Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992. 7 Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLAN överotr. Sparisj. óbundnar Sparireikn. 0,75-1 Landsb., Sparisj. 3jamán. upps. 1-1,25 Sparisj. 6 mán. upps. 2-2,25 Sparisj. Tékkareikn., alm. 0,2&-O,5 Landsb., Sparisj. Sértékkareikn. 0,75-1 Landsb., Sparisj. VlSITÖLUB. REIKN. 6 mán. upps. 1.5-2 Allir nemalsl.b. 15-24 mán. 6,0-6,5 Landsb., Sparsj Húsnæðissparn. 6-7.1 Sparisj. Orlofsreikn. Gengisb. reikn. 4,25-5,5 Sparisj. ÍSDR 5-8 Landsb. iECU 7.5-9,0 Landsb., Bún.b. ÖBUNDNIR SÉRKJARAREIKN. Vísrtölub., óhreyföir. 2-2,75 Landsb., Bún.b. óverðtr., hreyfðir 2,5-3,5 Landsb. SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innan tímabils) Visitölub. reikn. 1,25-3 Landsb. Gengisb. reikn. 1,25-3 Landsb. BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKN. Visitölub. 4,5-5,5 Búnaðarb. óverðtr. 4,75-5,5 Búnaðarb. INNLENDIR GJALDEYRISREIKN. $ 1,75-2,2 Sparisj. £ 4,5-5,5 Búnaðarb. DM 6,7-7,1 Sparisj. DK 7,75-8.2 Sparisj. ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst UTLAN overðtryggð Alm. vix. (forv.) 11,5-11,6 Bún.b, Lands.b. Viðskiptav. (forv.)’ kaupgengi Allir Alm.skbréf B-fl. 11,75-12,5 Landsb. Viðskskbréf1 kaupgengi Aliir ÚTLAN verdtryggð Alm.skb. B-flokkur 8,75-9,5 Landsb. AFURÐALAN l.kr. 12,00-12,25 Búnb., Sparsj. SDR 7,5-8,25 Landsb. $ 5,9-8,5 Sparisj. £ 9,0-10,0 Landsb. DM 11,0-11,25 Búnb. Húsnæðislán 49 tífoyríssjóðslán 5-9 Dráttarvextir ta.6 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf nóvember12,3% Verðtryggð lán nóvember 9,1% VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala nóvember 3237 stig Lánskjaravisitala október 3235 stig Byggingavisitala nóvember 189,1 stig Byggingavisitala október 188,9 stig Framfærsluvisitala i nóvember 161,4 stig Framfærsluvísitala i október 161,4 stig Launavísitala í október 130,3 stig VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa KAUP SALA Einingabréf 1 6379 6496 Einingabréf 2 3466 3483 Einingabréf 3 4176 4253 Skammtímabréf 2,153 2,153 Kjarabréf 4,028 Markbréf 2,191 Tekjubréf 1,456 Skyndibréf 1,870 Sjóðsbréf 1 3,121 3,137 Sjóðsbréf 2 1,954 1,974 Sjóðsbréf 3 2,149 2,155 Sjóðsbréf 4 1,703 1,720 Sjóðsbréf 5 1,315 1,328 Vaxtarbréf 2,1995 Valbréf 2,0609 Sjóðsbréf 6 515 520 Sjóðsbréf 7 , 1017 1048 Sjóðsbréf 10 1073 1105 Glitnisbréf islandsbréf 1,343 1,369 Fjórðungsbréf 1,143 1,160 Þingbréf 1,355 ' 1,374 Öndvegisbréf 1,343 1,362 Sýslubréf 1,302 1,320 Reiðubréf 1,316 1,316 Launabréf 1,017 1,033 Heimsbréf 1,084 1,117 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi á Verðbréfaþingi ísiands: Hagst. tilboð Lokaverð KAUP SALA Olís 2,00 1,80 1,90 Hlutabréfasj. VlB 1,04 0,96 1,02 isl. hlutabréfasj. 1,20 1,01 1,10 Auðlindarbréf 1,03 1,02 1,09 Hlutabréfasjóð. 1,42 1,39 Ármannsfell hf. 1,20 1,60 Arnes hf. 1,85 1,80 Bifreiðaskoðun Islands 3,40 2,00 3,40 Eignfél. Alþýðub. 1,15 1,10 1,50 Eignfél. Iðnaöarb. 1,40 1,40 1,48 Eignfél. Verslb. 1,20 1,06 1,55 Eimskip x 4,35 4,15 4,50 Flugleiðir 1,55 1,35 1,45 Grandi hf. 2,10 1,90 2,40 Hafömin 1,00 0,50 Hampiðjan 1,30 1,05 1,43 Haraldur Böðv. 3,10 1,30 2,60 Islandsbanki hf. 1,70 Isl. útvarpsfél. 1,40 1,40 Jarðboranir hf. 1,87 1,87 Kögun hf. 2,10 Marel hf. 2,40 2,40 Olíufélagið hf. 4,65 4,50 Samskip hf. 1.12 0,70 1,12 S.H. Verktakar hf. 0,70 0,80 Sildarv., Neskaup. 3,10 Sjóvá-Almennar hf. 4,30 4,25 Skagstrendingur hf. 3,80 3,60 Skeljungurhf. 