Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 1992. 33 Veiðivon Leikhús Elliðaámar: Veiðin byrjar rólega „Viö fengum laxinn rétt fyrir ofan gömlu brúna og hann er 9 pund, fisk- urinn tók maökinn hjá okkur,“ sagöi Guöjón Guðmundsson en hann var við veiðar í Elliðaánum ásamt Heiðu Jóhannsdóttur er okkur bar þar að. Þessi lax, sem þau Guðjón og Heiða veiddu, var sá ellefti sem áin gaf þetta sumarið en fiskurinn var 9 pund. Veiðin fer rólega af stað í EUiðaán- um þetta sumarið og eru komnir rétt 11 laxar. Við vorum á ferðinni seinni- partinn á þriðjudaginn. Haukur Pálmason hefur veitt þann stærsta ennþá og fiskinn fékk Hauk- ur á fluguna Þingeying á Breiðunni. Þetta er eini laxinn á flugu ennþá, allir hinir hafa veiðst á maökinn. Það eru veiðistaðirnir Breiðan, Skáfoss og Fossinn sem hafa gefið þessa laxa meðal annarra veiðistaða. Þegar við vorum á ferðinni höfðu farið í gegnum teljarann 44 laxar en það var sama tala upp á fisk og á sama degi í fyrra. Lax var að ganga í ána þegar við vorum á ferðinni en ekki mikið magn. En laxamir sem voru á ferð- inni voru vænir en vildu ekki taka hjá veiðimönnunum. Veiðimenn þurfa ekki aö örvænta sem renna í Elliðaámar, fytstu dagam- ir gefa ekki mikið í byijun veiðitím- ans. Laxinn kemur í ríkari mæli næstu daga, annars er eitthvað mikið að. Frábær byrjun í Grímsá Veiðin í Grímsá í Borgarfirði byrj- aði vel fyrsta hálfa daginn sem mátti renna, á þriðjudaginn, og veiddust 40 laxar þennan fyrsta hálfa dag. Það er góð veiði á hálfum degi svona í byrjun. Stærsti laxinn, sem veiddist þennan fyrsta dag, var 17 pund. Flestir veiddust laxarnir á maðk- inn. -G.Bender Haukur Pálmason með stærsta laxinn úr Elliðaánum sem var 13 pund og tók flugu hjá Hauki. DV-mynd Magnús Sig. Þau Guðjón Guðmundsson og Heiða Jóhannsdóttir höfðu veitt þennan 9 punda lax þegar okkur bar að. DV-mynd G. Bender Menning Tilkynningar Ný nöfn Fimm rússneskir unglingar komu fram á tónleikum hstahátíðar í Þjóð- leikhúsinu á mánudaginn var. Þeir koma hingað til íslands á vegum sam- taka sem nefnast New Names (ný nöfn) og eiga það öh sameiginlegt að vera undraböm í tónhst og hafa leikið á tónleikum víða um lönd svo og gert upptökur fyrir hljómplötur og hljómdiska frá unga aldri. Samtökin New Names voru, eins og segir í efnisskrá: „stofnuð í Rúss- landi 1989 af alþjóðlegri menningarstofnun rússneska sambandslýðveldis- ins. Markmið þeirra er að rækta og styðja ungt hæfileikafólk á öllum sviðum menningar, hsta og vísinda og koma því á framfæri, bæði heima og erlendis í nafni friðar og vináttu mihi þjóða“. Skemmst er frá því að segja að þessi ungmenni, íjórir drengir og ein stúlka, eru öh svo frábær- ir hljóðfæraleikarar að undrum sætir. Efnisskráin samanstóð af „glans- númerum" sem hljóðfæraleikarar hafa síðasthðnar tvær aldir notað fyrst og fremst til þess að sýna fæmi sína. Gaman hefði verið að heyra eitt- hvað sem samið hefur verið á síðari hluta þessarar aldar inni á milli en svo var ekki. Olga Pushetchnikova er 15 ára gamall píanóleikari. Hún lék strax í upphafi tónleikanna Ismalei-Fantasíu um austurlensk lög eftir Balakirev. Gífurlegur styrkur fingra og handa hennar kom mest á óvart, svo og mikið næmi fyrir hryn. Kom þetta jafnvel enn betur í ljós síðar á tónleikunum þegar hún lék Rapsódíu Liszts í As-dús, nr. 10. Ilia Konov- alov er 15 ára