Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1992, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1992. AfmæH Vilhj álmur Pálsson Vilhjálmur Pálsson, vörður í Austurbæjarútibúi Landsbanka ís- lands, Naustahlein 15, Garðabæ, er sjötugm-ídag. Starfsferill Vilhjálmur er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp á Óðinsgötu 11. Hann gekk í Austurbæjarskólann. Vilhjálmur var nokkur sumur í sveit á Gýgjarhóli í Biskupstungum og eitt sumar í Víðinesi á Kjalar- nesi. Hann vann sem sendisveinn hjá SiUa og Valda á unglingsárum og ennfremur við garðyrkju og ýmsa aðra vinnu til 1942 er hann hóf akstur hj á Vörubílastöð Þróttar. Vilhjálmur keyrði hjá Þrótti um hríð, var sjö ár við akstur strætis- vagna hjá Strætisvögnum Reykja- víkur, ók á Sendibílastöðinni hf. og Vöruflutningamiðstöðinni og við akstur leigubifreiða hjá Steindóri og Hreyfli. Hann starfaði síðar hjá Fjöðrinni í samtals tíu ár, var um tíma þjá Vökh og hjá Blossa í niu ár. Vilhjálmur hefur verið vörður í Austurbæjarútibúi Landsbanka ís- lands frá 1987 en er að láta þar af störfum fyrir aldurs sakir. Vilhjálmur hefur starfað mikið sem áhugamaður fyrir AA-samtök- in síðstliðin tuttugu og þijú ár og stofnaði fyrstu opnu deildina. Fjölskylda Vilhjálmurkvæntist 28.10.1943 Valgerði Oddnýju Ágústsdóttur, f. 22.4.1924, starfsmanni í mötuneyti Múlaútibús Landsbanka íslands. Foreldrar hennar voru Ágúst Þor- grímur Guðmundsson, sjómaður frá Háamúla í Fljótshlíð, og kona hans, Guðný Pálína Pálsdóttir, húsfreyja frá Hlíðarenda í Fljótshlíð, þau bjuggu í Vestmannaeyjum og eign- uðustíjórtánböm. Böm Vilhjálms og Valgerðar Oddnýjar: Inga Indíana Svala Vil- hjálmsdóttir, f. 25.4.1943, húsmóðir og starfsmaður Borgarljóss, maki Páll Trausti Jörundsson, húsa- smíðameistari, þau eru búsett í Reykjavík og eiga fjögur böm, Val- gerði, Maríu, Vilhjálm og Brynju; Kára Hrönn Vilhjálmsdóttir, f. 20.6. 1947, húsmóðir og rekur Smárabak- arí ásamt eiginmanni sínum, maki Sigmundur Smári Stefánsson, bak- arameistari og rekur Smárabakarí, þau em búsett í Reykjavík og eiga þrjú böm, Guðlaugu, Guðnýju Hrönn og Styrmi Má; Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, f. 6.1.1953, hárskera- meistari og rekur Hársnyrtingu Villa Þórs, hans kona var Ásta Lo- vísa Leifsdóttir, látin, húsmóðir, þau eignuðust tvö böm, Daða Þór og Ástu Lovísu, Ásta Lovísa Leifsdóttir átti Jóninu Björk fyrir en Vilhjálmur Þór gekk henni í foðurstað, dóttir Vilhjálms Þórs og Guðríðar Ólafs- dóttur frá Blönduósi er Hödd, Vil- hjálmur Þór er búsettur í Kópavogi. Systkini Vilhjálms: Ragnar, lát- inn, loftskeytamaður og rafvirki í Reykjavík; Guðlaug Steinþóra, dó í bemsku; Níels, látinn, hárskera- meistari í Reykjavík; Öskar, látinn, vélvirki í Reykjavík, hans kona var Þóra Guðmundsdóttir; Kári, látinn, vélstjóri í Reykjavík; Sveinbjöm Hafsteinn, vélvirki í Reykjavík, maki Guðríður Guðmundsdóttir; Kristín, húsfreyja í Reykjavík, hennar maður var Pétur Gíslason, látinn, starfsmaður Mjólkurstöðv- arinnar; Jóhannes, látinn, bílamál- ari í Reykjavík; Þorsteinn, látinn, vélvirki í Reykjavík, hans kona var Ingibjörg Guðlaugsdóttir, húsfreyja; Guðlaug, húsfreyja í Reykjavík en dvelur nú á Reykjalundi, hennar maður var Bjöm Björnsson, látinn, bókbindari; Inga, dó í bernsku. Foreldrar Vilhjálms vom Páll Ingvi Níelsson, f. 24.11.1879, d. 5.8. 