Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992.
Afmæli
Guðrún Norberg
Guörún Norberg, húsmóðir og
fóstra, Starhaga 6, Reykjavík, er
fimmtugídag.
Starfsferill
Guðrún fæddist á ísafirði en flutti
kornung með foreldrum sínum til
Reykjavíkur þar sem hún ólst upp.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá Haga-
skólanum, var skiptinemi í Banda-
ríkjunum í eitt ár en stundaði síðar
nám við Fósturskóla íslands og lauk
þaðan prófi 1990.
Guðrúnhófung flugfreyj ustörf
hjá Loftleiðum og starfaði þar með
hiéum í sjö ár. Hún stofnaði, ásamt
öðrum, Svöiurnar, félag núverandi
og fyrrverandi flugfreyja og var
fyrstiformaðurfélagsins, 1974-75.
Fjölskylda
Eiginmaður Guðrúnar er Sigfús
R. Sigfússon, f. 7.10.1944, forstjóri
Heklu hf. Sigfús er sonur Sigfúsar
Bjarnasonar, forstjóra Heklu, og
Rannveigar Ingimundardóttur hús-
móður.
Börn Guðrúnar og Sigfúsar eru
Aðalsteinn, f. 6.10.1961, nemi í sál-
fræði við HÍ, kvæntur Elínu Önnu
ísaksdóttur píanóleikara; Sigfús
Bjarni, f. 5.12.1968, markaðsstjóri
hjá íslandsflugi og er unnusta hans
Unnur Pálsdóttir, nemi við KHÍ;
Margrét Ása, f. 1.10.1971, nemi við
VÍ, og er unnusti hennar Össur Lár-
usson nemi; Rannveig, f. 27.10.1975,
nemi við VÍ; Guðrún Helga, f. 4.7.
1980, nemi; Ingimundur Sverrir, f.
5.10.1981, nemi; Stefán Þór, f. 20.3.
1984.
Guðrún á tvær systur. Þær eru
Steinunn K. Norberg, f. 2.5.1943,
læknaritari í Reykjavík, gift Jóni
Birgi Jónssyni aðstoðarvegamála-
stjóra og eiga þau þrjá syni; Ingi-
björg Norberg, f. 15.2.1945, gift Birgi
Rafni Jónssyni forstjóra og eiga þau
fjögurbörn.
Foreldrar Guðrúnar: Aðaisteinn
Norberg, f. 26.1.1917, d. 1975, rit-
símastjóri í Reykjavík, og Ása
Berndsen, f. 10.4.1908, húsmóðir og
hárgreiösludama í Reykjavík.
Ætt
Aðalsteinn var sonur Theódórs,
bæjarfógetaskrifara, hálfbróður,
samfeðra, Halldórs, skólastjóra á
Hvanneyri, afa Sveins Runólfssonar
landgræöslustjóra. Hálfsystir Theó-
dórs, samfeðra, var Laufey, móöir
Finnboga Guðmundssonar lands-
bókavarðar og Arnar ijármála-
stjóra, fóður Guðmundar Páls,
heimsmeistara í bridge. Theódór
var sonur Vilhjálms, trésmiðs og b.
á Rauðará við Reykjavík, bróður
ÞórhaUs biskups, fóður Dóru for-
setafrúar, móður Völu Thoroddsen,
en bróðir Dóru var Tryggvi forsæt-
isráðherra, faðir Klemensar, fyrrv.
hagstofusfjóra og bankastjóranna
Þórhalls og Björns. Vilhjálmur var
sonur Björns, prófasts, skálds og
þjóðfundarmanns í Laufási, Hall-
dórssonar, prófasts í Sauðanesi,
Björnssonar, prófasts í Garði, Hall-
dórssonar. Móðir Vilhjálms var Sig-
ríður Einarsdóttir, b. í Saltvík á
Tjörnesi, Jónassonar, og konu hans,
Sigríðar Vigfúsdóttur. Móðir Sigríð-
ar var Kristín Sæmundsdóttir, af
Stóru-Brekkuætt, systir Halldóru,
langömmu Árna, langafa Ellerts B.
Schram ritstjóra. Móöir Theódórs
var Sigurlaug Jóhannsdóttir frá
Hamri.
Móðir Aðalsteins var Ingibjörg,
systir Þórunnar Kristbjargar, móð-
ur Bjöms Björnssonar, bankastjóra
íslandsbanka. Ingibjörg var dóttir
Sveins, verkstjóra á Akureyri, bróð-
ur Þóreyjar, móður Jónasar Péturs-
sonar, fyrrv. aiþingismanns. Bróðir
Sveins var Einar, garöyrkjustjóri
og forstöðumaður Gróðarstöðvar
Reykjavíkur. Sveinn var sonur
Helga, b. á Kristnesi í Eyjaflrði,
Pálssonar og konu hans, Kristbjarg-
ar, systur Sigríðar í Laufási, konu
Björns, prófasts og skálds.
