Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1992, Page 4
4
ÞRÍÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992.
Fréttir_________________________________________________________________________________dv
Nefndir Alþingis að störfum í ailt sumar:
Minnst 55 EES-frumvörp
verða afgreidd í haust
- þar af þrír bandormar sem ná til margra lagabálka
EES-frumvörpin
— skipting frumvarpa milli fastanefnda —
á o
Allsherjarnefnd P
Efnahags- og viðskíptan.
Félagsmálanefnd
Heilbr. og tryggingamn. V
Iðnaðarnefnd
Landbúnaðarnefnd f' 4
Menntamálanefnd y
■ • Æstmm
Samgöngunefnd
Sjávarútvegsnefnd
Umhverfisnefnd F' ^
A o
Utanrfkisnefnd W J
Rottur hjá Rússum:
Farmurinn skoðaður í dag
- rottugangur í skipum hér nánast einsdæmi
Menn urðu varir viö rottur í rússn-
eska verksmiðjuskipinu Bizon sem
landaði farmi sínum í Reykjavík í
síðustu viku.
Aö sögn Heimis Bjamasonar, starf-
andi héraðslæknis, kom ekkert óeðli-
legt fram við tollafgreiðslu á skipinu.
„Okkur bárust síðar fréttir af rottu-
gangi í skipinu. Við skoðun á skipinu
kom í ljós að þetta reyndist rétt. Við
gerðum þá strax ráöstafanir til þess
að skoða farminn sem kominn var á
land. Sú skoðun fer fram í dag.“
Heimir sagði rottugang í skipum hér
vera nánast einsdæmi.
Bizon flutti hingað þorsk, síld og
mjöl sem fer ýmist til vinnslu innan-
landseöaerlendis. -rt
„Jafnóðum og ráðuneytin hafa
gengið frá fylgifrumvörpum EES-
samningsins fá þingmenn þau send
til kynningar. Þessi frumvörp tengj-
ast öllum fastanefndum Alþingis þótt
flest þeirra heyri undir efnahags- og
viðskiptanefnd. Sum þessara fmm-
várpa em svokallaðir bandormar
sem fela í sér breytingar á mörgiun
lögum. Óhjákvæmilega veröa nefnd-
imar því að störfum í ailt sumar,“
segir Þorsteinn Magnússon, deildar-
stjóri nefndadeildar Alþingis.
Unnið verður í öllum fastanefndum
Alþingis í sumar til að hægt verði
að afgreiða EES-samninginn í haust.
Þingið mun hins vegar fyrst koma
saman 17. ágúst. Ljóst er aö afgreiða
þarf minnst 54 fylgifrumvörp með
sjálfum EES-samningnum, þar af
þijá bandorma sem ná til margra
lagabálka.
Að sögn Þorsteins hafa viðkomandi
ráöuneyti nú þegar sent frá sér hand-
rit að flestum fylgifrumvörpum.
Ljóst sé hins vegar að önnur verði
fyrst tilbúin seint í haust.
„Við sendum nefndunum þessi
fmmvörp núna til að flýta fyrir um-
ræðum og afgreiðslu í haust. Vænt-
anlega munu nefndirnar haga störf-
um sínum þannig að menn geti skot-
ist frá í frí en fundir verða hins veg-
ar haldnir reglulega í allt surnar,"
segir Þorsteinn.
-kaa
Mikil veöurblíða var á Akureyri i gær og fólk var viða léttklætt í bænum bæði við störf og leik. Fjölmargir notuðu
tæklfærið og brugðu sér í sund og sólbað og var fjölmenni á sólpöllunum við sundlaugina og þar í kring.
DV-símamynd
í dag mælir Dagfari
Afvegaleitt listaverk
Afar merkilega frétt mátti lesa í
Morgunblaðinu á sunnudaginn þar
sem sagt var frá ákvörðun borgar-
stjómar að breyta listaverkinu Sól-
fari við Sæbraut. Þetta listaverk
þekkja allir vegfarendur í Reykja-
vík og Dagfari veit ekki betur en
að þetta sé hið ágætasta listaverk
og hafi notið sín takk bærilega á
þessum stað.
