Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 1992. Fréttir Sértekjur Ríkisspítalanna: Sértekjur vegna barna- lækninga jukust um 2050% - milli fyrstu fímm mánaða áranna 1991 og 1992 í nýútkominni greinargerð um fjárhagsstöðu Ríkisspítalanna kem- ur fram að sértekjur ýmissa greina hafa stóraukist þegar fyrstu fimm mánuðir ársins eru bomir saman við sama tíma í fyrra. Mest er aukningin í bamalækningum, eða úr 407 þús- und krónum í 8,7 milljónir króna. Aukningin nemur 2050%. Skýringin er einkum vegna nýrrar gjaldtöku á heimsóknum til lækna og sérfræð- inga. I kvenlækningum hafa sértekjur aukist um 67%, 78% í lyflækningum og 30% í lungnalækningum. í svæf- inga- og gjörgæslulækningum feng- ust 750 þúsund krónur í sértækjur frá janúar til maí en þær voru engar á sama tíma í fyrra. Leigutekjur af starfsmannabústöð- um stjómunarsviðs jukust úr 504 Samanburður á sértekjum ýmissa greina Ríkisspítalanna - janúar til maí 1991 og 1992 í millj, króna Meinefnafræði Meinafræði Stoðd. stjórnunarsv. Barnaheimili Lungnalækningar P Kvenlækningar Lyflækningar Barnalækningar ■■■■ ■ 92 @91 20 —r— 30 40 50 uv þúsund krónum í rúmlega 1,7 millj- ónir króna en það er 245% aukning. Mesta minnkun sértekna var vegna meinafræðinnar, eða úr 48,2. milljónum í fyrra niður í 32 milljónir fyrstu fimm mánuði þessa árs. Hér er einkum átt við Rannsóknastöð Háskólans í meinafræðum. Ofangreindar læknagreinar eiga það sammerkt að hafa sparað í heild- arrekstri 6-8% milh fyrstu fimm mánaða áranna ’91 og ’92. Hins vegar hefur rekstur meinafræðinnar auk- ist um 830%. Barnaheimili Ríkisspít- alanna hafa í heild sparað um 31% á þessum mánuðum, úr 23,6 milljónum niður í 16,2. Tekist hefur að spara í rekstrarviðhaldi spítalanna um 73%. Helstu breytingar sértekna má sjá á meðfylgjandi súluriti. -bjb ÞóxhaHur Ásmtmdsson, DV, NL vestra; „Það er ekki annað að sjá en æöarvarpið veröi helmingi minna núna en í meðalári. Koll- urnar eru fáar miðað við bhkana - þeir voru margir um sömu koll- una,“ sagði Óskar Kristinsson, Seljanesi i Árneshreppi á Strönd- um í samtali við DV. Æðarfuglsstofninn í Stranda- sýslu varð fyrir miklum skakka- föhum í sjávarmegnun á síöasta sumri. „Miðað viö talningu dauðra fugla og ágiskun okkar var aöeins útíit fyrir aö 20-30% varpfuglsins lifði þetta af. Það hefur hins vegar ekki reynst svo slæmt,“ sagði Óskar. Æðardúnn þeirra Seljanes- manna nam 60 kg á siðasta vori en verður liklega um 30 kg núna. Haukur Vilbertsson er þúsundþjalasmiður á Seyðisfirði sem skreytir garð- inn sinn með gömlum uppgerðum hlutum. Nú er það gamla Farmall-dráttar- vélin sem á hug hans allan. DV-mynd GVA Garður þúsundþjalasmiðs: Seyðf irðingar reka upp stór augu og hlæja - maður hlær bara á móti, segir Haukur Vilbertsson „Seyðfirðingar reka upp stór augu og hlæja þegar þeir sjá mig vera að bjástra við þetta gamla dót. Þá hlær maður bara á móti. Þetta er alveg dásamlegur staður að búa á,“ segir Haukur VUbertsson, en hann fluttí. frá Reykjavík til Seyðisfjarðar ásamt fjölskyldu sinni fyrir þremur árum. Haukur er vörubílstjóri og gröfu- maður á Seyðisfirði. Hann kveðst ekkert hafa vitað um Seyðisfjörð né séð myndir af staðnum þegar honum bauðst þar vinna um miðjan vetrn-. Aðkomuna segir hann hafa verið hrikalega. Myrkur og fjöll og heiðin hálfófær. Hann segist hins vegar ekki sjá eftir neinu því nú vilji hann hvergi annars staðar búa. Frístundimar notar Haukur til að lagfæra gamla hluti sem hann finnur í bænum og í nágrenni hans. Garður- inn fyrir framan húsið hans ber þessa glöggt merki og vekur athygh vegfarenda og jafnvel hlátur. Tundurduflum úr kafbátagirðingu hefur verið breytt í blómaker og í brynningarskálum nautgripa hefur hann komið fyrir fallegum sumar- plöntum. Garðurinn er upplýstur með raftengdum netakúlum og í garðshominu er forkunnarfogur kolaeldavél. Á túninu má sjá forn- eskjulegar áburðarvélar. „Núna er það gamla Farmah-drátt- arvélin sem á hug minn allan. Þetta er 11 hestafla vél 1947, fjögurra cyl- indra bensínvél og á original dekkj- um. Ég er svona að leggja síðustu hönd á verkið. Æth ég starti henni ekki um helgina. Þetta er kostagrip- ur,“ segir þúsundþjalasmiðurinn meðbrosávör. -kaa í dag mælir Dagfari________________________ Kratar fallast í f aðma Menn hafa verið að rýna í flokks- samþykktir kratanna eftir flokks- þingið sem þeir héldu. Þetta átti að vera tímamótaþing þar sem hlut- imir yrðu gerðir upp. Jón Baldvin vildi láta sverfa til stáls gagnvart Jóhönnu og 'Jóhanna vhdi láta flokkinn taka afstöðu til stóm mál- anna og öh hékk forystan á blá- þræði sögðu allir, eftir hvað flokks- þingiö mundi álykta. Jóhanna ætl- aði að taka ákvörðim um hvort hún gæfi kost á sér sem formaður með hhðsjón af málefnum og Jón Bald- vin ætlaði að láta á það reyna hvort menn vUdu hann sem formann með hhðsjón af málefnum og jafn- vel Guðmundur Ámi, sem sífeUt var að gefa í skyn aö hann væri hugsanlega í framboöi, lét þaö ráð- ast af málefnum hvort hann mundi gefa kost á sér. Það vom sem sagt allir tU í slaginn með hhðsjón af málefnum og þess vegna beið þjóð- in á öndinni eftir því hverjar lyktir yrðu 1 málefnum flokksþingsins. Það er auðvitað ekki létt verk fyrir heUa stjómmálaflokka að álykta um málefni og flokkar hafa haft það fyrir vana sinn að breiða yfir skoðanir til að halda flokkun- um saman, enda miklu meira áríð- andi að flokkar haldi saman og haldi áfram að vera til heldur en hitt hvaða málefnum þeir fylgja. Þess vegna þóttí það djarfleg ákvörðun og nýstárleg þegar tU stóð h)á krötum að láta aUt í einu málefnin ráða því hvort flokkurinn stæði saman eða hveija hann veldi sem forystumenn. Nú er þetta þing gengið yfir og allir vita aö Jón Baldvin var endur- Kjörinn og Jóhanna var endurkjör- in og Guðmundur Ami gaf ekki kost á sér og þá spyrja menn hvem- ig lyktir urðu í máíefnunum sem öUum vom svo hjartfólgin úr því allir sem áður vom í framboði vom aftur í framboði og hinir sem ekki vom í framboði vom ekki í fram- boði. Sagt er frá því aö þingstörf hafi lagst niöur um tíma meðan greitt var úr ágreiiúngsmálum og sam- komulag hafi að lokum tekist á lok- uöum fundi þeirra Jóns Baldvins og Jóhönnu. Eitthvað hafa því mál- efnin veriö á dagskrá og einhver niðurstaða hefur ömgglega fengist um málefnin, úr þvi að það þurfti að loka formanninn og varaform- anninn af tíl að skorið væri úr um málefnin. Jæja, hvað segja flokksályktan- imar? Og hvaö segja forystumenn flokksins um þær? Jóhanna Sigurðardóttir segir að niðurstaða flokksþingsins sé skýr í öUum þeim meginatriðum sem hún lagði áherslu á. Jóhanna var á móti einkavæðingu ríkisfyrir- tækja og hún segir að það hafi ver- ið samþykkt. Jón Sigurðsson segir hins vegar að hann hafi fengiö skýrt umboð til einkavæðingar. í sjávarútvegsmálum er flokkurinn einhuga um að setja á laggimar sérstaka nefnd sem á að vera flokknum tíl ráðuneytis í sjávarút- vegsmálum. Nefndin skal undirbúa sérstakan flokksfund um málið fyr- ir haustið sem hefur það verkefni að móta nýja stefnu um sjávarút- vegsmál. Þetta hvort tveggja er afar skýr málefnastefna og skiljanlegt að for- ystumennimir hafi gefið kost á sér til að framkvæma þessa stefnu. Gleggst er þó stefnan í því máh sem mest var rifist um fyrir þingið en það em málefni er varða velferðar- kerfið og þjónustugjöldin. Jóhanna hefur verið á móti þjónustugjöld- um og Jón Baldvin hefur verið með þjónustugjöldum. í ályktun um þjónustugjöldin segir: „Það er stefna jafnaðarmanna að velferðarþjónustu eigi í aðalatrið- um að fiármagna með almennri skattheimtu og að notendagjöld megi aldrei verða aðalfjármögnun- arleið í velferðarþjónustu. Þjón- ustugjöld era hins vegar aðferð til þess að beita kostnaðaraðhaldi og auka kostnaðarvitund og koma í veg fyrir sóun. Þjónustugjöld eru til þess falhn að fólk geri sér grein fyrir því að þjónusta velferðarkerf- isins er kostnaðarsöm og það eru mikU verðmæti sem velferðarkerf- ið býður fólki upp á. Reynslan sýn- ir að takmörkuð þjónustugjöld vinna gegn sóun í opinberum gjöld- um.“ Það sér hver maður að þetta er skýr málefnastefna og flokkurinn er bæði með þjónustugöldum og á móti þjónustugjöldum. Er nokkur furða þótt formaðurinn og vara- formaðurinn hafi geta gefið kost á sér við framkvæma þessi málefni? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.