um að vera hjá íslenskri ferðaþjónustu. Um 4.500 manns fljúga fram og til baka með Flugleiðum. Þar fyrir utan eru farþegar með íslandsflugi. Til viðbót- ar er svo allur sá mikli fjöldi sem ferðast um innanlands á eigin veg- um. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLAN överðtrvggð Sparisjóösbækur óbundnár 1 -1,25 Landsb., Sparisj. Sparireikningar 3ja mánaöa uppsögn 1,25-3 Sparisjóðirnir 6 mánaöa uppsögn 2,25-4 Sparisjóöirnir Tékkareikningar, almennir 0,5 Allir Sértékkareikningar 1-2 Landsbanki VISITÖLUBUNDNIR REIKNINGAR 6 mánaöa uppsögn 2,75-3 Landsbanki 1 5-24 mánaða 6,75-7,25 Sparisjóöirnir Orlofsreikningar 5-5,5 Allir nema Islb. Gengisbundnir reikningar í SDR 6-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsb.,lslb. ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3 3,25 Landsb., Búnb. Överötryggð kjör, hreyfðir 4,5-4,75 Landsb.Búnb. SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innan tlmabils) Vísitölubundnlr reikningar 1.75-3 Landsb. Gengisbundir reikningar 1,75-3 Landsb. BUNDNIR SKIPTIKJ ARAREIKNINGAR Vlsitölubundin kjör 6-6,5 Búnaöarbanki Överötryggð kjör 6 6,5 Búnaðarbanki INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir 2,75-3,0 Allir nema Búnb. Sterlingspund 8,25 8,7 Sparisjóöirnir Þýsk mörk 7,5-8,2 Sparisjóðirnir Danskar krónur 8,0-8,4 Sparisjóöirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst UTLAN óverðtryggð Almennir víxlar (forvextir) 12,25-1 3,75 Búnaðarbanki Viöskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi Almenn skuldabréf B-flokkur 13-14,25 Búnaöarbanki Viöskiptaskuldabréf’ kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdráttur) 15-1 5,75 Islb. UtlAn verðtryggð Almenn skuldabréf B-flokkur 9,75-9,9 Búnb.Sparisj. afurðalAn Islenskar krónur 12,5-14,25 Islb. SDR 8,25-8,75 Landsbanki Bandaríkjadalir 6,0-6,75 Sparisjóðir Sterlingspund 11,9-1 2,75 Sparisjóöir Þýsk mörk 11.25-11,5 Búnöarbanki HúsnæöUlán 4.9 Llfeyri8$jóöslán 5 9 Dráttarvextir 21.0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf apríl 13,8 Verötryggö lán mars 9.8 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala apríl 3200 stig Lánskjaravísitala mars 31 98 stig Byggingavísitala mars 598 stig Byggingavísitala mars 187,1 stig Framfærsluvísitala mars 160,6 stig Húsaleiguvísitala apríl = janúar VERÐBRÉFASJÓÐm HLUTABRÉF Sölugengi bréfa veröbréfasjéða Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: Einingabréf 1 6,183 Sjóvá-Almennar hf. KAUP 4,25 SALA 4,75 Einingabréf 2 3,285 Ármannsfell hf. 1,90 2,15 Einingabréf 3 4,061 Eimskip 4,77 5,14 Skammtímabréf 2,056 Flugleiöir 1,66 1,86 Kjarabréf 5,812 Hampiðjan 1,30 1,63 3,129 Haraldur Böðvarsson 2,85 3,10 Tekjubréf 2,118 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 1,10 Skyndibréf 1,796 Hlutabréfasjóðurinn 1,60 1,68 Sjóösbréf 1 2,962 Islandsbanki hf. 1,61 1.74 Sjóösbréf 2 1,941 Eignfél. Alþýöub. 1,58 1,71 Sjóösbréf 3 2,048 Eignfél. Iðnaöarb. Eignfél. Verslb. 2,12 2,29 Sjóösbréf 4 1,744 1,41 1,53 Sjóösbréf 5 1,232 Grandi hf. 2,60 2,80 Vaxtarbróf 2,0869 Olíufélagið hf. 3,86 4,32 Valbréf 1,9561 Olís 1,78 2,00 Islandsbréf 1,301 Skeljungur hf. 4,23 4,82 Fjórðungsbréf 1,139 Skagstrendingur hf. 4,60 5,00 Þingbréf 1,297 Sæplast 3,35 3,55 öndvegisbréf 1,279 Tollvörugeymslan hf. 1,20 1,25 Sýslubréf 1,322 Útgerðarfélag Ak. 4,25 4,60 Reiðubréf 1,254 Fjárfestingarfélagiö 1,18 1,35 Launabréf 1,014 Almenni hlutabréfasj. 1,10 1,15 Heimsbréf 1,180 Auölindarbréf 1,04 1,09 Islenski hlutabréfasj. Síldarvinnslan, Neskaup. 1,15 3,10 1,20 3,50 1 Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi. K= Kaupþing, V = VlB, L= Landsbréf, F= Fjárfestingarfélagið, S = Verðbréfav. Sam- vinnubanka Nánari upplýsingar um peningamarkaöinn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.