Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Blaðsíða 24
32 FÖSfUiyAGÚR 19' JÍJÚf j'992. Smáauglýsingar - Sími 632700 ■ Verslun dráttarbeislin á flestar gerðir bíla. Samþykkt af Bifreiðaskoðun Islands. Ásetning á staðnum. Póstsendum. Opið alla laugardaga. Víkurvagnar, Dalbrekku 24, s. 43911 og 45270. Það er staðreynd að vörumar frá okk- ur gera þér kleift að auðga kynlíf þitt og gera það meira spennandi og yndis- legra. Troðfull búð af alls konar spennandi hjálpartækjum ástarlífsins, f/dömur og herra, o.m.fl. Ath., allar póstkr. dulnefndar. Erum á Grundar- stíg 2 (Spítalastígsmegin). S. 91-14448, opið 10-18 virka daga, 10-14 laugard. vertu oruggur með bílinn. Sparkrite SR-150 þjófavarnakerfin eru lcomin aftur. Einu kerfin sem eru viðurkennd af Félagi breskra bifreiðaeigenda. Innflytjandi versl. Fell, sími 666375. Útsölustaðir Ingvar Helgason, sími 674000, og Nesradíó, Hátúni, s. 16454, Bílasala Vesturlands, Borgamesi. Fatnaður í míklu úrvali, gott verð. Póstsendum. X & Z barnafataverslun, Skólavörðustíg 6B (gegnt Iðnaðarhús- inu), sími 91-621682. Góó riö eru til aö fara eftir þeim! Eftir einn -ei aki neinn Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Dalsel 6, hluti 0002, þingl. eig. Amdís Theódórs, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 22. júní ’92 kl. 16.30. Uppboðs- beiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. Fannafold 70,0201, þingl. eig. Marta M. Jensen, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 22. júní ’92 kl. 15.30. Uppboðs- beiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands og Baldur Guðlaugsson hrl. Grýtubakki 12, 0202, þingl. eig. Inga Jóhannesdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 22. júní ’92 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Lögmenn Hamraborg 12, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Eigna- þjónustan, Landsbanki íslands og Ól- afiir Gústafsson hrl. Giýtubakki 24,2. hæð t.h., þingl. eig. Stjóm verkamannabústaða, fer fram á eigninni sjálfii mánud. 22. júní ’92 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Lands- banki íslands. BORGARFÓGETAEMBÆTnÐ í REYKJAVÍK Eigum til mikið úrval af glæsilegum undirfatnaði á frábæru verði. Opið virka daga írá kl. 10-18 og laugard. frá kl. 10-14. Myndalistar 250 kr. Erum á Laugavegi 8, sími 28181. Tilboð: Teg. 5, karlmannsskór úr leðri, litir, svart eða brúnt. verð aðeins 2495. Skóverslun Þórðar, Kirkjustræti 8, sími 91-14181. ■ Vinnuvélar Atlas AB-1702 D hjólagrafa, árg. ’79, til sölu. Vélin er öll nýstandsett hjá um- boðinu og skoðuð af vinnueftirlitinu fyrir árið ’92-’93. Uppl. í vs. 91-673820, 91-680995, 985-32850 og hs. 91-79846. ■ BÐar til sölu Nissan Capstar, árg. 1984, til sölu, skoðaður ’93, í góðu lagi, verð 500.000. Upplýsingar í síma 985-21919 eða 91-21808 e.kl. 17. Toyota Celica 4WD turbo til sölu, rauð- ur, árg. ’90, ekinn 21 þús. km, twin entry turbo, intercooler, twin cam, 16 v.i, 204 ha., 200 W sound system með 10 hátölurum, 15" álfelgur, air conditi- on, rafdrifnar rúður, speglar, hiti í sætum o.fl. Skipti möguleg. Nánari upplýsingar í síma 94-3879. M. Benz 230E, árg. 1984, til sölu, sjálf- skiptur, sumar- og vetrardekk, vel með farinn, fæst á mjög góðu staðgreiðslu- verði. Upplýsingar á Bílasölunni Bliki, símar 686477 og 687177. Pontiac TransAm Daytona 500, afmælisútgáfa, árg. ’83, til sölu, ekinn 87 þús. km, vél 307. Verð 1.050.000, staðgreitt kr. 750.000. Upplýsingar í síma 96-44185. Dodge Mlrada, árg. '81, til sölu, ekinn 49.000 km, rafin. í