1934, mótoristi og vélsmiöur frá Lax- holti í Borgarhreppi, og kona hans, Elín Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 24.11.1879, d. 7.10.1971, húsfreyja, þau bjuggu í Reykjavík. Elín Guð- rún var fædd á Votmúlastöðum í Austur-Landeyjum en alin upp á Eystri-Skógum undir Eyjafjöllum. Ætt Hálfbræður Páls Ingva, samfeðra, vom Kristinn og Níels en þeir voru báðir bifreiðastjórar í Reykjavík. Níels var jafnframt einn stofnenda Flugfélagsins Vængja hf. í Reykja- vík og var síðar flugmaður hjá Loft- leiðum. Páll Ingvi var sonur Níelsar, bónda í Laxholti í Borgarfirði og síð- ar verkamanns í Reykjavík, Pálsson- ar, sýsluskrifara í Stykkishólmi og síðar útvegsbónda í Innri-Njarðvík, Sívertsen. Móðir Páls Ingva var Kristín Bjömsdóttir, ráðskona og síðar húsfreyja í Laxholti. Móðir Níelsar í Laxholti var Ingveldur ráðskona en hún var dóttir Þorsteins Þórðarsonar í Simbakoti á Stokks- Vilhjálmur Pálsson. eyri og Ingibjargar Nikulásdóttur. Elín Guðrún átti fimm hálfsystk- ini, samfeðra, en alsystkini hennar voru Indíana, Sveinbjöm, skip- stjóri, ogÞorbjöm, trésmíðameist- ari í Reykjavík. Elín Guðrún var dóttir Þorsteins, smiðs í Gerðakoti, Sveinbjömssonar, prests í Holti undir Eyjafjöllum, Guðmundsson- ar, hreppstjóra í Bæ í Borgarfirði, Torfasonar. Móðir Elínar Guðrúnar var Guðlaug Jónsdóttir. Móðir Þor- steins var Elín Ámadóttir, í Hafnar- firði, Helgasonar. Móðir Svein- bjöms var Guðrún Gísladóttir, í Langholti, Jónssonar. Vilhjálmur tekur á móti gestum á afmæhsdaginn í safnaðarheimili Langholtskirkjukl. 18-21. Jóhanna Þuríður Jónsdóttir, Klausturhólum 2, Skaftárhreppi. 85 ára Lilja Ingvarsdóttir, Álftarima 24,Selfossi. Sigríður Kristj ánsdóttir, Hlíf2, ísafirði. 70 ára 80 ára Jónas Halldórsson, Miðstræti 4, Bolungarvík. Þuríður Þorsteinsdóttir, Dvalarheimilialdraðra, Sauðár- króki. Jón Kristinn S veinsson, Stekkjarhvammi 42, Hafnarfirði. Guðmundur Yngvi Pálmason. Byggðarholti 13, Mosfeílsbæ. Gunnar öm Hámundarson, Lynghaga 14, Reykjavik. ............................. ValborgFríðurNíelsdóttir, Sveinn Saraúelsson, Ránarvöllum 13, Keflavík. Tjamarstíg 3, Selíjarnamesi. Randý Sigrún Guðmundsdóttir, Heiöarholti 42d, Keflavík. Ástrós Reginbafdsdóttir, Austurvegi 10, Grindavík. Guðrún Þ. Þórðardóttir, Reynihlíð 9, Reykjavík. Guðrún Kjartansdóttir, Hvassaleiti 10, ReyKjavík. Þórarinn Kjartansson, Mýrarási 15, Reykjavík. Inga Guðmundsdóttir, Borgarvegi33, Njarövík. 50 ára Auður Guðrún Ragnarsdóttir, Fellsási 5, Mosfellsbæ. Bryndis Jóhannsdóttir, Vörðu 17, Búlandshreppi. Diðrik Hjörleifsson, Hjaltabakka 14, Reykjavík. ERT ÞU ÖRUGGLEGA ÁSKRIFANDI? EINN BÍLL Á MÁNUÐI í ÁSKRIFTARGETRAUN Stefán A. Sigurðsson Stefán Ami Sigurðsson, umsjón- armaður íþróttahúss Keflavíkur, Heiðarbraut 14, Keflavík, er sextug- urídag. Starfsferill Stefán er fæddur í Merki í Borgar- firði eystra og ólst þar upp. Fljótlega eftir nám í bamaskóla fór Stefán að vinna fyrir sér. Hann stundaði nám við Sjómannaskólann í