4,40 4,10 4,50 Softis hf. 3,00 6,00 Sæplast 3,15 3,05 3,35 Tollvörug. hf. 1,35 1,35 1,45 Tæknival hf. 0,40 0,95 Tölvusamskipti hf. 2,50 3,50 Útgerðarfélag Ak. 3,60 3,50 3,70 Útgerðarfélagið Eldey hf. Þróunarfélag Islands hf. 1,10 1,60 ' Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskipta- skuldabréfum. útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi. Nánari upplýsingar um peningamark- aðinn birtast í DV á fimmtudögum. Fréttir Bjöm Halldórsson, yfirmaður fíkniefhadeildar: Til dæmi um auðæfi vegna f íknief nasölu okurlánarar fiármagna stundum fíkniefnakaup „Það eru auðvitað til dæmi um það að menn hafi orðið ríkir af fíkniefna- sölu á íslandi. Fíkniefnaverð hér á landi er mjög hátt en innkaupsverð er mjög lágt. Hagfræöilega ætti því að vera auðvelt að verða ríkur af fíkniefnasölu á íslandi. Flestir þeirra sem standa í innflutningi eru hins vegar neytendur sjálfir. Verulegur hluti af þeim hagnaði sem annars gæti orðið hverfur því í eigin rugh þannig að þetta er ekki eins fýsilegt og menn vilja vera að láta,“ segir Björn Halldórsson, yfirmaður fikni- efnadeildar lögreglunnar. Að sögn Björns eru lánsviöskipti með fikniefni töluvert algeng og þær skuldir innheimtast ekki aUtaf. Hann segir vitað að sumir taki okurlán hjá peningamönnum til að fjármagna kaup á fíkniefnum. Erfitt sé þó að sanna að sá sem lánar peningana viti að þeir fari í fíkniefnakaup. Á dómsmálaþingi fyrir helgi sagði Guðjón Marteinsson, héraðsdómari og fyrrum fulltrúi við fíkniefnadóm- stóUnn, sagði að enginn yrði ríkur af sölu fíkniefna á íslandi. „Reynsla mín segir að ekki sé hægt að benda á neinn sem hefur sannanlega grætt á því að koma nálægt fíkniefnasölu. Það hefur heldur aldrei verið sýnt fram á að það séu auðugir menn sem standa að baki fíkniefnasmygli og sölu. Markaðurinn er lítiU og það gerir lögreglunni hægar um vik en hjá mfíljónaþjóðunum. Það búa ein- ungis um 100 þúsund manns í Reykjavík og það er eins og Util gata erlendis. Menn verða að átta sig á því að það eru allt önnur lögmál sem eiga við hér á landi,“ segir Guðjón. Aö hans sögn eru þær upphæðir sem nefndar hafa veriö varðandi gróða á sölu fíkniefna íjarri því að vera raunverulegar. „Fræðilega má segja að ef 1 gramm af hassi kostar 1500 krónur þá fáist 1,5 milljónir fyr- ir 1 kíló. Þetta gerist bara ekki svona sem betur fer. Þeir sem nota efnin eru aðaUega ungt fólk og hvar fær það fjármagn til að greiða þessar gíf- urlegu upphæðir? Þetta er bara hlut- ur sem gengur ekki upp,“ segir Guö- jón. -ból Krakkarnir í Tjarnarskóla fara ekki heim tii sin þegar kennslustundum lýkur á daginn. Þó fara þeir í smiðju sem kallað er. Þar læra þeir fyrir morgundaginn undir eftirliti kennara. Þessar ungu blómarósir voru einmitt að búa sig undir næsta dag þegar Ijósmyndari DV smellti þessari mynd af þeim. DV-mynd GVA Þórir Bjömsson stýrimaður á Jóni Kjartanssyni: Fjöldi hvala á miðunum - ætti að senda hvalveiðiskipin á þennan ófögnuð Emil Thorarensen, DV, Eskifiröi: „Loðnan, sem loðnuskipin eru að koma með, er óvenjustór og feit, sannkölluð áramótaloðna og stærsta síli sem ég hef séð,“ sagði Þórir Bjömsson, stýrimaður á Jóni Kjart- anssyni SU-111 frá Eskifirði, í sam- tali við DV. Loðnuflotinn hefur veriö norðaust- ur af Langanesi og náðu strákarnir á Jóni að fylla skipið í 11 köstum. Fóru köstin stækkandi