Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1992, Side 4
4 Fréttir FÖSTUDAGUR19-JÚNÍ1992,- Vestmannaeyj aferj an Herjólfur: Hart deilt um hver eigi hugmyndina að útlitinu „Ég vann aö frumdrögum aö útliti Herjólfs á árinu 1989. í desember það ár óskaði Bárður Hafsteinsson, skipaverkfræðingur hjá Skipatækni hf., eftir því að ég lyki við frumdrög að útlití. skipsins fyrir áramót, þar sem fyrirhugaður var fundur um þaö leyti hjá stjóm Herjólfs hf. og Skipa- tækni hf. Ég afhenti stjórnarmönn- um Herjólfs hf. þessa teikningu 4. janúar 1990. Á grundvelh þessarar teikningar fullvann Skipatækni teikninguna að skipinu. Heijólfs- menn segja hins vegar að skipið sé hannað á grundvelli danskrar teikn- ingar.“ Þetta sagði Sigurður Karlsson hönnuður við DV. Hann hefur starf- að í náinni samvinnu við Skipatækni hf., sem sá um hönnun hins nýja skips, Heijólfs. Sigurður er ósáttur við að forráðamenn Heijólfs hf. í Vestmannaeyjum segi útht nýja skipsins vera byggt á teikningu frá danska fyrirtækinu Dwinger. Sig- urður segist hafa lagt fram frum- drögin að útliti skipsins á fundi með forráðamönnum fyrirtækisins. Haíi þeir ákveðið að láta hanna nýja skip- iö á grunvelli þeirra frumdraga. „Þegar þessi þáttur sögunnar hefst höfðu forráðamenn Heijólfs verið að gæla við teikningu frá Dwinger í ein 3-4 ár. Sú teikning gerði ráð fyrir að skipið yrði 79 metra langt. Heijólfs- menn reyndu að beija þá teikningu í gegnum kerfið en án árangurs. Þeir báðu mig aldrei um teikningu. Ég hafði frumkvæði að því að gera þessi frumdrög og var hvattur af Skipa- - íslenskur hönnuður segist hafa unnið frumteikninguna tækni til að ljúka þeim. Þessi frum- drög gerðu ráð fyrir 70 metra löngu skipi, eða 9 metra styttra skipi heldur en danska teikningin." Sigurður sagði aö þegar forráða- menn Heijólfs hefðu verið búnir aö taka ákvörðun um aö hanna nýja skipiö eftir frumteikningu hans hefði hann og Skipatækni í samvinnu tek- iö til viö að hanna skipið. Hefði þurft að gera nokkrar breytingar frá frum- teikningunni, því Siglingamálastofn- un hefði til dæmis farið fram á að fastir björgunarbátar kæmu í stað þess búnaðar sem hún gerði ráð fyr- ir og stjómarmenn Heijólfs vildu hafa. Þetta hefði gert það að verkum að teikna varð afturskipið upp á nýtt og færa skorsteininn aftar og stytta brúna til þess að koma björgunar- búnaðinum fyrir. Að öðru leyti væri þetta aö mestu sama skipið. „Það var út á þessar teikningar sem stjórnvöld veittu smíðaleyfi og láns- heimild upp á 500 milljónir króna,“ sagði Sigurður, „og útíitið er sam- kvæmt minni hugmynd en ekki danskri fyrirmynd. Viö reyndum að vísu að nota hugmyndirnar aö innra skipulagi skipsins í megindráttum úr dönsku teikningunni til þess að spara Herjólfsmönnum kostnað. Nýi Heijólfur er alíslensk hönnun og það er vægast sagt undarlegt að menn skuli ekki vilja viðurkenna það. Þeir ættu að vera hreyknir af þvf. Hver eftirmálin verða er undir stjómar- mönnum Heijólfs hf. komið." -JSS Þannig lítur danska teikningin af skipinu út. Þarna er gert ráð fyrir 79 metra löngu skipi. Herjóifsmenn segja útlit skipsins byggt á þessari teikningu. Frumdrög að útliti Herjótfs, sem Sigurður Karlsson hannaði. Skipatæknihf.: lensk hönnun ,JÞað var vorið 1987 sem stjórn um með stjóm Heijólfs hf. var Herjólfs óskaði eftir því við mig að staöa fyrirhugaðrar nýsmíði rædd. Skipatækni hf. tæki að sér aö vera Þá var upplýst að ríkisstjómin tæknilegur ráðgjafi fyrirtækisins myndi líklega leggja til að smíðað við íyrirhugaöa smíöi nýs skips," yröi minna skip sem yröi 68-70 sagði Báröur Hafsteinsson, fram- metralangtístaö79metraskipsins kvæmdastjóri Skipatækni hf„ viö sem búið var að bjóða út. DV. Þessi frumdrög að útíiti skipsins „JafiifVamt þessu ákvaö stjóm féfiu í góöan jarðveg hjá stjóm Heijóifs hf, að fá danska skiparáð- Heijólfs og var Skipatækni hf. faliö gjafarfVrirtækiö Dwinger Marine- að vinna frekar að hönnun sem consult A/S til að hanna nýtt skip. byggðist á þeim. Einnig var ákveöið Danska fyrirtækiö vann síðan ýms- aö reyna að nota í megindráttum ar tillögur í samvinnu við