Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992. Sviðsljós Keppni i slönguróðri. Guðbjartur Hannesson og Sigurlaug Ragnarsdóttir bæjarfulltrúar gegn Jóni Pálma Pálssyni bæjarritara og Oddnýju E. Valgeirsdóttur bæjarfulltrúa til hægri. DV-mynd Sigurgeir. Sjómannadagurinn á Akranesi: Tvískipt hátíðahöld Sigurgeir Sveinssan, DV, Akranesi: Hátíðahöld í tilefni sjómannadags- ins voru mjög fjölbreytíleg á Akra- nesi. Sjómenn tóku forskot á hátíða- höldin fyrir hádegi á laugardag með árlegu sjómannasundmóti. Á sjómannadaginn voru hátíða- höldin með hefðbundnum hætti. Messa og síðan var lagður blóm- sveigur að minnismerki sjómanna á Akratorgi. Fjórir sjómenn heiðraðir, Alfreð Kristjánsson, Ársæll Eyleifs- son, Gísli Teitur Kristinsson, Guð- mundur Pálmason. Eftir hádegi keppt í kappróðri, reiptogi, knatt- spymu. Þá kom í heimsókn hin nýja Vestmannaeyjaferja, Heijólfur. Kvikmyndavélin munduð á götum Hveragerðis. DV-mynd Sigrún Þau bera hita og þunga af kvikmyndinni. Frá vinstri: Ariane Wetzner, Hall- dór Þorgeirsson og Guðný Halldórsdóttir leikstjóri. Kvik- myndað í Hvera- gerði Sigiún Lovísa, DV, Hveragerði: Kvikmyndafélagiö Umbi er þessa dagana að taka upp kvikmyndina Karlakórinn Geysir í Hveragerði - það er útiatriðin. Innanhússatriði verða mynduö í Reykjavík og viðar. Myndin fjallar um karlakór sem fer í söngferðalag til Þýskalands og Sví- þjóðar. Um 50 manns leika og syngja í myndinni, margir þekktir söngvar- ar og leikarar, Kristján Jóhannsson, Laddi, Öm Ámason, Randver Þor- láksson, Rúrik Haraldsson og Sig- urður Siguijónsson. Tæknimenn em 29. Jassmiðja Austurlands ásamt jass- kómum Amís hélt jass- og blúskvöld á Hótel Bláfelli á dögunum. í kómum em 9 manns frá Egilsstöðum og Breiðdalsvík og var þetta frumraun hans. Að sögn Áma ísleifs, stjóm- anda kórsins, em um 3 ár síðan hug- myndin kviknaði. Þetta kvöld var liður í undirbún- ingi fyrir Jasshátíð Austurlands, þá fimmtu, sem hefst á Egilsstöðum 25. júní og stendur í 4 daga. Á hátíðinni koma fram Tregasveitin, Gammam- ir og fleiri. Einnig mun danska tríóið Contempo tríó koma fram og verður það í fyrsta skipti sem erlendir tón- listarmenn leika á jasshátíð Austur- lands. Frá jass- og blúskvöldi á Hótel Bláfelli á Breiödalsvík. I athugun er að gera kvöldið að árvissum viðburði. DV-mynd Sigursteinn G. Melsteð 13 Heilar hnetur... JlÉ' jfa ■ ám ‘ ’, • klasar af rusinum % /l 1%^ ...og 200 grömm af Síríus súkkulaði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.