Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Blaðsíða 12
12 i FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992. Spummgin Eiga íslendingar að minnka þorskaflann? Siguröur Sigurbjarnason leigubíl- stjórí: Já, ég vil fylgja alþjóðavemd- un á flskistofnum. Hagsmunir okkar eru mestir. Gunnar Ingi Gunnarsson nemi: Nei. Brynjar Stefánsson verkamaður: EUd mikið. Ef til vill um 20%. Við eigum að hefja hvalveiðar. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur: Já, ég held að það sé nauðsynlegt að fara eftir tillögum fiskifræðinga í þessu máli. > Helga Jónsdóttir verkakona: Nei, alls ekki. Þórarinn Amarsson nemi: Ég held að það verði að minnka þorskaflann svo að við forum ekki endanlega á hausinn. Lesendur________________ Maf ía á íslandi Kona i Reykjavík skrifar: Hve lengi á óaldarlýður að ganga sem frjálsir menn? Er ekki kominn tími til að hefta for þessara manna og láta þá hreinlega undir lás og slá? Pétur heitinn Benediktsson banka- stjóri varaði við þessum lýð þann 17. febrúar 1964. Hann sagði: „Hér eru farin að myndast bófafélög. Hver sakamaðurinn styður annan með ráðum og dáð. Þó kastar fyrst tólfun- um þegar þessi vettvangur er notað- ur til árása á alsaklaust fólk sem á þess engan kost að koma þama fram og bera hönd fyrir höfuð sér. Þjóðin vill að flórinn sé mokaður og til þess að svo megi vera, þurfa margir að taka sér reku í hönd.“ Skiptast ekki lögregluþjónar milh landa, þannig að hver geti lært af reynslu annarra? Glæpaverk eru nú framin bæði opinberlega og í felum. Væri ekki hægt að fá hingað til lands lögreglumann sem væri sérfræðing- ur í því að leita uppi menn sem væru að leika mafíuverk á saklausu fólki því flest glæpaverk eru framin á því? Því þessir glæpamenn á íslandi eru litilmenni sem þora ekki að ráðast á þá stóru. Lögreglumaður með reynslu í starfi væri ekki lengj að hjálpa fólki sem orðið hefur eða verður í framtíð- inni fyrir þjófnaði þessara manna. Það er sorglegt að vita að í þessum hópi eru menn, sem þjóðin hefur kostað og styrkt til að ganga mennta- veginn, og koma svo fram í sjónvarpi brosandi út að eyrum þegar þeir eru nýbúnir að hafa út úr fólki fleiri hundruð þúsundir ef ekki milljónir króna með svikum og prettum. Og við, sem fyrir svikunum urðu, Konu i Reykjavík þykja lög landsins beinlínis kenna að stela og pretta. eigum bara að vera róleg. Þetta er ekki svo slæmt eins og sýnist vera. Þetta er virðing eða hitt þó heldur. Er ekki hægt að láta þessa menn selja eignir sínar og borga fólkinu sem þeir hafa stolið af? Þetta var gert í gamla daga. En nú eru svo vitlaus lög í landinu. Þau beinlínis kenna að stela og pretta af öðrum. Allt fymt eftir fjögur ár. Svona sleppur margur glæpamaður- inn. Svo er verið að álasa unga fólk- inu. Er ekki búið að gefa imga fólkinu fyrirmynd af því gamla? Ef hægt væri að fá erlendan mann sem væri fær um að leita uppi menn sem framið hefðu glæpaverk á sak- lausu fólki, dæma þá harðri refsingu, láta þá borga það sem þeir hafa stol- ið frá öðram, myndi mafíuleikurinn með tímanum hætta á landi voru því sá laukur sýnir hvorki vit né menn- ingu. Lækkun launa sjalfsögð Há laun lækki um 20 til 30 prósent Þjóðhollur skrifar: Ég held að þjóðin hafi tárast þegar stjómir Landsambands íslenskra út- vegsmanna og Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda lýstu því yfir að eina ráðið í erfiðleikum þjóð- arinnar væri launalækkun þegar ljóst var aö draga þyrfti úr þorsk- veiðum um 40 prósent. Allir skildu að stjóramir hjá LÍÚ og SÍF vora mjög fúsir til að lækka laun sín af einskærri þjóðhoUustu. Eg legg til að laun frá 200.000 til 600.000 krónur lækki um 20 til 30 prósent. Útilokað er að lækka laun imdir 200.000 krónur því það era, að mínu mati, lágmarkslaun, eða ættu að vera þaö. En ég skora á stjómvöld að snúa dæminu við og heíja nú þegar hval- veiðar af fullum krafti, einnig sel- veiðar. Senda á togara á djúphafs- veiðar á karfa, kaupa af erlendum togurum allan þann fisk sem er í boði og banna útflutning á gáma- fiski. Allt skal unnið í landi. Einnig ætti að hætta að borga atvinnuleysis- bætur, heldur láta þá, sem á þeim eiga rétt, vixma fyrir þeim með því að þrífa borgina okkar. Sókn í van- nýtta stofna verði hafin. Ég skora á stjómvöld að hætta öU- um hræðsluáróðri og vinna að