Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1992, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1992, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992. 11 Sviðsljós Verölaunahafar ásamt formanni bygginganefndar. F.v. Ragna Kristjánsdótt- ir, Rúnar Þór Ingvarsson, Ingileif Sæmundsdóttir og Magnús Kristinsson. Fengu umhverfis- yerdlaun á Blönduósi Magnús Ólafssan, DV, Blönduósi; „Það er ánægjulegt að sjá hve bær- inn er að taka miklum stakkaskipt- um og einstaklingar eru duglegir að rækta sína garða og snyrta og fegra umhverfið," sagði Rúnar Þór Ing^ varsson, formaður umhverfis- og byggingarnefndar Blönduóss, þegar hann afhenti viðurkenningar frá Blönduósbæ fyrir snyrtilega um- gengni og árangur í ræktunarstarfi. Magnús Kristinsson á Kleifum og móðir hans Ingileif Sæmundsdóttir fengu viðurkenningu fyrir falleg bæjarhús í grónu og vel hirtu um- hverfi. Ragna Kristjánsdóttir, Mýra- braut 23, hlaut viðurkenningu fyrir þá vinnu og eljusemi sem lögð hefur verið í rætkun garðsins og hjónin Sigurlaug Ragnarsdóttir og Þórður Pálmi Þórðarson, Melbraut 19, hlutu viðurkenningu fyrir fallegt útht húss og lóðar. Á undanfomum árum hefúr verið gert mikið umhverfisátak á Blöndu- ósi. Fyrst með uppbyggingu gatna- kerfis bæjarins og lagningu gang- stíga, en síðan með því að rækta upp opin svæði. Garðyrkjufræðingur er í föstu starfi hjá bænum til þess að hafa umsjón með þessari ræktun, jafnframt því sem hann aðstoðar ein- stakiinga og fyrirtæki. í sumar voru 25 þúsimd plöntur gróðursettar í Vatnahverfi og 1200 plöntur inni í bænum. Menning Um sorg, von og viðbrögð við missi „Mörgum syrgjendum finnst mikilvægt að sætta sig við missinn eins fljótt og mögulegt er. Ég tel, að stund- um séu fyrir hendi þær aðstæður, að ekki sé hægt að sætta sig við annað en það að vera ósáttur.“ Þannig kemst höfundur þessarar bókar, séra Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur, að orði í niðurlagi þessar- ar bókar og minna orð hans á að bókin hefur ekki að geyma neinar töfralausnir til að sigrast á sorginni. Bókin flallar um margvísleg sorgarviðbrögö, missi bama við aðrar aðstæður en dauöa, um útfararþjón- ustu, um fósturlát og andvana fæðingu, um tengslin á milli hvers kyns breytinga og tilfinningaviðbragða, um trúna og missinn o.s.frv. Þá bendir höfundur á mikilvæga áherslu- og úrvinnsluþætti. Sr. Bragi er í hópi nokkurra íslenskra presta sem hafa stundað framhaldsnám í sálgæslu í Bandaríkjun- um á hðnum árum. Á síðustu árum hefur það færst í vöxt að stofnanir ráði presta til að sinna sérhæföri þjónustu og eru sjúkrahúsprestamir í þeim hópi og hafa bætt úr mjög brýnni þörf og unnið mikið og gott starf. Þá hafa prestar verið mjög virkir í stofnun og starfsemi sorgarsamtaka í ýmsum bæjarfélögum hér á landi og sjálfúr hefur sr. Bragi starfað með Nýrri dögun, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð í Reykja- vík og verið formaður fræðslunefndar samtakanna. Auk þess sem bókin skilgreinir og flokkar ýmis stig sorgarinnar hefur hún að geyma hagnýtar upplýsingar og ráð. Margir finna tíl vanmáttar í návist syrgjenda. Þeim finnst sem þeir viti ekki hvað skal segja, hvem- ig eigi að bera sig að. Sem svar við því segir höfimdur að vinir syrgjandans skuh vera óhræddir við að sýna vanmátt sinn en það sé mikilvægt að þeir hafi fmm- kvæðið gagnvart syrgjandanum, „fari eins fljótt og