Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 13
EIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 1992. 13 Merming « Listahátíð í Reykjavik: Fjörugt brúðkaup Leikhópurinn Théatre de l’Unité, sem sýndi Mozart au Chocolat í Borgarleikhúsinu fyrir helgi, brá á leik á laugardaginn með óvenjulega uppákomu. Þetta eld- fjöruga listafólk lét ekki kuldalega rigningu trufla sig, heldur gaf veðurguðum langt nef og lék af fmgrum fram á blautu malbikinu, rétt eins og sýningin ætti sér stað í suðrænum sólarhita, þar sem tilfinningarnar komast á suðupunkt af minnsta tilefni. Vel búnir áhorfendur mættu til leiks með regnhlifar sínar uppi við Hallgrímskirkju klukkan eitt og von bráðar birtust brúöur og brúðgumi, ásamt fríðu fóru- neyti. Leikkonan, sem lék hina eldfjörugu veitinga- konu í Mozart-stykkinu, var hér í hlutverki móður brúðarinnar og er ekki ofmælt að hún hafi haldið uppi fjörinu á meðan fylkingin þrammaði með alls kyns slaufum í áttina niður að ráðhúsi, þar sem full- trúi borgardómara beið þess að gefa ungu skötuhjúin saman. Frakkarnir fengu nokkra íslenska leikara til þess Leikist Auður Eydal að taka að sér hlutverk í þessari makalausu brúð- kaupsfylgd. Ekki bar á öðru en mörg þeirra hafi til- einkað sér hefðir götuleikhússins bærilega og gáfu þau hinum reyndari ekkert eftir í glensinu. Það er líka nauðsynlegt að vera snöggur að spinna út frá aðstæð- um því að í svona sýningu getur margt skringilegt komið upp á. Sjálfur ramminn liggur fyrir og búið er að setja nið- ur ýmsa útúrdúra á leiðinni. Það er skroppiö inn í apótek til að kaupa smokka, tilvonandi tengdamamma skreppur inn í verslunina Hamborg og nær þar í stafla af diskum, sem hún brýtur á götunni til að leggja áherslu á mál sitt, mikill ástarbrími grípur öðru- hverju um sig í fylkingunni og tefur ferðina og svona þokast hðiö heldur skrykkjótt niður Laugaveginn. Móðir brúðgumans er ekkert of hress með það að Leikhópurinn Théatre de l’Unilé kom með skemmtilega tilbreyt- ingu i götulif höfuðborgarinnar. DV-mynd: JAK. dóttirin sé að giftast einhverjum íslenskum dela. Hún þarf líka stööugt að vera á vaktinni við að fylgjast með augasteininum sínum, syninum Fifi, sem er á góðri leið með að ná sér í íslenska dömu. Ættmennin láta ekkert of vel að stjórn og auk þess er þama fyrr- verandi kærasta brúðgumans tilvonandi, ákaflega af- brýðisöm, og örvæntingarfullur aödáandi hennar, sem trufla hátíðarstemninguna. Amma gamla druslast með í hjólastól, sem alltaf er að gleymast einhvers staðar, myndatökumaöurinn er uppteknari af barmi kvennanna en heildarmyndinni og svona mætti lengi telja. Hönnun búninganna tók ekki mið af íslenskri sumar- veöráttu og máttu leikkonurnar láta sig hafa það að göslast áfram í einn og hálfan tíma í vel flegnum sam- kvæmiskjólum, sem drógu faldinn efdr regnvotri göt- unni. Karlmennirir voru auðvitað betur settir. Allt dróst þetta nokkuð á langinn, þannig að ég missti af sjálfri hjónavígslunni, sem fyrirhuguð var niðri við ráðhús. Ekki er að efa að hún hefur verið skrautleg miðað við það sem á undan var gengið. Uppákoma Frakkanna var skemmtileg tilbreyting, óþvinguð og fjörleg, eins og vera ber með suðrænt götuleikhús. En veðrið hefði mátt vera betra. Théatre de l’Unité: Le Mariage (Brúðkaupið) Franskt götuieikhús ARDAGURISUNDAHOFN Laugardaginn 20. júní frá kl. 10:00 til 17:00 REYKJfNÍKURHÖFN í tilefni af 75 ára afmæli Reykjavíkurhafnar býður höfnin og mörg iyrirtæki á Sundahafnar- svæðinu almenningi að skoða mannvirki, starfsemi og fyrirtæki á þessum degi. Sundahafnarsvædid, frá Húsasmiöju ísuöri og 01 ís í vestri, verður fánum skreytt. Strætisvagnar aka um svæöiö eftir sérstakri Sundahafnaráætlun allan daginn. Gestum gefst kostur á aö skoöa starfsemi skipafélaganna Eimskip og Samskip, sem veröa með fjölbreytta dagskrá allan daginn. 01fs, Tollvörugeymslan og Kassagerðin munu sýna starfsemi sína og fóöurblöndufyrirtækin eru gestum opin. Smásöluverslanirá svæöinu veröa opnar. I tilefni dagsins efnir Félag íslenskra stórkaupmanna til getraunaleiks og mörg heildsölufyrirtæki munu kynna starfsemi sína. REYKJAVÍKURHÖFN HAFNARHÚSI TRYGGVAGÖTU 17 101 REYKJAVÍK SÍMI (91)28211 'Zjwtum öii ftdctT á áöfa RLBOÐ VIKUNNAR HAGKAUP - altt í einni ferd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.