Ása er dóttir Carls Berndsen,
kaupmanns á Skagaströnd, sem var
Guðrún Norberg.
sonur Fritz Hendrik Berndsen,
kaupmanns frá Danmörku. Móðir
Carls var Björg Sigurðardóttir.
Móðir Ásu var Steinunn Siemsen,
systir Caroline, móður Hendriks
Ottóssonar, blaðamanns og rithöf-
undar. Steinunn var dóttir Hendriks
J. Siemsen, kaupmanns í Reykjavík,
bróður Franz, sýslumanns í Hafnar-
firði. Hendrik var sonur Eduards
Siemsen, kaupmanns og norsks
konsúls í Reykjavík, frá Slésvík, og
Sigríðar Þorsteinsdóttur, lögreglu-
manns í Reykjavík, Bjarnasonar.
Móðir Steinunnar var Margrethe
Siemsen, dóttir Sörens Sörensen
Stilhng, bakarameistara í Randers á
Jótlandi.
Einar Þ. Guðjohnsen
Einar Þórður Guðjohnsen, fyrrver-
andi skrifstofustjóri og fram-
kvæmdastjóri, Skaftahlíð 8, Reykja-
vík, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Einar er fæddur á Höfn í Bakka-
firði í Norður-Múlasýslu en ólst upp
á Húsavík. Hann lauk stúdentspróíi
frá MA1942 og stundaði nám við
Háskóla íslands 1942^8 og lauk
Cand.phil. 4. júní 1943. Einar sótti
ennfremur námskeið í sænsku.
Einar var við ýmiss störf í Banda-
ríkjunum 1948-52. M.a. á skrifstofu
Eastman Kodak Stores í Seattle.
Hann vann við skrifstofustörf hjá
Metcalfe-Hamilton-Smith-Becks
Cos. á Keflavíkurílugvelh 1952-54,
skrifstofustjóri Ölgerðar Egils
Skahagrímssonar hf. 1954-56, inn-
kaupastjóri Ofnasmiðjunnar hf. í
Reykjavík 1956-66, skrifstofustjóri á
Hótel Loftleiðum hf. 1966-68, fram-
kvæmdastjóri Ferðafélags íslands
1963-75 og sem aðalstarf 1968-75,
stofnandi Útivistar og fram-
kvæmdastjóri 1975-81 og skrifstofu-
stjóri Hafrafells hf. 1981-86.
Einar hefur sinnt ýmsum félags-
ogtrúnaðarstörfum. Hann var
formaður Farfugladeildar Reykja-
víkur 1947, í stjóm Ferðafélags Is-
lands 1959-77, í stjóm Útivistar
1975-81, sótti 7 Norðurlandaþing og
17 alþjóðaþing Association Intem-
ational des Skal Clubs en þau voru
haldin á ýmsum stöðum i heimin-
um. Einar hefur verið International
Councillor fyrir Norðurlönd frá
1981, var um fjögurra ára skeið rit-
ari Skálklúbbs Reykjavíkur og
formaður Lionsklúbbsins Freys í
Reykjavíkíeittár.
Einar hefur skrifað greinar, eink-
um um feröamál, í blöð og tímarit
og hefur auk þess sent frá sér tvær
bækur um gönguleiðir á íslandi.
Einar þýddi Vegahandbókina á
ensku ásamt Pétri Karlssyni.
Fjölskylda
Einar kvæntist 26.7.1953 fyrri
konu sinni, Guðrúnu Alfonsdóttur
Guðjohnsen, f. 22.1.1930, hatta-
saumameistara og nú bankastarfs-
manni í Reykjavík, þau skildu. For-
eldrar hennar: Alfons Jónsson, f.
26.7.1898, d. 29.4.1952, lögfræðingur
á Siglufirði, og kona hans, Jenný
Stefánsdóttir, f. 7.1.1901, d. 20.4.
1987, hattasaumameistari og síöar
kaupmaður í Reykjavík.
Synir Einars og Guðrúnar: Björn
Jóhann, f. 8.3.1961, vélfræðingur,
búsettur í Reykjavík; Sigurður
Kristinn, f. 27.8.1962, myndlista-
maður, búsettur í Reykjavík.
Einar kvæntist 3.Í2.1977 seinni
konu sinni, BergljótTheódórsdóttur
Líndal, f. 18.9.1934, hjúkrunarfor-
stjóra. Foreldrar hennar: Theódór
Bjömsson Líndal, f. 5.12.1898, d. 2.2.
