Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Page 14
14
LAUGARDAGUR 9. MAl 1992.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91)63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Ótíðindi sögumanns
Ef Morgunblaðið og siðanefnd Blaðamannafélagsins
væru ráðandi öfl í Kaliforníu, hefði ekki verið sýnd í
sjónvarpi mynd af barsmíðum, sem Rodney King hlaut
af hálfu lögreglumanna. Ofbeldið hefði ekki komizt í
hámæli og engan hefði þurft að sýkna af því.
í heimi hræsninnar, Morgunblaðsins og siðanefndar-
innar er talin ástæða til að átelja, að flölmiðlar skuli
hafa myndað og hljóðritað, þegar barnaverndarnefnd
og lögregla gerðu aðfór að ellefu ára dreng í Sandgerði
og handtóku hann með valdi fyrir alls engar sakir.
í þessum heimi hræsninnar kemur Morgunblaðið
fram sem umboðsmaður barnaverndaryfirvalda, enda
eru bæði ný og söguleg persónutengsli þar á milli. Af
þessum ástæðum segir blaðið ekki frá mistökum slíkra
yíirvalda, nema það sé í Tyrklandi eða Rúmeníu.
Þegar barnaverndarnefndir og lögregla handtaka ell-
efu ára dreng með þeim hætti, sem varð í Sandgerði,
er nauðsynlegt að fjölmiðlar sýni á ljóslifandi hátt, hví-
lík vanvirða er á ferðinni. Ef þeir gera það ekki, er
hætt við, að fólk haldi, að allt sé með felldu.
Það er ekki nýtt, að barnaverndarnefndir lendi í
afglöpum af þessu tagi. Af kærumálum Barnavemdar-
ráðs á hendur fjölmiðlum má ráða, að framvegis verði
fréttir af slíkum afglöpum kærðar til siðanefndar Blaða-
mannafélagsins, þar sem úrskurðað verður á færibandi.
Siðanefndin er önnur stofnun, sem á langa afglapa-
sögu að baki. Blaðamaður, sem vill vinna heiðarlega að
starfi sínu samkvæmt stöðlum, sem tíðkast í löndum,
þar sem blaðamennska á bezta sögu, getur ekki tekið
mark á þessari siðanefnd, sem er út úr miðaldakú.
ísland er þjóðfélag 1 þróun. Mjög algengt er, að réttum
yfirvöldum verði á mistök í starfi, ekki síður í viðkvæm-
um málum en hversdagslegum. Það er hluti í ferli slíks
þjóðfélags, að fjölmiðlar skýri bæði í máh og myndum
frá slíkum mistökum, svo að fólk viti af þeim.
Ef opinberar stofnanir, hvort sem þær heita Barna-
vemdarráð eða Hæstiréttur eða Staðarhaldari í Viðey,
ganga fram með þeim hætti, að vakið geti undrun al-
mennings, er brýnt, að upplýsingar um slík mál hggi á
lausu, en séu ekki þaggaðar niður af öflum hræsninnar.
Bamaverndarráði og umboðsblaði þess er auðvitað
hla við, að dagblað sýni mynd af handtökuofbeldi bamá-
vemdaryfirvaids og að útvarp láti fólk heyra grát ehefu
ára drengs. En glæpurinn er ekki sögumanns frekar en
fyrri daginn, heldur skipuleggjenda verknaðarins.
Fjölmiðlum ber að láta Barnavemdarráð, Morgun-
blað og siðanefnd ekki kúga sig í slíkum málum. Samein-
uð framganga hræsnara ætti fremur að gefa íjölmiðlum
tilefni til að fylgjast betur en áður með óvönduðu starfi
sumra bamaverndarnefnda og Barnaverndarráðs.
Ekki er síður brýnt, að blaðamenn fari að gefa því
betri gætur, hver saga siðanefndar er orðin. í fleiri
málum en þessu hefur hún komið fram sem verndari
hræsninnar og kerfisins í þjóðfélaginu. Hún gat raunar
um langt skeið notað Garra Tímans sem nefndarmann.
Blaðamenn eiga hvorki að hafa reglur né lögreglu-
nefnd, sem stuðla að þögn um afglöp og aðrar uppákom-
ur einstakra þátta stjórnkerfisins. Það er arfur frá þeim
tíma, er sumir blaðamenn vildu taka þátt í flnimanns-
leik kerfisins og töldu sig meðal „heldra fólks“.
