Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1992, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992. 5 Fréttir Austurstræti 16 er til sölu. Þar voru borgarskrifstofur Reykjavíkur til húsa. Verðhugmyndir seljenda eru um 165-170 milljónir króna. Austurstræti 16 kost- ar 165-170 milljónir „Við höfum ekki sett fram ákveðið verð því að það fer nokkuð eftir þeim skilmálum sem kaupin eru gerð á,“ sagði Sverrir Kristinsson, sölustjóri hjá Eignamiðluninni, er DV spurði hann í gær um verð á húseigninni Austurstræti 16 sem fasteignasalan hefur auglýst til sölu. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér, munu verðhugmyndir seljenda vera á bihnu 165-170 milljónir króna. Það eru erfingjar Þorsteins Schvings Þorsteinssonar sem eiga fasteignina. Umrædd húseign er 2600 fermetrar að stærð. Er um að ræða kjallara, götuhæð, fjórar skrifstofu- hæðir, rishæð og turnherbergi. Þama voru m.a. borgarskrifstofur til húsa frá 1929 en þær eru nú, sem kunnugt er, að flytjast í ráðhúsið við Tjörnina. Austurstræti 16 á sér merkilega sögu. Þar reisti H.P. Möller hús 1831. Pétur Pétursson biskup eignaðist það svo 1848. Thor Jensen festi síðan kaup á því 1905 og rak þar verslun sem hann nefndi Godthaab. Það hús brann 1915 og í framhaldi af því reistu Nathan og Olsen það hús sem þar stendur nú. Lengi vel var Austurstræti 16 full- komnasta verslunar- og skrifstofu- húsnæði sem íslendingar höfðu reist. Það var til dæmis fyrsta hús á ís- landi sem búið var lyftu. Ýmsar merkar stofnanir og fyrir- tæki hafa verið þama í gegnum tíð- ina. Má þar nefna Landsbankann sem starfaði þar 1918-1924. Þá hýsir það Reykjavíkurapótek sem er elsta apótek á landinu. Það var stofnað af Bjarna Pálssyni 1750 og Þorsteinn Schveing Þorsteinsson flutti það síð- an í húsið 1930. Þess má geta að apó- tekið hefur þama leigusamning út næsta ár. „Þetta er geysilega vönduð hygg- ing,“ sagði Sverrir. „Þarna em ýms- ar vistarverur mjög skemmtilega innréttaðar og notkunarmöguleik- arnir eru óþrjótandi." -JSS Ágreiningur um aldur útfluttra hesta: Sagðir yngri en þeir eru - aldursgreining ekki óyggjandi, segja dýralæknar „Það fer ekki alltaf saman lífaldur og tannaldur hrossa. Ég dæmi eftir tannaldri, ef ekki er vitað með vissu um lífaldur," sagði Steinn Steinsson héraösdýralæknir við DV. Þess hafa verið dæmi að dýralækn- ar hafa úrskurðað útflutningshross yngri en þau em við að lesa aldur þeirra af tönnum. Eitt slíkt atvik kom upp fyrir skömmu. Hestur var seldur til Sviþjóðar. Dýralæknir hafði skoð- að hann þrisvar sinnum hér heima, þar á meðal var útflutningsskoðun, og úrskurðað að hann væri fæddur 1984. Þegar hesturinn var kominn til Svíþjóðar kom í Ijós að hann var fæddur 1981 og var því þrem árum eldri en hann var sagður í uppruna- vottorði sem fylgdi honum út. Kaup- andinn lét tvo dýralækna í Svíþjóð aldursgreina þennan sama hest. Ur- skurður þeirra var á þann veg að hesturinn gæti alls ekki verið eldri en níu vetra eftir tönnunum að dæma. Staðreyndin er samt sú að hesturinn er fæddur 1981 og hefur sá aöili, sem hesturinn er fæddur hjá hér heima, staðfest það við DV. Nýi eigandinn í Svíþjóð var að vonum óhress meö þessa þróun mála. En þar sem hann var ánægður með hestinn að öðra leyti ákvað hann að láta kyrrt hggja. Einnig er þekkt nýlegt dæmi um 8 vetra hryssu úr Skagafirði sem keypt var til Hafnarfjarðar. Tveir