heiö- arlegum umbótum en ekki rífa nið- ur. Slíkt er skemmdarverk. Forsetaembættið Lúðvig Eggertsson skrifar: Ekki þykir hlýða að gagnrýna þjóð- höfðingjann. Forseti íslands er í þeim skilningi friðhelgur. Sú regla hefir verið virt hérlendis enda engin ástæða til annars. Allir forsetar lýð- veldisins, fjórir að tölu, hafa verið til sóma í þess orðs fyUstu merkingu. Frú Vigdís Finnbogadóttir er þar engin undantekning. Hins vegar ætti að vera fijálst að gagnrýna forsetaembættið sem slíkt, vald forseta, kjörtímabU, aldurstak- mark o.fl. Það hafa tvær konur gert nýlega og fer vel á því meðan kona situr í embættinu. Ásdís Erlingsdóttir kveður frú Vig- dísi hafa heitið því í byijun að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Er ég henni sammála um það að við verð- um að geta treyst orðum okkar æðstu manna. Agnes Bragadóttir viU hækka lágmarksaldur forseta, sem nú er 35 ár, í þá vera, að honiun hafi gefist tækifæri til að sýna í verki verðleika sína og hæfileika tíl emb- ættisins. Þetta er góð hugmynd og ætti að ákveða með lögum að enginn undir 50 ára aldri sé kjörgengur. Agnes vUl einrng takmarka tímann sem forseti situr í embætti. Hann styttist sjálfkrafa með hækkun lág- marksaldurs en heimUa ætti forseta að bjóða sig fram tíl endurkjörs einu sinni og ekki oftar. Þegar ekki er Lesanda finnst aö öllum ætti að vera frjálst aö gagnrýna forsetaembættið. kosið í hálfan annan áratug eða tvo, gefa kost á sér á ný gæti hann óafvit- dofnar áhugi almennings fyrir emb- andi verið verkfæri í höndum öfga- ættinu og lýðræðinu. Þegar forseti manna sem era þar með að reyna íslands lætur undan þrýstingi um að að útíloka annað forsetaefni. Ó.L. hringdi: Fyrir rúmlega viku fór ég í Ár- bæjarsafn með erlent kunningja- fólk mitt. Ég hringdi áður en viö fóram tU aö spyijast fyrir um verðið. Var mér þá sagt að það kostaði 250 krónur fyrir fiUl- orðna. Tíu mínútum síðar voram við komin í safnið og þurftum við þá að borga 350 krónur fyrir manninn. Við vorum óhress með þetta en sættum okkur við þetta er okkur var tjáð að miðinn gilti í viku. Á sunnudaginn fór ég svo aftur og ætiaði aö nota miðann aftur þar sem vikan var ekki liðin. Kannaðist þá enginn við að mið- inn ætti að gUda í viku. Mér var aftur á raóti boðið að borga nem- endagjald sem var 150 krónur. Þurfti ég ekki einu sinni að sýna skUríki því til staðfestingar að ég væri í skóla. Með þennan ragling er ég alls ekki ánægð, sérstáklega eftir að ég sá tilkynningu frá safh- inu þar sem stóð að aðeins ætti að kosta 300 krónur inn, Yf irbókuð hófel Ósk hringdi: Ég varð fyrir heldur óskemmti- legri reynslu nýlega, Ég var á ferö á EgUsstöðum og var með stað- festingu frá Úrvali-Útsýn um að ég ætti bókað herbergi á hótelinu Valaskjálf. Þegar ég kem austur er mér svo tjáð að ekkert her- bergi sé laust. Stóð ég nú uppi húsnæðislaus í bæ þar sem ég þekkti ekki sálu. Hafði mér aldreí verið úthlutað herbergi heldm- var nafnið mitt aðeins sett á pöntunarlista. Erþví greiinlegt að hótelin era farin að yfirbóka eins og flugfélögin gera. Mér finnst þó lágmark að fóUt viti af þessu svo að það standi ekki uppi einhvers staðar útl á landi án þess að hafa þak yfir höfuðið. Góðar Kona í Kópavogi hringdi: Mig langar til aö minnast aðeins á það hversu íslenskar mjóUcur- vörur era orðnar góðar. Gætum við ekki fiutt þær út í ríkum mæh nú þegar þarf að gefa þorsk- inum frí? Er ég sérstaklega hrifin af þykkmjóUúnni og engjaþykkn- inu sem Einnig er nýlega kominn á markaöinn rjómasmurostur sem hreinlega bráðnar uppi í manni. Er ég ekki f vafá um að haigt væri að markaðssetja þessar vör- ur erlendis. Páll hringdi: Man nokkur eftir því að þegar Vigdls Finnbogadóttir var kjörin forseti lýðveldisins fyrir 12 árum þá sagði hún að hún myndi aöeins Eg kaushana ekki á sínum tíma og finnst löngu kominn timi til eftir önnur fjögur ár? Þ.Þ. hringdi: Ég bjó um tíma erlendis og þar þekktist svokallaö „call waiting“, þ.e. maður lenti aldrei 1 því að það væri á tall hid þeim sem voru með þá þjónustu þar sem tónn tilkynnti þeim aö annar væri að reyna að ná sambandi og gátu þeir þá látiö viðmælenda sinn bíða meðan aihugað var hver væri að hringja. Spumingin er: Hvenær verður almenningi hér á landi boðiö upp áþessa þjónustu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.