Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1992, Blaðsíða 2
2 i ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1992. Fréttir Islensk kona, búsett 1 Palermo á Sikiley: Olýsanlegur hryllingur - segir Svava Magnúsdóttir um sprengjumorðin í Palermo „Það er allt í uppnámi hér. Það munar engu að fólk ráðist á stjóm- málamenn og embættismenn ef það kemst nálægt þeim. Fólk öskrar á þá og vill aö eitthvað verði aðhafst." Þetta segir Svava Magnúsdóttir um ástandið í Palermo á Sikiley í kjölfar sprengjumorða mafíunnar á Gio- vanne Falcone dómara í maí og Pa- olo Borsellino saksóknara fyrir rúmri viku. í sameiningu hafði þeim tekist að koma upp um og fá dæmda rúmlega 300 mafíósa. Svava, sem er gift ítala og hefur verið búsett á Sikiley í 25 ár, býr í fimm mínútna göngufjarlægð frá þeim stað sem Borselhno var sprengdur í loft upp ásamt fimm líf- vörðum sínum. Hún kveðst hafa komið að tilræðisstaðnum í fyrsta skipti í gær. „Ég fór til að aðstoða vinkonu mína, sem býr í blokkinni þar sem þetta gerðist, við að sækja þangað hluti. Mér hður enn hræðilega. Það er ekki hægt að lýsa þessu með orð- um. Þarna mátti enn sjá flygsur úr líkum á staðnum.“ Svava segir fyrstu sjö hundruð her- mennina af sjö þúsund manna her- hði frá Ítalíu vera komna til Sikileyj- ar. Hermennimir eiga að vinna með yfirvöldum á eyjunni gegn mafiunni. „Þeir sjást úti á götu tveir og fjórir saman. Þetta eru aht ungir piltar og ég hálfvorkenni þeim. Okkur líður samt betur af því að vita af þeim héma. Lífið heldur auðvitað áfram sinn vanagang en það kemur nú stundum upp í huga manns hvort Svava Magnúsdóttir. eitthvað gæti gerst þar sem maður er staddur." Að sögn Svövu má merkja hugar- farsbreytingu hjá almenningi sem mafian hefur hingað til algjörlega haft í vasanum. „Fólk er núna farið að þora að bera vitni því það er búið að fá nóg. For- setinn biður fólk um að gefast ekki upp og hvetur fólk í öhum störfum til að vera heiðarlegt. Spilhngin er ahs staðar og hefur verið áratugum saman. Það er þörf á mikilb hugar- farsbreytingu hjá þorra almennings. Þetta getur reynt á taugamar en ef maður htur bara á jákvæðu hhðam- ar er ágætt að vera hér. Bömin mín þijú segja reyndar að ómögulegt sé að búa hér vegna spillingarinnar. Þetta á ekki við mín böm og þau ætla að flytja héðan. Margir aðrir unghngar hafa lýst yfir því sama.“ í kjölfar morðsins á Borsellino hafa sjö saksóknarar sagt af sér en yfir- völd hafa hvatt þá til að halda áfram störfum. „Það er búið að benda á hverjir verða næstu fómarlömb. Or- lando, sem var borgarstjóri hér í mörg ár og tók á móti Vigdísi Finn- bogadóttur forseta, þegar hún kom hingað í heimsókn, er núna í Róm. Hann getur hvorki búið heima hjá sér né á hóteh heldur verður að haf- ast við í herbúðum. Það sama gildir um nokkra dómara. Vandamáhð er gífurlegt og yfirvöld vita ekki hvar á að byrja til að leysa það.