Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1992, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1992. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Suðvestanátt óskast Grínistar fara á kostum þessa dagana í gervi fræði- manna. Veðurfræðingur telur, að aukin suðvestanátt hafi meiri áhrif á nýliðun þorsks en stærð hrygningar- stofnsins hafi. Annar telur, að Skeiðarárhlaup í byrjun árs skipti meira máli en stærð hrygningarstofnsins. Erfitt verður að framfylgja þessum upplýsingum, þótt þær kunni í sjálfu sér að vera réttar. Stjórnmála- menn gætu í bjartsýni talið sér trú um, að bjarga megi þorskstofninum í vetur með vænni kjarnasprengingu í Vatnajökli, en torveldara verður að stjórna vindum. Þeir, sem setja fram kenningar af þessu tagi, eru ekki að biðja um að vera teknir alvarlega. Kenningar þeirra styðja þó það margendurtekna sjónarmið, að stærðfræðihkön fiskifræðinga spanni ekki yfir mjög stóran hluta dæmisins, sem þeim er ætlað að leysa. Hvert lóð á þessa vogarskál styður allt aðra röksemd en þá, sem beitt er af hálfu grínista í gervi fræðimanna og einnota stjómmálamanna, sem þora ekki að horfast í augu við vandann. Ónákvæmni fiskifræðinnar er ekki röksemd með auknum aflaheimildum, heldur skertum. Því minna öryggi sem er í reiknilíkönum fiskifræð- inga, því varlegar verður að fara í aflaheimildir. Því víðari sem skekkjumörkin eru í reikningunum, þeim mun minna getur komið úr úr dæminu, ekki 175 eða 150 þúsund tonn af þorski, heldur enn minna. Ef líkur á suðvestlægri vindátt og vetrarhlaupi í Skeiðará væru teknar inn í reiknilíkönin, kæmi ekki út hærri niðurstaða, heldur lægri. Óvissan verður meiri, skekkjumörkin víðari, öryggisfrádrátturinn hærri, og niðurstaðan innan við 100 þúsund tonn. Þeir, sem mest flagga kenningum um, að fiskifræðin sé léleg, fiskifræðingar lélegir og reikningsaðferðir þeirra lélegar, átta sig ekki á, að allar þessar röksemdir leiða til þeirrar niðurstöðu, að þjóðin hafi ekki ráð á að veiða eins mikið og fískifræðingarnir leggja til. Sárt er að skera niður tekjumöguleika og auka líkur á harmleikjum í atvinnulífinu. Slíkt er þó skárri kostur en að spilla möguleikum þjóðarinnar til lífsviðurværis í nálægri og fjarlægri framtíð. Þjóðin hefur ekki efni á að leyfa sér að lifa bara í deginum í dag. Ein mynd íslenzkrar óskhyggju er, að hugsanleg skekkja hljóti að vera í þá átt, sem dreymandinn vill, að hún verði. Þetta sameinar einnota ráðherra, hags- munagæzlumenn af Vestfjörðum og grínista í gervi vís- indamanna. Því tala menn um 190 eða 230 þúsund tonn. Deilumar um, hvort réttara sé að veiða 190 eða 230 þúsund tonn af þorski á næsta ári, fjalla um misjafna ofveiði. Á grundvelli takmarkaðra upplýsinga mæltu fiskifræðingar með 150 og 175 þúsund tonnum. Af örygg- isástæðum er rétt að fara nokkuð niður úr þeim tölum. Ef þjóðin vildi horfast í augu við vanda sinn, mundi hún ekki leyfa meiri veiði en 100 þúsund tonn til að taka sem minnsta áhættu af hugsanlegu hruni helztu auðhndar sinnar. í stað þess er hún að tala um 190 eða 230 þúsund tonna þorskafla í rússneskri rúlettu. Kjörorð óskhyggjumannsins er: „Það lafir meðan ég lifi“. Þetta kjörorð er að baki umræðunnar um, að ekki sé fullt mark á fiskifræðingum takandi og að rétt sé að leyfa nógu mikinn afla til að ekki þurfi að taka á öðrum vandamálum í þjóðfélaginu, svo sem smábyggðaröskun. Eðlilegt err að óskhyggjumenn snúi sér nú til veður- fræðings síns og biðji hann um að útvega suðvestanátt, svo að hringekja óskhyggjunnar geti snúizt áfram. Jónas Kristjánsson Ónýtt stjómunarkerfi: „öðru hvoru verða menn aö fórna, kvótakerfinu eða landsbyggðinni. m.a. í greininni. - Flóknara er það ekki,“ segir Kristinn Misiöfn áhrff Það sem stendur upp úr allri umræðunni um niðurskurð á þorskveiði næsta fiskveiöiárs er að stjómkerfið er handónýtt. Þegar skerða á þorskkvótann verulega en aðrar kvótategundir ekki veldur stjómkerfiö þvílíkri mismunun milli útgerðarstaða að stjómmála- menn sjá ekki út úr þeim vanda. Tillögur Hafrannsóknastofnunar þýða að aflaheimildir á Vestfiörð- um skerðast um rúm 11% en auk- ast um 1,15% í Reykjavík svo dæmi séu tekin. Það er, skellurinn af minnkandi þorskveiði lendir á sumum en öðrum ekki. Niðurskurður þorskveiða hefur hlutfallslega sömu áhrif hvort sem ákvörðunin verður 175 þús. tonn, 190 þús. eða einhver önnur