Uppákoma Bamavemdarráðs, Morgunblaðsins og
siðanefndar er nýtt dæmi um anga af gömlum vanda,
sem felst í, að sögumanni er kennt um ótíðindi.
Jónas Kristjánsson
Blóð og eldur í
borg englanna
Los Angeles er kennd við himna-
verur en borgin hefur aldrei þótt í
tölu siðaðri mannabyggða. Harð-
sviraðir glæpaflokkar annars veg-
ar og hrottafengið lögregluhð hins
vegar hafa mótaö borgarbraginn
um langan aldur. Útþenslustefna
borgarforustunnar hefur nú mynd-
að samfellda byggð tæpra níu milij-
óna manna á 5.300 ferkOómetra
svæði í 90 hverfum.
Borgaróeirðimar í Bandaríkjun-
um 1965 hófust í Watts, einu af
svertingjahverfum Los Angeles. í
síðustu viku tók svo steininn úr.
Þá urðu í suðurhverfum miðborgar
Los Angeles mestu óspektir sem
getur í sögu Bandaríkjanna. Þegar
kyrrð komst á eftir þriggja sólar-
hringa skotbardaga, brennur og
rán lá á sjötta tug manna í valnum.
Á þriðja þúsund manns höíðu slas-
ast. Handtökur voru á tíunda þús-
und. Húsbmnar töldust um 4500,
þar af voru 3700 byggingar brannar
til ösku. Tjón á tryggðum eignum
er áætlað milljarður dollara að
minnsta kosti.
Kveikjan að þessum ósköpum var
handtaka hálfþrítugs svertingja,
Rodney Glenn King, aðfaranótt 3.
mars 1991. Hann var á ferð í bíl
ásamt tveim félögum þegar lög-
reglubíll veitti eftirfór. King var á
reynslulausn eftir dóm fyrir rán
og hélt að hraöakstur yrði talinn
brot á skilorði. Svo er ekki.
Þegar hann gafst upp á undan-
komutilraun og stöðvaði bíhnn var
kominn á vettvang skari lögreglu-
bíla og lögregluþyrla sveimaði yfir.
Við bjarmann af ljóskastara henn-
ar festi nágranni það sem á eftir fór
á myndband.
Þegar King kom út út bílnum var
hann felldur með tveim raflostum
úr lömunarbyssu lögreglunnar.
Síðan gengu fjórir lögreglumenn í
skrokk á honum. Myndbandið nær
yfir 81 sekúndu og á þeim tíma era
King greidd 56 högg með tveggja
feta gegnheilum álkylfum. Sex
fótaspörk era látin fylgja. Meðan á
þessari misþyrmingu fjórmenning-
anna stendur eru nítján aðrir lög-
reglumenn á vettvangi og gera ekk-
ert til að halda aftur af félögum
sínum.
Áverkar, sem King sætti, reynd-
ust í samræmi við meðferðina á
honum. Auk þess að hafa hlotið
margfold mör, rispur og skurði var
hann með ökklabrot, sprungu í
kinnbeini, ellefu áverka á'bein í
höfuðkúpubotni, alvarlega áverka
á taugum í andhti og mikinn heila-
hristing.
Undir forastu Daryls F. Gates,
lögreglustjóra í Los Ángeles síðan
1978, reyndi lögreglan aö eyða mál-
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
inu, lögregluskýrslur drógu fjöður
yfir þaö sem gerst hafði og Paul
King var gerður afturreka þegar
hann reyndi að koma á framfæri
kvörtun yfir meðferðinni á bróður
sínum.
En á slíku var ekki stætt eftir að
sjónvarpsstöð sýndi myndbandiö
adf misþyrmingunni. Þaö fór um öll
Bandaríkin og síðan heiminn. í ljós
komu afrit af fjarskiptum lögreglu
aöfaranótt 3. mars þar sem ein-
kennisbúnu ofbeldismennirnir
hælast um, hafa atburöinn í flimt-
ingum og viðhafa verstu slangur-
yrði kynþáttahatara um fórnar-
lambið.
Niðurstaðan var málshöfðun á
hendur barsmíðamönnunum fiór-
um og rannsókn á framgöngu lög-
reglu Los Angeles og ástandinu
innan hðsins. Úrslit málsóknarinn-
ar, sýknudómur í málum lögreglu-
mannanna fiögurra, var neistinn
sem kveikti í púðurtunnunni Los
Angeles.