öllu, leðurklæddur, vel með farinn. Uppl. í síma 623269. Meiming ListahátíðíReykjavík: Fyrstu sjð mínútumar Þekktur leikhúsmaður sagði eitt sinn að fyrstu sjö minútur leiksýningar gerðu útslagið um það hvort uppfærslan heppnaðist eður ei. Mér er ekki ljóst á hveiju þessir útreikningar hans byggöust. Allt um það varð mér hugsað til kenningar hans á sunnudaginn þegar ég horfði á fyrra dansverk Auðar Bjamadóttur, „Þær gætu lifnað við“, í stóra sal Þjóðleikhússins. Eft- ir fyrstu sjö mínútumar lá nefniiega í augum uppi að þessum ágæta dansara ætlaði ekki að takast að vinna úr hugmyndum sínum svo mark væri á takandi. í hnotskum var vandi hennar sá að hún var með of margar og of venjulegar hugmyndir undir, gerði ekki greinarmun á brúklegum hugmyndum og prívat hugdettum, og treysti meir á leikmuni, látbragð og Ballett Aðalsteinn Ingólfsson tónlist við framkvæmd þeirra heldur en nýskapandi dans. Þetta verk um „togstreitu konunnar við karla- veldið, togstreituna við að gefast öðrum", svo vitnað sé í meðfylgjandi upplýsingar, var því vægast sagt sundurlaust og klisjukennt. Móðir/dóttir Síðara verkið á dagskrá „Andinn í rólunni” var hins vegar öllu markverðara. Þar komu til einfóld sviðs- mynd, skilvirkari úrvinnsla hugmynda og fallegir tví- dansar þeirra Auðar og Herdísar Þorvaidsdóttur leik- konu. Auður Bjarnadóttir. Auði er hér að vísu mikið niðri fyrir, vill fjalla um alit í senn „æsku og elli, tíma og tóm, kyrrsetu og ferða- lag“, en lætur ekki þessar „stóm spumingar” kaffæra verkið. Sjálfur fékk ég mest út úr því að líta á „And- ann í rólunni" sem samsafn ljóðrænna tilbrigða um „móður/dóttur“-stefið. Þannig séö öðluðust ýmis vafa- atriði verksins sterkari merkingu en ella. Eftir sem áður vantaði sterkari og einkalegri mótun í danshreyf- ingar. Það þarf varla að taka fram að Herdís Þorvaldsdótt- ir framkvæmir það sem fyrir hana er lagt af miklum bravúr. Auður Bjarnadóttir - Ertu svona kona? tvö dansverk Þjóðleikhúsið, 14. júni. Tónlist: Hákon Leifsson. Leikmynd: Elin Edda Árnadóttir. Lýsing: Björn B. Guðmundsson. W ListahátíðíReykjavík: íslenska hljómsveitin Tónleikar íslensku hljómsveitarinnar vom haldnir undir merki listahátíöar í Reykjavík á simnudaginn var í Langholtskirkju. Þessir tónleikar voru helgaðir þeim feðginum Þorkeli Sigurbjörnssyni og Misti Þor- kelsdóttur og voru eingöngu flutt verk eftir þau en jafnframt minntist hljómsveitin tíu ára starfsferils síns með tónleikunum. Verkið Pálmasunnudagur eftir Þor- kel Sigurbjömsson var fyrst á efnisskránni. Verkið samdi Þorkell að áeggjan Guðmundar Emilssonar árið 1974 og stóð Guðmundur að frumflutningi verksins í Bandaríkjunum á árinu 1975. Verkið var hins vegar ekki frumflutt á íslandi fyrr en nú á þessum tónleik- um. Þaö hefst á inngangi með þrástefi á orgel og ein- söngvarakór sem syngur í áttundum og unisono. Hrafnhildur Guðmundsdóttir söng mjög fallega solo sem einkenndist af heiltónsbilum. Auk hennar söng einsöngvarakór og Orthulf Prunner lék á orgel en Guðmundur Emilsson stjórnaði. Var flutningur verks- ins í alla staði hinn vandaðasti og á köflum áhrifamik- ill. Mist Þorkelsdóttir samdi verk sitt, Þrenningu, á árinu 1985 en það var næst á efnisskrá tónleikanna. Verkið er skrifað fyrir klarínett, selló og píanó og var það flutt af þeim Sigurði I. Snorrasyni, Richard Taikowsky og Þóru Fríðu Sæmundsdóttur. Verkiö er byggt á þrítæni og býr yfir stemningsríkum köflum' en þrátt fyrir upphrópanir nær það aldrei að byggja upp verulega spennu. Tríóið flutti verkið af