fiðluleikari sem hóf leik sinn á Vals-skersói eftir Tsjaikof- ský en lék síðar m.a. Spánskan dans eftir Faha og Kaprísu nr. 24 eftir Paganini. Vald hans á hljóðfærinu er ótrúlegt, intónasjón nánast lýtalaus Tónlist Áskell Másson og erfiðustu flaututóna lék hann eins og að drekka vatn. Gítarleikarinn Grigori Goriatchev er einnig 15 ára og lék hann spánska dansa með dæmigerðri hefðbundinni spánskri tækni. Óvenjulegt er að heyra aðra en Spánverja leika á þennan hátt, svo stórkostlega hefrn- þessi ungi maður náð valdi á „anda“ spánskrar gítartækni. Alexandr Kobrin heitir 12 ára gamaU píanóleikari. Hann lék m.a. Fant- asie Improntu í cís-moU op. 66 eftir Chopin og Etude tableau í Es-dúr op. 39 efdr Rakmanínoff og gerði það stórkostlega. Ásláttur hans er sérlega faUegur og ljóðræn túlkun hrífandi. Trompetleikarinn Vladimir Pushetc- hnikov er 14 ára gamall og bróðir Olgu. Saman léku þau m.a. Kameval eftir Arban, Fantastic Dance eftir-Mendes og Spring Waters eftir Rakman- inoff. Tækni hans er eins og hinna hljóðfæraleikaranna, sem fram komu á þessum tónleUíum, ótrúleg. Listrænt innsæi og þroski var það sem mest kom á óvart í leik þessa unga fólks. Spyrja má, hvað á þetta fólk eftir? En tónlistin, eins og lífið sjálft, býr oftast yfir fleiri leyndardómum en maður ætlar. Þökk sé þeim sem stóðu að þessum tónleikum. Norræna húsið Fyrsta opna hús sumarsins verður í kvöld, funmtudagskvöld 18. júní, kl. 20.30. Fyrirlesari kvöldsins verður Heimir Pálsson cand. mag. og mælir hann á sænsku. Fyrirlesturinn nefnist Islándisk kultur genom tidema og rekur hann þar sögu íslenskrar menningar í stórum dráttum. Fimmtudaginn 25. júní talar dr. Ámi Siguijónsson bókmenntafræðingur um skáldverk Halldórs Laxness. Vinnuferð í Þórsmörk Sjálfboðaliðasamtök um náttúmvemd standa fyrir vinnuferð í Þórsmörk í sam- vinnu við Ferðafélag íslands dagana 19-24. júní. Unnið verður við að lagfæra göngustíginn upp á Valahnjúk. Farið veröior með rútu Ferðafélags íslands frá BSÍ kl. 20 nk. fóstudag og gist verður í skála Ferðafélagsins í Langadal. Allir em velkomnir. Félag eldri borgara í Reykjavík Opið hús í dag í Risinu kl. 13-17. Dansað í Risinu kl. 20. Gestur kvöldsins verður Örvar Kristjánsson. 150 reyklausir vinnustaðir Reyklausi dagurinn 1. júrú sl. var helgað- ur baráttunni fyrir reykleysi á vinnu- stöðum undir kjörorðinu Reyklausir vinnustaðir - öryggi og heilsusamlegri. Reyklausir vinnustaðir era nú fjölmargir hér á landi. Það kom skýrt í ljós í við- brögðum fyrirtækja og stofnana. Aðeins hálfum mánuði eftir reyklausa daginn höfðu tæplega 150 umsóknir um viður- kenningu borist. Ath. Ennþá er hægt að senda inn umsóknir um viðurkenningar. Rekstrarfræðingar útskrifast Skólahátíð Samvinnuskólans var haldin 23. maí sl. Þar vora útskrifaðir rekstrar- fræðingar í þriðja sinn frá því að kennsla hófst á háskólastigi á Bifröst. Að þessu sinni útskrifúðust 30 rekstrarfræðingar eflir tveggja ára nám. Bestum árangri náði Kristin Brynja Þorbjömsdóttir og þar á eftir kom Þórir Aðalsteinsson. Rektor Samvinnuháskólans er Vésteinn Benediktsson. 