Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1992, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1992, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992. Fréttir Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra: Aðalskipulag Hveragerðis endurskoðað: HótelBláfell: Erillinn mætti að ósekju „Möguleikamir eru margir,“ segir bæj artæknií'ræðingur byrja fyrr á vorin - segja Guðný Gunnþórsdóttir og Skafti Ottesen hótelhaldarar Nýlega var samþykkt í bæjarstjórn Hverageröis að láta fara fram endur- skoðun á aðalskipulagj bæjarins inn- an tveggja ára. Viðræður standa yfir við arkitekta um það. Að sögn Guð- mundar Baldurssonar bæjartækni- fræðings er ætlunin að skipulagið muni endurspegla Hveragerði sem ferðamanna- og garðyrkjubæ enn meir en það hefur gert hingað til. „Hveragerði hefur sérstöðu meðal íslenskra sveitarfélaga hvaö snertir ferðaþjónustu og garöyrkju. Við ætl- um að auka þá sérstöðu í framtíð- inni. Möguleikamir eru margir. Við erirni með hverasvæði í miðjum bænum sem gæti laðað miklu fleiri að heldur en það gerir í dag. Það þarf heilmikið að gera fyrir svæðið áður en hægt verður að sýna það ferðamönnum. Einnig er ætlunin að efla heilsuræktarstarfsemi í Hvera- gerði,“ sagði Guðmundur í samtah við DV. Hugmyndir eru einnig uppi um að byggja golfvöll við Hveragerði og hafa einkaaðilar verið fengnir til að undirbúa það. Þá er ætlun bæjaryfir- „Bærinn er ekki í vanskilum við neinn í dag,“ segir Guðmundur Baldursson, bæjartæknifræðingur Hveragerðis, í samtali við DV um stöðu mála í bænum. DV-mynd JAK valda að hressa upp á Hengilssvæðið. „Hengilssvæðið er eitt skemmtileg- asta útivistarsvæði landsins. Við höf- um áhuga á að virkja það betur með hestaleigu, gönguferðum og fleiru,“ sagði Guðmundur. Síðustu 12 ár hefur íbúum Hvera- gerðis íjölgað um 500 og í dag eru þeir um 1600. Að sögn Guðmundar hefur hægt á fjölguninni síðustu tvö ár. Nokkuð er um að Hvergerðingar sæki vinnu til Reykjavíkur, Selfoss og Þorlákshafnar og sagði Guðmund- ur það vera í meira mæh en hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Vegna mikiha framkvæmda síð- ustu ára í Hveragerði hefur bærinn ekki haft olnbogarými í ár. Guð- mundur sagði að tekist hefði að rétta peningastöðuna við og meiri háttar framkvæmdir gætu hafist á ný innan fárra ára. Að sögn Guðmundar kom síðasta ár vel út fjárhagslega og horf- ur væru á því sama í ár. „Staðan er þannig að Hveragerðisbær er ekki í vanskilum við neinn í dag,“ sagði Guðmundur að lokum í samtah við DV. -bjb Þau hýsa fólkið af götunni. Guöný Gunnþórsdóttir og Skafti Ottesen, hótel- haldarar á Breiðdalsvík. DV-mynd GVA „Sumarið leggst vel í okkur. Það rætist alltaf úr þessu upp úr miðjum júní. Þá koma útlendingamir. Erill- inn mætti að ósekju byrja aðeins fyrr á vorin,“ segja hjónin Guðný Gunn- þórsdóttir og Skafti Ottesen en þau eiga og reka Hótel Bláfell á Breið- dalsvík. Hótehð byggðu þau árið 1983 og hafa síðan þá haldið því opnu ahan ársins hring. Gistipláss er fyrir 28 manns, auk þess sem boðið er upp á mat á hótehnu. Guðný hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir matseld sína og hanga skjöl þess efn- is á veggjum hótelsins. Hjónin kappkosta að fá ferðamenn tíl að dvelja um hríð á Breiðdalsvík. Þau segja að í nágrenninu sé margt að sjá, auk þess sem hægt sé að stunda þar veiðar