Reykjavík 1957-1958 og var sjómaður í 30 ár. Síðustu ár hefur Stefán verið um- sjónarmaður íþróttahúss Keflavík- ur. Fjölskylda Stefán kvæntist 1.1.1958 Þóranni G. Þórarinsdóttur, f. 6.6.1933, frá Húsatóftum í Garði. Foreldrar hennar: Þórarinn S. Guðmundsson, f. 17.7.18%, d. 30.12.1972, og Svein- borg J.P. Jensdóttir, f. 1.1.1894, d. 19.4.1970. Böm Stefáns og Þórunnar: Sigur- þór, f. 12.8.1957, maki Elsa Pálsdótt- ir úr Garði, f. 14.10.1960, og eiga þau tvö böm, Stefán Pál, f. 26.8.1982, og Þóra Björgu f. 24.8.1987; Unnar Sveinn, f. 19.1.1%2, hans kona er Stefán A. Sigurðsson. Maria Isabel Fisher frá Keflavík, f. 25.7.1965; UnaKristín, f. 12.2.1970, maki Trausti Már Hafsteinsson frá Keflavík,f.6.4.1%7. Systkini Stefáns vora 11 og era fimmþeirralátin. Foreldrar Stefáns voru Sigurður Einarsson, f. 5.7.1889, d. 7.12.1939, bóndi í Merki í Borgarfirði eystra, og Una Kristín Ámadóttir, f. 4.8. 1895, d. 21.4.1943. Stefán verður að heiman. Trausti Friðbertsson OG SIMINN ER 63 27 00 I afmælisgrein um Trausta Frið- bertsson sl. laugardag féll út nafn yngsta sonar Trausta, Friðberts. FriðbertTraustason, f. 4.10.1954, kerfisfræðingur hjá Reiknistofnun bankanna, er kvæntur Sigrúnu Skúladóttur lyfjatækni og eiga þau tvö böm. Andlát Oskar Bjartmarz Óskar Bjartmarz, fyrrverandi for- stöðumaöur, Seljahlið, Hjallaseli 55, Reykjavík, lést 15. júlí. Útfór hans fer fram frá DómkirKjunni í Reykja- vík á morgun kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hins látna vinsamleg- ast láti líknarstofiianir njóta þess. Starfsferill Óskar fæddist 15.8.1891 að Neðri- Brunná í Saurbæjarhreppi og ólst upp í Dalasýslunni. Hann varð gagnfræðingur frá Flensborgar- skóla i Hafiiarfirði 1913 og starfs- maður Löggfldingarstofunnar í ReyKjavík 1920-24 og forstöðumað- ur hennar frá 1925-61. Jafnframt stundaði hann búskap í tómstund- um. Óskar var einn af stofnendum Ferðafélags íslands, Hestamannafé- lagsins Fáks, Breiðfirðingafélagsins og Breiðfirðingaheimilisins hf. Ósk- ar var í stjómum þessara félaga meiraogminna. Fjölskylda Óskar kvæntist 5.10.1929 Guð- rúnu Bjamarson Bjartmarz, f. 4.9. 1901, d. 24.10.1977, húsfreyju. For- eldrar hennar vora Bjöm Bjamar- son, sýslumaður Dalasýslu, og Guðný Jónsdóttir húsfreyja en þau bjuggu á Sauðafelli. Böm Óskars og Guðrúnar: Bjöm Stefán Bjartmarz, f. 17.5.1930, maki HelgaElsa Jónsdóttir, f. 16.8.1931, þau era búsett í Reykjavík og eiga fjögur böm; Gunnar Bjartmarz, f. 22.10.1931, maki Sólveig Steindórs- dóttir Hjaltalín, f. 2.10.1927, þau era búsett í Reykjavík og eiga sex dæt- ur; Hilmar Bjartmarz, f. 25.11.1934, maki Þórdís Katla Sigurðardóttir, f. 21.11.1935, þau era búsett í Garðabæ og eiga þrjú böm; Freyr Bjartmarz, f. 10.3.1938, maki Margrét Hjálmars- dóttir, f. 27.5.1938, þau era búsett í Kópavogi og eiga fjögur böm. Oskar átti 7 systkini. Yngsta syst- irin, Sigrún, er ein lifandi og býr í Chicago í Bandaríkjunum, % ára aldri. Foreldrar Óskars vora Bjartmar Kristjánsson, f. 1.4.1855, d. 9.8.1940, bóndi að Neðri-Brunná, og Ingibjörg Óskar Bjartmarz. Guðmundsdóttir, f. 14.5.1851, d. 23.12.1939, húsfreyja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.