Skipa- þaö innra fyrirkomulag sem hann- tækni hf. sem endaði með hönnun aö hafði veriö fyrir 79 metra skipiö frá Dwinger á 79 metra löngu skipi. í framhaldi af þessu var þetta verk Smfði á þessu skipi bauö síðan síðan unniö af Skipatækni hf. og Skipatækni hf. út á alþjóðamarkaöi þá raiöað við 70,5 metra skip. Sig- sumariö 1989. Tæplega tuttugu til- urður Karlsson starfaðl meðal ann- boö bámst í þetta skip. arra sem undirverktaki hjá Skipa- Skipatækni hf. hafði í nokkur ár tækni við það verk. notað þjónustu hönnuðarins Sig- Skipatækni hf. var síðan falið aö urðar Karlssonar á ýmsum verk- bjóöa út smíöi skipsins sumariö um. Hann haföi í nokkum tíma 1990. Tæplega tuttugu tilboð bár- sýnt áhuga á því aö hanna nýjan ust. í febrúar 1991 var ákveðið að Heijóif. I desember 1989 haföi ég mæla með því viö samgönguráö- samband viö Sigurö varöandi herra aö 70,5 raetra skipið skyldi minna skip og stefhdum við að því sraíðaö. Skipatækni hafði, á eigin aö leggja fram frumdrög að minna kostnað, útfært þó nokkuð af verk- skipi áramótin ’89-’90. Þessi frum- hönnunarteikningum áöur en sam- drög Siguröar að útliti skipsins ið var um smíði skipsins. Þessar vom lögð fram á þessum fundi með teikningar keypti skipasmíðastöð- stjóra Heijóife 4 janúar 1990. in Simek A/S af fyrirtækinu." Á þessum fundi í Vestmannaeyj- -JSS Utlit skipsins unnið út frá danskri teikningu - segirMagnús Jónassonframkvæmdastjóri „Útht Herjólfs er ekki nákvæmlega eins og danska teikningin gerði ráð fyrir. Það er engu að síður unniö út frá henni og fyrirkomulag og annað er meira og minna tekið úr henni,“ sagði Magnús Jónasson, fram- kvæmdastjóri Heijólfs hf. í Vest- mannaeyjum. Magnús sagði að upphaflega hefði danska fyrirtækið Dwinger Marine Consult hannað 79 metra langt skip fyrir Heijólf hf. Danska fyrirtækið hefði gengið endanlega frá þeirri hönnun og síðan hefði verkið farið í útboö. Þegar þau tilboð hefðu legið fyrir hefðu stjómvöld saet að skipið væri of stórt og stytta þyrfti það um tíu metra. Það hefði farið þannig fram að Skipatækni, sem þá hefði unnið fyrir Heijólf aö undirbúningi framkvæmda við 79 metra skipið, hefði verið fengin til að minnka það niður í þá stærð sem ríkið gat sætt sig við. „Það er ekki okkar mál hver hjá Skipatækni vann þessa vinnu,“ sagði Magnús. „Það getur vel verið að Sig- urður Karlsson eigi hlut að þessu máh, því hann var að vinna hjá Skipatækni. En við höfum aldrei fengið Sigurð í vinnu við neitt. Útht skipsins byggir á þessari dönsku teikningu og Skipatækni er fengin til þess aö breyta því í samræmi við ofangreindar kröfur. Þess má geta að þegar Dwinger var aö hanna skip- ið þá vildum við hafa okkar tækni- legu ráðunauta og réðum því Skipa- tækni til þess. Það mætti alveg eins segja að Skipatækni hefði átt hlut í þeirri hönnun líka, en að sjálfsögðu var hún ekki titlaður hönnuöur, það er Dwinger sem var hönnuöur. Þetta er alveg eins og núna, að Siguröur á sjálfsagt einhveijar hugmyndir í þessu skipi, en Skipatækni er hönn- uðurinn, það era alveg hreinar hn- ur.“ -JSS Tilboð í Fjölbrautaskóla Suðurlands: Heimamenn lægstir Kristján Emarsson, DV, Selfossi: Fimm verktakar skhuðu tilboðum í byggingu síðari áfanga Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi. Tilboð vom opnuð 16. júní og ríkti mikil spenna meðal heimamanna þar sem þijú fyrirtæki utan svæðisins buðu í verkið. Lægsta tílboð reyndist vera frá Sigfúsi Kristinssyni, byggingameist- ara á Selfossi, 224,4 mhlj. króna. Kostnaöaráætlun var 256,08 millj. króna. ístak hf„ ReyKjavík, var með hæsta thboðið, 256,03 mhlj. kr„ eöa 99,98% af kostnaðaráætlun. Onnur thboð vom frá Selósi hf„ Selfossi, 244,4 milijónir, S-H verktök- um, Reykjavík, 233,4 mhljónir, og Hagvirki-Kletti hf„ 228,9 milijónir. Gólfflötur fyrirhugaðs húss er um 3000 m2 og samkvæmt lauslegum útreikningum kostar fermetrinn 85 þús. krónur ef miðaö er við kostnað- aráætlun. Samkvæmt thboði Sigfús- ar kostar fermetrinn 75 þús. krónur. Sigfús og hans menn byggðu fyrri áfanga fjölbrautaskólans. Arkitekt er dr. Maggi Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.