Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 18. JUNÍ 1992. 11 Ástralíu, sem heftir veriö ákærð- ur fyrir nokkrar íkveikjur, þar á meðal á flugveliinum við Sydney, bar því við fyrir rétti í vikunni að honum hefði leiðst aögerðar- leysið á vaktinnl. Slökkviiiðsmaðurinn viður- kenndi að hafa kveikt eld í lofti flugstöðvarbyggingar í Sydney. Einnig gekkst hann við íkveikj- umj þjóðgarði suður af Sydney. „Ég kveikti eldana af þvi að það er svo leiöinlegt að sitja á slökkvi- stöðinni og gera ekki neitt,“ er haft eftir slökkviliðsmanninum. Saddam traust- Saddam Hussein íraksforseti er styrkari í sessi nú en fyrir einu ári, þrátt fyrir viöskiptaþvingan- ir og póltíska einangrun. Þetta kemur fram í bandariskri leyni- Skýrslu sem blaðið New York Times sagði frá í vikunni. Blaðið hafði það eftir embættis- mönnum stjórnarinnar í Was- hington að Saddam hefði haflö uppbyggingarstaríið með því að fá vörur frá Jórdaníu í trássi við viðskiptabannið og með því aö nýta leynilega varasjóði. í skýrslunni kemur fram aö Saddam væri að reyna að byggja upp herstyrk sinn og styrkja póli- tíska stöðu sína með aukinni harðstjórn og ofsóknum á hendur íbúum landsins. Svíartöpuðu milljörðum vegnafðMri ferðamanna Sviar hafa nú komist að þvi að þaö var þeim dýrkeypt að hækka álögur á ferðamannaiðnaðinn og sefja á sérstakan ferðamanna- virðisaukaskatt árið 1990. Velta feröamannaiðnaðarins milli ár- anna 1989 og 1991 minnkaði um 25 prósent og tekjutap ríkis opg sveitarfélaga var nálægt sextíu milljörðum íslenskra króna. Þessar upplýsingar koma fram S nýrri skýrslu sænska ferða- málaráðsins um ferðaraanna- þjónustuna í landinu. Benzinnhans Lennons tii sölu Hvíta Benzlimúsinan hans Johns Lennon er til sölu í London fjTirlitlarsextiu milijónirkróna. Bíllinn hefur verið í klössun hjá verksmiðjunni í Stuttgart að und- anförnu, þeirri dýrustu sem hef- ur verið gerðá Benz sem ekki er í eigu framleiðandans, og er hann nú nákvæmlega eins og Lennon vildi hann. Ferðamenní hættu í Colosse- umíRóm Eftirlætisstaður ferðamanna í Róm, Colosseum, er nú í svo mik- illi niöurnlöslu aö þaö er beinlin- is Iiættulegt aö ganga þar um vegna marmarahnullunga sem hrynja úr mannvirkinu. Hvolfþök yflr gönguleiðum og stigar inni í Colosseum hafa hrunið vegna lélegs viðhalds. Þá er það orðið svart af útblæstri blfreiðanna sem aka þar hjá á degi hveijum og titringurinn frá umferðinni er einnig farinn að segja til sín. ReuterogTT /V\vARUD GÚMMÍVINNUSTOFAN HF RETTARHALSI 2. S814008 & 91-814009 .SKIPHOLTI'35 S. 31055 UÚönd //• NORÐDEKK FRÁBÆR, SÓLUD FÓLKSBILADEKK Díana Bretaprinsessa og drottningarmóðirin sátu saman í hestvagni á veðreiöunum í Ascot í gær. Simamynd Reuter Díana og Karl saman á almannafæri 1 Ascot: Helber sýndarmennska - segja bresku flölmiðlamir um samvistimar Díana prinsessa og Karl, eiginmað- ur hennar, sáust saman í annað sinn á veðreiðunum í Ascot í gær en fjöl- miðlar voru þegar búnir að afskrifa það sem helbera sýndarmennsku. Breski ríkisarfinn og glæsileg eig- inkona hans tóku þátt í hestvagna- prósessíu og blönduðu geði við aðra kappreiðagesti í stúku konungsfjöl- skyldunnar á öörum degi veðreið- anna, hápunkti skemmtanalífs bresks fyrirfólks. Bresku dagblöðin tóku þó lítið mark á þessu meinta samlyndi þeirra hjóna, ef marka má fyrirsagnir þeirra um veru Karls og Díönu á Ascot á þriðjudag. „Konunglegur skrípaleikur," sagði í fyrirsögn slúðurblaðsins Sun um sýninguna í Ascot. Önnur blöö skýrðu frá því að enda þótt Karl og Díana hefðu yfirgefið veðhlaupabrautina saman á þriðju- dag hefðu þau farið hvort yfir í sinn bílinn fljótlega á eftir. Skýringin á því gæti hins vegar veriö sú að prins- inn átti að mæta á pólóleik en allir vita að Díana hatar þá íþrótt innilega. Andrew Morton, höfundur ævi- sögu Díönu sem hefur valdið miklu írafári aö undanfomu, skýrði frá því í gær að kvikmyndaframleiðendur í Hoflywood hefðu sett sig í samband við hann. Hugmyndin mun vera að gera framhaldsmyndaflpkk fyrir sjónvarp eftir bókinni. „Ég verð að hugsa mig vandlega iun,“ sagði Mor- ton sem hélt upp á útkomu bókarinn- ar í heimaborg sinni, Leeds, í gær. Bókin hefur selst eins og heitar lummur frá því hún kom út fyrir nokkrum dögum. Reuter NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR - BILAÞING VW Golf CL 1600, árg. '87, 4 gíra, 3 dyra, svartur, ek. 79 þús. V. 450.000 stgr. BMW 518i 1800, árg. ’88, 5 gíra, 4 dyra, steingrár, ek. 78 þús. V. 1.100.000 stgr. VW Polo 1300, árg. '91, vsk-bill, 4 gíra, 3 dyra, grænn, ek. 4 þús. V. 650.000 stgr. Range Rover Vogue V8 3S00i, árg. '87, MMC Pajero 2600, bensín, árg. '88, stuttur, MMC Pajero ’90, turbo disil, langur, sjálfsk., 5 dyra, hvitur, ek. 75 þús. V. 5 gíra, 3 dyra, hvitur, ek. 78 þús., 31" dekk, sjálfsk., 5 dyra, blár/silfur, ek. 57 þús., int- 1.800.000 stgr. grind o.fl. V. 1.080.000 stgr. ercooler. V. 2.100.000 stgr. HEKLUHUSINU LAUGAVEGI 174 SÍMAR- 695660 OG 695500 Opið virka daga kl. 9-18 - Laugardaga kl. 10-14 N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BILAR - BILAÞING

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.