mögulegt er, taki með sér blómvönd og eitthvað með kaffinu." Ég tel það vera einn höfúðkost þessarar bókar að hún fjallar ekki bara um sorgarviðbrögð við dauða heldur margvísleg áföh önnur eða missi. Höfundur segir að missir maka í skilnaði hafi fengið ótrúlega htla umfjöhun í samfélagi okkar, miðað við að við megum búast við um 500 skilnuðum hér á landi á ári. Sorg vegna missis maka í skilnaði getur verið aht eins sár og sorg vegna andláts maka þvi ofan á sorgina bætist oft niðurlæging og höfnun sem sá sem yfirgef- inn er í skilnaði finnur fyrir og „enginn sendir blóm eða samúðarskeyti við skilnað.“ Búast heföi mátt við að hinn trúarlegj þáttur heföi Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson fengið stærra rými í bók um þetta efni sem skrifúð er af presti. Aðeins einu sinni er vitnað í Bibhuna, í orð Jesú: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ En þrátt fyrir það dylst það ekki að bókin er skrifuð af sjónarhóh trúar- innar. Það er rétt sem segir á bókarkápu að hér sé á ferð- inni l)ók sem bætir úr brýnni þörf en hinu má ekki gleyma að ýmsar vel heppnaðar hækur um svipað efni hafa komið út hér á landi á allra síðustu árum og sakn- aði ég þess að sjá ekki ýmissa slíkra bóka getið í heim- hdaskrá höfundar, t.d. bókar sr. Karls Sigurbjömsson- ar, Th þín sem átt um sárt að binda (1990), og bókar C.S. Lewis, Þegar ástvinur deyr, í þýðingu sr. Gunn- ars Bjömssonar (1987). Bragi Skúlason: Von. Bók um vlöbrögö vlö mlssl Hörpuútgáfan 1992 (100 bls.) Það var greinilegt að fólkið kunni vel að meta þessa boðsferð. Haustferð Um síðustu helgi bauð starfsfólk Toyota öhum íbúum á elliheimihnu Sunnuhhð í Kópavogi th haustferðar th Þingvalla. Starfsfólk Toyota not- aði th fararinnar bha í eigu Toyota og höföu sumir á orði að verið væri að viðra notuðu bílana. Það var að heyra á ferðalöngum að þeim þætti óvenjulegt og gaman að fara á einkabhum í halarófu því að þá myndaðist skemmtheg stemn- ing í hveijum bh fyrir sig. Nokkrar konur höföu meira að segja á orði þegar ekið var framhjá Nesjavaha- réttum, að réttast væri að drífa sig á réttarbah um kvöldið. Á leiðinni th Þingvaha var Nesja- vahavirkjun skoðuð í boði Hitaveitu Reykjavíkur. Eftir skoðunarferð um virkjunina var öhum boðið í kaffi á Nesjavöhum. Þingvellir skörtuðu sínu fegursta með haustlitum sem spönnuðu nán- ast aht htrófið. Á leiðinni til Þlngvalla var Nesja- vallavirkjun skoðuð. Range Rover Vogue 3500i, V8, ’88, sjálfsk., 5 dyra, Ijósblár, ekinn 103.000 km. Verð 2.100.000 stgr. Audi 80E 1800, *89, 5 gíra, 4ra dyra, svartur, ekinn 28.000 km. Verð 1.580.000 stgr. Sól- lúga, álfelgur o.fl. MMC Pajero, langur, V6-3000, '89, sjálfsk., 5 dyra, silfur-blár, ekinn 69.000 km. Verð 1.800.000 stgr. MMC Galant GLSi super saloon, 2000 ’89, sjálfsk., 4ra dyra, perluhvítur, ekinn 50.000 km. Verð 1.080.000 stgr. Toyota Corolla liftback 1600 ’92, 5 gíra, 5 dyra, rauður, ekinn 9.000 km. Verð 1.050.000 stgr. MMC Lancer hlaðbakur GLXi, 1800 '91, 5 gíra, 5 dyra, silfur, ekinn 19.000 km. Verð 1.100.000 stgr. HEKLUHÚSINU LAUGAVEGI 174 SÍMAR 695660 OG 695500 Opið virka daga kl. 9-18. Opið iaugardaga kl. 10-14. N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BILAR - BILAÞING N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BILAR - BILAÞING N0TABIR mm Á RAUNHÆFU MARKAÐSVERÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.