Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Page 8
8
Matgæðingur vikuimar
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992.
• Auglýsing
Vopnafjörður
Ríkissjóður leitar eftir kaupum á hentugu húsnæði
fyrir lögreglustöð á Vopnafirði og umboðsskrifstofu
sýslumanns þar, um 150-160 m2 að stærð.
Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár
og -efni, fasteigna- og brunabótamat, verðhugmynd
og áætlaðan afhendingartíma, sendist eignadeild
fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyr-
ir 20. maí 1992.
Fjármálaráðuneytið, 8. maí 1992
Til sölu fasteignir á Eskifirði og Patreksfirði
Kauptilboð óskast í eftirtaldar húseignir:
Túngötu 1, Eskifirði, neðri hæð, stærð íbúðar 283 m3, brunabóta-
mat kr. 5.165.000. Eignin verður til sýnis í samráði við Sigurð
Eiríksson, syslumann, Eskifirði, sími 97-61230.
Aðalstræti 55, Patreksfirði. Stærð hússins 848 m3, brunabótamat
er kr. 10.873.000. Húsið verður til sýnis í samráði við Stefán
Skarphéðinsson, sýslumann, sími 97-1187.
Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofangreindum aðilum og á
skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð skulu berast á
sama stað fyrir kl. 11.00 f.h. þann 21. maí 1992 merkt: „Útboð
3825/2" þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda.
INNKAUPASTOFNUIM RIKISINS
BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
SUMARBÚSTAÐAEIGENDUR
(samþykkt af Rafmagnseftirliti ríkisins)
230 V AC
200-400-700-1300 W 50 RIÐ
Framleitt í Bretlandi
Sjálfvirkur
sjónvarp, útvarp, video,
vinnuljós, rakvél, tölvur,
hleöslutæki o.fl.
Upplýsingar hjá DaEaBa þjónustunni
Jaðarsbraut 7, Akranesi, sími 93-13220
Keramik-
pottahlífar
20-50%
Opið KMe GARÐSHORN 8
alla daga
við Fossvogskirkjugarð
Simi 40500
Svartfugl í
blábeij asósu
Stefán Óskarsson, matgæðingur vikunnar.
DV-mynd Árni Árnason, Akranesi
„Útigrillið er mitt aðaláhugamál
í matargerð. Best þykir mér að
krydda kjötið sjálfur og get þá ráð-
ið hverju ég raða saman. Út úr
þessmn tilraunum hafa komið
mjög góðir réttir sem ég ber fram
með griiluðum nýjum kartöflum
og kryddsmjöri," segir matgæðing-
ur vikunnar, Stefán Óskarsson, en
hann starfar sem húsasmiður og
er trillukarl á Akranesi.
Skagamenn hafa átt dálkinn um
nokkum tíma svo það ér ekki
nokkur vafi á að þar búa margir
góðir matmenn. Stefán segir að lax
og villigæs séu í sérstöku uppá-
haldi hjá sér. Rétturinn, sem hann
býður lesendum DV aö prófa, lítur
vel út og munu margir vafalaust
reyna hann á næstu dögum. Það
er svartfugl í bláberjasósu sem
kemur af Skaganum að þessu sinni.
Uppskriftin hljóðar svo:
Það sem þarf
4 stk. svartfuglsbringur
8 beikonsneiðar
'/2 tsk. pipar
/1 lárviðarlauf
4 msk. bláberiasulta (rifsberja-
sulta) % 1 rjómi
salt eftir smekk
Svartfuglarnir teknir og stungiö
með hníf báðum megin við bringu-
beinið. Ein beikonsneiö sett hvor-
um megin á hvem fugl. Salti stráð
yfir bringurnar. Fuglarnir grillaðir
í ofni í 25 mínútur. Þá era þeir tekn-
ir og settir í pott með einum og
hálfum htra af vatni. Saltað eftir
smekk. Hálf teskeið pipar og hálft
lárviöarlauf sett í pottinn. Soðið í
eina til eina og hálfa klukkustund.
Þá em fuglarnir teknir upp úr pott-
inum og búin til sósa úr soðinu.
Fjórar matskeiðar af bláberjasultu
eða rifsberjasultu og 'A.lítri ijómi
sett saman við. Hrært vel i þar til
suðan kemur upp.