tala lít- ið eitt hærri. Þetta verður betur ljóst þegar at- hugað er hvað sjávarútvegur er stór þáttur í atvinnulífi einstakra staða og kjördæma. í Reykjavík er hlutur sjávarútvegs einungis 3% af ársverkum og þar er þorskurinn aðeins um 24% af aflanum skv. tölum vegna ársins 1990. Þriðjungs niðurskurður þorskkvóta í Reykja- vík þýðir líklega vel innan við 1% fækkun ársverka eða um 100. Það er hverfandi á vinnumarkaði sem er 47.140 ársverk. í Hafnarfirði er sjávarútvegur innan við 8% árs- verka og þar er þorskaflinn um 40% af afla Hafnfirðinga. Á báðum þessum stöðum er uppi- staöan veiði á öðrum kvótategund- um en þorski og aukin veiði á þeim er fljót að eyða áhrifum af niður- skuröi á þorski. Aðrir staðir á höfuðborgarsvæð- inu, Kópavogur, Garðabær, Sel- fiamarnes, Bessastaðahreppur og Mosfellsbær, eru þannig settir að varla er hægt að tala um sjávarút- veg þar. Áhrif af miklum niður- skurði í þorskveiðum yrðu hverf- andi á höfuðborgarsvæðinu. Annað yrði uppi á teningnum víða á landsbyggðinni. Á Vestfiörð- um eru ársverk í sjávarútvegi frá 30-60% á útgerðarstöðum þar og þorskurinn er 50-70% af aflanum. Þar eru störfin vegna veiða og .vinnslu á þorski mjög mörg og störfin í öðrum atvinnugreinum tiltölulega fá. Áhrifin af miklum niðurskurði í þorskveiðum yröu gífurleg. Búseturöskun með handafli Ef beita á kvótakerfinu við þessar Kjallaiiim Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður aðstæður jafngildir það ákvörðun um að fækka fólki á landsbyggð- inni og fiölga því á höfuöborgar- svæðinu. Þeir sfiómmálamenn sem einungis vilja skerða þorsk- kvótann en ekki gera aðrar ráðstaf- anir til að breyta áhrifunum af þeirri sömu ákvörðun em einfald- lega að taka ákvörðun um stór- fellda búseturöskun á næstu árum. Sú stefna er framkvæmd með því að beita sfiómkerfi kvótans, það er með handafli, en er ekki afleið- ing þess að náttúruleg skilyrði vestfirskra sjávarplássa hafi breyst til hins verra umfram aðra staöi. Helstu veiðisvæði þorsks em enn fyrir utan Vestfirði eins og verið hefur hingað til. Það hefur ekkert breyst og mun ekki breytast. Stjórnkerfi peninganna Fiskveiðisfiómunin, sem tekin var upp 1984, hefur ekki skilað okk- ur skynsamlegri sókn í þorskinn. Öll árin frá 1984 til 1990 var veitt langt umfram tillögur fiskifræð- inga, allt upp í 60% eitt árið. Kvóta- kerfið er í eðli sínu ekki fiskveiði- sfiómun heldur skömmtunarkerfi réttinda sem gengur kaupum og sölum. - í því er fiskurinn ekki aðalatriðið heldur peningarnir. Það hefur að meginmarkmiði að ávaxta peninga en ekki varðveita fiskistofna. Kvótakerfi hefur víðar verið reynt, t.d. í EB. Framkvæmda- stjóm EB sendi frá sér skýrslu í desember sl. um framvindu sjávar- útvegsstefnu EB. Þar kemur fram að markmiðið með stefnunni „hef- ur frá upphafi verið að tryggja skynsamlega nýtingu fiskistofna" en niðurstaðan er: „í skýrslu fram- kvæmdasfiórnarinnar kemur m.a. fram að taka verði núverandi kvótakerfi til endurskoðunar þar sem kerfið hefur orsakað nánast sfiómlausa ásókn í fiskistofna og að mikið af undirmálsfiski er hent fyrir borð með þeim afleiðingum að sumir stofnamir séu nú aðeins um 15% af því sem þeir vom fyrir um 20 árum“ og „á þeim tíma sem hðinn er frá samþykkt sjávarút- vegsstefnunnar, hafa helstu vanda- mál sem steðjað hafa aö sjávarút- vegi í EB verið hrun fiskistofna". Þetta kemur fram í skýrslu utan- ríkisráöherra til Alþingis um utan- ríkismál frá mars 1992. Staðan er þannig að ekki er hægt að gera hvort tveggja í senn að út- hluta veiði skv. kvótakerfinu og viðhalda byggðinni. Til þess er of htlu að skipta. Öðm hvom verða menn aö fórna, kvótakerfinu eða landsbyggðinni. - Flóknara er það ekki. Fyrir mér er vahð einfalt, sfiómkerfi er fyrir fólk en ekki öfu'gt. Vandamál sjávarplássa þar sem helsta útgerðarfyrirtækið er að fara á hausinn er ekki gjaldþrot- ið sjálft, þótt erfitt sé, heldur hitt að rétturinn til að sækja á miðin er til sölu hvert á land sem er. Vandamáhð er sfiórnkerfið en ekki fólkið sem býr í sjávarplássunum. Þaö þarf meiri sögumann en Miinchhausen til að sannfæra þjóðina um annað. Kristinn H. Gunnarsson „Kvótakerfiö er í eöli sínu ekki fisk- veiðistjórnun heldur skömmtunarkerfi réttinda sem gengur kaupum og sölum. í því er fiskurinn ekki aðalatriðið held- ur peningarnir.“ >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.