Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992.
Skák
13 V
Bandaríkin:
Skáklistin hefur aldrei
náð verulegum vinsældum
Þrátt fyrir aö Bandaríkjamenn hafi
átt mestu skáksnillinga sögunnar,
þá Paul Morphy og Bobhy Fischer,
virðist skákin einhvem veginn
ekki eiga við bandarísku þjóðarsá-
lina. í Ameríku þurfa hlutimir að
ganga svo hratt fyrir sig að enginn
má vera að því að tefla skák.
Opna mótið í New York, sem
haldið er árlega um páskana, er
dæmigert fyrir þennan hugsunar-
hátt. Hér í eina tíð var tefld ein
skák á dag á því móti, eins og tíðk-
as't á alþjóðlegum skákmótum. Nú
em þar tefldar tvær skákir á dag
með eilítið styttum umhugsunar-
tíma og mótið stendur aðeins yfir
í fimm daga.
Með þessu breytta fyrirkomulagi
er mótið á mörkum þess að teljast
„alvörumót". T.a.m. gera reglur
FIDE ekki ráð fyrir því að mögu-
legt sé að ná áfanga að alþjóðlegum
meistaratitli ef svo stíft er teflt. ,
Engu að síður dregur mótið ævin-
lega til sín fjölda meistara frá ýms-
um löndum. Fyrstu verðlaun, tíu
þúsund Bandaríkjadalir, eða lið-
lega 600 þúsund ísl. krónur, hafa
sitt aðdráttarafl.
Fimm íslendingar voru meðal
keppenda að þessu sinni. Stór-
meistaramir Helgi Ólafsson, Jón
L. Ámason og Margeir Pétursson
og tveir Patreksfirðingar, Jökull
Kristjánsson og Amar Ingólfsson,
sem nú býr á Djúpavogi.
Þeir síðastnefndu hafa ekki al-
þjóðleg Elo-stig og heföu getað
freistað gæfunnar í flokki stiga-
lausra. Þeir ákváðu hins vegar að
tefla meðal meistaranna, að vík-
ingasið, og óhætt er að segja að
þeir höfðu árangur sem erfiði. Báð-
ir fengu 3,5 vinninga úr sjö skákum
og andstæðingar Amars höfðu allir
frá 2300-2400 Elo stig. Meö frammi-
stöðu sinni er því líklegt að Amar
fái nafnið sitt skráð á alþjóðlega
Elo-stiga listann. Þeir félagar komu
degi of seint á mótið og fengu bókað
jafntefli í fyrstu umferð og vegna
misskilnings mættu þeir ekki í eina
morgunumferðina. Þeir tefldu því
ekki nema sjö skákir en alls voru
tefldar níu umferðir á mótinu.
íslensku stórmeistaramir náðu
heldur ekki verðlaunasætum. Jón
fékk 6 vinninga og Helgi og Mar-
geir 5 vinninga eftir töp í síðustu
umferð. Það var þýski stórmeist-
amn Eric Lobron sem kom, sá og
sigraði. Hann hlaut 7,5 vinninga en
jafnir í 2.-7. sæti vom Fedorowicz
og Braude, Bandaríkjunum, Igor
Ivanov, Kanada, Zapata, Kólumb-
íu, Shneider, Rússlandi og Ehlvest,
Eistlandi, sem allir fengu 7 vinn-
inga.
Ævintýraleg
endatöfl
Óhætt er að segja að verulega
reyni á þolrifin að tefla í slíku
móti þar sem tvær skákir em tefld-
ar á dag. Tímamörkin em fyrst við
30. leik (90 mínútur á keppanda),
síðan við 50. leik (60 mínútur til
viðbótar á keppenda) og loks er
klukkustund á mann til að ljúka
skákinni. Hver skák getur lengst
staðið 1 sjö klukkustundir og skák-
maðurinn getur því setið að tafli í
14 stundir á dag!
Ég lenti í þeim ósköpum á mótinu
að þurfa að bjarga „langlokum"
sama daginn. Fyrst gegn stórmeist-
Þó svo að Bandaríkjamenn hafi átt afburða skáksnillinga á borð við Bobby Fischer hefur skáklistin ekki náð
mjög miklum vinsældum þar vestra.
