Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1992, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1992.
Fréttir
Þjófnaður á loftpressu fyrir hátt í eina miUjón kærður til RLR:
Þjóf urinn sendi skeyti
og kvaðst hafa tækið
- sagði eiganda að greiddi hann ekki skuld seldi hann loftpressuna
Verktaki á höfuðborgarsvæöinu
hefur kært þjófnað á loftpressu að
andvirði hátt í eina raiUjón króna
sem hann segir að stohð hafi verið
við Hótel Loftleiðir í síöustu viku.
Verktakinn telur að hér sé bæði um
þjófnað að ræða og fjárkúgun vegna
meintrar skuldar.
Eftir aö loftpressan var numin á
brott barst verktakanum skeyti frá
þeim aðila sem þama var að verki.
Þar sagði m.a. að pressunni yrði skil-
að um leið og greiðsla færi fram á
meintri skuld, 270 þúsund krónum,
fyrir undirverktakavinnu.
„Þetta er mikið tjón þvi fram-
kvæmdir stöðvuðust í nokkra daga,“
sagði verktakinn sem ekki vill láta
nafns síns getið.
„Þessi maður hafði hótað mér áöur
en loftpressan var tekin. Eftir að
pressan hvarf kom skeyti til mín þar
sem maðurinn viðurkenndi aö hafa
tekiö hana en fór fram á að ég greiddi
honum 270 þúsund krónur. Þetta á
að vera reikningur fyrir ýmislegt
sem hann á að hafa unnið fyrir mig.
Hann vann fyrir mig áður og það er
hugsanlegt að ég skuldi honum ein-
hveija peninga, 100 þúsund eða svo,
en það hefur ekkert með loftpressuna
að gera. Þetta er því tilraun til fjár-
kúgunar. Maðurinn hefur sagt að
honum sé alveg sama - hann selji
bara pressuna ef ég borgi ekki. Þetta
er eins og í Ameríku þar sem menn
fara inn í fyrirtæki og segja aö ef svo
og svo mikið sé ekki borgað þá hafi
menn verra af,“ sagði verktaídnn.
Málið er nú í rannsókn hjá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins. Sami verk-
taki segir svipaða atburði hafa gerst
áður. Til að mynda hafi vinnupöllum
verið stohð frá fyrirtæki hans á síð-
asta ári. Einnig hafi um 6 þúsund
metrum af mótatimbri verið stohð
frá honum. Þau mál voru kærð en
eru óupplýst.
Samkvæmt upplýsingum frá RLR
er orðið þekkt nú orðið í þjóðfélaginu
að borgarar kæri hhðstæð mál þar
sem „menn innheimta kröfur meö
sínu lagi“ - eins konar handrukkan-
ir. Þar sé um hrein og klár lögbrot
að ræða.
Samkvæmt heimildum DV var
brotist inn á bifvélaverkstæði nýlega
þar sem bifreið var numin á brott.
Þar mun bifvélavirkinn hafa krafist
hærri greiðslu fyrir viðgerð en bíl-
eigandinn sætti sig við. Bíllinn mun
þá hafa átt að vera læstur inni þar
th greiðsla bærist. Var þá brotist inn
og bíllinn tekinn.
-ÓTT
Helgarsamdráttur hjá Sveini bakara:
Nokkrum versl-
unum lokað
um helgar
- „afleiðing klukkubúðanna,“ segir Sveinn
„í mörgum verslunum mínum hef-
ur orðið samdráttur í helgarsölu um
helming. Ég tel þetta vera afleiðingu
af opnun klukkubúðanna þar sem
fólk getur fengið mjólk og brauö aha
daga langt fram á kvöld," sagði
Sveinn Kristdórsson bakarameistari
í samtah við DV. Hann hefur í fyrsta
skipti þurft að grípa th þess ráðs aö
loka nokkrum verslunum Sveins
bakara á sunnudögmn. Um verslun-
armannahelgina reiknar hann með
að hafa 5 eða 6 verslanir sfnar lokað-
ar. Sveinn segist ekki finna fyrir
sölusamdrætti á virkum dögum.
Um helgina voru útibú Sveins bak-
ara lokuð í Nýjabæ, Skipholti,
Laugavegi 20 og Borgarkringlu.
„Það verður með einhverju móti
að bregðast við breytingum í við-
skiptum. Þetta er þróunin. Verslun-
arrekstur hefur breyst með tilkomu
þessara svoköhuðu klukkubúða sem
hafa opiö aha daga fram að mið-
nætti. Ahur rekstur er erfiður í dag
og ég hef orðið að minnka fastakostn-
að,“ sagði Sveinn.
Aðspurður sagðist hann ekki
reikna með að þurfa að loka útibúum
eða fækka starfsfólki. Ahs eru 17
verslanir Sveins bakara á höfuðborg-
arsvæðinu. -bjb
PatreksQörður:
Verið er að lengja viðlegukantinn á hafskipabryggjunni á Patreksfirði
um 55 metra. DV-mynd sme
Framkvæmt
af kappi
í sumar
Sigurjón M. Egilsson, DV, Patreks&röi:
Miklar framkvæmdir eru á Pat-
reksfirði í sumar. Þar ber helst að
nefna lengingu viðlegukants á haf-
skipabryggjunni. Kanturinn verð-
ur lengdur um 55 metra. Með leng-
ingunni stórbatnar aðstaða fyrir
kaupskip og stærri fískiskip.
Verið er að leggja svokahað kald-
malbik á ahar helstu götur, sam-
tals rúmlega tuttugu þúsund fer-
metra.