dýra- læknar skoðuðu hana og fullyrtu báðir að samkvæmt tönnum væri hún aðeins 6 vetra. „Það eru margar ástæður fyrir þessu," sagði Helgi Sigurðsson dýra- læknir. „Tennur hrossa shtna minila ef þau ganga á grösugu landi þar sem lítih sandur er. Þá geta þær gefið th kynna að þau séu yngri en þau raun- verulega em. Það fer einnig mikið eftir halla tannanna hversu mikið þær shtna. Loks getur hestur verið með skakkt bit, þannig aö ekki er sama hvorum megin er htið upp í hann. Þessi fræði em því ekkert hundrað prósent örugg. En það má búast við að þetta kerfi verði nákvæmara í framtíðinni. Stöðugt er að færast 1 vöxt að folöld eða veturgömul trippi séu frost- merkt. Þar er aldurinn skráður á óyggjandi hátt og er því hægt að bera hann saman við tannaldur viðkom- andi hrossa. Af þeim niðurstöðum mætti síðan draga lærdóm sem gerði þetta aldursgreiningakerfi nákvæm- ara en nú er.“ Pósturogsími: Ekki rétt að símtöl hækki „Það er ekkert th í því að gjaldskrá fyrir innanlandssamtöl verði bráð- lega hækkuð um 23 prósent," segir Kristján Indriðason, aöstoðarfram- kvæmdastjóri Pósts og síma. For- stjóri bandaríska fyrirtækisins Int- ernational Discount Telecommuni- cations, IDT, varaði viö þessari hækkun í bréfi th DV. Sagði forstjór- inn að Póstur og sími ætlaði sér að verða samkeppnisfær við fyrirtæki hans um ódýr milhlandasamtöl og myndi líklega hækka gjaldskrá fyrir innanlandssamtöl á móti. Kristján bendir á að tekin hafi ver- ið ákvörðun um lækkun á gjaldskrá fyrir mhlhandasamtöl árið 1990. Hún hafi komið í framkvæmd með nætur- taxta. „En verulegar greiðslur okkar í ríkissjóð auka ekki svigrúm okkar th lækkunar. í fyrra greiddum við 550 milljónir í ríkissjóð en í ár greið- um við 940 mhljónir." Póstur og sími bendir á að fyrir ahan þorra landsmanna séu milli- landasamtöl samkvæmt gjaldsrká fyrirtækisins fyllhega samkeppnis- fær við símtöl sem fara í gegnum bandaríska fyrirtækið. -IBS „Heart 2 Heart“ frumflytja lagið Nei eða já Dansleikur til kl. 3.00 Sannkölluð Eurovisionstemmning Laugartí. 2. maí, laugard. 9. maí Tamla Motown Soul Party Presenting The Fabulous Sound of the Supremes Supremes eiga fjöldann allan af „topp" lögum sem setið hafa i sæti vinsaelda- lista Bandaríkjanna svo vikum og mánuðum skiptir. Topplögin eru eftirfarandi: Baby Love, Stop in the Name of Love, You Keep Me Hanging on, I Hear a Symphony, There Is no Stopping Us now, Where Did Your Love Go, Back in My Arms again, Come See about Me, Love Is here and now You're Gone, Someday We’ll Be together, Yoy Can't Hurry Love, The Happening, Love- child, Qupit. oRTIL FORT/o ÍSLENSKIR TONAR M* Móeiður Júniusdóttir Pétur Kristjánsson Berglind Björk Jónasd. Sigrún Eva Armannsd. 1 5. og 1 6. maí. DR. HOOK Ein alvinsælasta hljómsveit sem til landsins hefur komið Hver man ekki eftir: Sylvia's Mother, The Cover of the Rolling Stones, Only Sixteen, Walk Right in, Sharing the Night together, When You’re in Love with a Beautiful Woman, Sexy Eyes, Sweetest of All, o.fl. o.fl. FEGURÐARSAMKEPPNIÍSLANDS 1992 22. apríl 18 stúlkur keppa til úrslita. Þetta er glæsilegasta kvöld sem Hótel Island býður upp á. Borðapantanir hafnar. Hljómsveitin Stjórnin leikur fyrir dansi ailar helgar Sýningar á heimsmælikvarða á Hótel íslandi Staður með stíl Miðasala og borðapantanir í síma 687111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.