Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1992, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1992. Útlönd Nýmúsagildra notarnýjustu hátækniístað ostbitans Breskt fyrirtæki hefur sett nýja tegund músagildru á markaðinn. í stað gamla og góða ostbitans notar nýja tækið innrauða ljós- geisla og tölvutækni til að góma dýrin. Framkvæmdastjóri fram- leiðslufyrirtækisins segir að búist sé við mikilh eftirspurn eft- ir músagildrunni. Reuter Ford F 250 disil 4x4, árg. '86, VSK bíll. V. ca 1000 þ. staðgr. MMC Lancer GLXi, grár, árg. '91, ek. 15 þ. km. V. 910 stgr. Bronco XLT, árg. ’88, ek. 30 þ. km, vill sk. á F. Explorer ’91-’92 + pen. Mazda 3231.3, hvit, ek. 59. V. 670. aS\t og betri bllasa/g „_ ^bIlasala garðars) BORGARTÚN11 - 105 REYKJAVlK SlMAR 196154 16085 sem kalla sig „Nýaldarferöa- langa“ neituðu í gær að hlýða fyrirskípunum lögreglunnar í Wales um að yfirgefa svæði óar sem þeir héldu ólöglega hátíö um helgina. Lögreglan ákvaö að fara mjúku leiðina að hippunum enda þótt hún hafi fullt leyfi til að flytja þá og farartæki þeirra á brott með valdl. Tæplega átta þúsund manns komu upphaflega á stað- inntilað taka þátt í trylltri veisiu þar sem dansað var alia nóttina við undirleik háværrar tónlistar. Slíkar veislur haíá leitt til átaka núlli hippa og sveitafólks á Bret- landi. Lech Walesa réttarhöldum Lech Walesa, forseti Póllands, hvatti til þess í gær að réttarhöld- um yfir helstu glæpaforingj um landsins yröi sjónvarpaö og að lögreglu yröu veitt sérstök völd til að reyna að stemma stigu við vaxandi glæpastarfsemi í Pól- landi. „Ég verð að viðurkenna að eftir eitt og hálft ár á forsetastóli sér lítinn árangur af baráttu minni gegn glæpum,“ sagði Walesa við saksóknara ríkisins í sjónvarpi. ilíBMyliir fmw gA uæmuur i yrir vi nemenda Pyrrum skólastjóri í Japan hef- ur verið dæmdur J skilorðsbund- ið fangelsi í tengslum við dauða tveggja nemenda sem starfsmenn skólann gengu í skrokk á. Dómarinn sagði að refsingar ættu fullan rétt á sér til að við- halda aga en að þessu sinni hefðu þær gengið of langt. Reuter LEIKSKÓLINN YLUR Waldorf-leikskólinn í Lækj- arbotnum hefur nokkur pláss laus. Uppl. í síma 814285 milli kl. 10 og 12. NÚ í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI OFURMINNI! Einföld aðferð sem allir geta notað. Þessi aðferð er nýkomin frá USA og hefur ekki verið kennd fyrr á Islandi. Við erum tilbúnir að láta þér í té upplýsingar sem eiga eftir að gjörbreyta lífi fjölda fólks! Upplýs- ingar er munu breyta lífi þínu til frambúðar! Upplýs- ingar sem hafa aldrei komið fram á íslandi! Einnig munum við gefa þér upp eina leyndarmálið sem er til um hraðlestur, hvernig þú getur unnið bug á sviðsskrekk, feimni, óframfærni og hvernig minnið getur veitt þér tekjur. Hvernig þú getur náð ótrúlegum árangri í íþróttum og miklu meira! Þú færð þetta allt í bókinni „Instant minni" fyrir aðeins kr. 1.550. Hringdu í (>ú 682-343 og pantaðu þér eintak í dag. Fjöldi fólks hefur misst ástvini sína í átökunum um Sarajevo. Stríðið í Bosníu-Hersegóvínu: Símamynd Reuter Ekkert miðar í viðræðunum Nýjasta tilraunin til að koma á friði í Bosníu-Hersegóvinu rann út í sandinn í gær er leiðtogi íslama, Haris Silajdzic, neitaði með öllu að ræða um að lýðveldinu yrði skipt upp. Silajdzic þvemeitaði einnig að ræða máhn fyrr en vopnhlé hefði verið gert. Það er Jose