Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Síða 11
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992. Utlönd Hörmungar stríðsins daglegt brauð á götum Sarajevo: Unglingur særður í örmum foreldranna Sprengjubrot hæfir Edin Hadzic, þrettán ára, þar sem hann stendur við hliðina á Kurt Schork, fréttaritara Reut- ers. Edin reynir að flýja til móður sinnar en fellur áður. Edin liggur eftir á götunni, helsærður, en vegfarendur stumra yfir honum. Maður með bíl er kominn til hjálpar. Simamyndir Reuter Sprengjudrunur bergmála í Sarajevo, haustlaufin þyrlast upp og vegfarendur hljóða af skelfingu. Edin Hadzic, þrettán ára unglingur, riðar við og reynir að neyta síðustu kraft- anna til að komast til móður sinnar. Hann fellur á götuna og blóðið tekur að seytla í gegnum fotin. Hann hefur orðið fyrir sprengjubroti og er lífs- hættulega sár. Þetta er nánast daglegur viöburður í Sarajevo, höfuðborg Bosníu. í gær urðu fréttamaður og ljósmyndari Reuters vitni að ofangreindri árás og festu hana á filmu. Edin lifði árás- ina af en naumlega þó. Fólk þusti að og vegfarandi á bíl stöðvaði til að flytja hinn særða á sjúkrahús. íbúar Sarajevo eru vanir að bregð- ast skjótt við á örlagastundu. Flestir þekkja fórnarlömb stríðsins í eigin fjölskyldum og hver maður þekkir angistina sem grípur foreldrana þeg- ar bömin faila í valinn. Læknamir eru líka vanir því að fá fólk hljóðandi af kvölum inn á borð til sín. Það þarf að rífa sprengjubrot úr úthmum án deyfingar og kanna holsár með frumstæðum taekjum. Hjúkrunarliðið er þaulæft eftir að hafa sinnt þúsundum særðra manna á síðustu mánuðum. Og á meðan gert er að sámm unglingsins halda sprengjudrunurnar áfram að kveða við og beðið er eftir næsta fórnar- lambi. Þaðkemurörugglega. Reuter Hjúkrunarfólkið kannar sárin. Þetta er verk sem það verður að vinna oft á dag alla daga vikunnar. Sár eru um allan líkama Edins en hann heldur þó lífi. U. Vertu með draumurinn gæti orðið að veruleika ! RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR MERKISMENNHF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.