Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1992, Side 14
14
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Ráðherrar styðja eitrið
í fjárlagafrumvarpinu ræðst ríkisstjómin sérstaklega
að lækningastofnunum, sem hafa áfengis- og fíkniefna-
sjúklinga til meðferðar. Leggja á niður starfsemi, sem
svarar til Staðarfells, Gunnarsholts og fíkniefnadeildar
Vífilsstaða. Þetta er kúvending í heilbrigðisstefnunni.
Engin tegund lækninga hefur verið áhrifameiri en
meðferð áfengis- ogfíkniefnasjúklinga. Með skjótri notk-
un bandarískra vinnubragða hefur náðst árangur, sem
felst í, að mörg þúsund útskrifaðir sjúklingar ganga til
ábyrgra og sumpart mikilvægra starfa í þjóðfélaginu.
Engin tegund lækninga hefur verið ódýrari en með-
ferð áfengis- og fíkniefnasjúklinga. Með hinrnn banda-
rísku vinnubrögðum hefur tekizt að þurrka íslendinga
þúsundum saman fyrir upphæðir, sem samsvara einni
viku á mann í hefðbundnum sjúkrahúsum landsins.
íslendingar eru mjög næmir fyrir þessum flokki sjúk-
dóma, svo sem kemur fram í, að fimmti hver einstakling-
ur í hverjum árgangi þarf einhvern tíma á ævinni að
leggjast inn á sjúkrahús af þessu tagi. Það er um það
bil tvöföld tíðni á við engilsaxnesku þjóðimar.
Notkun fíkniefna fer vaxandi hér á landi, meðal ann-
ars vegna niðurskurðar stjórnvalda á fjármagni til and-
ófs gegn innflutningi þeirra; vegna trassaskapar yfir-
valda við úrvinnslu fíkniefnamála og vegna vægra dóma
á heildsölum fíkniefnadreifingarinnar.
Notkun áfengis stendur í stað hér á landi, meðal ann-
ars vegna þess, að ríkið telur sig þurfa að ná sem mest-
um tekjum af drykkjufólki landsins og vegna þess að
æðstu menn þjóðarinnar ganga á undan öðmm með
slæmu fordæmi í drykkjuskap á opinberum vettvangi.
Afleiðingar þessarar þjóðarfíknar má sjá á degi hverj-
um í fréttum fíölmiðla. Flestir glæpir, sem drýgðir eru
hér á landi, tengjast meira eða minna áfengi eða fíkni-
efnum. Gildir það bæði um líkamlegt ofbeldi af ýmsu
tagi og fjárhagsglæpi af öllu hugsanlegu tagi.
Með samræmdum aðgerðum gegn ofneyzlu áfengis
og fíkniefna má draga verulega úr glæpum í þjóðfélag-
inu og spara þannig fjárhæðir, sem eru margfaldar á
við þær, sem aðgerðimar kosta. í fjárlagafrumvarpinu
hafnar ríkisstjómin slíkum aðgerðum fyrir sitt leyti.
í leiðurum DV hefur undanfarið verið bent á marg-
falt dýrari atriði, sem mættu að skaðlausu falla út úr
fjárlagafmmvarpinu. Með því að velja þá hði og hafna
aðgerðum gegn áfengis- og fíkniefnavanda þjóðarinnar
er ríkisstjómin að taka ábyrgðarlausa afstöðu.
Ríkissfíómin tekur til dæmis stuðning við kýr og
kindur fram yfir fjárveitingar til að stemma stigu við
innflutningi og heildsölu fíkniefna og fjárveitingar til
að koma áfengis- og fíkniefnaneytendum aftur til eðh-
legra og heilbrigðra starfa í þjóðfélaginu.
Það er ekki fátækt, sem veldur því, að ríkisstjómin
vih einmitt skera sem mest niður á þessum sviðum.
Orsökin er rangt val á milli málaflokka, það er afbrigði-
leg og sjúkleg forgangsröð í fíárlagafrumvarpinu, sem
segir mikið um ráðherrana, er standa þar að baki.
Þjóðin stendur andspænis rosalegu vandamáh áfeng-
is og fíkniefna og hefur jafnframt í höndunum tiltölu-
lega ódýr tæki, sem hafa reynzt vel gegn vandamálinu.
