Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Page 4
4
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992;
Fréttir
Eldhamar hf. fær leyfi til að hefja útflutning á 700 tonnum af saltfiski til Grikklands:
Grikklandssamningurinn
nemur árskvóta togara
- vonast til að verða með samtals um 55 manns í vinnu í vetur
„Ég var búinn að fækka fólki niöur
í einn starfsmann í fiskverkuninni
hjá Eldhamri. En þegar þetta verður
komið af stað reiknum við með að
vera með 25 manns í saltfiskverkun-
inni. Við verðum eingöngu í að vinna
upp í þennan samning við Grikk-
ina,“ sagði Ólafur Amberg Þórðar-
son hjá Eldhamri hf. í Grindavík.
Þegar DV kom í heimsókn í fyrir-
tæki Ólafs var heldur létt yfir mann-
skap þar sem nýbúið er að ráða í
vinnu - væntanlega til frambúðar.
Flestir starfsmannanna gengu fyrir
skömmu atvinnulausir, þar á meðal
Rannveig Harðardóttir frá Akureyri
og sambýlismaður hennar. Þau
fluttu suður.
Fyrir utan 25 manns í saltfiskverk-
un munu 15 aðrir starfa við útgerð á
báti Ólafs og hjá ferskfiskverkun
hans, ÓAÞ fiskverkun, sem sér stór-
mörkuðum á höfuðborgarsvæðinu
og fjölda mötuneyta fyrir fiski. Því
er útlit fyrir að 40 manns starfi hjá
honum í vetur, jafnvel 15 í viðbót,
því Ólafur er að leita að öðrum báti.
Því lítur út fyrir að 55 manns hafi
atvinnu hjá Ólafi í vetur.
Hjá fyrirtækinu vinnur hins vegar
aðeins einn skrifstofumaður: „Hann
er líka margra manna maki enda
hefur hann aldrei unnið hjá ríkinu,"
sagði Ólafur.
Barningur að fá leyfið
Ólafur er núna, loksins, eftir bar-
áttu, búinn að fá leyfi til að hefja
útflutning á saltfiski upp í 700 tonna
samning til Grikklands. Hér er um
að ræða flattan fisk sem samsvarar
1.800 tonnum upp úr sjó, nánast eins
árs þorskkvóta heiis togara.
Ólafur er að undanfömu búinn að
berjast fyrir útflutningsleyfi vegna
samningsins. Til þessa hefur Sölu-
samband íslenskra fiskframleiðenda,
SÍF, sjálft nær eingöngu gert samn-
inga og flutt út saltfisk. Nú hefur
Ólafur fengið bráðabirgöaleyfi til að
framleiða og selja beint. Meirihluti
hráefnisins verður keypt á fiskmörk-
uðum.
„Grikkimir komu í vetur og þeim
leist ekki illa á framleiðsluna. Síðan
komu þeir aftur og það hefur tekið
óratíma að fá leyfi til að flytja út salt-
fiskinn. Ástæðan var kerfið. Þetta
gekk á opinberum hraöa enda er rík-
isbáknið orðið óþolandi. Grikkimir
vilja fá helling. Við vorum að tala
Þær voru atvinnulausar en ekki lengur. Þær eru allar mjög ánægðar með að vera nýráðnar I vinnu hjá Eldhamri til
að vinna saltfisk sem senda á til Grikklands. Frá vinstri Gerða Kristín Sigurðardóttir, Steinþóra Sævarsdóttir,
Guðný Sigurðardóttir og Rannveig Haröardóttir. Sú síðasttalda er frá Akureyri og fékk vinnu hjá Eldhamri ásamt
sambýlismanni sínum en þau fluttu suður. DV-myndir GVA
Stjórnarformaður Eldhamars hf. og
reyndar matsmaður lika er Helga
Þórarinsdóttir, eiginkona Ólafs Arn-
bergs Þórðarsonar. Þau hjónin reka
fyrirtækið saman.
Þegar stjórnvöld gáfu Eldhamri loksins leyfi til að flytja á eigin vegum út
saltfisk upp í samninginn til Grikklands ákvað eigandinn að láta malbika
planið og aðkeyrsluna fyrir framan fiskverkunina. Hann hafði beðið með
framkvæmdirnar fram að þessu.
um 700 tonn sem við munum vinna
í 10 mánuði á árinu í stað þess að
framleiða á 2-3 mánuðum á vertíð.
Það er búið að veita mér leyfi núna
fyrir 40 tonnum, tveimur gámum, og
ég þarf ekki meira til aö byrja meö.
En svo þurfa að koma fleiri leyfi.“
Gámamir verða sendir í 40 feta kæli-
gámum frá Reykjavík með skipi til
meginlandsins en síðan áfram til
Grikklands.
Miklu betra verð
en í gegnum SÍF
„Þetta eru svona skömmtunarseðl-
ar í upphafi. Ég trúi ekki öðru en að
þessu fylgi áframhaldandi leyfi. En
það er sjálfsagt að veita manni að-
hald í byrjun," sagði Ólafur.