Umsjón
Jón L. Árnason
aranum Alexander Shneider, sem
ég tapaði eftir 65 leikja erfiða skák,
og síðan við annan rússneskan
Alexander, Panchenko, en þar
tókst mér aö bjarga tapaðri skák í
jafntefli eftir yfir 120 leikja tafl-
mennsku! Þann daginn sat ég að
tafli í 14 stundir. Ég átti fjórar lang-
ar skákir á mótinu en get ekki
kvartað yfir árangrinum: Mér tókst
að bjarga þremur töpuðum enda-
töflum og meira að segja að vinna
eitt þeirra á ævintýralegan hátt.
Sjáið fyrst lokin á skák minni við
bandaríska stórmeistarann Roman
Dzindzihashvili sem hafði hvítt og
átti leik í þessari stöðu:
Ef hvítur leikur í þessari stöðu
53. Bf3 er hætt við að svartur eigi
ekki langa lífdaga fyrir höndum.
Svarta a-peðið er dæmt til að falla
og 53. - Rfl og hirða h-peðið tekur
allt of langan tíma. En Dzindzi var
of bráður á sér:
53. Kb5? Rd5 54. Bf3 Rc3+ 55. Kxa5
Ke5 56. Bc6 Kf5 57. Bf3 Ke5 58. Kb4
Rxa4! 59. Kxa4 Kd4
Þessi staða er jafhtefli en ekki
skeikar nema einu „tempói".
60. Bc6 Ke3 61. Be8 h4! 62. g4
Ef 62. gxh4 Kf4 63. Bxg6 Kg4 64.
h5 Kg5 og kóngurinn kemst í veg
fyrir h-peðið og hreiðrar um sig í
horninu. Vörn svarts byggir á
þessu þema: Biskup og jaðarpeð
gegn kóngi geta ekki unnið ef bisk-
upinn valdar ekki uppkomureit
peðsins.
62. - Kf3!
Eini leikurinn. Ef 62. - g5? fær
hvítur „tempóið" sem hann vantar:
63. Kb4 Kf3 64. Bd7 Kg2 65. Kc4
Kxh2 66. Kd4 Kg3 67. Ke5 h3 68. Kf5
h2 69. Bc6 og hvítur vinnur.
63. Kb4 h3!
Svartur verður að tefla hámá-
kvæmt. Ef 63. - Kxg4? 64. Bd7 +
Kf4 65. h3 g5 66. Bg4! og nú vinnur
hvítur! Svartur lendir fyrr eða síð-
ar í pattstöðu á h8 og neyðist til að
leika g5-g4, sem hvítur svarar með
h3xg4 og kemur peðinu sínu í verð.
64. Bd7 Kg2! 65. Kc4 Kxh2 66. Kd4
Kg3
Og jafntefli samið því að eftir 67.
Ke3 g5 68. Ke2 er ekkert að hafa í
stöðunni.
í sjöundu umferð skall aftur hurð
nærri hælum er ég tefldi við Panc-
henko. Eftir fleiri en ein mistök af
minni hálfu kom fram staða þar
sem hann hafði hrók og flmm peð
gegn tveimur biskupum mínum og
tveimur peöum. Endataflið var
gjörtapað því að biskupamir máttu
sín lítfls gegn peðakeðjunni. En aft-
ur var andstæöingur minn of veið-
bráður. Hann gaf mér kost á að
gefa annan biskupinn fyrir tvö peð
og loks örlaði á vonarneista, þótt
taflið væri enn „fræðilega séð“ tap-
að.
Þessi staða kom upp eftir 83 leiki.
Panchenko, með hvítt, átti leik:
Hvítur á vinningsstöðu en til að
vinna skákina þarf hann talsveröar
tilfæringar. Sigurleiðin byggist á
því að koma kónginum til c6, án
þess að hleypa svarta kónginum í
homið. Til þess þarf hann að nota
a5-reitinn fyrir kónginn. T.d. með
hrók á b5, að leika á réttu augna-
bliki Ka5-b4. Þetta er hægt en er
afar vandasamt.
Andstæðingur minn þreifaði fyr-
ir sér en tókst ekki að koma þessu
í kring. Tuttugu og fjórum leikjum
síðar brast hann loks þolinmæðina
er sama staða var aftur komin
fram...
107. a5?
Þungu fargi var af mér létt. Nú
getur hvítur ekki unnið lengur.
107. - Bf2 108. Hf7 Bgl 109. Hb8+
Kc7110. Kb5 Kb7111. Hf7+ Kb8112.