Björn Gíslason, oddviti Patreks-
hrepps, segir að verið sé aö byggja
ahs átta íbúðir fyrir aldraða Pat-
reksfirðinga og eins er unnið við
grunnskólann. Bjöm segir þetta
vera helstu framkvæmdirnar á
þessu sumri en að auki er talsvert
umviðhaldsframkvæmdir. -sme
í dag rnælir Dagfari
Halldór hættir ekki
DV skýrði frá því í uppsláttarfrétt
í síðustu viku að Halldór Blöndal
landbúnaðarráöherra hefði hótað
að segja af sér ef ríkisstjómin og
kratamir héldu því th streitu að
lækka fjárframlög th landbúnaðar-
ins. Lesendur ráku upp stór augu
vegna þess aö er ekki daglegt brauð
að ráðherrar taki mál sín svo alvar-
lega að þeir hóti að segja af sér af
þeirra sökum. Venjulega gefa ráð-
herrar skít í málefnin, svo framar-
lega sem þeir halda stólunum, og
má þá einu ghda hvort þeir verða
undir eða ofan á í átökum innan
ríkisstjómar eða á þingi.
Það hefur að vísu veriö nefnt í
sambandi við kvótamáhn að Þor-
steinn Pálsson verði að segja af sér
eða þá að forsætisráðherra verði
að biðjast lausnar fyrir hans hönd
ef ekki fiimst samkomulag í kvóta-
málum. En Þorsteinn segir sjálfur
að það hafi ekki einu sinni hvarflað
að honum að hætta, hvað þá að
hann hafi hótað því og sú afstaða
er íslendingum gamalkunn. Ráð-
herrar segja ekki af sér að óþörfu.
Þess vegna vakti það athygh þeg-
ar kvisaðist að Hahdór Blöndal
hefði hótað að segja af sér ef pen-
ingamir th landbúnaðarins væm
skertir. Mönnum finnst manndóm-
ur í svona klárri afstöðu.
Nú er þaö reyndar þannig að
búvörasamningur var gerður við
bændastéttina fyrir nokkrum
árum þar sem ríkisvaldið lofaði að
ausa áfram peningum í landbúnað-
inn meðan landbúnaðurinn aölag-
aði sig nýjum neysluháttum og
markaöslög- málum. Samningur-
inn bhvur hafa menn sagt þegar
þjóðin og kratar hafa verið að
kvarta og kveina undan greiðslu-
byrðinni th landbúnaðarins.
Nú er hins vegar komið að þvi
samkvæmt samningnum sjálfum
að draga skal úr greiðslum th land-
búnaðarins. Nú er aðlöguninni lok-
ið, nú eiga bændur ekki rétt á nið-
urgreiðslum og fjárframlögum th
jafns við það sem þeir hafa haft á
undanforum áram. En þá bregöur
svo við að landbúnaöarráðherra og
sjálfsagt bændasamtökin öh neita
að viðurkenna búvörusamninginn.
Vhja ekki fara eftir honum og þeg-
ar kratamir í ríkisstjóminni vísa í
samninginn segir Hahdór Blöndal
stopp og stendur vörö um landbún-
aðinn.
Það var í þessu átakamáh sem
sagt var að Hahdór hefði hótað að
hætta. En svo kom leiðrétting eða
athugasemd frá Hahdóri í blaðinu
daginn eftir þar sem sagt var að
Hahdór hefði aldrei hótað að hætta.
Hann neitar því að hafa hótað aö
hætta og er reiður blaðinu fyrir að
flytja þessa frétt án þess að bera
hana undir hann sjálfan.
Ekki er ástæða til að rengja það
sem ráðherrann segir sjálfur. Ef
hann vih ekki hætta er það öragg-
lega alveg rétt að hann vhl ekki
hætta. Það era hins vegar von-
brigði fyrir þá sem hafa trú á Hah-
dóri og gerðu sér vonir um að hann
hefði hótað að hætta og mundi
standa við það. Ef Hahdór hafnar
því að hafa hótað að hætta bendir
nefnhega flest th þess að Hahdór
sé alveg eins og aðrir ráðherrar og
muni halda áfram í ríkisstjóminni
hvað sem málefnum landbúnaöar-
ins hður. Þjóðin mun því hafa Hah-
dór áfram í ráðherrastóh, hvort
sem landbúnaðurinn lifir þessa
krísu af eða ekki.
Bændur gerðu samning við ríkis-
valdið. Sá samningur er kahaður
búvörasamningur. Vandamáhð,
sem nú blasir við, er í því fólgið aö
nú þarf að standa við búvörasamn-
inginn sem hefur það í for með sér
að landbúnaðurinn geldur þess að
hafa gert búvörasamninginn.
Landbúnaðarráðherra hefur staðið
vörð um þennan búvörasamning
meðan þetta var góður samningur
fyrir bændur en ráðherrann ætlar
sem sé ekki að taka mark á samn-
ingnum þegar hann er bændum
óhagstæður. Án þess þó aö hóta að
hætta þótt kratamir hóti þvi að
halda sig við samninginn. Þetta
getur auðvitað endað með því að
kratamir hóti að hætta ef hætt
verður við aö standa við búvöra-
samninginn sem þýðir þá aö ríki-
stjómin flosnar upp með Hahdór
Blöndal innanborðs sem vih frekar
að aörir hætti ef hætt verður við
að standa við samninginn.
Því miður era engar líkur á því.
Það hefur enginn hótaö að hætta
eða hætt við að hóta við að hætta
og hætt er við að þjóðin sitji áfram
uppi með ráðherra sem mimu aldr-
ei hætta fyrr en þjóðin sjálf segir
þeim að hætta.
Dagfari