Cutileiro sem er sátta- semjari í viðræðum hinna stríðandi aðila en fundurinn fer fram í Lund- únum á vegum Evrópubandalagsins. Er verk Cutileiro ekki auövelt því að ekki hefur einu sinni verið hægt að koma á vopnahléi. Leiðtogi Serba í viðræðunum var mun bjartsýnni og sagði að Corteillo hefði lagt fram drög að stjómarskrá þar sem kveðið væri á um að alþjóð- legir dómstólar fylgdust með að mannréttindi væri virt í Bosníu- Hersegóvínu. Einnig var lagt til aö lýðveldinu yrði skipt upp til að draga úr þeirri togstreitu sem er á milli þjóðarbrota þar. í nótt og í morgun var enn barist í Sarajevo eins og verið hefur und- anfama þrjá mánuði. Stórskotaárás var gerð á Hrasnohverfiö og einnig varð Dobrinja illa úti. Starfsmenn flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna hafa sakað serbneskar sveitir um að reyna að múta sér til að flytja íslama frá Bos- níu. Serbneskir hermenn munu hafa sagt við starfsmennina að slæmir hlutir myndu gerast ef þeir myndu ekki flytja 10.000 íslamska flótta- menntilKróatíu. Reuter Eiturlyfj akóngurinn gengur enn laus: Þrir herforingjar reknir Cesar Gavira, forseti Kólumbíu, rak þijá háttsetta herforingja í gær í kjölfar fiótta eiturlyfjakóngsins Pablos Escobars úr fangelsi í síðustu viku. Herforingjamir em meðal þeirra embættismanna sem kennt hefur verið um flótta eins hættuleg- ast glæpamanns heimsins. Starfandi yfirmaður flughersins og stjómandi fangelsins þar sem Esco- bar sat inni hafa þegar sagt af sér eða veriö reknir vegna málsins. Gavira forseti gaf út tilskipun í gær þar sem herforinginn Gustavo Pardo var settur á eftirlaun. Herfylki hans gætti fangelsisins og gögn í höndum stjórnvalda sýna aö herforinginn sló því á frest að hertaka fangelsið. Sá sem stjórnaði aðgerðunum á staðn- um var einnig rekinn svo og yfirmað- ur fangelsismála. Þrátt fyrir flóttann em fjölmiðlar í Kólumbíu bjartsýnir á að Escobar verði fljótlega aftur kominn á bak við lás og slá. Hann hefur boðist til að gefa sig fram gegn ákveðnum skil- yrðum. Hann viE m.a. fá einkaklefa og að alþjóðleg sveit gæti fangelsis- ins. Stjómvöld hafa hvatt Escobar til að gefast upp skilyrðislaust en segj- ast þó reiðubúin aö ganga að tveimur skilyrðahans. Reuter Bandarísku forsetakosningamar: Bush reynir að nota Saddam Hussein George Bush, forseti Bandaríkj- anna, sagði í gær að bandarískir kjósendur ættu að greiða honum at- kvæði í forsetakosningunum í haust Cna9Z tiwrnthwl Copyr1»t by CAHTOONEWB Inc, N.Y£, UBA George Bush hvetur nú bandariska kjósendur til að greiða sér atkvæði þar sem hann kunni réttu tökin á Saddam Hussein. Teikning Lurie þar sem hann kynni tökin á Saddam Hussein. Lagði hann áherslu á hversu vel honum hefði gengið í ut- anríkismálum. Vopnin gætu þó snú- ist í höndunum á honum því að bandarískur almenningur er nú minntur á að Hussein er enn við völd í írak. Forsetaframbjóðandi demókrata, Bill Clinton, og varaforsetaefni flokksins, Albert Gore, gagnrýndu nyög Bush um helgina. Sögöu þeir að bandaríska stjómin hefði verið búin að koma sér í mjúkinn hjá Sadd- am Hussein fyrir innrásina í Kuwa- it. Clinton, sem er á kosningaferða- lagi í Kalifomíu, reyndi að beina at- hyglinni að innanríkismálum og sak- aði repúblikana um að nota siðferðis- mat til að etja Bandaríkjamönnum hveijum á móti öðrum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.