Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992. 11 Sviðsljós Alec Baldwin og Kim Basinger: Gifta sig í ágúst Hin fagra kvikmyndasijarna Kim Basinger og leikarinn Alec Baldwin ætla aö ganga í þaö heilaga. Væntan- legu hjónakornin kynntust þegar verið var að vinna aö gamanmynd- inni Marrying Man. Kim og Alec gáfu sterklega til kynna á dögunum að þau hefðu ekki í hyggju aö gifta sig. Hins vegar mun rómantískur kvöldverður í New York hafa breytt þeirri ákvörðun. „Þau komust að þeirri niöurstöðu að það væri nú eða aldrei," sagði vin- ur þeirra. „Þau hafa ákveðið aö gifta sig einhvem tímann í ágúst.“ Vinkona Freddies Mercury ætlar að leysa frá skjóðunni Fyrrum vinkvendi hinnar látnu stórstjörnu, Freddies Mercury, hefur ákveðið að skrifa bók um líf söngvar- ans. Mary erfði digra sjóði eftir Freddie og nú syrgir hún hann ákaft. Hún ætlar að gera opinber leyndar- mál seinustu daga hans og fær fyrir það milljón breskra punda. Mary segist vera slegin yfir því Jivernig Freddie Ufði lífi sínu undir það síð- asta. Margir þeirra er vom nánir vinir söngvarans, sem dó í nóvember úr eyðni, eru ákaflega reiðir Mary vegna þeirrar ákvörðunar hennar að segja allt. „En rétt skal vera rétt,“ segir Mary. Mary eignaðist tvö börn með elsk- huga sínum, Piers Cameron, eftir aö Freddie tilkynnti að hann væri sam- kynhneigður. Við skriftimar nýtur hún aðstoðar japanska rokkarans og milljónamæringsins Misu Watanabe sem var náin vinkona Freddies. Grace Jones: Ekkert lát álátunum Það er eitthvað meira en litill púki í Grace Jones. Þegar hún var að halda upp á 40 ára afmæli sitt í New York tók þessi fræga diskógyðja lag- ið, fór úr að ofan og skvetti kampa- víni og fleygöi kökum yfir afmælis- gesti. Daihatsu Charade er lipur og léttur í borgar- og bæjarakstri. Hanner með eindæmum sparneytinn og ódýr í rekstri. Hann er æðislega „smart“ bæði innan sem utan og mjög rúmgóðuh Hann stoppar stutt í endursölu og fer á góðu verði. Hann er í alla staði frábær! FAXAFENI8 • SÍMI 91 -68 58 70 Hann kostar staðgreiddur, kominn á götuna frá:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.