sannfær- ingarkrafti og mótaði það skýrt með leik sínum. Nýtt verk eftir Misti, sem ber titilinn Til heiðurs þeim sem leita á vit þess ókunnuga, var næst frum- flutt. Verkið er tileinkað Guðmundi Emilssyni og ís- lensku hljómsveitinni og er það sterklega byggt á sál- malaginu Jesús, mín morgunstjama. Hægt tónferli og langar trillur einkenna verkiö og strengjasveitin und- ir stjórn Guðmundar Emilssonar flutti verkið í heild- ina vel. Þó var eins og skorti nokkuð á fjölbreytileik í útfærslu tóns og stemninga, hvort sem það var tón- listin sjálf, flutningur hennar, eða samspil beggja þátta Tónlist Áskell Másson sem því ollu. Hræra Þorkels Sigurbjömssonar var bæði vel og skemmtilega leikin af þeim Guðrúnu S. Birgisdóttur, Peter Tomkins, Sigurði I. Snorrasyni, Rúnari Vilbergssyni og Þorkeli Jóelssyni. Síðasta verk tónleikanna var USAMO- og Orgelkonsert eftir Þor- kel, samið fyrr á þessu ári og hér frumflutt af þeim Orthulf Prunner á orgel og hljómsveit undir stjórn Guðmundar Emilssonar. Efniviður verksins er eins og í svo mörgum verkum Þorkels, sáraeinfaldur. Hér em það fjórar nótur sem em leiknar upp á við og síö- ar, eða um miðbik verksins, bæði rísandi og fallandi. Engin þáttaskipting var gefm upp í efnisskrá en verk- ið er þó greinilega í þrem aðgreindum þáttum; hratt- miðlungi hratt-hratt og náði Þorkell nokkmm and- stæðum í verkið m.a. með pizzicatoum í öðrum þætti. Annars var verkið nokkuð einlitt, bæði hvað varðar meðferð hljómsveitar og orgels. Orthulf Prunner lék verkið af miklu öryggi og hljómsveitin og stjórnandinn skiluðu sínu hlutverki dável. Listahátíð í Reykjavík: Gítartónleikar Síðastliðinn sunnudag vora haldnir á vegum listahá- tíðar í Reykjavík gítartónleikar í Áskirkju þar sem Amaldur Arnarson lék verk eftir Femando Sor, J.S. Bach, Jón Ásgeirsson og Manuel María Ponce. Amald- ur hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn að undanf- ömu og sýnt að hann er ört vaxandi hljóðfæraleikari. Tónleikamir hófust á Sónötu í C-dúr, op. 15b eftir Femando Sor. Amaldur lék verkið með snerpu og festu í tempói og af viðeigandi léttleika. Fiölbreytni tóns hans gerði og flutninginn sérlega áheyrilegan. Næsta verk var Svíta í a-moll BWV 997 eftir J.S. Bach. Svítan er í fimm þáttum; Prelúdía, Fúga, Sara- banda, Gíga og Double. Verkið var mjög vel leikið. Kontrapunktur Bachs var einkar skýrt fram settur og tónn Amalds var yflrleitt mjög fallegur þrátt fyrir hnökra í Gígunni. Lék hann verkiö af áberandi músí- kölsku næmi sem var hrífandi. Áskirkja virðist tilval- inn staður fyrir gítartónleika, bæði hvað varðar stærð og hljómburð. Tónn Amalds í þessari kirkju hljómaði mjúkur og fylltur en þó ekki án krafts þótt hann hefði e.t.v. mátt beita honum oftar. Jón Ásgeirsson samdi gítarverkið Fjórar stemningar fyrr á þessu ári og frumflutti Arnaldur verkið á þess- um tónleikum. Stemningamar nefnir Jón Forspil, Söknuð, Rímnalag og Óþol. Forspilið inniheldur nokk- uð af dæmigerðum skölum, eða hlaupum, Söknuður er í raun lítið lag í molltóntegund, Rímnalag er dans Tónlist Áskell Másson og Óþol e.k. þankabrot. Segja má að verkið sé í heild ákaflega hefðbundin gítartónlist sem liggur og hljómar vel fyrir hljófærið. Amaldur lék verkið af sannfær- ingu. Síðasta og jafnframt umfangsmesta verk tónleikanna vora Tilbrigði og Fúga um „Folía de Espana" eftir Manuel María Ponce. Þetta fjölbreytilega verk reynir mikið á flytjandann, einkum tæknilega, og skUaði Amaldur hér vönduðum flutningi í heildina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.