jafnt á sjó sem í Breiðdalsá. „Það er tílvahð fyrir höfuðborg- arbúa að skjótast hingað. Með bætt- um samgöngum er landið alltaf að minnka. Hingað má skjótast á 7 tím- um,“ segja Guðný og Skafti sannfær- andi. -kaa Miðað við túr- isma og túlípana Veiðieftirlitsmaður og Hólmavíkurlögregla skoða hin upptæku net. DV-mynd Guðfinnur Ólöglegnetí Steingrímsfirði Guðfinnur Fmnbogason, DV, Hólmavflc í eftirhtsflugi Sigurgeirs Sig- mundssonar veiðieftirhtsmanns og Hólmavíkurlögreglu l.júh varð vart við ólögleg net í Steingrímsfirði. Flogið var með strandlengjunni frá Hrútafirði að Gjögri um morguninn. Lagt var hald á samtals fjögur net þar sem búnaði var áfátt, möskva- stærð ólögleg og merkingar skorti. Ekki er vissa fyrir því hverjir eiga þama hlut að máh. Fiskur var ekki í netunum. Grænn Tuborg í Ríkið Bjórinn Grænn Tuborg (Gron ruborg), sem margir þekkja frá Dan- mörku, er væntanlegur á markað hér á landi upp úr 20. júh. Fuhtrúi Tuborg-verksmiðjanna var hér á landi á dögunum og bragðaði þá á blöndu af þessum miði hjá Ölgerð- inni Agh Skahagrímssyni. Hann var hrifinn af íslensku útgáfunni af þeim „græna“ og gaf grænt ljós á átöppim. Styrkleiki Græns Tuborgs er 4,6 prósent að rúmmáh og verður hann seldur á dósum og flöskum sem verða nákvæmlega eins og þær dönsku. -hlh Siglufjörður og Skagaflörður: Verður samein* ast í sorpeyðing- armálunum? Samningar að takast við nýjan verktaka Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyrt Fjölbrautaskóh Norðurlands vestra á Sauðárkróki hefur átt í geyshegum húsnæðisvandræðum og hefur vegna aðstöðuleysis orðið að vísa frá nemendum sem sótt hafa um skólavist. Framkvæmdir við 1. áfanga bók- námshúss skólans hófust á sl. ári en verktaki sá sem sá um smíði hússins varð gjaldþrota. Að sögn Snorra Bjöms Sigurðssonar bæjarstjóra á Sauðárkróki em samningar að tak- ast þessa dagana við Trésmiðjuna Borg um að taka að sér smíði 1. áfangans. Þá hefur verið rætt um að flýta smíðinni um eitt ár þannig að hægt verði að taka húsið í notkun haustið 1994. Fyrsti áfangi bóknáms- húss skólans er um 1800 fermetrar. Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Ég tel ekki að sorpeyðingarmáhn séu í neinum sérstökum ólestri hjá okkur en ég viðurkenni að þau era ekki í sem allra bestu lagi,“ segir Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, en sveitarfélög í Skagafirði huga nú að framtíðar- lausn þessara mála og þá hugsanlega í samvinnu við Siglufjörð. „Það sem við erum að velta fyrir okkur er að öh sveitarfélögin hér í Skagafirði geti í samvinnu við Siglu- fjörð fundið hehdarlausn í þessu máh og við höfum óskað eftir aðstoð umhverfisráðuneytisins um gagna- öflun varðandi vinnslu málsins. Sá kostur, sem mjög er ræddur, er að koma upp sorpbrennslustöð á Hofs- ósi og væri um leið hægt að nýta orkuna th húshitunar þar,“ sagði Snorri Bjöm. Hann segir að best sé að brenna sorpið við háhita en spumingin sé hvort það sé ekki of dýrt. Snorri Bjöm sagðist þó ekki sjá að urðun sorpsins væri hagkvæm- asti kosturinn. Sauðkrækingar hafa urðað sorp sitt á Reykjaströnd, skammt utan bæjarins og ekki væm allir ánægðir með þá tilhögun. Hann vhdi þó ekki taka undir orð þeirra sem halda því fram að sorpeyðingarmálin á Krókn- um séu í ólestri, þótt vissulega mætti ýmislegt betur fara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.