Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992. Fréttir Hagkvæmt að fækka mjólkurbúum um meira en helming: Arlegur sparnaður yrði á fjórða hundrað milljónir - sjö manna nefnd vill verja 450 mílljónum úr buddu neytenda til úreldingar FækM mjólkurbúum á landinu um átta má gera ráð fyrir að spamaður- inn í mjólkuriðnaðinum geti orðiö eitthvað á fjóröa hundrað miiljónir á ári. Alls eru nú starfrækt 15 mjólk- ursamlög á landinu og hefur þeim fjölgað um fimm frá því á sjötta ára- tugnum. Spamaðurinn samsvarar um 5 til 6 prósentum af heildar- vinnslu- og flutningskostnaði mjólk- ur. Að sama skapi mætti fækka störf- um í greininni um 15 prósent. Á síð- asta ári vom alls unnin 587 ársverk í mjólkuriðnaðinum, þar af 354 í Reykjavík og á Selfossi. Að Búðardal undanskildum er mjólkuriðnaður- inn hvergi afgerandi þáttur í at- vinnulífi einstakra byggðarlaga. Þetta em að hluta til niðurstöður nefndar sem Steingrímur J. Sigfús- son, fyrrverandi landbúnaðarráð- herra, skipaöi og skilaði áhti fyrir rúmu ári síðan. Nefndinni var ætlað að gera tillögur um hagræðingu inn- an nyólkuriðnaðarins og starfaði undir formennsku Óskars H. Gunn- arssonar, formanns Samtaka afurða- stöðva í mjólkuriðnaði. Nefndin gerði ítarlega úttekt á stöðu einstakra mjólkurbúa á land- inu. Með hjálp flókins reiknilíkans kannaði hún hvaða bú hagkvæmast væri að leggja niður. Með tilliti til byggðasjónarmiða geröi hún þó ekki tillögur um hvaða bú ætti að leggja niður. Neytendur greiða í sjóð Sjö manna nefnd hefur nú gert til- lögu um að mjólkurbúum verði gef- inn kostur á að sækja um styrk úr verðmiðlunarsjóði til úreldingar og leggja núverandi starfsemi niður. Innvegin mjólk og ársverk árið 1991 Húsavík Isaförður BlönduóSr, Sauðár- krókurm ðti faHvammstangi ?: Ip. Vopnafjörður Im Neskaupstaður & Búðardalur Borgarnes [HjÖ Reykjavík I Selfoss Innvegin mjólk samtals 105 millj./i. Ársverk samtals 587 T\, (68) 20,5 (32) I £ £ ? e i? I Q) & S co ? / / c- “O o 4? S I 3 M <4/ s § s <0 4i « Skýringar JL & Talin vera hagkvæm Undanskilin athugun Talin vera óhagkvæm (68) Arsverk 20,5 inrtvegin mjólk (millj./l.) Þess má geta að sjóðurinn er fjár- magnaður af neytendum sem greiða til hans í gegnum verð á mjólkurvör- um. Á árinu 1990 greiddu neytendur tæplega 400 milljón krónur til sjóðs- ins. Sjö manna nefnd bendir ekki á ein- stök bú sem rétt sé aö úrelda í tillög- um sínum. Verði tillaga sjö manna nefndar um breytt hiutverk verð- miðlunarsjóös samþykkt af stjórn- völdum er ekki ólíklegt að óhag- kvæmustu búin, samkvæmt áður- nefndu reiknilíkani, leggist af á næstu árum. Samkvæmt tillögu sjö manna nefndar gætu þau bú, sem sækja um úreldingastyrk á næstu tveimur árum, fengið samtals 450 miiljónir í sinn hiut. Hagkvæmt að leggja niður átta bú Reiknilíkaninu var ætlað að finna þann fjölda mjólkurbúa og þá legu þeirra sem lágmarkað gæti heildar- kostnaöinn við vinnsluna, að teknu tilliti til gildandi skipulags og flutn- inga hráefnis. Viö útreikningana voru líkaninu að mestu gefnar frjáls- ar hendur til að ákveða hvaða bú skyldi leggja niður. Mjólkurbúin á ísafirði og í Vopnafirði voru þó und- anskilin þar sem sýnt þótti að sam- göngur til þessara staða á veturna væru ótryggar. í hluta útreikning- anna var mjólkursamlag KEA einnig undanþegið hagkvæmnisútreikning- um. Útkoman úr reiknilíkaninu varð sú að hagkvæmt væri að leggja niður mjólkurbúin á Sauðárkróki, Húsa- vík, Blönduósi, Neskaupstað, Höfn, Patreksfiröi, í Borgamesi og Búðar- dal. Á núvirði myndi árlegur rekstr- arspamaður í greininni