1975, prófessor í Reykjavík, og kona
hans, Þórhildur Pálsdóttir Briem, f.
7.12.1896, d. 12.3.1991, húsfreyja.
Systkini Einars: Hahdóra Mar-
grét, f. 28.9.1920, húsmóðir; Stefán
Sveinbjöm, f. 18.9.1924, húsasmíöa-
meistari, búsettur í Bandaríkjun-
um; Pétur, f. 8.11.1927, stýrimaður;
Þóra Ása, f. 17.3.1930, húsmóðir;
BaldurÁsgeir, f. 17.8.1932, bygging-
arfræðingur, búsettur í Bandaríkj-
unum.
Foreldrar Einars vom Sveinbjörn
Einar Þ. Guðjohnsen.
Guðjohnsen, f. 14.3.1873, d. 14.7.
1939, sparisjóðsstjóri á Húsavík, og
kona hans, Guörún Hallgerður Eyj-
ólfsdóttir Guðjohnsen, f. 18.9.1897,
d. 30.5.1974, húsfreyja.
Ætt
Sveinbjöm var sonur Þórðar
Sveinbjömssonar Guðjohnsen, f.
14.9.1844, d. 16.3.1926, verslunar-
stjóra á Húsavík, en hann var síðast
búsettur í Kaupmannahöfn, og konu
hans, Halldóru Margrétar Svein-
bjömssonar Guðjohnsen, f. 18.6.
1844, d. 7.6.1881, húsfreyju á Húsa-
vík.
Guðrún Hallgerður var dóttir Ey-
jólfs Eyjólfssonar, f. 11.11.1849, d.
24.1.1918, bónda á Brekku í Breiðdal
í Suður-Múlasýslu, ogkonu hans,
Jónínu Kristúnar Ólafsdóttur, 'f.
12.8.1870, d. 12.8.1910, húsfreyju.
Guðrún Hallgerður var fósturdóttir
séra Einars Jónssonar, prófasts á
Hofi í Vopnafirði, og konu hans,
Kristínar Jakobsdóttur.
Til hamingju með afmælið 14. apríl
85 ára
60 ára
Sólheimum, Bessastaöahreppi.
Herborg Káradóttir,
Austurbergi 36, Reykjavik.
Anna Jónsdóttir,
Hörðalandi 6, Reykjavik.
Guðni Guðleifsson,
Hafnargötu 63, Keflavik.
75 ára
Dagur Óskarsson,
Skipasundi 21, Reykjavík.
70 ára
Kristin Bjarnadóttir,
Bólstaðarhlið 48, Reykjavík.
Heiga Lárusdóttir,
Urðarbraut 12, Blðnduósi.
Sœbjörg Jónsdóttir,
Kleppsvegi 50, Reykjavík.
Þórunn Steindórsdóttir,
Engimýri 9, Akureyri.
Ester Olsen,
Holtsgötu 6, Sandgerði.
50 ára
Hugrún Björk Þorkelsdóttir,
Vatni, Haukadaishreppi.
Bryndís Þorsteinsdóttir,
Hraunbæ 28, Reykjavik.
Sverrir Jónsson, birgöavörður hjá
Kópavogsbæ,
Sæbólsbraut 26, Kópavogi.
Hann er að heiman.
Jytte Frínuinnsson,
40 ára
Ámundi Grétar Jónsson,
Húnabraut 25, Blönduósi.
Guðmundur Rúnar Sveinsson,
Reynimel 82, Reykjavik.
Sólveig Steingrimsdótttir,
Háaleitisbraut 123, Reykjavík.
Örn Gíslason,
Hvammstangabraut 37, Hvammstanga.
Alberta Tulinius,
Koltröð 26, Egilsstöðum.
Jóna Björg Sætran,
Kögurseli 23, Reykjavik.
Magnús Bjöm Jónsson,
Sunnuvegi 1, Skagaströnd.
Meiming
Fróðleg innsýn
í réttarfarssögu
Meðal einkenna sagnfræðiritunar á síðustu árum er að hún er fjarri
því að vera í sama mæli og áður saga höfðingja og kónga. Athygli sagn-
fræðinga nú beinist oft á tíðum ekki síður að kjörum alþýðu manna. Dr.
Gísli Ágúst Gunnlaugsson hefur áður sýnt þeim þætti sögunnar áhuga,
sbr. rit hans, Ómagar og utangarðsfólk, sem íjallaði um fátækramál
Reykjavíkur á tímabilinu 1786 til 1907.