Aöspuröur ummun á því verði sem
Grikkir greiða Ólafi beint og því ef
viðskiptin færu fram í gegnum SÍF
sagði hann: „Það er leyndarmál. En
þaö er miklu betra en það sem ég
hefði fengið fyrir að framleiða fyrir
SÍF og fá svo skilaverð.“
Ólafur segir að markaður sé tví-
mælalaust fyrir miklu meiri saltfisk
í Grikklandi: „Við höfum jafnt og
þétt verið að tapa markaðshlutdeild
okkar í Grikklandi. 3-4 síðustu ár var
áhersla lögð á framleiðslu á stórum
saltfiski annað, á meöan gleymdust
Gnkkirnir sem kaupa smáa fiskinn."
Ólafur segir að fiskurinn á Grikk-
landsmarkað sé heldur smár, 500-
1.800 grömm - dæmigerður færa- og
línufiskur - netafiskurinn er stærri.
Umgengnin um miðin
var ógeösleg
Um aö smáfiski hafi verið hent í
stórum stíl í sjóinn sagði Ólafur:
„Það er n\jög gott verð á undirmáls-
fiskinum þannig að það er allt í lagi
að leyfa honum að fljóta með í land.
Það virðist vera orðið nóg pláss í lest-
inni hjá öllum nú orðið. En þetta var
ógeðslegt til skamms tíma - um-
gengnin um fiskimiðin. Nú kennir
neyðin naktri konu að spinna. Ég
þekki þetta vel af eigin reynslu, ný-
farinn í land og búinn að vera á sjó
frá 14 ára aldri. Þaö sem Hörður
Guöbjartsson sagði í útvarpinu um
daginn var heilagur sannleikur um
skuggalega umgengni. En þetta hefur
stórlagast. Það er bara vegna þess
að aflinn er svo lítill," sagði Ólafur.
-ÓTT
Ekki fyrir láglaunafólkið
- segir Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands VestQarða
„Eg er bjartsýnn á að þessi til-
raun aðila vinnumarkaðarins um
að ná saman um tillögur til bjargar
atvinnuvegunum og til að draga
úr atvinnuleysi geti tekist. Til þess
að svo verði þurfa allir aðilar, sem
verða að koma nálægt málinu, að
leggjast á eitt með óbrengluðu hug-
arfari. Það verða allir að koma aö
málinu með því hugarfari að halda
okkur á floti efnahagslega," sagði
Pétur Sigurðsson, formaður Al-
þýðusambands Vestfjarða, að-
spurður um tilraun aðila vinnu-
markaðarins til að ná saman um
tillögur til bjargar atvinnulífinu.
Hann segir aö ef þetta verði gert
sé hægt að ná þessu saman vegna
þess hve margar leiðir og blöndu
af leiöum sé hægt að fara.
„Tvennt er samt alveg ljóst. í
fyrsta lagi er ekki hægt að láta lág-
launahópana taka þátt í þessu og í
annan stað verður að gera gang-
skör aö því í eitt skipti fyrir öll að
ná til þeirra sem ekki hafa greitt
skatta og skyldur hingaö til. Vexti
verður að lækka enda þótt bankar
>4iafi nú á einu og hálfu ári afskrifað
um 10 milljarða króna í gjaldþrota-
hítina," segir Pétur.
„Þær leiðir sem nefndar hafa ver-
ið til bjargar atvinnulífinu og til að
minnka atvinnuleysi eru mjög
margar. Á formannafundi ASÍ var
farið yfir þær flestar. Þar var farið
yfir hvað myndi gerast ef gengis-
fellingarleið yrði farin, ef ekkert
yrði gert og síðan var spáð í eitt
og annað sem gæti orðið til bjarg-
ar. Varðandi ýmsar leiðir, sem
nefndar hafa verið, eru auövitað
takmörk. Það er ekki hægt aö
lækka laun hjá meginþorra félags-
manna Alþýðusambandsins.
Skattaleiðir eru lúns vegar hugsan-
legar sem ekki koma við þaö fólk,‘.‘
segir Pétur.
Hann segir menn vera að tala um
að létta gjöldum af sjávarútvegin-
um. Það eru þá gjaldstofnar til rík-
isins sem yrðu hreinlega teknir af
eða lækkaðir. Menn tali líka um
að aflétta aðstöðugjaldinu og þá
kemur til vandræða hjá sveitarfé-
lögunum. Spumingin er þá hvar á
að ná í önnur gjöld í staðinn. Þar
tala menn meðal annars um hækk-
un á fasteignagjöldum.
„Ég hef í sjálfu sér alltaf verið
talsmaður þess aö ná í skatta þar.
Skattakerfið okkar varðandi laun
er svo götótt að þar næst aldrei af
nema sama fólkinu. Alltof margir
sleppa. Ég tel að hægt sé að ná til
mun fleiri í gegnum fasteigna- og
eignaskatta,“ sagði Pétur Sigurðs-
son.
-S.dór