Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 1992. Útíönd Varaformanni sósíalista falin stjórnarmyndun Búist er við að Giuliano Amato, 54 ára gamall lagaprófessor, verði beð- inn um að mynda na^gtu ríkisstjórn á Ítalíu og binda þar með enda á tíu vikna valdatóm í landinu, þegar hann gengur á fund Scalfaros, for- seta landsins, nú undir hádegið. Amato er varaformaður sósíalista- flokksins. Stjórnmálaskýrendur segja að Amato geti reitt sig á stuðning stærsta flokks landsins, kristilegra demókrata, en nokkrir minni flokkar hafa þegar sagt að þeir muni ekki styðja hann. Mestu máli skiptir hvort honum tekst að vinna fyrrverandi kommúnista og hinn áhrifamikla lýðveldisflokk á sitt band. Báðir þess- ir flokkar komu í veg fyrir að leið- togi sósíalista, Bettino Craxi, yrði forsætisráðherra. Fyrrum kommúnistar segjast vilja sjá hvaða stefna verður á lofti áður en þeir taka afstöðu. Lýðveldisflokk- urinn hefur hvorki sagt af eða á. Reuter NÝ VERSLUN HANS PETERSEN í REYKJAVÍK Skeifunni 8 í HJARTA A7VINIMULÍFSINS Eins og í öðrum verslunum okkar verður megináherslan lögð á fagmannlega þjónustu í öllu er viðvíkur Ijósmyndun. Hvort sem um er að ræða framköllun, stækkun, vöruúrval eða ráðgjöf- þá setjum við gæðin ofar öllu. í tilefni af opnuninni gerum við ykkur og okkur dagamun með ýmsum uppátækjum: • Allir krakkar sem vilja, fá tekna af sér mynd með stóra Litakríla. • Tíundi hver viðskiptavinur fær Barcelona Fun einnota myndavél <r frá Kodak. • Spennandi getraun og ýmislegt óvænt. erið velkomin í nýja verslun Hans Petersen, Skeifunni 8, Reykjavík. BANKASTRÆTI, GLÆSIBÆ, AUSTURVERI, LAUGAVEGI, KRINGLUNNI, LYNGHÁLSI, HÓLAGARÐI OG SKEIFUNNI 8 Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, ræddi við leiðtoga Slóvaka og Tékka í gær, þá Vladímir Meciar og Vaclav Klaus, um framtíð landsins. Símamynd Reuter Leiðtogar Tékka og Slóvaka mynda sambandsstjórn Leiðtogar Tékka og Slóvaka, sem hafa verið að þrátta um framtíð Tékkóslóvakíu, eru orðnir ásáttir um að mynda nýja sambandsstjóm en hugsanlegt er að Vaclav Havel for- seti neiti að skipa hana ef stefnir í klofning landsins. Þriðja umferð viöræðna leiðtog- anna um framtíö landsins fór fram í gær og að henni lokinni hafði ekkert miðað í samkomulagsátt. Vaclav Klaus fjármálaráðherra sagði að hann mundi fremur bjóða sig fram sem forsætisráðherra tékkneska hlutans en verða forsætisráðherra sambandsríkis. Þau orð hans urðu kveikjan að miklum vangaveltum manna um að hann væri nú búinn að sætta sig við uppskiptingu lands- ins í tvö sjálfstæð lýðveldi. Keppinautur hans úr Slóvakíu, Vladímir Meciar, staðfesti að hann mundi verða forsætisráðherra aust- urhluta landsins. Hann áformar að losa um tengsl við stjómina í Prag og breyta Tékkóslóvakíu í sam- bandsríki tveggja fullvalda lýðvelda. Klaus og Meciar sögðu að þeir hefðu orðið ásáttir um myndun nýrr- ar sambandsstjórnar en kynntu þó ekki ráðherralista. Havel forseti sagði aö stjómin mætti ekki aðeins vera til bráðabirgða á meðan skipt- ingríkisinsværiundirbúin. Reuter Maxwell-synir hand- teknir grunaðir um stórfelld fjársvik Synir fymim milljónamæringsins Robert Maxwell og náinn aðstoðar- maður hans vom handteknir í Lon- don í morgun. Enn hafa ekki verið gefnar út ákæmr á hendur mönnun- um en verið er að yfirheyra þá. Grunur leikur á að um stórfellt fjársvikamál sé að ræða í kringum fjölmiðlafyrirtæki Roberts Maxwell, en hann féll útbyrðis af snekkju sinni í nóvember í fyrra og drukknaði. Dauði Maxwells kom í kjölfar gífur- legra efnahagsörðugleika fyrirtækis- ins sem var að falli komið sökum skulda. Nú hafa komið upp grunsemdir að Maxwell hafi látið greipar sópar um eftirlaunasjóð starfsmanna dóttur- fyrirtækis síns Mirror Group News- papers til að reyna að bjarga sér út úr skuldum sínum. Mennimir þrír, sem handteknir voru í morgun, era taldir tengjast málinu. Stjómarformaður Mirror Group Newspapers og fjármálastjóri sögðu af sér í gær en báðir höfðu unnið í fyrirtæki Maxwells um áraraðir. Viðskipti með hlutabréf fyrirtækis- ins voru stöðvuð í desember í fyrra þegar rannsókn á stöðu mála hófst. Reuter TILBOÐ VIKUNNAR! 330.000. Opiö virka daga kl. 10.00 - 19.00 og laugardaga kl. 13.00 - 17.00 Bílaumboðið hf Krókhálsi 1,110 Reykjavík Sími 686633 og 676833 VW Golf CL, árg. 1988, Ford Bronco Ranger, árg. Mazda 626 LX, árg. 1988, ekinn 77.000 km, 4 gíra, 1985, ekinn 70.000 km, 4 ekinn 90.000 km, 5 gira, 5 gira, 300 cub., 6 cyl., dyra. Stgrverð 770.000. krómfelgur. Stgrverð 1180.000. hvftur, gott elntak. Stgr verö. 600.000. Ford Escort XR3i, árg. 1984, ekinn 100.000 km, álfelgur, topplúga, raf- magnsrúöur. Stgrverð 430.000. MMC Tredia, árg. 1987, eklnn 72.000 km, 4x4, 5 gira, 4 dyra. Stgrverð 570.000. AT otaðir bílar í miklu úrvali! BMW 3181, árg. 1989, ek- inn 23.000 km, sjálfskipt- ur, vökvastýri, álfelgur, 4 höfuðpúðar, shadow line. Stgrverð 1300.000. BMW 520i, árg. 1988, ek- Inn 63.000 km, sjálfskipt- ur, álfelgur, topplúga, vökvastýri, centrall. Fall- Toyota Corolla GT 16 v., twin cam, árg. 1985, ekinn 110.000 km, 5 gira, álfelg- ur. Stgrverð 450.000. Hungraðir Finnar Um 70 þúsund Finna segjast hafa liðið hungur af efnahagsor- sökum í fyrra samkvæmt könnun sem félagsmálayfirvöld þar í landi létu gera. Um átta prósent atvinnulausra í Finnlandi sögöust hafa liöið al- varlegan skort og ekki fengið nóg að borða. Könnunin leiddi í ljós að um 400 þúsund Finnar em undir fátæktarmörkum og um 10 þúsund manns hafa alvarlega íhugað sjálfsmorð sem útgöngu- leið. Miklir efnahagsörðugleikar hafa dunið á Finnum í kjölfar upplausnarinnar 'í Sovétríkjun- um og minnkandi viðskipta við þau. Þetta hefur leitt til mikils atvinnuleysis og versnandi af- komu. FNB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.