“ -IBS Stöðumæli hefur verið komið fyrir við Alþingishúsið ð móti Dómkirkjunni. Það er svo sem ekki f frásögur færandi nema hvað stöðumælirinn er beint fyrir framan brunahana eins og sjá má á myndinni. Slíkt er ekki samkvæmt lögum og samkvæmt upplýsingum frá Bflastæðasjóði borgarinnar vita menn á þeim bæ af afglöpunum. Mun vera ætlunin að fjarlægja stööumæl- inn. DV-mynd JAK Gunnlaugur Stefánsson alþingismaður: Kemur ekki til greina að ganga svo nærri landbúnaði - mðiirskiirðurmn ekki ræddur í þingflokknum „Þessar thlögur hafa ekki verið ræddar í þingflokki Alþýðuflokksins. Þær geta verið prívatskoðanir ein- stakra manna. Það kemur ekki til greina að ganga svona nærri land- búnaðinum," sagði Gunnlaugur Stef- ánsson, alþingismaður fyrir Alþýðu- flokkinn á Austurlandi, um þær til- lögur sem komnar eru frá krötum í fjárlaganefnd sfjómarflokkanna. Gunnlaugur segir að verði gengið svo langt, það er tveggja milljarða niðurskurður í landbúnaði, verði sveitimar skUdar eftir í auðn. Hann sagði sjálfsagt að hagræða en það yrði ekki gert með öfgum og sveifl- um. „Það hefur farið fram skipulagður niðurskurður þar sem bændur hafa staðið fullkomlega við sitt,“ sagði Gunnlaugur. Hann sagði jafnframt að næst yrði að taka á mUliliðunum. Gunnlaugur sagðist vUja taka á þeim erfiðleikum sem við stæðum frammi fyrir með hátekjuskatti. Hann sagði að kjaradómsmáhð hefði sýnt fram á að margir-íslendingar hefðu mjög há laun. „Bændur þola ekki frekar skerðingu en aðrar stétt- ir,“ sagði Gunnlaugur Stefánsson. -sme Fjárlagagerðin til umræðu í ríkisstjóm í dag: Niðurskurður til landbún- aðar á annan milljarð - lokaáútgjaldarammaallraráðuneytanna Á ríkisstjómarfundi, sem hófst fyrir hádegi í morgun, var íjárlaga- gerð fyrir árið 1993 enn til umræðu. Stefnt er að því að loka útgjalda- ramma hvers ráðuneytis fyrir sig á fundinum í tengslum við ákvörðun um þorskveiðiheimUdir næsta árs. í framhaldi af því munu ráðherrar fá það verkefni að skera niður útgjöld og framkvæmdir sem tengjast mála- flokkum þeirra og þá með hhðsjón af tihögum fjárlaganefndar stjórnar- flokkanna. Gert er ráö fyrir að niður- skurðaráform einstakra ráðuneyta hggi fyrir þegar í næstu viku. Samkvæmt heinúldum DV verður landbúnaðarráðherra gert að skera niður á annan miUjarð í sínum mála- flokki. Er það nokkru meiri niður- skurður en önnur ráðuneyti verða látin sæta. Niðurskurðurinn nær einkum th niðurgreiðslna á landbún- aðarafurðir en einnig tU ýmissa stofnana sem heyra undir landbún- aðarráðuneytið. Enn mun vera tU umræðu aö Búnaðarfélag íslands og fleiri stofnanir fjármagni sig sjálf með því selja bændum þjónustu sína. Upphaflegar hugmyndir krata í landbúnaðarmálum gerðu ráð fyrir tveggja mUljarða niðurskurði en þeir munu hafa faUist á málamiðlanir gegn því að nauðsynlegri aðlögun sauðfjárframleiðslu að markaði verði ekki frestað. Þá krefjast þeir aukinnar aðlögunar mjólkurfram- leiðslu að markaði, tU að mynda með fækkun afurðastöðva. -kaa Jón Baldvin Hannibalsson: Bíðum eftir tillögum Þorsteins - Alþýöuflokkurinnsegisttilbúinníframtíöarlausn „Við bíðum eftir tUlögum sjávarút- vegsráðherra,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson seint í gærkvöldi. Þingflokkur Alþýðuflokksins kom saman tíl fundar í gærkvöldi