Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992. 33 Veiðivon Leikhús Kleppavatn og Fiskivatn á Amarvatnsheiöi: Veiddu sjötíu og einn silung á spún ogmaðk einnig góö veiöi í Grenlæknum vatnið aðeins. Stærstu fiskarnir voru 5 pund en voru flestir 4,5 og 4 pund. „Þetta var meiriháttar veiðitúr og veiðin var mjög góð, við vorum fimm og fengum 71 siiung,“ sagði Jón Th. Lillendahl sem var fyrir fáum dögum við fimmta mann inni á Amarvatns- heiði í Kleppavatni og Fiskivatni. Það voru veiðimenn frá Steypustöðinni Ósi sem þama renndu fyrir fisk. „Við vorum við veiðar í sjö tíma og árangurinn var mjög góður. Þetta vom 68 bleikjur og 3 urriðar. Það var spúnninn og maðkurinn sem gáfu okkur þessa góðu veiði. Fiskurinn var spiítfeitur og mjög failegur. Sil- ungurinn tók best þegar golan gáraði Góð veiði í Grenlæknum „Ég var í Grenlæknum fyrir fáum vikum og veiddi vel þar, við vomm á svæði fjögur þar sem eru leyfðar 4 stangir. Mest voru þetta urriðar sem við fengum en ætli það hafi ekki ver- ið um 30 sjóbirtingar sem veiddust líka. Spúnninn gaf okkur mest í Grenlæknum en veiðin hefur verið góð þar,“ sagði Jónas Th. í lokin. G.Bender Tilkynningar Jónsmessuhátíð í Norræna húsinu verður haldin laugardaginn 20. júní. Lars Áke Engblom forstjóri býður gesti vel- komna kl. 20 og því næst verður birki og blómum klædd maístöng reist. Sænsku tónlistarmennimir Bertove Lundqvist og Thomas Utbult sjá um dansinn og tónlistina. Allir eru veíkomn- ir og kaffistofa Norræna hússins verður opin allt kvöldið. Hið íslenska náttúru- fræðifélag Farin verður náttúruskoðunarferð upp í Borgarfjörð 26.-28. júni. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 19 á fóstudags- kvöld. Gist verður á Varmalandi í Staf- holtstungum tvær nætur, í tjöldum eða í svefnpokaplássum í skólastofum. Væntanlegir þátttakendur eru beönir af hafa samband við skrifstofú HÍN að Hlemmi 3, sími 624757, sem er opin á þriðjudögum og íimmtudögum kl. 9-12. Góðtemplarar þinga Haldin voru á Akranesi 53. unglinga- regluþing og 77. stórstúkuþing I.O.G.T. dagana 3.-5. júni. Á þinginu voru mörg mál rædd og ýmsar ályktanir gerðar. Lögð var áhersla á stóraukna útbreiðslu og fræðslu, einkum meðal ungu kynslóð- • arinnar. Stórtemplar var endurkjörinn sr. Bjöm Jónsson á Akranesi. Nýr stór- gæslumaður unglingastarfs var kjörinn, Jón K. Guðbergsson, fuUtnii í Reykjavik. Félag eldri borgara Gönguhrólfar leggja af stað frá Risinu, Hverfisgötu 105, kl. 10 á morgun. Hana nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Nýlagað molakaffi. Veitingahúsið Munaðarnesi í Borgarfirði hélt opnunarveislu á mynd- verkum Hauks Dórs laugardaginn 6. júni sl. og var sumardvalargestum og íbúum á nærliggjandi stöðum boðið til veislu. Vertar í Munaðamesi munu einnig standa fyrir annars konar uppákomum í sumar, t.d. tónlistarkvöldum, sem munu verða á laugardagskvöldum, og verður aðgangur ókeypis. Þeir veiddu vel í Fiskivatni og Kleppavatni á Arnarvatnsheiði: Andri Einars- son, Benedikt Sigurðsson, Birgir Guðmundsson, Jónas Th. Lillendahl og svö Ijósmyndarinn Guðmundur Ingólfsson. 71 silungur fékkst í ferðinni. DV-mynd Guðmundur Ing. Veiðin í Þverá og Kjarrá í Borgarfirði hefur verið i lagi það sem af er veiði- tímanum. Á þessari stundu hafa árnar gefið á milli 170 og 180 laxa. Á myndinni halda þeir Snæbjörn Kristjánsson, Ágúst Pétursson og Kristján G. Snæbjörnsson á vænum löxum úr Kjarrá fyrir fáum dögum. DV-mynd G.Bender Islenska stærðfræðifélagið veitti nú í vor nokkrum nýstúdentmn viðurkenningu fyrir ágætan námsárang- ur í stærðfræði á stúdentsprófi. Þeir voru Baldur Steingrímsson, Menntaskólanum í Reykjavík, Ellsabet Gunnarsdóttir og Stefán Jónsson, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Garðar Þorvarðsson, Menntaskólanum við Sund, Gunnar Val- ur Gunnarsson, Fjölbrautaskóla Suður- lands, Jón Ingi Ingimundarson, Verzlun- arskóla íslands og Þórarinn Sv. Amar- son, Menntaskólanum í Kópavogi. Afmælishátíð USAH verður haldin sunnudaginn 21. júní nk. í tilefhi 80 ára afmælis sambandsins. Þar verða kaffiveitingar, afhending verð- launa fyrir árangur á héraösmótinu og Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, mun flytja ávarp. Á héraðsmótinu, sem hefst á morgun, laugardaginn 20. júní, munu Guðbjörg Gylfadóttir, íslandsmeistari í kúluvarpi, og Pétur Guðmundsson, ís- landsmeistari karla í kúluvarpi, keppa sem gestir. Hallgrímssókn, starf aldraðra Miðvikudaginn 24. júní verður farið að Sólheimum í Grímsnesi. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 13. Ferð um Isa- fjarðardjúp verður dagana 8.-11. júlí. Farið verður m.a. 1 Vigur. Þátttaka í ferð- imar tílkynnist tíl Dómhildar ekki síðar en 23. júní, í síma 39965 eða þriðjud. í kirkjunni í síma 10745. ÞJÓÐLEIKHÓSIÐ Sími 11200 STORA SVIÐIÐ Svöluleikhúsið i samvinnu við Þjóðleik- húsið: ERTU SVONA, KONA? Tvö dansverk eftir Auði Bjarnadóttur. Tónlist: Hákon Leifsson. Flytjendur: Auður Bjarnadóttir og Herdis Þorvaldsdóttir ásamt hljómsvelt. Tónllst: Hákon Leifsson. Hátiðarsýning i kvöld kl. 20.30 i tilefnl kvenréttindadagsins. Allra siðasta sýning. Aðgöngumiöar i miðasölu Þjóðleikhúss- ins. Greiðslukortaþjónusta - Græna linan 996160. KÆRA JELENA I leikferð um landið Samkomuhúsið á Akureyri: í kvöld kl. 20.30, lau. 20. júní kl. 20.30, sun. 21. júníkl. 20.30. Forsala aögöngumiða er hafin i miða- sölu Leikfélags Akureyrar, simi 24073, opið 14-18 alla virka daga nema mánudaga. as :on ' LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Sími680680 ÞRÚGUR REIÐINNAR Byggt á sögu JOHNS STEINBECK Leikgerð: FRANK GALATI STÓRA SVIÐID KL. 20 Föstud. 19. júní. Tvær sýningar eftir. Fáein sæti laus. Laugard. 20. júní. Næstsíðasta sýnlng. Fáein sæti laus. Sunnud. 21. júni. Allra siðasta sýning. ATH. Þrúgur reiðinnar verða ekki á fjölun- um i haust. MIÐAR ÓSKAST SÓTTIR 4 DÖGUM FYRIR SÝNINGU - ANNARS SELDIR ÖÐRUM. Miöasala opin atla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir i sima alla virka daga frákl. 10-12. Simi 680680. Faxnúmer: 680383. Leikhúslinan 99-1015. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur. Borgarieikhús. Lionsklúbburinn Engey gaf nýlega tvö þjálfunarhjól að verðmæti 120 þús. kr. tU aukningar á tækjakosti HL-stöðvarinnar þegar starfsemi endur- hæfingarstöðvarinnar tvöfaldaðist í haust við flutning í nýtt húsnæði að Há- túni 14. Fréttabréf Öryrkja- bandalags íslands 2. tbl. 5 árg. 1992 er komið út. Meðal efnis í blaðinu eru greinar um litla manninn í þjóðfélaginu, vor í Búdapest, Norrænt gigtarár 1992 og margt fleira. Ritstjóri er Helgi Seljan og prentsmiðjan Gutenberg hf. sá um prentun blaðsins. Félag eldri borgara SpUað og dansað í kvöld, fóstudagskvöld 19. júní, að Auðbrekku 25 kl. 20.30. Húsið öUum opið. Matthew Lipman Bandaríski heimspekingurinn Matthev Lipman dvelst á landinu 12.-25. júni á vegum Heimspekiskólans. Hann mun halda tvo fyrirlestra. Fyrri fyrirlesturinn hefst kl. 17 sunnudagirm 21. júní í Odda og fjallar um siðfræðikennslu á grunn- og framhaldsskólastigi. Síðari fyrirlesturinn hefst kl. 17.15 þriðjudaginn 23. júní og fjaUar hann um þjálfún og uppbyggingu dómgreindarinnar. I tengslum við seinni fyrirlesturinn verður sýning á námsefni Lipmans. Litli íþróttaskólinn, Laugarvatni Fjögur 7 daga námskeið verða haldin fyr- ir krakka á aldrinum 9-14 og byrjar það fyrsta laugardaginn 20. júní. Boðið er upp á frábæra aðstöðu, hollan mat, fyrsta flokks leiðbeinendur og heimsókn þekktra íþróttamanna. Auk flestra íþróttagreina verður einnig boðið upp á ratleiki, flallgöngur, bátsferðir og kvöld- vökur. Állar nánari uppl. í símum 98-61147 Og 98-61151. Hafnardagurinn í tílefni af hafnardeginum, sem verður laugardaginn 20. júní nk. mun Fóður- blöndunarstöð Jötuns hf. verða opin al- menningi á milli 10 og 17 til kynningar á þeirri starfsemi, sem þar fer fram. Á at- hafhasvæði Eimskips verður risa-gáma- lyftari tíl sýnist og fjölmargar uppá- komur verða í boði fyrir aUa fjölskyld- una, t.d. býður Samskip gestum tU grUl- veislu. Kassagerð Reykjavíkur sýnir vinnslu á umbúðum og margt fleira skemmtílegt verður í boði í Sundahöfn á morgun. Tapaðfimdið Páfagaukur tapaðist Hvítiu' gári - páfagaukur - tapaðist frá Haukanesi, Garðabæ, 17. júní sl. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 641256.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.