í riti því sem hér er til umfjöllun-
Bókmenntir
Gunnlaugur A. Jónsson
ar má mihi hnanna greina samúð
höfundar með alþýðu manna. Við-
fangsefni hans er að leita svara við
spurningunni: Hvað geta afbrot og
refsingar sagt okkur um íslenska
samfélagsgerð á síðari hluta 19. aldar? Meðal þess sem honum ieikur
hugur á að vita er hvort munurinn á eignamönnum og eignalausum hafi
endurspeglast í löggjöf og réttarfari þessa tímabils.
Dr. Gísh vitnar í upphafi í þau ummæli Jóns Óskars að sagnfræðin
hafl vanrækt réttarfarssögu en bendir jafnframt á að fyrri rannsóknir
um skyld efni hér á landi hafi gert litlar thraunir th aö bera niðurstöður
sínar saman við erlendar rannsóknarniðurstöður. Þar vill hann gera
bragarbót og beinir athyglinni mjög að sænskum rannsóknum. Svíþjóö
varð fyrir vahnu vegna þess að löggjöf varðandi fátækramál og vinnuhjú
var fram á 19. öld ekki ósvipuð því sem gerðist á íslandi. Sænskar rann-
sóknir hafa leitt í ljós, það sem raunar mun fæstum koma á óvart, að
afbrotamenn voru flestir af lágum stigum, oft óskilgetin börn einstæðra
kvenna. Fæstir þeirra höfðu búið við öryggi í æsku, margir höföu verið
fósturböm hjá vandalausum eða alist upp á uppeldisstofnunum. Sænskt
réttarfar á því tímaskeiði, sem hér um ræðir, undirstrikaði muninn á
þjóðfélagsstöðu húsbænda og hjúa og dró dám af viöhorfum ríkjandi
stétta.
Gísli vinnur út frá þeirri hugmynd að löggjöf endurspegli á hveijum
tima ríkjandi réttarfar, siðferðishugmyndir og þjóðfélagsviðhorf. Hins
vegar telur hann að það þjóni litlum tilgangi „að draga fortíðina fyrir
dóm“. Kenning hans er sú að afbrot á síðari hluta 19. aldar hér á landi
hafi verið dæmd eftir því hversu mjög þau viku frá viðteknum viðhorfum
samfélagsins og í hvaða mæli þau voru álitin ógna ríkjandi þjóðfélags-
gerð og hagsmunum ráðandi stétta. Langalgengasta afbrotið á umræddu
tímabili var brot gegn eignarrétti annarra manna.
Höfundur minnir á fyrri kenningar sínar um að fátækralöggjöfln hafi
m.a. haft það markmið að verja bændasamfélagið fyrir umferð umkomu-
lausra fátæklinga og að tryggja bændum nægjanlegt framboð á ódýru
vinnuafli.
Niðurstöður höfundar af samanburði við rannsóknir á afbrotum og
refsingum í Norður-Svíþjóð á síðari hluta 19. aldar eru á þá leið að margt
er þar mjög hkt. „Dómsmál í báðum löndunum benda til sterks húsbónda-
valds, friðhelgi eignarréttarins og virks félagslegs taumhalds." Meðal
þess sem reynist vera frábrugðið er sérstaklega athyglisvert að réttar-
staða ógiftra mæðra virðist hafa verið sterkari hér á landi en í Svíþjóð.
Birtist þessi sterkari staða í því að algengast var aö móðurinni væri heim-
ilað að leggja eið að því að hún hefði ekki átt samræði við aðra en lýstan
bamsfóður á getnaðartímanum þó það kæmi fyrir aö karlmönnum væri
dæmdur réttur til að sverja fyrir faðerni. í Svíþjóð var það hins vegar
reglan að karlmönnum væri dæmdur eiöur.
Mér virðist augljóst að hér sé um athyghsverða og trúverðuga rann-
sókn að ræða þar sem aldrei er hrapað að niðurstöðum. Höfundur gerir
jafnan skýran greinarmun á tilgátum og sannreyndum niðurstöðum.
Bókin er ekki löng, en byggir á mikilli vinnu þar sem prestþjónustubæk-
ur og aðrar frumheimildir hafa verið rækilega kannaðar. Tilgangur höf-
undar er ekki síst sá að benda á aðferðir og kenningar til að nálgast við-
fangsefni sem íslenskir sagnfræðingar hafa fram að þessu gefið lítinn
gaum. Bókin er sérlega læsheg og vönduð að öllum frágangi og ytra bún-
ingi.
Gísli Ágúst Gunnlaugsson. Þvi dæmist rétt að vera.
Afbrot, refsingar og íslenskt samfélag á síðari hluta 19. aldar.
Ritsafn Sagnfræðistofnunar 28, 1991.