nema 200 milljón krónum á ári væru þessi bú lögð niður. Að teknu tilliti til af- skrifta á föstum kostnaði yrði sparn- aðurinn 315 milljón krónur að nú- virði. Ef öll þessi bú yrðu úrelt og sparnaður notaður til úreldingar tækiþaðeinungis2,4ár. -kaa m Björgunar áhafnar bandarísks strandgæsluskips minnst: Níu íslendingar heiðraðir Hópur skipverja af bandaríska strandgæsluskipinu Alexander Hamiiton ásamt eftirlifandi björgunarmönnum sinum um borð i varðskipi i Keflavikurhöfn. Haldið var á staðinn undan Garðskaga þar sem Alexander Hamilton varð fyrir tundurskeyti þýsks kafbáts fyrir 50 árum og sökk. DV-mynd Ægir Már Níu Islendingum vom færð heið- ursskjöl frá æðsta yfirmanni banda- rísku strandgæslunnar við hátíðlega athöfn að Hótel Loftleiðum á miö- vikudagskvöld. Þeir vom heiðraðir fyrir hetjuiega framgöngu við björg- un skipverja af bandaríska strand- gæsluskipinu Alexander Hamilton sem varð fyrir tundurskeyti skammt utan við Garöskaga 29. janúar 1942. íslendingamir vora heiðraðir í tii- efni þess að 50 ár era hðin frá björg- unarafreki þeirra. Auk heiöursskjalanna var sérstök athöfn við Garðskagavita á fimmtu- dag þar sem festur var upp minning- arskjöldur um atburðina fyrir 50 árum. Sama dag hélt hópur eftirlif- andi skipveija af Alexander Hamil- ton með varðskipi frá Keflavíkur- höfn á staðinn þar sem Alexander Hamilton varð fyrir tundurskeyti þýsks kafbáts. Fór þar fram minn- ingarathöfn um þá sem létust í árás- inni. Undirbúningur heimsóknar skip- veijanna af Alexander Hamilton hef- ur staðið frá 1990. Aðalsteinn Hall- grímsson, starfsmaður í Lóranstöð- inni á Keflavíkurvelh, las þá grein eftir fyrrverandi flotaforingja í strandgæslunni sem lifði árásina af og var bjargað um borð í íslenskan fiskibát. Er hann færði þennan at- burð í tal viö Óla Guðmundsson skip- stjóra kom í Ijós að Óh var einmitt formaður á vélbátnum Freyju frá Njarðvík sem bjargaöi flotaforingj- anum og fleiri úr áhöfn strandgæslu- skipsins. Vélbáturinn Haki frá Vog- um og Aldan frá Seyðisfirði tóku einnig þátt í björguninni. Aðalsteinn ritaði flotaforingjanum bréf og sagði honum sögu Ólaf Guð- mundssonar af björguninni. Leiðir skipbrotsmannanna og björgunar- manna þeirra lágu ekki saman eftir atburðinn og vissu því hvoragir nokkuö um hina. Eftir heimsókn eins skipveija Alexanders Hamiltons til íslands á síðasta ári var hafist handa við undirbúning heimsóknarinnar. Aðalsteinn Hahgrímsson lést í jan- úar síðasthðnum en dóttir hans, Kristín, tók við undirbúningsstarf- inu ásamt Óla Guðmundssyni. Þeir sem heiðraðir vora fyrir björg- unaraffekið fyrir 50 árum vora: Óh Guömundsson, Siguijón Stefánsson, Símon Þorsteinsson, Arni Þórarins- son, Kiemens Sæmundsson, Siginjón Sigtryggsson, Þórarinn Oddsson, Guðjón Dagbjartsson og Hákon Pét- ursson. Ekki hafðist upp á einum skipveija af Haka. AJexander Hamilton fylgdi skipa- lestum frá Bandaríkjunum áleiöistil Bretlands þar sem bresk fylgdarskip tóku við. I janúar 1942 sigldi Alex- ander Hamilton til hjáipar stjóm- lausu birgðaskipi suðaustur af ís- landi og dró það í leiðindaveðri áleið- is th Reykjavíkur. Eftir að annað dráttarskip tók við birgðaskipinu við Garðskagavita og skipverjar Alex- anders Hamhtons sáu fram á hvíld í landi eftir erfitt úthald varð skipiö fyrir tundurskeyti þýsks kafbáts. Var skipveijum, er komust lífs af, bjarg- að úr sjónum og björgunarbátum og þóttu íslensku sjómennimir sýna mikið hugrekki við björgunina með ógnir þýsks kafbáts á næsta leiti. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.