eftir því sem á leið. „Óhemjumagn hvala er þó á loðnu- miðunum. Það er hinn illræmdi hnúfubakur sem við loðnusjómenn erum lítt hrifnir af. Það er skaðræði að fá þessi stóru ferlíki í loðnunæt- umar, þau eyðileggja mörg köst fyrir sjómönnum og geta unnið tjón á loðnunót upp á milljónir króna. Menn eru í vandræðum með að kast þar sem tveir hnúfubakar halda sig saman innan um loðnuna og seðja hungrið en loðna er eftirsótt fæðu- tegund þeirra. Við verðum hins veg- ar oft ekkert varir við hvahnn fyrr en byrjað er að snurpa. Það ætti að senda hvalveiðiskipin á þennan óíognuð, það er slík óhemja af þess- um dýrum á miöunum," sagði Þórir. -ÍS Þórarinn Tyrfingsson: Könnumstvið flesta sem lenda í fíkni- efnadómum „Þeir einstakhngar sem koma í meöferð til okkar og hafa verið í inn- flutningi og sölu á fíkniefnum virðast ekki ríða feitum hesti frá þvi. Við sjáum heldur ekki þá einstaklinga sem eru í fíkniefnasölu en eru ekki fíknir sjálfir. Staðreyndin er hins vegar sú að í stórum fíkniefnadóm- um þekkjum við flesta sakborning- ana þar sem þeir hafa leitað sér með- ferðar hjá okkur. Auðvitað eru þó undantekningar á því,“ segir Þórar- inn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Hann segir að þegar á heildina sé htið hafi aðeins dregið úr fjölda þeirra fíkniefnaneytenda sem leita sér aðstoðar hjá SÁÁ. Hins vegar háfi fjöldi ungra fíkniefnaneytenda staðið í stað. „Vandinn er gríðarlega mikill og virðist hafa náð hámarki á árunum frá 1985-1987. Miðað við ástandið þegar það var verst þá hefur þetta heldur lagast undanfarin þrjú ár. Það vekur þó athygli að það virðist ekki koma þeim sem eru yngri en 25 ára til góða. Þar er vandinn samur og áður og svo virðist sem þeir eigi auö- veldara með að nálgast fíkniefni. Heildarárangurinn er vegna þess að mikið hefur verið gert í þessum mál- um. Núna á hins vegar að skera nið- ur og meðferðarrúmum hjá okkur fækkar úr 76 í 30. Ég spái því að þá fariallttilhelvítis." -ból Skemmdarverk Nokkrar rúður voru brotnar í miðbæ Hafnarfjarðar aðfaranótt laugardags. Rúða var brotin á sýslu- mannsskrifstofunni og í Landsbank- anum. Eins var brotin rúða í Tónhst- arskóla Hafnarfjarðar. Svo virðist sem hlutaðeigandi hafi ekki ætlað að brjótast neins staðar inn heldur hafi skemmdarfýsninráöiðferðinni. -ból Dögg Pálsdóttir um áhrif EES á kjör aldraðra: Flestar breytingarnar jákvæðar „Ég sé ekki fyrir mér miklar breyt- ingar á högum aldraðra við gildis- töku EES. Flestar ef ekki allar eru þær þó til hagsbóta fyrir aldraða. Ýmis réttindi verða tryggari, til dæmis hvað varðar rétt til almanna- trygginga og heilbrigðisþjónustu," segir Dögg Pálsdóttir, skrifstofustjóri hehbrigðis- og tryggingaráðuneytis. Dögg segir að með gildistöku EES samningsins muni lífeyrisþegar öðl- ast rétt til að fá lífeyrisgreiðslur flutt- ar tíl annarra landa. Þannig geti aldr- aðir flutt hvert sem er innan Evrópu án þess að tapa réttindum. Fram th þessa hafi þeir orðið að afla sér sér- stakrar heimhdar th þessa. Á fostudaginn kemur gengst Öldr- unarráð íslands fyrir ráðstefnu um áhrif EES-samningsins á öldrunar- þjónustuna. Frummælendur verða Dögg Pálsdóttir og Daninn Jörgen G. Thygesen, sem er fyrrum starfs- maður EB en nú túlkur Pauls Schlúter, forsætisráðherra Dana. Ráðstefnan verður öhum opin en hún verður haldin að Borgartúni 6. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.