Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1992, Síða 9
FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992.
9
Rachel Kingsley grét í réttarsalnum á fyrsta degi réttarhaldanna yfir henni. Sonur hennar krefst lögskilnaðar vegna
þess að móðir hans sé óhæfur uppalandi. Símamynd Reuter
Tólf ára strákur vlll lögskilnað frá móður sinni:
Mamma er bara
vergjörn subba
- segir strákur sem þegar hefur fundið sér fósturforeldra
Gregory Kingley sat rólegur 1 rétt-
arsalnum í Orlando, brosti og skipt-
ist á orðum við fólk úr sjálfvalinni
fósturflölskyldu. Hann hefur stefnt
móður sinni fyrir rétt og segir að hún
sé óhæf til að sinna móðurhlutverk-
inu enda hin mesta subba og ver-
gjöm í þokkabót.
Faðir Gregorys hefur þegar gefið
upp vöm í málinu og heimilað fyrir
sitt leyti að sonurinn verði ættleidd-
ur af fólkinu sem hann flutti inn til
í október á síðasta ári. Þaðan hefur
hann ekki vikið upp frá því og nýtur
óskoraðs stuðnings fósturforeldr-
anna.
Móðirin, Rachel Kingley, sam-
þykkti á sínum tíma að sonurinn
færi í fóstur. Hún hefur lítið haft af
honum að segja síðustu árin en vill
nú fá hann til sín. Gregory er stað-
ráðinn í að fara hvergi og því er
málið komið fyrir dómstólana.
Lögmaður Gregorys segir að Rac-
Gregory Kingley helur fundið sér
fósturforeldra og neitar að fara frá
þeim. Símamynd Reuter
hel sé drykkju- og eiturlyfjasjúkling-
ur. Hún sé lauslát úr hófi og jafnvel
lesbísk. Hún neitar öllum ásökunum
og segir að þrátt fyrir erfitt líf á síð-
ustu árum sé hún nú fær um að ala
son sinn upp.
Lögmaður Rachelar segir að hún
sé fómarlamb velferðarkerfisins.
Hún hafi aldrei fengið frið fyrir fé-
lagsráðgjöfum allt sitt líf en hafi með
dugnaði tekist að vinna sig út úr
vandanum.
Mál Gregorys er hið fyrsta sinnar
tegundar í Bandaríkjunum. Áður
hafa fósturforeldrar bama í sömu
stöðu og Gregory farið í mál fyrir
hönd bamanna en að þessu sinni
rekur strákur máhð sjálfur.
Fari Gregory með sigur af hólmi
er viðbúið að fleiri skilnaðarmál af
þessu tagi komi fram og böm, sem
flúið hafa foreldra sína, leiti réttar
síns.
Reuter
Helmut Kohl um evrópska myntsamstarfið:
Ekki ástæða til að leggja það niður
Helmut Kohl, kanslari Þýskalands,
sagði í morgun að hann sæi enga
þörf á því að breyta gengisjafnvæg-
inu miUi þýska marksins og franska
frankans.
Hann sagði í þýska þinginu að ólg-
an á evrópskum gjaldeyrismörkuð-
um að undanfomu þýddi ekki að
leggja ætti gengiskerfi Evrópubanda-
lagsins niður.
„Ég vil leggja áherslu á það að
spennan inna evrópska myntsam-
starfsins er ekki næg ástæða til að
efast um gildi þess,“ sagði Kohl.
Ófremdarástandið á fjármagns-
mörkuðunum undanfamar tvær
vikur hefur orðið til þess að fram
hafa komið kröfur um grundvallar-
endurbætur á alþjóðlega fjármagn-
skerfinu sem er undirstaða efna-
hagslífs heimsins.
Upplausnin sem spákaupmönnum
er kennt um og varð nærri því til
þess að eyðileggja gengissamstarf
Evrópulandanna vakti menn upp af
þymirósarsvefni. Á fundi Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabank-
ans sem lauk í Washington í gær
reyndu menn hvað þeir gátu að finna
lausnir á meinsemdum heimsefna-
hagsins.
„Við getum ekki leyft alþjóðaefna-
hagslífinu að verða að spilavíti þar
sem maður veðjar og vinnur og tap-
ar,“ sagði Jacques Attali, forseti Evr-
ópska uppbyggjngar- og þróunar-
bankans.
Hver ræðumaðurinn á fætur öðr-
um á fundinum í Washington harm-
aði ólguna á gjaldeyrismörkuðunum
og lýsti yfir að hið bráðasta þyrfti
að gera eitthvað til að koma aftur á
röð og reglu. Sumir vildu að ríkis-
stjómir kæmu á fót efHrliti með þeim
fjármunum sem fara um markaðina
á degj hverjum, rúmlega fimmtíu
milljón milljónir króna.
Reuter
vill ekki breyta gengisjafnvægi
franska frankans og marksins.
Telknlng Lurie
SENDLAR ÚSKAST A AFGREIÐSLU STRAX.
Vinnutími eftir hádegi.
Æskilegur aldur 12-15 ára.
Upplýsingar í síma 632777.
Greiðsluáskorun
Sýslumaðurinn í Búðardal skorar hér með á gjaldend-
ur, sem ekki hafa staðið skil á tekjuskatti, útsvari,
eignarskatti, sérstökum eignarskatti, kirkjugarðs-
gjaldi, gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra, sérstökum
skatti á verslunar- og skrifstofuhúsnæði skv. 36. gr.
almannatryggingalaga, slysatryggingagjaldi v/heim-
ilisstarfa, útflutningsjaldi, launaskatti, bifreiðaskatti,
slysatryggingargjaldi ökumanna, þungaskatti skv.
ökumælum, tryggingagjaldi, vinnueftirlitsgjaldi, virð-
isaukaskatti, þ.m.t.wiðbótar- og aukaálagningu virð-
isaukaskatts vegna fyrri tímabila og staðgreiðslu
opinberra gjalda, verðbótum af tekjuskatti og útsvari
sem voru álögð 1992 og féllu í gjalddaga 1. ág.
1992 ásamt eldri gjöldum, að greiða þau nú þegar
og eigi síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskor-
unar þessarar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrir-
vara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að
þeim tíma liðnum.
Búðardal, 23. sept. 1992
Sýslumaðurinn í Búðardal
0Viltu hætta
að reykja?
Enn er hægt að komast á námskeið í reyk-
bindindi sem hefst hjá okkur 1. október
(kvöldfundir).
Upplýsingar og skráning í síma 621414 á
skrifstofutíma (kl. 8.30-16.30).
Krabbameinsfélag
Reykjavíkur
Mltsublshi Slgma árg. 1991
lltur hvítur, ekinn 16.000 km. Glæsivagn með nauð-
synlegum búnaðl, s.s. 6 cyl., 24
höM hemlalæsivörn ABS c
Verð kr. 2.600.000,
Skípti ath. á ódýra
TIL SÖLU
MÁDIfí BÍMfí
Hekluhúsinu, Laugavegi 174