Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1992, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1992. 5 Fréttir Ný skýrsla útvarpsréttamefiidar: Fjöldi skammtímaleyf a hef ur margf aldast - fimm einkaútvarpsstöðvar hafa hætt rekstri Skýrsla útvarpsréttamefndar fyrir tímabiliö 1. október 1988 til 31. desember 1991 kom nýlega út. Kjör- tímabil annarrar útvarpsréttar- nefndar var hálfnað um síðustu áramót. Sú fyrsta hóf störf 1. jan- úar 1986 þegar rekstur ljósvakam- iðla var gefinn frjáls. í nýútgefínni skýrslu er að finna ýmsar fróðlegar upplýsingar. Frá 1. janúar 1986 til loka síðasta árs voru alls gefin út 212 leyfi vegna útvarpsrekstrar til lengri eða skemmri tíma. Á sama tímabili voru gefin út 13 leyfi vegna sjónvarpsrekstrar en 6 þeirra voru í gildi um síðustu áramót. Síöan þá hefur eitt leyfi verið gefið út vegna kristilegrar sjónvarpsstöðv- ar. Um áramótin voru í gildi 10 lang- tímaútvarpsleyfi. Af þeim voru að- eins tvö úti á landi, annars vegar Hljóðbylgjan á Akureyri og Rás Fás á Saúðárkróki hins vegar. Frá ára- mótum hefur fjöldi langtímaleyfa tekið breytingum. Kristilega út- varpsstöðin Alfa og Stjaman hættu rekstri og ný stöð var stofnuð upp úr þeim tveim sem einnig ber heit- ið Stjaman og er kristileg. Eins og sagt var frá í DV í síðustu viku hætti Hitt 96 rekstri eftír tvo mán- uði „í loftinu". Frá upphafi árs 1986 er það fimmta útvarpsstöðin í eigu einkaaðila sem hættir rekstri. Áð- ur vom það Útvarp Rót, Ljósvak- inn, Aifa og gamla Stjaman. Þegar skoðað er yfiriit yfir útgef- in skammtímaleyfi fyrir skóla- og tækifærisútvarp kemur margt merkilegt í ljós. Á umræddu tíma- bili hefur fjöldinn margfaldast. Alls hefur verið útvarpað á 42 stöðum á landinu frá 1. janúar 1986 til síð- ustu áramóta. Á öllu höfuðborgar- svæðinu var 46 sinnum veitt skammtímaleyfi til útvarpsrekstr- ar. Miðað við mannfjölda telst það ekki mikið í samanburði við Vest- mannaeyjar. Þar hefur 18 sinnum verið gefið leyfi fyrir útvarpi. Aðrir duglegir útvarpsstaðir em Kefla- vík, Selfoss, Hella, Akureyri, Sauð- árkrókur, Isaflörður og Akranes. Oftast em þessi útvarpsleyfi til framhaldsskólanna. Jarðarfararútvarp í Bolungarvík Útvarpsréttamefnd hefur fjórum sinnum veitt útvarpsleyfi tíl Bol- ungarvíkur og þrjú þeirra em vegna jarðarfara. Er það nokkuð sérstakt nema hvað ein kirkja í Aðaldal í Þingeyjarsýslu hefur langtímaleyfi til að útvarpa kirkju- athöfnum um sveitina. Skamm- tímaleyfin hafa dreifst nokkuð um landið en óneitanlega standa Norð- lendingar upp úr. Þess má geta að oftast er um endurnýjun útvarps- leyfa að ræða. Auk Stöðvar 2 höfðu fimm aðilar leyfi til sjónvarpsrekstrar um síð- ustu áramót. Þeir em Sýn, Aust- firska sjónvarpsfélagið, Skúli Páls- son á Olafsfirði, Vilhelm Árnason í Ólafsvík og Eyfirska sjónvarpsfé- lagið. -bjb Hamranes við Hafnarfjörð: „Þjófar“ á Skoda eknir niður - ökumaður jeppans kærður Jeppi ók harkalega aftan á Skoda á vinnusvæöi fyrir ofan Hafnarfjörð á fóstudagskvöld. Ökumaöur jeppans er umráðamaður á svæðinu og hélt fólkið í Skodanum vera í ránsferð og hugðist stöðva það með þessum hættí. Fólkið