En menningarmálanefnd höfuð-
borgarinnar hefur hins vegar lagt
til að umgjörð verksins verði end-
urhönnuð í samráði við handhafa
höfundarréttarins en höfundurinn
sjálfur er látinn. Nefndin telur sem
sé aö umgjörö verksins sé orðin
hluti af listaverkinu sem því miður
skerði fmmmerkingu og höfunda-
reinkenni Sólfarsins. Síðan segir:
„í greinargerð Gunnars B. Kvar-
an (sem er forstöðumaður lista-
safna Reykjavíkur) kemur fram að
greinilegt sé að verkið Sólfar standi
of lágt auk þess sem steinveggur
skyggi óþarflega mikið á verkið,
séð frá Sæbraut. Súlumar framan
við þrengi að verkinu og byrgi
áhorfendum sýn. Auk þess sé ljóst
að súlumar, sem menningarsögu-
lega hafi mjög skýrar táknfræðileg-
ar tilvísanir, geti truflað og jafnvel
afvegaleitt merkingu verksins.“
Til nánari skýringar á þessum
úthstvmum segir áfram í greina-
gerð Gunnars:
„Hætta er á því að áhorfendur
túlki súlurnar sem öndvegisúlur
sem breyti inntaki bátsformsins í
eins konar víkingaskip. Þá sé enn-
fremur hætta á að súlumar virki
líkt og hlið eða inngangur inn á
svæði verksins."
Að iokum segir:
„Vert er einnig að minna á að
hönnuðimir hafi gert undirstöðu
verksins hringlaga en frummyndin
sem varðveitt sé á Kjarvalsstöðum
hafi ferhymda undirstöður í dökk-
um lit.“
Af þessari greinargerð er ekki
hægt að draga nema eina ályktun,
sem sé þá aö listaverkið, sem stend-
ur viö Sæbrautina, sé alls ekki það
listaverk sem fólk sjái á þessum
staö. Þetta er eitthvað allt annað
listaverk. Þar að auki er ljóst að
vegfarendur hafa alls ekki séð lista-
verkið, bæði vegna þess að stein-
veggur skyggir á þaö ef maður
stendur á bak við steinvegginn og
svo hins vegar vegna þess að súl-
umar framan við Ustaverkið
þrengja að verkinu og byrgja áhorf-
endum sýn.
í raim og vera er ekki nóg að aka
um Sæbrautina til að horfa á þetta
listaverk, sem stendur alltof lágt
og stendur ekki á réttum undir-
stöðum og sést alls ekki vegna
umgjörðarinnar, heldur verður
maöur að fara út á Sundin til að
sjá það út frá réttum sjónarhóli.
Listaverkið er sem sagt sett þama
niður af þeim sem settu það niöur
til aö það nyti sín frá sjó séð, en
þaö hefur hins vegar gleymst að
gera ráð fyrir að fólk úr landi geti
virt listaverkið fyrir sér.
Það er auðvitað afleitt til afspum-
ar fyrir menninguna í landinu ef
listaáhugamenn veröa að stinga sér
til sunds til að geta skoðað menn-
inguna og menningarsagan er lítils
virði ef menningarsögulegar súlur,
sem hafa táknfræðilega merkingu,
trufla og afvegaleiða merkingu
sjálfs verksins sem hefur alls ekki
þessa þýðingu. Og það er til lítils,
ef ekki til einskis, að reisa listaverk
viö Sæbrautina ef það sést ekki eða
breytir um merkingu ef það sést!
Forstöðumaður listasafnanna í
Reykjavík fór á bak við steinvegg
við Sæbrautina og uppgötvaði að
hann sér ekki listaverkið ef hann
er á bak við steinvegginn. Þessu
verður að breyta. Dagfara datt í
hug að skynsamlegt gæti verið að
fjarlægja steinvegginn en ekki
hstaverkið, en forstöðumaðurinn
og menningarmáianefndin vhja
frekar breyta umgjörð verksins til
að það sjáist þótt maður standi á
bak við steinvegg. Borgarstjóm
hefur falhst á þá lausn.
Alvarlegast er þó að áhorfendur
geta dottið í þann fúla pytt að halda
að súlurnar séu öndvegissúlur og
haldi jafnvel að bátsformið á hsta-
verkinu sé eins konar víkingaskip.
Þetta er vitaskuld algjör misskiln-
ingur vegna þess að súlumar eru
ekki súlur og báturinn er ekki bát-
ur og fólk má alls ekki misskUja
listina með þessum hætti, ef það á
annað borð sér hstaverkið eins og
það kemur fyrir augu þeirra sem
hafa vit á hstaverkum. Listaverk
hafa ekkert gUdi nema þau sjáist
og séu skoöuð meö þeim hætti aö
það sem maður sér er ahs ekki það
sem maður sér.
Þessu þarf að breyta og það strax.
Dagfari