Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1992, Qupperneq 18
T
18
VIK I MYRDAL
Nýr umboðsmaður
frá 1 /9 er
Sigurbjörg Björnsdóttir
Mánabraut 4, simi 71133
iL\iwxnai\G
SiLKÍWAR
Álftanesi v/íþróttahús
Bjóðum upp á alhliða hár-
snyrtiþjónustu, jafnt dömu sem
herra á öllum aldri
Vinsamlegast pantið tíma
Vinnusími 91-650266
Heimasími 91-650082
Særún H. Jónsdóttir
hárskerameistari
SEPTEMBERTILBOÐ
ÞRIGGJA MÁNAÐA KORT Á AÐEINS
kr. 7.500.
ORKUBÓT
LIKAMSRÆKT
HAMRA
SIMl
BORG 20A
SlMI 46655
Bjóðum upp á tvo
tækjasali, Ijós
Einkaþjálfun fyrírþá
sem vilja komast i
góða þjálfun á
skömmum tíma.
Upplýsingar
í síma 46655.
ÚTSALA
/ blómabúð
Pottablóm
20-50% afsláttur
Kerti, 20-40% afsláttur
Sjálfvökvandi ker
30-50% afsláttur
Gjafavörur
20—75% afsláttur
Garðyrkjuvörur, 20-70%
Pottahlífar
20-75% afsláttur
°aí|ða daga^ GARÐSHORN ¥
MÁNUDAGURÍ7.TSEPTBMBER. 1992.
J
Fréttir
vit Fossvogskirkjugarð - simi 40500
Tjaldur SH 270 kemur tii heimahafnar á Rifi.
Tjaldur kominn til heimahafnar á Rifi:
Fyrsta nýja skip
ið í tuttugu ár
- saunabað og ljósabekkur um borð
Nýtt skip bættist nýlega í flota Nes-
hrepps þegar Tjaldur SH 270 kom til
heimahafnar á Rifi. Fjöldi fólks var
saman kominn á bryggjunni til að
taka á móti skipinu.
Tjaldur, sem er 412 brúttólestir að
stærð, var smíðaöur í Tomreíjord í
Noregi fyrir Kristján Guðmundsson
hf. Smíði skipsins hófst í nóvember
á síðasta ári og er annað sams konar
skip nú í smíðum fyrir fyrirtækið og
mun þaö verða tilbúið um áramótin.
Þetta er fyrsta sérhæfða línuveiði-
skipið sem smíðaö er fyrir íslendinga
og er það búið mjög fullkomnum
línuútbúnaði sem hentar vel til veiða
á miklu dýpi. Aðaláhersla verður
lögð á söltun um borð en einnig eru
möguleikar á heilfrystingu. Kvóti
Tjalds veröur um 900 tonn í þorskí-
gildum talið og verða 18 manns í
áhöfh.
í tilefni af komu Tjalds bauð Krist-
ján Guðmimdsson hf. öllum
hreppsbúum að skoða skipiö og
þiggja veitingar. Tjaldur er
stórglæsilegt skip og mikið er lagt
upp úr þægindum fyrir áhöfnina. Til
dæmis er bæði saunabað og ijósa-
bekkur um borð. Þá eru hijómflutn-
Fjöldi fólks kom til aö skoða skipið og þiggja veitingar.
DV-myndir Ægir
ingstæki, þvottavél og þurrkari einn-
ig til reiðu.
Þetta er fyrsta skipið sem smíðað
er fyrir heimamenn á undanfómum
20 árum að imdanskildum minni
bátum. Áætlað er að Tjaldur hefji
veiðar um næstu helgi. Skipstjóri á
Tjaldi er Jóhann Rúnar Kristinsson.
Skálafell og BláfjöH:
Stefnt að auknu sam
starfi um reksturinn
Myndun hlutafélags um rekstur
skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæð-
inu er ein af mörgum hugmyndum
um sem skotiö hafa upp kollinum
um hagræðingu í rekstrinum. „Þetta
er nú hugmynd sem kom utan úr bæ
en það hafa verið margar hugmyndir
í gangi,“ segir Ómar Einarsson hjá
íþrótta- og tómstundaráði Reykjavík-
ur. „Ein hugmyndin er að sameina
Skálafell og Bláflöll í einn pakka. Þaö
náðist hins vegar ekki samstaða milh
allra sveitarfélaganna sem eiga aöild
að rekstri Bláfjallasvæðisins um
hvemig að því skyldi staðið."
Skálafell er rekið á vegum íþrótta-
og tómstundaráðs en Bláfjöll á veg-
um Bláfjallanefndar. Ómar telur
eðlilegast að rekstur þessara svæða
sé undir einni hendi. „Það eru til
dæmi um gott samstarf sveitarfélag-
anna, eins og um rekstur Sorpu. Það
er hægt að hugsa sér reksturinn á
skíðasvæðunum á ýmsan hátt öðru-
vísi en hann er í dag og það munu
menn skoða í haust."
Áður voru fjórir rekstraraðilar að
skíðamannvirkjunum í Bláfjöflum
en nú er bara einn rekstraraðili, það
er Bláfjallanefnd. Nefndin leigir
skíðalyftumar af íþróttafélögunum.
Sameiginlegt árskort er í lyftumar.
-IBS