þar sem fiskveiðimálin voru til umræðu. Engar samþykktir voru gerðar þar sem engar tUlögur höfðu borist frá Sjálfstæðisflokki. Á sama tíma fund- uðu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og á meðan á fundunum stóð töluðu formenn flokkanna aUa vega einu sinni saman í síma. Jón Baldvin sagði fiskveiðimáhð snúast nú um það að Þorsteinn Páls- son vilji að veidd verði 190 þúsund tonn af þorski og 35 þúsund þorskí- gUdistonn af öðrum tegundum, það er umfram tiUögur Hafrannsókna- stofnimar, og að Alþýðuflokkurinn vUji að 35 þúsund tonnin og 12 þús- und tonna kvóti Hagræðingarsjóðs verði seld. Kratar gera ekki kröfur um hátt verð - en þeir gera kröfur um að það verði eitthvað, aha vega til að mæta rekstrarkostnaöi Haf- rannsóknastofnunar. Jón Baldvin Hannibalsson sagði frekari útfærslu á sölu viðbótarkvót- anna bíða tvíhöfðanefndarinnar til nánari útfræslu - það er ef sjálfstæð- ismenn eru tilbúnir að leysa þessi mál tU framtíðar með krötum. „Okkur þætti það nokkurs virði, ekki síst fyrir þessa ríkissijóm sem á erfiða tíma framundan, ef lausnin við þorskbrestinum fæh í sér aht í senn, að vísa veginn til frambúðar- lausnar og að auðvelda okkur lausn fjárlagavandans. Þetta teljum við að sé hægt að gera.“ í samtölum við þingmenn og aðra ráðherra Alþýðuflokksins kom í ljós að staða málsins er talin viðkvæm og að þeir leggja mikið upp úr að veiðUeyfagjald verði innleitt með einhverjum hætti við úthlutun á kvóta Hagræðingarsjóðs og þeim veiðiheimUdum sem teknar verða umfram tiUögur fiskifræðinga. Kratar vUja líka að þessum veiði- heimUdum verði að hluta stýrt tU að jafna áfalhð í byggðunum. í gærkvöldi virtust þingmenn og ráðherrar Alþýðuflokksins búast við tUlögum frá sjálfstæðismönnum á fundinum í dag - en s vo verður ekki. -sme/-kaa Ríkisspítalamir: Starfsmenn f á niðurfelld rannsó ar- og göngudeildargjöld Starfsmenn Ríkisspítalanna verða eftirleiðis undanþegnir göngudeUdar- og rannsóknargjöld- um. Erindið var samþykkt í stjórnar- nefnd Ríkisspítalanna fyrir skömmu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem er- indi af þessu tagi er tekið tU af- greiðslu en fram til þessa hafa þau hlotið neikvæða afgreiðslu. Starfs- menn Rfldsspítalanna eru rösk tvö þúsund. Þeir starfsmenn sem hafa í hyggju að notfæra sér niðurfellingu gjalda verða að sýna auðkenniskort. Ámi Gunnarsson, formaður stjómar Ríkisspítalanna, sagði erfitt að gera sér grein fyrir um hve háa fjárhæð væri að ræða en tók fram að hann hefði lagt á það mikla áherslu að vandlega yrði fylgst með kostnaði sem af þessu leiddi. „Tillaga þessa efnis var t.d. lögð fram árið 1990 en þá var henni hafn- að. Nú era aðstæður þannig að stjómendur spítalanna eru að leggja mjög mikið aukaálag á starfsfólkið. Því höfum við kannaö hvað hægt sé að gera til að koma tíl móts við það.“ Almennt göngudehdargjald er kr. 1500 fyrir þá sem greiða fuUt gjald. Aldraðir og öryrkjar greiða kr. 500. Rannsóknargjald er kr. 600 fyrir þá sem greiða fuUt en aðrir greiða kr. 200. -ask

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.