Sýknudómurinn var fenginn með
því að flytja málareksturinn af
vettvangi, borginni Los Angeles
sjálfri, í aðra og ólíka lögsögu. Fyr-
ir valinu varð útborgin Simi Val-
ley, nær einvörðungu byggð hvít-
um mönnum, þar sem lögreglu-
menn frá Los Angeles eru fiöl-
mennir. Kviðdómur valinn úr þess-
um hópi var ekki lengi að komast
aö þeirri niðurstöðu að meðferðin
á Rodney King hefði veriö lögleg í
alla staði.
Um leið og þessi dómsniðurstaða
spurðist hófust óspektir á götum
Los Angeles. Þá kom í ljós að Gates
lögreglusfióra var ekki aðeins
ósýnt um að hafa hemil á mönnum
sínum heldur reyndist hann jafn
ófær um að fást við afleiöingarnar
af verkum þeirra. Tveim klukku-
tímum eftir að árásir á vegfarend-
ur, íkveikjur og gripdeildir úr
verslunum hófust fór Gates í fiár-
öflunarkokkteh í ríkrahverfinu í
Brentwood í þágu baráttu gegn
borgarafrumkvæði í komandi
kosningum sem snýst um úrbætur
á sfiórn og skipan lögregluliðsins.
Þar talaði hann fyrir þessum mál-
stað meðan borgin brann.
Fréttamennirnir Lou Cannon og
Gary Lee frá Washington Post voru
staddir í Los Angeles og þeir segja
að lögreglan, og þá fyrst og fremst
yfirsfiórn hennar, hafi brugðist
gersamlega í öndverðu, meðan við
eitthvað varð ráðið með skaplegu
móti. Viðbrögð voru fálmkennd eða
engin, hehdarstjórn skorti og engri
áætlun eftir að fara.
Kaupmenn af kóreskum ættum,
sem urðu fyrir einna mestum
skaöa í brennum og ránum, hafa
sömu sögu að segja af lögreglu Los
Angeles. Tilkynningum þeirra og
hjálparbeiönum til lögreglu í upp-
hafi óreirðanna var ekki svo mikið
sem svarað. Fréttamenn Washing-
ton Post segja að ekki hafi verið
um að ræða löggæslu að gagni á
götum óeirðahverfanna í Los
Angeles fyrr en 40 klukkutimum
eftir að allt fór í bál og brand.
Áður en þessir síðustu atburðir
gerðust var búið að knýja Gates
lögreglustjóra til að segja af sér og
fer hann frá um mitt sumar. Rann-
sóknarnefndin, sem áður var getið,
hafði kveðið upp yfir honum þung-
an áfellisdóm fyrir að láta viðgang-
ast í lögregluliðinu ólíðandi hrotta-
skap, sérstaklega gagnvart svert-
ingjum.
Byssum er beitt að tilefnislausu
af hreinum skotlosta. Tveir lög-
reglumenn skutu á fióram sekúnd-
um tólf kúlum á Eula Mae Love,
39 ára ekkju og þriggja barna móð-
ur. Átta kúlur hæfðu. Skotmenn-
irnir réttlættu verknað sinn með
því að konan hefði haldið á kjöt-
hníf.
Áttatíu og átta lögreglumenn
voru sendir, meðal annars vopnað-
ir sleggjum og múrbijótum, í tvö
sambýhshús á horni 39. götu og
Dalton Avenue og brutu þar og
brömluðu innanstokks svo borgin
hefur þegar orðiö að greiða 3,4
mihjónir dollara í bætur.
Skýrast verður hehdarmyndin
af hegðun lögreglu Los Angeles
þegar þess er gætt að menn í henn-
ar röðum verða valdir að þrem
manndrápum á ári á hveija 1000
lögreglumenn. Næst af bandarísk-
um borgum kemst Detroit þar sem
talan er 1,2. í fátækrahverfum
borgarinnar hafa þeir sem eiga að
gæta laga og réttar hegðað sér eins
og hemámshð í óvinalandi. Upp-
skeran er eftir því.
Magnús T. Ólafsson
Fólk, grunað um gripdeildir, liggur handjárnað á malbikinu á mótum gatnanna Vermont og Martin Luther King
í Los Angeles en lögreglusveit stendur yfir þvi. Símamynd Reuter