Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1992: Fréttir Fjárlagafrumvarp næsta árs til umflöllunar í stj ómar flokkunum: Óttablandin umræða um gerbreyttan Virðisauka - áformað að lækka tekjuskatt fyrirtækja um 700 milljónir Davíð Oddsson forsætisráöherra og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra á fundi i þingflokki Sjálfstæðisflokksins. DV-mynd JAK I tengslum við íjárlagagerðina er um það rætt meðal stjómarliða að taka upp tvískiptan virðisaukaskatt á næsta ári, 14 prósent og 22 pró- sent, og breikka stofninn. Ýmsar undanþágur og endurgreiðslur yrðu þá felldar niður. Á hinn bóginn er inni í myndinni að fella niður virðis- aukaskatt af tryggingastarfsemi og fleiru til samræmis við það sem tíðk- ast víða í Evrópu. Kvartað undan leka en sátt um halla Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa undanfarna daga haft til mn- flöllunar framkomnar hugmyndir að fjárlagafrumvarpi næsta árs. Rík áhersla hefur verið lögð á að þing- menn ræði þessar hugmyndir ekki við fjölmiðla. Af hálfu einstakra ráð- herra hefur meðal annars verið kvartað undan því hversu miklar upplýsingar hafi lekið til DV. Gert er ráð fyrir að þingflokkamir skili áliti sínu á væntanlegu fjárlaga- frumvarpi á næstu dögum. Enn hef- ur útgjaldarammanum ekki verið lokað en meöal stjórnarliða þykir ásættanlegt að fjárlagahalli næsta árs verði um 4 miiljarðar. Veröi það raunin má búast við að útgjöld ríkis- sjóðs næsta árið verði um 108 millj- arðar eða rúmum milljarði lægri en fjárlög yfirstandandi árs gera ráð fyrir. Ótti við hagsmunahópa Samkvæmt heimildum DV era ýmsir stjórnarhðar mjög uggandi út af fyrirhugaðri breytingu á virðis- aukaskattinum enda póhtískt við- kvæmt mál. Óttast menn meðal ann- ars hugsanleg viðbrögð verði Vask- urinn innheimtur af ýmiss konar hsta- og menningarstarfsemi. í ár er gert ráð fyrir að virðisauka- skatturinn skih ríkissjóði ríflega 40 mhljörðum í tekjur. Áf innheimtum skatti koma hins vegar á þriöja mihj- arð til endurgreiðslu og vegur þar þyngst endurgreiðsla vegna vinnu við íbúðarhúsnæði. Þá er sveitarfé- lögum og ýmsum opinberum fyrir- tækjum endurgreiddur skatturinn vegna kaupa á sérfræðiþjónustu, ræstingu, snjómokstri og fleiru. Tekjur ríkis verði 104milljarðar Samkvæmt heimhdum DV gerir fjármálaráðherra nú ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs á næsta ári lækki á annan mhljarð og verði um 104 mhlj- arðar. Meöal þess sem rætt er um er að lækka tekjuskatt fyrirtækja um 700 milljónir en í ár er gert ráð fyrir að skatturinn skih ríkissjóði ríflega 3,2 milljörðum. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir að tekjumar aukist um 1,5 milljarða með sölu ríkisfyrirækja og auknum arðgreiðslum frá Pósti og síma, Seðlabankanum og fleiri ríkisfyrir- tækjum. Inni í þessum áformum er sala Búnaðarbankans að hluta. Sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi þessa árs er gert ráð fyrir áð sala ríkisfyrir- tækja og arögreiðslur skih ríkissjóði samtals tæplega 3,3 milljörðum. Breyttur eignaskattur skili sömu tekjum Samkvæmt heimhdum DV er ekki gert ráð fyrir aö eignaskatturinn skih ríkissjóði auknum tekjum á næsta ári, en í ár á hann að skila tæplega 3,4 mihjörðum í tekjur. Sér- stakur fjármagnsskattur er ekki inni í myndinni en fyrirhugað er að breyta eignaskattslögunum fyrir áramót þannig að álagningarstuðlar lækki samhhða því að skattstofninn veröi breikkaður. Gangi þetta eftir mun eignaskatturinn hvorki hækka né lækka milli ára. Kratar vilja fjármagnsskatt Af hálfu fjármálaráðherra hefur sú hugmynd nú verið viðruð að eigna- tekjutengja lífeyrisgreiöslur. Af hálfu krata hefur því hins vegcir ver- ið hafnað nema til komi skattlagning á fjármagnstekjur. Á hinn bóginn hafa kratar varpað fram þeirri hug- mynd að vaxtabætur vegna hús- næðiskaupa verði skertar til þeirra sem tekju- og eignamestir em, en að óbreyttu stefnir í að þessar greiðslur aukist um hálfan milljarð mhh ára. Sátt um námslánaskerðingu Samkvæmt heimhdum DV er þó enn deilt um niðurskurðinn. Þannig hafa kratar hafnað þeirri tihögu menntamálaráðherra að ná 200 mhlj- ónum í auknar sértekjur með inn- heimtu skólagjalda í framhaldsskól- um landsins. Á hinn bóginn