15. norræna kirkjutónlistarmótið verður sett í kvöld, fimmtudagskvöld, 18. júní kl. 20 með opnunartónleikum í Haligrímskirkju. Tónleikamir hefjast á þvi að formaður Félags íslenskra organ- leikara, Kjartan Sigurjónsson, setur mótið. Dagskrá mótsins heldur áfram fóstudaginn 19. júni með morgunsöng á finnsku í Bústaðakirkju kl. 9. Kl. 20.30 verða tónleikar í Kristskirkju, Landakoti. Tapað-fundið Svartur leðurjakki var skilinn eftir í íbúð á Öldugranda eð Skerjagranda eflir ball á Rauðaljóninu aðfaranótt sunnudagsins 14. júní. Uppl. síma 11035. Nauðungaruppboð þríðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Grundarás 2, þingl. eig. Vöggur Magnússon, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 19. júní ’92 kl. 15.00. Uppboðs- beiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Háberg 20, þingl. eig. André B. Sig- urðsson og Emeh'a Asgeirsd., fer fram á eigninni sjálfri föstud. 19. júm ’92 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Asdís J. Rafiiar hdl. og Róbert Ami Hreið- arsson hdL ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 STÓRA SVIÐIÐ Svöluleikhúslð i samvinnu við Þjóðlelk- húslð: ERTU SVONA, KONA? Tvö dansverk eftlr Auði Bjarnadóttur. Tónllst: Hákon Leifsson. Flytjendur: Auður Bjarnadóttir og Herdis Þorvaldsdóttlr ásamt hljómsveit. Tónlist: Hákon Leifsson. Lelkmynd og búningar: Elin Edda Árna- dóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. íkvöldkl. 20.30. Hátiðarsýnlng kvenréttindadaglnn 19. júni kl. 20.30. Aðeins þessar 2 sýningar. Aðgöngumiðar i miðasölu Þjóðleikhúss- ins. Miöasalan er opln frá 13-17 og sýn- ingardagana til 20.30. Auk þess er tekið við pöntunum i sima 11200 frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta -Græna linan 996160. LITLA SVIÐIÐ í HÚSIJÓNS ÞORSTEINSSONAR, LINDARGÖTU 7 KÆRA JELENA í leikferð um landiö Samkomuhúsið á Akureyri: Fös. 19. júnl kl. 20.30, lau. 20. júni kl. 20.30, sun. 21. júnikl. 20.30. Forsala aögöngumiða er hafin i miða- sölu Leikfélags Akureyrar, simi 24073, opið 14-18 alla virka daga nema mánudaga. Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram að sýningum sýningardagana. Auk þess ertekiö á móti pöntunum i síma frá kl. 10 alla virka daga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. GRÆNA LÍNAN 99-6160. LEIKHÚSGESTIR, ATHUGIÐ: ÓSÓTTAR PANTANIR SELJAST DAGLEGA. <BÁ<B LEIKFELAG REYKJAVÍKUR VHi Simi680680 ' ÞRÚGUR REIÐINNAR Byggt á sögu JOHNS STEINBECK Leikgerð: FRANK GALATI STÓRA SVIÐIÐ KL. 20 Fimmhid. 18. júnf. Þrjár sýningar eftir. Fáeln sætl laus Föstud. 19. júní. Tvær sýningar eftir. Fáein sæti laus. Laugard. 20. júni. Næstsiðasta sýning. Fáein sæti laus. Sunnud. 21. júni. Allra siðasta sýning. ATH. Þrúgur reiðlnnar verða ekkl á tjölun- um í haust. MIÐAR ÓSKAST SÓTTIR 4 DÖGUM FYRIR SÝNINGU - ANNARS SELDIR ÖÐRUM. Miðasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir i sima alla virka daga frákl. 10-12. Simi680680. Faxnúmer: 680383. Leikhúslinan 99-1015. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur. Borgarleikhús. Klyfjasel 30, þingl. eig. Stella Sharon Kieman, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 19. júní ’92 kl. 15.30. Uppboðs- beiðendur eru Búnaðarbanki Islands, Steingrímur Eiríksson hdl., Ólafur Gústafsson hrl. og Veðdeild Lands- banka íslands. Nönnufell 1, hluti, þingl. eig. Runólfur Eggertsson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 19. júní ’92 kl. 16.30. Uppboðs- beiðendur em Baldur Guðlaugsson hrl. og Halldór Þ. Birgisson hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTffi) IREYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.