Ríkisstjómin er að reyna að draga úr notkun þessara
tækja eða taka þau alveg úr höndum þjóðarinnar.
Fj árlagafmmvarpið á eftir að fara um hendur alþing-
ismanna. Vonandi átta þeir sig betur á tvísýnni stöðu
þjóðarinnar í þessum efnum en ráðherramir gera.
Jónas Kristjánsson
FlJilMTUDAGUR 15. QKTÓBER 1992.,
Höfundur átelur m.a. þá „sveltistefnu í fjárveitingum til Háskóla íslands og háskólanáms yfirleitt í landinu
sem nú er við lýði“.
Menntun
og menning
- skilningsleysi - flandskapur ,
Framganga núverandi ríkis-
stjómar í málefnum mennta og
menningar hér í landinu lýsir slíku
algjöru áhuga- og skilningsleysi á
mikilvægi þessara þátta í þjóðlífinu
aö undrun vekur. Nú vantar ekki
að sjálfsögðu að núverandi mennta-
málaráðherra hafi haldið faliegar
ræður um menningu og menntun
og slegið um sig með fjálglegum
ummælum, en orð eru eitt og at-
hafiúr annað. Ef ræðuhöldunum er
sleppt og þess í stað reynt að lesa í
hin eiginlegu viöhorf ríkisstjómar-
innar, hina eiginlegu afstöðu henn-r
ar til menningar og mennta með
fjárveitingum og einstöku stjóm-
valdsákvörðunum þann tíma sem
stjómin hefur setið við völd þá kem-
ur í ljós dapurlegur ferill.
Menning
Ef fyrst er skoðuð menningin
nægir aö nefna það tvennt sem sér-
staklega hefur verið til umraeðu á
síðustu vikum og er að mínu mati
ákaflega lýsandi fyrir skeytingar-
leysi sljómarinnar í þessum efnum.
Hið fyrra er meðferöin á Menn-
ingarsjóði. Þegar höfð em í huga
þau fjölmörgu stórmerku fræðirit
og bókmenntaverk sem Menning-
arsjóður hefur staðið fyrir útgáfu
á á undanfömum ámm er það með
ólíkindum að núverandi mennta-
málaráðherra og núverandi ríkis-
stjóm skuii ganga fram sem raun
ber vitni. Afar hæpið er að stór-
virki á borð við ritið um íslenska
sjávarhætti eða þá orðabók Menn-
ingarsjóðs hefðu yfirleitt komist á
prent ef ekki hefði verið fil að dreifa
opinberum aðila með fjármuni til
þess að verja til verkefna af því
tagi á undanfómum ámm. Þær
aðferðir sem hafðar hafa verið til
þess að leggja niður bókaútgáfu á
vegum Menningarsjóðs og slíta
þeirri starfsemi em svo kafli út af
fyrir sig, að flestra mati hreinasta
lögleysa. Það allra ömurlegasta er
þó í þessu sambandi að ekki verður
ráðið af framgöngu yfirvalda
menntamála að nokkuð annað
standi til í staðinn, þ.e.a.s. engin
áform hafa verið kynnt um það
með hvaða hætti öðrum en þá þeim
að reka Menningarsjóð skuh stuðla
að útgáfu af því tagi sem hér um
ræðir. Engin slík áform hafa verið
kynnt. Engin áform liggja fyrir um
að styrkja fræðiritaútgáfu, kosta
efnisöflun og rannsóknir. Hér er
eingöngu skorið niður eða shtið
upp með rótum án þess að nokkuð
sé gróðursett í staðinn.
Hið síðara sem lýsandi er um við-
horf ríkisstjómarinnar og flokka
má undir titilinn menningu em
áform ríkisstjórnarinnar um virð-
isaukaskatt á íslenskar bækur eða
lestrarskatt eins og hann hefur
réttilega verið nefndur. í tíð fyrri
ríkisstjómar var tekin sú menn-
Kjallariim
Steingrímur J. Sigfússon
alþingismaður og vara-
formaður Alþýðubandalagsins
ingarpóhtíska ákvörðun að feha
niður virðisaukaskatt af íslenskum
bókum. Það fór svo að Alþingi sam-
þykkti þá tiihögun einróma við
mikinn og skiljanlegan fögnuð
allra imnenda íslenskrar tungu og
íslenskra bókmennta. Því gæfu-
leysi verður varla trúað að nú, að-
eins tveimur árum síðar, verði
skattiudnn innleiddur á nýjan leik.