var að grennslast eftir gijótí til hleðslu. Það hefur lagt fram kæra á hendur jeppamanninum. Máhð er í rannsókn hjá rannsóknar- lögreglunni í Hafnarfirði. Atvikið gerðist á afleggjara af Krísuvíkurvegi í átt að gömlu minka- búi við Hamranes. Fyrir afleggjaran- um er keðja en að þessu sinni lá hún niðri. Fólkið var á leið til baka í Skod- anum eftir aö hafa tekið grjót í garð- inn sinn. Fyrr en varði kom jeppi á eftír því og var ekið harkalega aftan á Skodann. Við áreksturinn fór jepp- inn út af en Skodinn varð eftir uppi á veginum. Bílamir em báðir nokk- uð skemmdir. Engin meiðsl urðu á fólki. Þar sem nokkuð hefur borið á inn- brotum á svæðinu að undanfómu hélt jeppaeigandinn að í Skodanum væm þjófar á ferð. Svo reyndist ekki vera í þetta skiptið eins og að ofan greinir. -bjb Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, lét sig ekki muna um aö slá með orfi og Ijá þegar hann heimsótti Árbæjarsafn um helgina. Hann bar sig fagmannlega að við sláttinn enda vanur vinnu til sveita. Á sama tíma hafði Halldór Blöndal, núverandi landbúnaðarráð- herra, þann starfa með höndum að huga að niðurskurði i landbúnaðarráðu- neytinu. Þar leggja kratar á Ijáinn en eitthvað mun það leggjast illa i ráð- herrann aö beita orfinu. DV-mynd kaa Garðabæjarkaupstaöur: Keypti söluturn vegna óláta Garðabæjarkaupstaðiu- hefur tek- ið á leigu húsnæði við Hrísmóa 4 í bænum þar sem sölutumin Hrístorg var til húsa. Sölutumin hætti rekstri í vor. Eftir að íbúar fyrir ofan sölu- tuminn skiluðu fyrir ári inn undir- skriftalistum um hávaða- og óláta- kvörtun vegna rekstursins fóru bæj- aryfirvöld að íhuga yfirtöku hús- næðisins. íbúamir óskuðu eftir því að sölutuminum yrði lokað. Húsnæðið stendur autt um þessar mundir. Að sögn Inghmmdar Sigur- pálssonar bæjarstjóra stendur til að leigja húsnæðið út undir annars kon- ar rekstur en sjoppurekstur. Bæjar- sljórinn vonaðist eftir'einhvers kon- ar skrifstofurekstri. Garðabær keypti lager söluturns- ins fyrir um 300 þúsund krónur og gekk inn í leigusamning. Á sömu hæð em skrifstofur sýslumanns og sagði Ingimundur að verið væri að kanna þann möguleika að sýslumað- ur gætí nýtt sér húsnæðið sem sölu- turninn var í. Umrætt húsnæði er um 70 fermetrar að stærð. -bjb Afréttir á Mývatnsöræfum: Miklar gróðurskemmdir - segir landgræðslustjóri „Þetta leit þannig út að augljóst er að þarna höfðu orðið miklar gróður- skemmdir í náttúruhamfórunum í júní,“ segir Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri sem í síöustu viku fór í skoðunarferðir ásamt landbúnað- arráðherra um afrétti á Mývatnsör- æfum. „Það var náttúrlega afskap- lega óheppilegt eins og ástandið var viðkvæmt að ekki skyldi nást sam- starf um að fresta upprekstrinum." Landgræðslustjóri kveðst hafa rætt við bændur og sveitarstjóra og segir hann einhug um að starfa sam- an að því að leysa þau vandamál sem fyrir hendi em. Að sögn land- græðslustjóra hefur nefndin, sem skipuð var af landbúnaðarráði fyrr í sumar til að gera landgræðslu- og landnýtingaráætlun fyrir Skútu- staðahrepp, enn ekki lokið störfum. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.