Kc6 Be3 113. a6 Bgl 114. Hg7 Be3
115. Hb7+ Ka8116. Hg7 Kb8 117. Hf7
Bgl 118. a7+ Ka8!
Síðasta gildran er 118. - Bxa7??
119. Hf8 mát! Nú er staðan jafn-
tefli. Svartur leikur næst 119. -
Bxa7 og hvítur fær ekki hrakið
svarta kónginn úr hominu. Eftir
allmarga leiki til viðbótar féllst
andstæðingurminnloksájafntefli.'
Heilladísimar vom mér einnig
hliðhollar í skák minni við Banda-
ríkjamanninn Cherniack í síðustu
umferð. Sannast sagna kom það
mér verulega á óvart hve Banda-
ríkjamaðurinn tefldi vel í skákinni.
Er fór að syrta í álinn bauð ég hon-
um jafntefli en hann lét það sem
vind um eyru þjóta. Ég tók það þá
til bragðs að fóma manni fyrir tvö
peð en framkvæðið var skammlíft.
Annað peðið féll tfl baka og mót-
herjinn skipti af öryggi í unnið
endatafl.
Eftir 35 leiki var þessi staða á
borðinu. Ég hafði hvítt og átti leik:
Staðan er vonlaus ef ég vík
drottningunni undan en nú kvikn-
aði vonarneisti...
36. Dxc5 Rxc5 37. g5!
Þessi staða vakti mikla athygli
viðstaddra enda ekki á hverjum
degi sem fjögur peð telja sig jafnoka
þriggja peða og riddara!
Andstæðingur minn, sem senni-
lega hafði búist viö uppgjöf minni
á hverri stundu, tók nú að ókyrrast
því að nú mátti hann gæta sín.
Ekki gengur t.d. 37. - hxg5? 38. f6
og nú 38. - gxfB 39. h6, eða 38. - Re6
39. fxg7 Rxg7 40. h6! og ný hvít
drottning er í sjónmáli. Annar
vondur leikur er 37. - Rd7? 38. e6
fxe6 39. fxe6 og aftur getur svartur
ekki hindrað að hvítur veki upp
drottningu.
Eftir langa umhugsun lék svart-
ur...
37. - Re6?
... því að eftir 38. fxe6 fxe6 kemst
svarti kóngurinn fyrr eða síðar til
d5 og peðsendataflið er unnið. En
hvítur er ekki svo samvinnuþýður.
Vinningsleikurinn er 37. - Re4!
og þá er sama hvemig hvitur fer
að. T.d. 38. f6 gxf6 39. gxh6 Rg5 og
vinnur, eða 39. g6 fxg6 40. hxg6 fxe5
41. g7 Rf6 og aftur nær svartur að
stöðva peðin.
38. g6! Rd8 39. f6! Re6 40. fxg7 Rxg7
41. gxf7 Re6 42. Kc2 Kb6 43. Kd3 Kc6
Eða 43. - Kc5 44. Ke4 Rg5+ 45.
KÍ5 Rxf7 46. Kf6 Rxe5 47. Kxe5 Kc4
48. Kf5 Kd3 49. Kg6 Kc2 50. b3 Kb2
51. Kxh6 Kxa2 52. Kg5 a4 53. bxa4
og jafntefli.
44. Kc4
Staðan er nú jafntefli, t.d. eftir 44.
- RfB 45. Kd4 Re6+ 46. Kc4 o.s.frv.
En andstæðingur minn var auðvit-
að ekki ánægður meö það að ég
skyldi sleppa svo auðveldlega. Því
gerir hann síðustu „vinningstfl-
raunina".
44. - Kd7? 45. Kb5 Ke7 46. Kxa5 Rf4
47. Kxb4 Rxh5 48. a4! Rf4 49. a5! h5
50. a6 Re6 51. a7 Rc7 52. Kc5 h4 53.
Kc6 Ra8 54. Kb7 h3 55. Kxa8 h2 56.
Kb8 hl=D 57. b8=D
Nú má ljóst vera að svartur hafði
ekki reiknað sem nákvæmast.
■Tlvítur vinnur létt.
57. - Del 58. Da7+ KÍ8 59. Dc5+
Kxf7 60. b4 Dhl 61. b5 Dh8+ 62. Ka7
Dhl 63. Dc7+ Kf8 64. Dc8+
Og svartur gafst upp.