Framganga ríkisstjómarinnar og
þeirra ráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins, fjármálaráðherra og mennta-
málaráðherra, sem hér eiga stærst-
an hlut, verður sjáifsagt lengi í
minnum höfð.
Óþarfi er að fjölyrða um þetta
mál svo kunn em rökin fyrir af-
námi virðisaukaskattsins frá því á
sínum tíma og svo augljós ætti
þörfin við núverandi aðstæður og
alþjóðlegt umhverfi í fiölmiðlun og
þjóðlífinu öllu að vera fyrir því að
standa á bak við íslenskt mál og
íslenska bókaútgáfu. Mín trú er sú
að nái núverandi ríkisstjóm fram
því ætlunarverki sínu að innleiða
lestrarskattinn með styrk þing-
manna stjómarliðsins munu þeir
hinir sömu reisa sér varanlega nið-
stöng í íslenskri menningarsögu og
verði þeim að góðu.
Menntun
Á sviði menntunar er þviuniður
sömu dapurlegu söguna að segja.
Þar hefur stjómartíð núverandi
ríkisstjómar fyrst og ffemst mark-
ast af afturfor og undanhaldi á nán-
ast öhum sviðum. Má þar fyrst
nefna atlöguna að Lánasjóði ísl.
námsmanna, afleiðingar hverrar
era nú að koma í ljós með vem-
legri fækkun nemenda. Lánasjóð-
urinn hefur á undanfomum árum
gegnt afar þýðingarmiklu hlut-
verki sem félagslegur jöfnunar-
sjóður sem tryggt hefur jafnrétti til
náms. Þessu eðh Lánasjóðsins er
nú verið að spiha og það virðast
fyrst og fremst vera þeir náms-
menn sem erfiðastar hafa aðstæður
sem hverfa frá námi.
Þvert ofan í það sem eðhlegt hefði
verið og æskilegt á tímum versn-
andi atvinnuástands. Þá stefnir nú
í umtalsverða fækkun í langsKóla-
námi.
Ef htið er yfir skólamáiin að öðm
leyti er ljóst að þannig hefur verið
þrengt aö hinu almenna skóla-
starfi, bæði grunnskóla og fram-
haldsskóla að óhjákvæmhegt er að
það komi niður á gæðum starfsins
í þessum stofnunum.
Menntamálaráðherra hafði um
það digurbarkaleg orð á síðasta ári
að sá niðurskurður sem þá var
gerður yrði eingöngu til 1 árs og
menn yrðu því að þrauka þetta
magra ár því betri tíð kæmi á nýjan
leik. Það fjárlagafmmvarp sem nú
er komið fram sýnir að að baki
þessum fyrirheitum var engin inn-
stæða nema síður væri. Markmiðin
um að bæta grunnskólann, koma
hér á samfehdum skóladegi o.s.frv.
fjarlægjast nú við hafsbrún.
Upptaka skólagjalda var enn eitt
ólánsveridð sem ríkissljómin greip
fil og hefur tvimælaiaust einnig
haft sín áhrif. Síðast en ekki síst er
rétt að nefna þá sveltistefhu í fjár-
veitingum th Háskóla íslands og
háskólanáms yfirleitt í landinu, sem
nú er við lýði, sem í reynd er stór-
hættuleg og afar óskynsamleg
stefiia, ekki síst við núverandi að-
stæður í íslensku þjóðlífi þegar þörf
er á nýrri sókn í atvinnumálum.
Niðurstaðan er sú af athugim á
ferh ríkissfjómarinnar í þessum
efnum að menn geta velt því einu
fyrir sér hvar á bilinu sldlnings-
leysi - fjandskapur afstaða hennar
th menningar og mennta hggur.
Steingrímur J. Sigfússon
„Mín trú er sú að nái núverandi ríkis-
stjóm fram því ætlunarverki sínu að
innleiða lestrarskattinn með styrk
þingmanna stjórnarliðsins munu þeir
hinir sömu reisa sér varanlega níð-
stöng í íslenskri menningarsögu og
verði þeim að góðu.“