Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1992, Qupperneq 21
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992.
41
Fréttir
Ökuleikni ’92 á Húsavík:
íslandsmeistarinn
í öðru sæti
- keppni var frestað um tvo daga vegna moldroks
Brynjar M. Valdimaisson, DV, ökuleikiii ’92:
Þegar hefja átti ökuleikni á Húsa-
vík var þvílíkt moldrok að varla var
stætt á keppnisplaninu. Varð því að
fresta keppni. Tveim dögum seinna
fór hún fram í besta veðri enda varð
árangur eftir því. Sigurveraramir í
báðum flokkum hjólreiðakeppninn-
ar fóru brautina villulaust.
í eldri flokki var það Emil Kári
Ólafsson sem fór brautina á 31 sek-
úndu og í yngri flokki Gunnar Jóns-
son á 34 sekúndum. Kristján Þór
Magnússon varð annar í eldri flokki
með 43 refsistig og Magnús Halldórs-
son þriðji með ellefu stigum meira.
Annar í yngri flokki var Hanna Reg-
ína Bjömsdóttir með 74 refsistig og
einu stigi meira í þriðja sæti varð
Níels Guðmundsson.
Karlaflokk ökuleikninnar vann
Magnús Hermannsson með 154 refsi-
stig. íslandsmeistarinn frá því í fyrra
varð í öðru sæti, hann Guðmundur
Salómonsson, með 165 refsistig og
Óskar Tryggvason fékk bronsið með
176 stig. I kvennaflokki varð Freyja
Ingólfsdóttir hlutskörpust og Sigurð-
ur Hrafnkelsson í flokki byrjenda.
Gefendur verðlauna í ökuleikni
vora Bílaleiga Húsavíkur og Sjóvá-
Almennar. Fálkinn, reiðhjólaversl-
un í Reykjavík, gaf sem fyrr verð-
launin til hjólreiöakappanna.
Verðlaunahafar í ökuleikninni á Vopnafirði. Sigurvegarinn, Oddgeir Gylfason læknir, er annar frá hægri með böm-
in sín tvö fyrir framan sig.
Ökuleikni ’92 á Vopnafirði:
Góður árangur Sigur-
vins á reiðhjólinu
Brynjar M. Valdimarssan, DV-ökuleikiú ‘92:
Ökuleikni fór fram siðla sjómanna-
dags á Vopnafirði. Við, sem heyrum
alla daga um mikinn hita og sól, urð-
um fyrir nokkrum vonbrigðum þeg-
ar komið var á staðinn. Þar var kalt
og sólarlaust með nokkurri rigningu.
Keppnin fór fram við frystihúsið og
var hart barist í karlariðh ökuleikn-
innar. Aðeins eitt stig var á milli
Oddgeirs Gylfasonar og Einars Ó.
Einarssonar. Oddgeir fékk 196 refsi-
stig og sigraöi en Einar 197. Einar
Bjöm Runólfsson varð þriðji með 207
refsistig.
Sigurvin R. Leifsson sigraði örugg-
lega í eldri flokki reiðhjólakeppninn-
ar, fór brautina villulaust á 31 sek-
úndu sem telst einn besti árangur til
þessa. Niklulás Hjaltason varð annar
og Guðmundur Arason þriðji. Guð-
mundur Friðriksson sigraði í yngri
flokki með 76 refsistig, þá kom Sigm-
ar Arason með 79 refsistig og loks
Elmar Viðarsson með 90 stig.
Gefandi verðlauna í ökuleikninni á
Vopnafirði var Bílar og vélar og
Fálkinn gaf verðlaun sem fyrr í reið-
hjólakeppnina.
Ökuleikni ’92 á Siglufiröi:
Konurnar reyndust betri
Brynjai M Valdimaisson, DV, Ökuleikra '92:
Ökuieikni á Siglufirði fór fram í
blíðskaparveðri við bestu aðstæður.
Konumar stóðu sig ágætlega og
sýndu góðan árangur. Þar sigraði
Helga Lúðviksdóttir með 179 refsi-
stig, Birgitta Pálsdóttir varð önnur
með 214 stig og Kristín Pálsdóttir
þriðja með 267 stig. í byijendaflokki
var Kristín Þórðardóttir hlutskörp-
ust og Sigurður Benediktsson fór létt
með aö sigra í karlaflokki, enda
keppti hann einn!
Hjólreiðakeppnin fór fram á meðan
svarað var spumingum í ökuleikni.
í eldri flokki sigraði Bjöm Sighvats-
son með 59 refsistig, Jón Örn Gunn-
laugsson varð annar með 63 refsistig
og Svala Júlía Ólafsdóttir hreppti
bronsið. í yngri flokki hjólaði Lydía
Kristín Jakobsdóttir best, fékk 98
refsistig og Jóhannes Bjöm Arelakes
kom næstrn- með 101 stig.
Nokkrir yngri krakkar fylgdust
með keppninni á Siglufirði og dauð-
langaði tíl að vera með. Ákveðið var
að búa til auðveldari þrautir og lofa
þeim að reyna sig. Árangur var laus-
lega skráður en Höskuldur varð efst-
ur, Stefán annar og Aðalheiður
þriðja.
Gefandi verðlauna á Siglufirði var
veitinga- og spilastaðurinn Bilhnn.
Sigurvegararnir í eldri flökki hjólreiöakeppninnar á Húsavík.
Ökuleikni ’92 á Dalvík:
Konurnar fjöl-
menntu sem fyir
Brynjar M Valdimaisson, DV, ökuleikm ’92:
Konurnar á Dalvík fjölmenntu til
ökuieikninnar að venju. Keppni
þeirra var einnig mjög jöfn og endaði
með því að Arna Hafsteinsdóttir og
Kristín Sigurðardóttir skiptu með
sér fyrstu verðlaununum með 199
refsistig. Sólveig Jónsdóttir og Frey-
gerður Snorradóttir skiptu líka með
sér öðru sætinu með 233 refsistig og
Emeha Sverrisdóttir varð þriöja með
240 refsistig. í karlaflokki sigraði
Árni Júlíusson með 142 refsistig,
annar varð Guðmundur Freyr Hans-
son og Sævar Freyr Ingason þriðji.
Logi Siguijónsson sigraði í eldri
flokki hjólreiðakeppninnar með 45
refsistig, þá kom Gísh Birgir Ómars-
son með 47 stig og Amar Snær Rafns-
son varð þriðji með 53 stig. Harpa
Rut Heimisdóttir gerði sér lítið fyrir
og sigraði í yngri flokki hjólreiða-
keppninnar meö yfirburðum, hlaut
48 refsistig. Ómar Siguijónsson kom
annar með 62 refsistig og Vilhelm
Sigurðsson varð þriðji með 66 refsi-
stig.
Gefandi verölauna í ökuieikni var
Tréverk hf. á Dalvík og Fálkinn gaf
hjólreiðaverðlaunin.
Verðlaunahafar I yngri flokki hjólreiðakeppnlnnar á Dalvfk. Sigurvegarinn,
Harpa Rut Heimisdóttir, hefur þá Ómar Sigurjónsson og Vilhelm Sigurðs-
son sér við hlið.