Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992.
9
Ljósmyndurum þykja brúðir spennandi viðfangsefni. Atvinnuljósmyndar
ar 17 Ijósmyndastofa munu keppast við að taka myndina af brúði mánaö
arins í sumar en í september verður valin brúður ársins.
Brúðarmyndasamkeppni DV og Kodak:
Hver verður
brúður ársins '92?
Brúður ársins heitir ný ljós-
myndasamkeppni sem atvinnuljós-
myndarar á 17 ljósmyndastofum
víðs vegar um landið taka þátt í.
Keppnin er haldin í samvinnu DV
og Kodak-umboðsins á íslandi.
Allar brúðarmyndir teknar af at-
vinnuljósmyndara á tímabilinu frá
1. maí 1992 til 31. ágúst 1992 eru
gildar til þátttöku. Keppnin fer
fram í samvinnu við þær brúðir
sem koma til myndatöku á ein-
hverri hinna 17 ljósmyndastofa
sem hafa tilkynnt sig til þátttöku.
Til að senda mynd í keppnina þarf
ljósmyndari samþykki brúðarinn-
ar.
Keppnin fer fram í fimm hlutum.
Fyrst eru valdar brúðir hvers mán-
aöar, það er maí, júní, júlí og ág-
úst. I september verður síðan valin
brúður ársins.
Nú í maí verða þær brúðir sem
taka þátt í fyrsta áfanga keppninn-
ar kynntar. í byrjun júni verður
síðan brúður maímánaöar kynnt.
Spjallað verður við brúðina og ljós-
myndarann sem tók myndina.
Fimm manna dómnefnd skipuð
fulltrúum DV og Kodak-umboðsins
og atvinnuljósmyridarum velur
brúði hvers mánaðar og síðast
brúði ársins.
Veglegverðlaun
Vegleg verðlaun eru í boði fyrir
sigurvegara hvers mánaðar.
Brúður hvers mánaðar fær að
launum vandaða Philips mat-
vinnsluvél frá Heimilistækjum hf.
að verðmæti 13.000 krónur. Þá fær
hún einnig kaffiborð á hjólum
ásamt 6 kampavínsglösum úr krist-
al frá Tékk-kristal að .verðmæti
15.000 krónur.
Ljósmyndarinn, sem tekur vinn-
ingsmynd hvers mánaðar, fær
einnig verðlaun: 30.000 króna vöru-
úttekt hjá Hans Petersen hf.
Verðlaunin sem veitt eru brúði
ársins, sem vabn verður í setpem-
ber, eru einkar glæsileg: 28 tomma
Philips sjónvarp með Nicam-stereo
frá Heimilistækjum og Kodak
myndgeislaspilari frá Hans Peters-
en hf., alls að verðmæti 150.000
krónur. Ljósmyndarinn sem tekur
myndina af brúði ársins fær sömu
verðlaun.
Heildarverðmæti vinninga er 532
þúsund krónur.
Þær ljósmyndastofur sem taka
þátt í ljósmyndasamkeppninni
Brúður ársins eru:
Vestfirðir:
Ljósmyndastofan Myndás,
Aðalstræti 33, ísaf.
Akureyri:
Ljósmyndastofa Páls,
Skipagötu 8.
Ljósmyndastofan Noröurmynd,
Glerárgötu 20.
Húsavík:
Ljósmyndastofa Péturs,
Stóragarði 25.
Suðurnes:
Ljósmyndastofa Suðurnesja,
Hafnargötu 79, Kef.
Ljósmyndastofan Nýmynd,
Hafnargötu 90, Kef.
Austfirðir:
Ljósmyndastofa Jóhönnu Valg.
Arnbjörnsdóttur,
Bjamamesi 1, Höfn.
Vesturland:
Ljósmyndastofa Akraness,
Skólabraut 9.
Hafnarfjörður:
Ljósmyndastofan Mynd,
Trönuhrauni 8.
Reykjavík:
Ljósmyndastofa Sigríðar Bac-
hmann,
Garðastræti 17.
Ljósmyndastofa Þóris,
Rauðarárstíg 20.
Svipmyndir,
Hverfisgötu 18.
Ljósmyndarinn,
Jóhannes Long,
Þarabakka 3.
Ljósmyndastofa Gunnars Ingi-
marssonar,
Suðurveri, Stigahlíð 45.
Ljósmyndastofan Nærmynd,
Laugavegi 178.
Stúdíó 76,
Síðumúla 22.
Ljósmyndir Rutar,
Grensásvegi 11.
-hlh
Nú um helgina verður
stórsýning á Nissan
bílum frá kl, 14-17
á fjórum stöðum á
landinu, Sigurði
Valdimarssyni
Akureyri, íþróttahúsinu
Frábær verð
Verðdæmi: Nissan
Sunny stallbakur SLX
1600 cc 4ra dyra
16 ventla vél,
4ra þrepa sjálfskipting,
aflstýri, samlæsingar á
rafdrifnar rúður, upphituð sæti
□g margt, margt fleira
Staðgreiðsluverð er kr. 1.014.000
Sauðárkróki,
Bílakringlunni Keflavík
og að Sævarhöfða 2
Reykjavík. Á Akureyri
verður t.d. boðið
uppá reynsluakstur
Nissan Patrol diesel
ilNISSAN