Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992. j) Frá Borgarskipulagi Skólphreinsistöð við Ánanaust Hjá Borgarskipulagi er nú til kynningar tillaga að skólphreinsistöð vi Ánanaust. Þessi skólphreinsistöð er hluti af framtíðaráætlunum Reykjavíkur í fráveitumálum, en þær fengu staðfest- ingu umhverfisráðherra 20. febrúar 1992 með Aðal- skipulagi Reykjavíkur 1990-2010. Uppdrættir og greinargerð verða til sýnis á Borgar- skipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, kl. 9.00 til 15.00 alla virka daga frá 22. júní til 3. júlí 1992. Ábendingar eða athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu berast Borgarskipulagi eigi síðar en 3. júlí nk. Porsche 911 1981, svartur. Porsche 911 SC1974, rauður, mikið endurnýjaður. wm !’’filP~Fsr”—i l ^TTj VW Golf GTi, 16 v., 1987, rauður, - sóllúga, álfelgur o.fl. Audi Coupé Quattro 1983, laxa- bleikur, bíltölva, digital-mælaborð, sóllúga o.fl. " ■ © Subaru Legacy 1,8 GL, hvítur, ek. Mercedes Benz 190 E 1984, Ijós- 15 þús., sjálfskiptur. blár, toppluga, álfelgur. Bílastúdíó hf. Fosshálsi 1, sími 682222 Útlönd Þessi 3400 ára gamla múmia var meðal fjögurra sem uppgötvuðust nýlega voru kynntar fréttamönnum í gær. læknadeild háskólans í Kaíró og Símamynd Reuter Merkur fundur í háskólanum í Kaíró: Fjórar múmíur í læknadeildinni „Við vissum alltaf að við vorum með þessar múmíur en við gerðum okkur ekki grein fyrir að við værum með kónga og drottningar í deildinni okkar,“ sagði dr. Khairy el-Samra,. forseti læknadeildar háskólans í Ka- író, í gær þegar hann kynnti mikinn fjársjóð af gömlum konunglegum múmíum sem kvenlæknir við deild- ina fann. Samra sagði fréttamönnum að fjór- ar saltþurrkaðar 3400 ára gamlar múmíur, hauskúpur og 524 líkams- hlutar af fornegypsku kóngafólki og fyrirmönnum frá ýmsum tímum hefðu komið í leitimar að nýju í deildinni. Enskur líffærafræðipró- fessor hlutaði múmíurnar í sundur fyrr á öldinni. Múmíurnar og hkamsleifarnar voru geymdar í safni háskólans í rúm fimmtíu ár en að sögn Samra var engum kunnugt um sögulegt gildi þeirra fyrr en haft var samband við fomfræðideildina fyrir um tveimur mánuöum. Kvensjúkdómalæknirinn Saeed Thabet, sem hafði mikinn áhuga á fomegypskum fræðum, hóf að rann- saka múmíumar og komst að því að þær væri ekki einskis veröir líkams- hlutar. Sumar vom frá tímum faraó- anna en aðrar frá þeim tíma er ísl- amstrú var komin á. Thabet sagði að breski prófessor- inn Douglas Edwin Derry hefði flutt múmíurnar og beinagrindumar, sem vom uppgötvaðar á ámnum 1903 til 1953, frá egypska safninu í lækna- deildina þar sem hann skemmdi nokkrar þeirra við rannsóknimar. Hann hélt þó nákvæmar skrár yfir allt. Meðal þess sem er nefnt í skrá Derrys era fótur og hluti hryggjar- súlu Zosers konungs sem fyrirskip- aði byggingu elsta þrepapýramída Egyptalands í Saqqara fyrir um fimm þúsund árum. Múmíumar verða fluttar aftur á egypska safniö á næstu dögum. Reuter Ferðin hefist Sjónvarpsstöð sviptir hulunni af „Djúphálsi" Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS telur sig hafa flett ofan af einu best varðveitta leyndarmáh Washington D.C., höfuðborgar Bandaríkjanna, nafni mannsins á bak við dulnefnið „Djúpháls" í Watergate-hneykslinu, mannsins sem átti hvað mestan þátt í að blaðamenn Washington Post flettu ofan af samsærinu. Sjónvarpsstöðin skýrði frá því á miðvikudag að L. Patrick Gray, yfir- maður bandarísku alríkislögregl- unnar, FBI, þegar rannsókn Water- gate-málsins hófst, væri „Djúpháls“ og færði á það sönnur með ýmsum hætti. í frétt stöðvarinnar var m.a. sagt frá því að Gray hefði búið í bygg- ingu meö neðanj arðarbílastæði svip- uðu því þar sem Bob Woodward, blaðamaður Washington Post, hitti heimildarmann sinn hvað eftir ann- að. Sjálfur bjó Woodward skammt þar frá. Gray starfar nú sem lögfræðingur í Connecticut og svaraði hann ekki í síma í gær þegar leitað var til hans. Sjónvarpsstöðin sagði að Gray hefði gert gys að þættinum þar sem upp- lýsingar þessar komu fram. Ýmsir aðrir hátt settir embættis- menn hafa verið orðaðir við „Djúp- háls“, svo sem Alexander Haig, fyrr- um starfsmannastjóri Nixons, og Ronald Ziegler, talsmaður forsetans. Um þessar mundir em liðin tutt- ugu ár frá því að komiö var að inn- brotsþjófum í Watergatebyggingunni í Washington þar sem höfuðstöðvar demókrataflokksins vom. Innbrots- þjófamir reyndust allir tengjast Richard Nixon forseta og kosninga- baráttu hans á einhvern hátt. Bob Woodward og Carl Bemstein, samstarfsmaður hans við Watergáte- rannsóknina, komu fram í sjónvarpi í gærmorgun og neituðu enn einu sinni að skýra frá nafni heimildar- mannsins. Reuter að konur, sem hafa látið stækka á sér brjóstin, fái krabbamein en konur almennt. Þetta kemur fram i könnun sem kanadískir vísindamenan gerðu og þykja niðurstöðumar benda tii þess að brjóstaíýllingar auki ekki hætt- una á krabbameini. Visinda- mennimir sögðu þó að niðurstöð- umar þýddu ekki að brjóstafyll- ingar úr silíkoni væm vörn gegn krabbameini. óhressir með yf- Ekki sást á launatékkum bandarísku geimfaranna aö þeir hefðu bjargað : fjarskiptagervi- hnelii í bullandi yfirvinnu. Þre- menningarnir, sem kipptu hnett- inum með bemm höndum inn i geimskutluna, fengu ekki bónus fyrir verkið þótt geimferðastofn- unin,; NASA, fengi rúma fimm miUjarða króna. Geimfararnir eru óhressir með það. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.