virðast kratar hafa sætt sig við að umdeild- um úthlutunarreglum um LÍN verði ekki breytt sem þýðir niðurskurð upp á 400 milljónir. -kaa Garöar, Óskar og Slgursteinn Óskar, hressir strákar á Raufarhöfn sem vildu ekki ræða neitt um „markatölur" í fótbolta. DV-mynd gk Hressir strákar á Raufarhöfn: Viljum ekki tala neitt um markatölur Gylfi Kristjánasan, DV, Akareyri: „Viö erum oft í fótbolta og keppum fyrir félagið okkar hér á Raufarhöfn sem heitir Austri. Við höfum keppt við stráka á Þórshöfn og Kópaskeri og þeir hafa ahtaf unnið. Við viijum ekki tala neitt um markatölur," sögðu þrír hressir strákar á Raufar- höfn sem urðu á vegi DV þar á dög- unum. Þeir heita Garðar Pálsson, Óskar Stefánsson og Sigursteinn Óskar Jó- hannsson Agnarsson og em á aldrin- mn 8-10 ára. Þeir sögðust hafa nóg að dunda sér við yfir sumarmánuð- ina annað en að vera í fótbolta. „Við emm mikið að leika okkur á híólun- um og svo förum við að veiða. Það er bæði hægt að veiða á bryggjunum hérna og svo er hægt að fara upp í vötn hér rétt hjá og veiöa bæði shung og lax ef maður er heppinn.“ Ný vél reynd í Hegranesinu ÞóihaSur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Um borð í Hegranesi standa nú yfir prófanir á aðgerðarvél sem Siguröur Kristinsson, uppfinningamaður og fyrrverandi lögregluþjónn á Sauðár- króki, hefur hannað. Hegranesið er nýfarið í aðra veiöiferð sína með að- gerðarvélina og hefur komið vel út. Hún gerir að öhum fiski frá 50-90 sm að stærð. Júlíus Skúlason skipstjóri sagöi að véhn gerði hstavel að en ýmis atriði þyrfti að sthla betur en væntanlega yröi ráðin bót á því í þessum túr. Vélin er fýrirferðarhth og hpur. Sigurður Kristinsson vinnur að hönnun vélarinnar í samvinnu við fyrirtækiö Kvikk hf. sem framleiðir og selur ýmsar vélar og tæki th sjáv- arútvegs. Lokahönnun á aðgerðar- vélinni áöur en hún fer í framleiðslu stendur nú yfir og er starfsmaður Kvikks um borð í Hegranesinu. Þremur bjargað er Guli klettur fórst: Enn er leitað aðbróður færeyska skipstjórans - björgunarstarf eríitt vegna mikils hvassviðris Færeyski báturinn Guh klettur fórst við Hvanney á Homafirði í gærmorgun með fjórum mönnum. Þrír menn björguðust en þess fjóröa, bróður skipstjórans, er enn leitað. Þyrla Landhelgisgæslunnar var strax kölluð út en hún bhaði þegar hún var komin að Vestmannaeyjum. Tvær þyrlur frá Vamarhðinu fóru þá strax austur ásamt flugvél Flug- málasfjómar. Báturinn strandaði á skeri sem er um fjörutíu metra frá landi. Neyöar- kah kom í gegnum loftskeytastöðina klukkan 8.50 og klukkan 9.20 var björgunarsveitin komin á strand- stað. Veður var mjög slæmt og sam- kvæmt mælingum á Hjarðamesi klukkan 9.00 að morgni mældist vindhraði 40 hnútar eða 8-9 vindstig að háaustan. „Um hálftíu erum við búnir að skjóta björgunarlínum út í bátinn. Annaðhvort vegna kulda eða þekk- ingarleysis gátu þeir ekki gengið frá línunum í bátnum. Við þetta urðu nokkrar tafir á bj örgunarstarfinu, “ sagði Kristján Friðriksson hjá Björg- unarsveitinni Höfn. „Talstöðvar- samband rofnaði strax og við reynd- um aö kaha th þeirra en það heyrð- ist htið vegna veðurhamsins." Fyrir utan björgunarmenn á landi vom þrír Sómabátar og lóðsbáturinn að reyna björgun frá sjó. Tveimur mannanna skolaði útbyrðis og tókst að ná öðrum þeirra um borð en hins er enn leitað. Hinir tveir létu sig fara útbyrðis og vom dregnir á hnunum í land. Menmmir vom ahir í björg- unarvestum. Þeir vom færðir th skoðunar á hehsugæslustöðina og fengu að fara að skoðun lokinni. „Aðstæður th björgunar vom erf- iöar. Ströndin er nokkuð klettótt en veðrið var erfiðast, mikið hvassviðri á móti,“ sagði Kristján ennfremur. Klukkan 10.30 var björgun á strand- stað lokið en fjömr vom gengnar í fram í myrkur. Kristján áætlaði aö 20-25 manns heföu tekiö þátt í björg- unarstarfinu. Báturinn brotnaði í spón á strand- stað og brak úr honum fiaut inn fjörðinn. Guh klettur var fjömtíu tonna trébátur frá Leirvík. Skipsfjóri er Joen Magnus Justenisen, stýri- maður er Mame Hansen, hásetar eru Hanus Sjúrðaberg og Túmmas Just- enisen en hans er saknað. Þrír úr áhöfn em frá Leirvík og sá fjóröi frá Signabæ. _jj - sjá einnig baksíöu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.