Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992. 3 PV___________________________________________Fréttir Áform um að koma á fót fríiðnaðarsvæði á Keflavíkurflugvelli: Hugsað fyrir hátækniiðnað í bígerö er að koma á fót fríiðnaðar- svæði við Keflavíkurflugvöll. Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra er allt eins líklegt að áformin verði að veruleika um næstu áramót. Unnin hefur verið skýrsla um kosti og galla slíks svæðis og verður hún væntanlega afgreidd á ríkisstjórnar- fundi í byijun næstu viku. Þá verður skipaður starfshópur íslenskra og erlendra aðila og er honum fyrst og fremst ætlað að móta tillögur um hvemig gera megi Keflavíkurflug- völl samkeppnishæfari með aukinni þjónustu og flutningum, hvernig megi yfirstíga hindranir sem fólgnar eru t.d. í flutningum til og frá landinu og hvers konar skattfriðindi og lagaákvæði þurfi að vera til staðar. Að sögn Jóns verður rekstur fríiðn- aðarsvæðisins og þá flugvallarins að öllum líkindum fahnn einkaaðilum ef að af þessu verður. „Þessi hugmynd er nátengd samn- ingnum um evrópskt efnahags- svæði,“ segir Jón Baldvin. „Hvemig getum við nýtt þá markaðsaöstöðu sem samningurinn um evrópskt efnahagssvæði býöur upp á og einnig hnattstöðu landsins?" Jón bendir á að fjölmargar hindr- anir séu í veginum. T.d. séu engar skattaundanþágur fyrir fyrirtæki á frísvæði til staöar, Keflavíkurflug- völlur sé ekki samkeppnishæfur og kostnaður bygginga, launa og flutn- inga sé hár hér á landi. Frísvæðið er fyrst og fremst hugsað til þess aö fá inn í landið fýrirtæki sem framleiða hátæknivörur. T.d. er ætlunin að bjóða litlum og meðal- stórum bandarískum fyrirtækjum aðstöðu til hefla starfsemi hér og flytja framleiðslu sína héðan á Evr- ópumarkað. „Við viljum fá hingað fyrirtæki sem gefa íslendingum kost á störfum sem eru á grundvelli kunnáttu, þekkingar og reynslu," segir Jón. Einnig verður höfðað til fyrirtækja í Norðaustur-Asíu. Sjö fyrirtæki hafa þegar sýnt áhuga á því að hefja starfsemi á fríiðnaðar- svæöinu. Til þess að vara njóti réttinda EES- svæðisins verður aðildarríki að eiga að hálfum hluta þátt í framleiðslu hennar. Hlutur íslendinga í fram- leiðsluferlinu yrði fólginn í samsetn- ingu, flutningum og aöstoð á grund- velh tækniþekkingar. „Þetta er Uklega menntaðasta þjóð veraldar," segir Dan Chamy, eigandi bandaríska tölvufyrirtækisins HTM. Chamy segist vflja nýta menntun þjóðarinnar til framleiðslu á vöru sinni. Chamy er einn af höfundum áðumefndrar skýrslu. Hann segir að bandarískum fyrirtækjum sé mjög í mun að hefja útflutning. Þeim sé nauðsynlegt að eitthvert land í Evr- ópu opni hUð sín og veiti inngang á Evrópumarkaðinn. Chamy segir Is- landáUtlegtíþvísambandi. -GS NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR - BILAÞING jj DI'AilR BJJJ\R Á RAUNHÆFU MARKAÐSVERÐI NOKKUR D Æ M I : MMC Galant GLSi 2000i, árg. ’90/’91, hlað- VW Jetta CL 1600, árg. ’87, 4 gira, 4 dyra, Mazda 323 LX 1500, árg. ’86, 5 gira, 5 dyra, bakur, 5 gíra, 5 dyra, steingrár, álfelgur grábrúnn, ek. 57 þús. V. 500.000 stgr. o.fl., ek. 25 þús. V. 1.150.000 stgr. grænn, ek. 71 þús. V. 370.000 stgr. MMC Lancer 4x4, st., 1800, árg. ’88, 5 gíra, MMC Pajero stuttur, V6, 3000i, árg. ’90, 5 MMC Pajero langur, turbo, dísil, árg. ’88, 5 dyra, nvítur, ek. 36 þús. V. 800.000 stgr. gira, 3 dyra, svartur, ek. 39 þús. V. 1.680.000 stgr. 5 g„ 5 d„ blár, ek. 79 þús. V. 1.550.000 stgr. BYGGIR A TRAUSTI HEKLUHUSINU LAUGAVEGI 174 SÍMAR 695660 OG 695500 Opið virka áaga kl. 9-18 - Laugardaga kl. 10-14 NOTAÐIR BÍLAR - BÍLAÞING - N0TAÐIR BÍLAR - BÍLAÞING Canon Öllum þessum atburðum og fleira til geturðu safnað með Canon E-230 vídeó- tökuvélinni og gengið að þeim vísum þegar þig langar til að hverfa á vit minninganna, eða gefa börnunum þær í brúðkaupsgjöf. - ævisagnaritari nútímans BANKASTRÆTI, GLÆSIBÆ, AUSTURVERI, LAUGAVEGI, KRINGLUNNI, LYNGHÁLSI, HÓLAGARÐI OG SKEIFUNNI 8 Fyrsta tönnin - fyrstu skrefin - fyrsti skóladagurinn, fermingin, útskriftin, öll afmælin, trúlofunin, giftingin og áfram... Canon 230 vídeótökuvélin er afar auðveld og meðfærileg: Aðdráttarlinsa með tífalda nálgun. 3 lux Ijósnæmi. Lokari; 1/10.000 sek. Fjarstýring. Upptökuljós. Ókeypis taska fylgir. Verðið er aðeins kr. 59.900,- staðgr. Raðgreiðslur VISA / EÚRO. HflNS PETERSEN HF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.