Bringurnar eru bomar fram með
soðnum kartöflum, grænum baun-
um, maísbaunum og hrásalati.
Stefán ætlar að skora á Þorstein
Ragnarsson bhkksmið og verk-
stjóra í reykhreinsivirkinu í
Gmndartanga að vera matgæðing-
ur næstu viku. „Þorsteinn er sér-
staklega hugmyndaríkur í matar-
gerð,“ sagði Stefán. Matgæðingur-
inn verður því enn um sinn búsett-
uráAkranesi. -ELA
Hinhliöin
Leiðinlegt að þrífa
- segir Gísli Felix Bjamason, markvörður Selfyssinga
Gísh Felix Bjamason, markvörð-
ur handknattleiksliðs Selfoss, hef-
ur svo sannarlega verið í eldlín-
unni eftir baráttu um íslandsmeist-
aratitilinn í handbolta. Gísh byrj-
aði að spila handbolta 10 ára gam-
all, í marki hjá KR. Hann hefur
haldið sig milli stanganna alla tíð
síðan. Hann lék með KR til 1984 en
fór þá til Danmerkur. Lék hann
með Ribe á Suður-Jótlandi í tvö ár.
Við heimkomuna tók markvarsla
hjá KR við en fyrir tveimur árum
vildu Selfyssingar fá Gísla til hðs
við sig.
„Ég tók vel í það enda langaði
mig til að skipta og breyta til. Ég
sá að þama var lið á uppleið enda
hefur það komið á daginn,“ segir
Gísli.
Þó Gísh hafi alltaf verið í marki
hefur hann skorað nokkur mörk
en ekkert jafn eftirminnilegt og
þegar hann jafnaði í leik KR og KA
fyrir tveimur árum. „Ég fór fram í
sóknina, braust í gegn og skoraði.
Slíku gleymir maður aldrei."
Gísh Felix sýnir á sér hina hhðina
í dag.
Fullt nafn: Gísh Felix Bjamason.
Fæðingardagur og ár: 18. október
1962.
Maki: Sigríður Ámadóttir.
Börn Engin.
Bifreið: Mitsubishi Lancer árgerð
1988.
Starf: Verslunarstjóri í Spörtu.
Laun: Vonandi á uppleið.
Áhugamál: Að sjálfsögðu íþróttir,
íþróttir og aftur íþróttir.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
Gisli Felix Bjarnason.
tölur í lottóinu? Eina, ég hef aöeins
spilað einu sinni.
Hvað fmnst þér skemmtilegast að
gera? Að skemmta mér í góðra vina
hópi og slappa vel af.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að umgangast frekt og yfir-
gangssamt fólk og þrífa.
Uppáhaldsmatur: Hamborgar-
hryggur að hætti móður minnar.
Uppáhaldsdrykkur: Tuborg grön.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Sigurður
Sveinsson, handknattleiksmaður
hjá Selfossi.
Uppáhaldstímarit: Mannlíf og
Heimsmynd, fer eftir efninu hveiju
sinni.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan maka? Álfheið-
ur Gísladóttir.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni? Hlynntur þrátt fyrir
efasemdir á tímabili.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Gorbatsjov.
Uppáhaldsleikari: Sigurður Sigur-
jónsson.
Uppáhaldsleikkona: Jessica Lange.
Uppáhaldssöngvari: Bono í U2.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dav-
íð Oddsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Grettir.
Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir
og góðar bíómyndir.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins hér á landi? Hlynnt-
ur.
Hver útvarpsrásanna ftnnst þér
best? Rás 2.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Þarftu
aö spyrja? Bjarni Fel, að sjálfsögðu.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Horfi jafn mikið á báöar
stöðvar.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Hættu
nú alveg. Bjami Fel!
Uppáhaldsskemmtistaður: íþrótta-
húsið á Selffossi og Casablanca.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Selfoss
ogKR.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku í
framtíðinni? Ég stefni að því að
halda góðri heilsu og að hafa gam-
an aö lífinu.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Ég fer í vikuferð til Portúgals
með Selfosshðinu á næstunni og
síðan í hálfs mánaðar sumarfrí til
Álaborgar í Danmörku.